Vísir - 08.03.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 08.03.1980, Blaðsíða 20
vism Laugardagur 8. mars 1980 hœ krcútkar! Lóa, Á leiðinni heim aftur gengu þau fram hjá verslun, þar sem falleg páskaegg skreyttu gluggana. Afi og Lóa fóru inn i verslunina. „Veldu þér páskaegg,” sagði afi við Lóu, er þau stóðu við hillurnar, sem páskaeggjunum var raðað á. Lóa skoðaði páskaeggin. Eftir nákvæma athugun valdi hún sér meðal-stórt páskaegg. Uppi á þvi trónaði páskaungi með bláan hatt á höfðinu. Á miðju egginu var gult blóm. Afi fór að afgreiðsluborðinu og borgaði egg- ið. Hann lagði 4 þúsund króna seðla á borðið. Lóa þakkaði afa fyrir páskaeggið og þegar hún kom heim, setti hún það upp á kommóðu i herberginu sinu. Það var svo gaman að horfa á páskaeggið og Lóa hlakkaði til að opna það á páskadaginn. Hún vissi að inni i þvi væri sælgæti og máls- háttur. Það var gaman i skólanum siðustu dagana fyrir páskafri. Þá fengu krakkarnir i Lóu bekk að stunda ýmiskonar páskaföndur. Þeir bjuggu til gul páskablóm úr pappir, litlar kaninur og unga bjuggu þau til úr eggja- bökkum. Svo bjuggu þau til litlar körfur og settu einn unga i hverja körfu. Frænka Lóu átti afmæli á skirdag. Lóa var boðin i afmælið. Mamma og Lóa fóru i bæinn til að kaupa afmælisgjöf. Þær fóru i stóra leik- fangaverslun. Þar voru margar hillur, sem i voru alls konar leikföng. Lóu langaði til að gefa frænku sinni dúkku. Þama voru ákaflega fall- egar dúkkur. Sumar voru með snuð i munnin- um og þegar snuðið var tekið út úr þeim, fóru þær að gráta. Þetta vom mjög stórar dúkkur og lika dýrar. Lóa og mamma hennar leituðu að ódýrum dúkkum. Þær fundu litla, sæta dúkku i bláum samfestingi. Hún átti bæði peia og snuð. Þessi dúkka kostaði þrjú þúsund krónur og mamma og Lóa ákváðu að kaupa hana. Þær keyptu lika eina örk af fallegum gjafapappir til að pakka dúkkunni inn i. Þegar mamma og Lóa höfðu lokið innkaup- unum i bænum, fóru þær inn á kaffihús. Mamma fékk sér kaffi og Lóa fékk appeisinu- safa og köku. Umsjin: Anna Br.ynjúlfsdóttir Hrafnsungar. Krummi krunkar úti Um daginn sá ég marga hrafna rétthjá skólanum. Einn hrafninn kom alveg á götuna fyrir framan skólann. Hann var að éta eitthvaðsem lá þar. Hann var samt varkár. Hann hoppaði til og frá og leit í allar áttir til að gá að því, hvort einhver væri að koma. Hinir hrafnarnir komu ekki eins nálægt. Svo flugu þeir allir í burtu. Ég veit að hrafninn er vitur fugl. Það eru til margar sögur og kvæði um hrafninn. Ég kann vísuna Krummi krunkar úti. Hún er svona: Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn. Ég fann höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn. Komdu nú og kroppaðu með mér krummi, nafni minn. Lena Guðmundsdóttir 10 ára, Reykjavík. Hvaöa páfagaukar eru eins? Hvaða tveir páfagaukar eru nákvæmlega eins? 6 É>o z ju jbas Hvaