Vísir - 08.03.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 08.03.1980, Blaðsíða 18
vísm Laugardagur 8. mars 1980 „Hef ekki áhuga á ad vera formadur ef ég nýt ekki trausts til þess” Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstædisflokksins i helgarviðtali 18 Hef aldrei ætlað að vera lengi formaður — Hvaö er mesta mótlæti á stjórnmáiaferli þinum? „Missir meirihlutans i Reykja- vik”. — Hefuröu hugleitt aö segja af þér formennsku I kjölfar ófara flokksins undir þinni stjórn? „Nei, reyndar ekki, og viö skul- um ekki tala um ófarir heldur á- föll. Hinsvegar hef ég ekki áhuga á aö vera formaöur ef ég nýt ekki trausts flokksmanna til'þess. Ég tel skyldu mina aö skila flokknum af mér meö þeim hætti, aö ekki veröi sagt aö ég hafi gefist upp eöa brugöist þeim trúnaöi, sem mér var sýndur á siöasta landsfundi”. — Gætiröu hugsaö þér aö vera i þingflokknum eftir aö annar maöur væri oröinn formaöur flokksins? „Já, þaö gæti ég vel hugsaö mér. En varöandi hvort tveggja, þingmennsku og formennsku I flokknum, þá hef ég aldrei hugsaö mér aö vera i þvi mjög lengi. Ég hef alltaf veriö ákveöinn i aö hætta meöan ég heföi enn fulla starfskrafta og eiga nokkur starfsár, þar sem ég gæti verið herra yfir minum eigin tima, en þaö hef ég ekki verið slðan ég varö borgarstjóri”. — Hvaö ætlarðu aö fara aö gera? „Þaö er ekkert ákveöiö, en ég ætla allavega ekki aö skrifa ævi- sögu mina”, segir hann hlæjandi. „Það vaxa fáir af þvi”. Á alls ekki erfitt með að taka ákvarðanir — Hvernig hefuröu sinnt þvi aö ala þér upp samstarfsmenn? Ertu búinn aö sjá þér út eftir- mann? „Þaö get ég ekki sagt. Þaö er auövitaö skylda stjórnmálafor- ingja aö sjá til þess aö til séu menn i flokknum til aö leysa hann af”. — Hvaöa eiginleika þarf stjórnmálaforingi aö hafa tii aö bera? „Þaö er nú ekki gaman aö svara svona spurningu, þar sem svariö veröur kannski skiliö sem einkunn fyrir eigin verðleika. En mér finnst aö hann veröi aö hafa þekkingu, sannfæringu, dóm- greind og eiginleika til aö afla sér trausts. Hann á aö opna ný sjón- arsviö og efla meö mönnum bjartsýni”. — Þú hefur stundum þótt tvi- stigandi, lengi aö ákveöa þig, og hika lengi. Attu erfitt meö aö taka ákvaröanir? „Þvert á móti. Ég á alls ekki erfitt með þaö. Mér hefur fundist sem formaöur stórs stjórnmála- flokks eölilegt aö hlusta á marga áöur en meiriháttar ákvaröanir eru teknar og aö sá timi sem til- tækur er sé notaöur til aö finna samstööupunkt. Þaö veldur mér satt aö segja vonbrigöum ef ég er talinn vera óákveöinn. Ég hef i farangrinum pólitiska sannfæringu og á þvi mjög auðvelt meö aö breytá I samræmi viö hana á hverjum tima. Ef svo væri ekki heföi ég ekki veriö I pólitik allt mitt lif og hætt aö starfa hjá fyrirtækjum, sem bæöi væri miklu hagstæöara fjárhagslega og ég ætti auk þess tima minn i rikum mæli sjálfur. Ég er fyrst og fremst I stjórnmál- um af þvi ég hef pólitiska sann- færingu en ekki af þvi ég sækist eftir völdum. Hins vegar segir sig sjálft aö þaö skiptir máli aö hafa völd til aö vinna sannfæringu sinni brautargengi”. — Ertu feiminn? „Nei, ég hef aldrei veriö feim- inn”. Hefnigirni — Kanntu einhverja skýringu á þvi, hversvegna almenningsálitið hefur snúist gegn þér eins og skoöanakannanir gefa vfsbend- ingu um? Þaö kom þrisvar fram á mig vantraust — lik.lega fyrir ofrlki „Ég held þaö væri ekki góöur stjórnmálamaöur og lfklegur til aö halda höföi sem væri sifellt að velta fyrir sér hvaöa álit almenn- ingur heföi á honum sjálfum. Varöandi þann byr sem þessi rikisstjórn er talin hafa fengiö, og þeir sem aö henni standa, þá held ég aö sama heföi oröiö uppi á ten- ingnum meö hvaöa rikisstjórn sem heföi veriö mynduö, — jafn- vel þó versti kosturinn heföi veriö valinn eins og raunin varð á”. — Ertu hefnigjarn? „Nei, alls ekki”. — Alveg viss? „Handviss. Ég mundi aldrei bregða fæti fyrir þá, sem heföu unniö gegn mér, þó ég heföi tæki- færi til þess. Slikt verkar inn á viö og maöur gerir sjálfum sér meiri óleik en þeim”. — Hvaöa augum lfturðu á vin- skap og er hann þér mikils viröi? „Já, hann er mér vissulega mikils viröi. Ég lit á vináttu sem gagnkvæm tengsl milli manna, sem báöir hafi styrk af og séu gagnkvæmt uppbyggjandi”. — Hvaöa eriendur stjórnmála- maöur, sem þú hefur hitt, er þér minnisstæöastur? „Golda Meir. Hversvegna? Hún var svo mikill og sterkur persónuleiki, og ef til vill per- sónugervingur tvö þúsund ára þjáningar- og frelsisgöngu”. Ekki málefnaágreiningur — Gunnar Thoroddsen hefur sagt I viötali aö ágreiningurinn I flokknum væribæöi málefnalegur og persónulegur. Sjálfur heföi hann veriö umbótasinnaður og viljaö færa flokkinn I frjálslyndis- átt. Hann heföi þótt helst til vinstri sinnaöur. Ert þú kannski til hægri I flokknum og hann til vinstri? Ég tel slíkar bollaleggingar villandi. Ég vil nefna sem dæmi, aö þótt greinar og geröir Jóns Þorlákssonar bæru þess vitni, aö hann væri frjálslyndur maöur, töldu sumir hann f fhaldssamari armi flokksins á sinum tima en aftur hefur veriö talaö um aö Olafur Thors hafi fært flokkinn I frjálslyndari átt. Slikar skilgrein- ingar skoöana og áhrifa einstakra forystumanna Sjálfstæöisflokks- ins gefa hvorki fyrr né nú rétta mynd og fela i sér of mikla ein- földun. Gunnar komst eins og kunnugt er I andstööu viö Sjálfstæöisflokk- inn og formann hans, Ólaf Thors i forsetakosningunum 1952-Bjarni Benediktsson geröi sér far um aö sætta Ólaf og Gunnar og hann greiddi reyndar jafnan götu Gunnars fremur en hitt i innan- flokksmálum til aö halda einingu I flokknum. Bjarni fékk aldrei þá viöurkenningu sem skyldi fyrir þetta heldur var reynt aö tala um Gunnarsmenn og Bjarnamenn. Gunnar er dulur maöur og tor- trygginn eftir forsetakosning- arnar áöurnefndu og það er eins og hann hafi ekki treyst á mál- efnalegt starf eða stuöning inni I flokkskerfinu sjálfu siöan þá. Hann hefur löngum lagt áherzlu á að hafa um sig sveit manna, þótt minnihluti væri, til að tryggja stööu siná i flokknum og ekki ræktaö sérstaklega innviðina eöa málefnin né látiö i ljósi sérstaka óánægju meö þau fyrr en á sfö- ustu vikum. Ég hef ekki orðið var viö alvar- legan málefnalegan ágreining við hann, heldur fremur hitt aö hann hefur haldiö sig sér. — Þaö hefur veriö sagt aö þú hafir haldiö yfir honum hlffi - skildi. Fyrir hverjum? „Þeim sem hafa verið óánægöir meö störf hans t.d. sem formanns þingflokks. Þaö hefur engan veg- inn verið eining um stööu hans”. — Hversvegna kallaöir þú ekki strax saman þingflokksfund þegar þú fréttir um viöræður Gunnars, meöal annars gegnum Sverri Hermannsson, og spuröir hreint út um hvaö væri þarna á féröinni? „Ef til villaf hlifö m.a. Ég frétti þetta á siöustu stigum og tók þaö ekki alvarlega, trúöi því satt aö segja ekki aö hann fylgdi þessu eftir og að andstæöingarnir myndu notfæra sér veikleika hans oe flokksins”. Þetta ævintýri stenst ekki — Finnst þér hafa verið stoliö frá þér senunni? „Nei, mér finnst ég hafa verið svikinn og umfram allt aö flokk- urinn hafi veriö svikinn. Þaö er mikið öfugmæli aö þarna hafi þjóöarhagsmunir veriö haföir að leiöarljósi. Þaö er aö mínu mati fátt þjóöinni nauösynlegra en sterkur Sjálfstæðisflokkur, sem getur veriö kjölfestan i þeirri ringulreiö sem hér rikir”. — Nú eru i þessum fimm manna hópi sjálfstæöismanna, sem styöja rfkisstjórnina, lykil- menn I fjórum kjördæmum af átta. Helduröu aö flokkurinn klofni? „Þaö er spurning, sem ætti fyrst og fremst aö beina til þeirra manna, sem ekki hafa farið aö flokksreglum, hvort þeir ætli aö halda áfram ágreiningi viö meiri- hluta þingflokks, miðstjórn og flokksráö. Ég tel að þessir menn hafi snúist á sveif með vinstri stjórn og gert myndun hennar mögulega. Að því leyti er um málefnalegan ágreining að ræöa. Ég vænti þess, aö málefnalega geti flokkurinn haldiö saman og aö menn sætti sig viö málamiölun og meirihlutaákvaröanir i fram- tiöinni og muni setja málefni mönnum ofar. Varöandi þessa stjórn er ég kannski rólegri en ég ætti aö vera, en þaö er vegna þess aö ég er sannfærður um aö þetta ævintýri stenst ekki”. — Gunnar var á sinum tlma kennari Geirs I Háskólanum, slö- ar unnu þeir saman I borgar- stjórn og keppinautar uröu þeir þegar þeir kepptu um varafor- mannssætið. Framhaldiö er öll- um kunnugt og Geir segir aö samstarf þeirra hafi yfirleitt ver- iö misfellulltiö. En er óvild milli þeirra? „I einlægni sagt, þá el ég ekki óvild i brjósti til nokkurs manns, — og er feginn þvi! ” Heilsufar — Þaö ganga miklar sögur um heilsufar þitt. „Já, þaö er nú bara kaffihúsa- rógur sem óneitanlega viröist vera komiö af staö i pólitiskum tilgangi. Ég er stálsleginn og mér hefur varla oröið misdægurt á ævinni og aldrei lagst inn á spi- tala fyrr en i fyrra, þegar ég var skorinn upp viö gallsteinum. Eina skýringin á þessu umtali er sú aö ég er skjálfhentur og hafa sumir gert þvi skóna aö ég sé meö Parkinsons-veiki,af þeim sökum. Svo er nú ekki. Ég hef veriö skjálfhentur frá þvi ég var barn. Það hefur hins vegar ekki háö mér I störfum”. — Ég hef lika heyrt aö þú værir innhverfur og blandaöir ekki geöi viö fólk umfram þaö sem nauð- synlegt væri. „Þaö er mikill misskilningur. Ég er afar félagslyndur og hef gaman af aö vera innan um fólk. Erna sagöi þegar viö kynntumst aö ég mætti helst ekki missa af neinu, — en ég hef nú þroskast siöan þá”. — Ertu skapmaður? „Ég hef auðvitað skap, en ég á auövelt meö aö stjórna þvi. — Ertu hamingjumaöur? „Já mjög svo” segir formaöur Sjálf stæöisflokksins. — Viö slitum spjallinu en þegar viö kveöjumst spyr ég hvenær hann hafi verið glaöastur. „Ég hef svo oft haft ástæöu til að vera glaöur aö ég get varla til- greint þaö. En þaö eru kannski litlu hlutirnir sem gleðja mann mest. Maöur fyllist til dæmis stundum mikilli gleði þegar mað- ur er aö koma heim til sin að loknu dagsverki og eins viö aö ganga Austurstrætiö eftir aö hafa dvalið erlendis”, segir Geir Hall- grimsson. Hvort sem hann fékk silfur eöa gull i vöggugjöf er ljóst aö málm- urinn sem er burðarás skapgerð- arinnar er skir. Framtiöin mun hinsvegar skera úr um hvort hann veröur notaöur i vopn, veldissprota eöa vandaö heiöurs- merki. —JM i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.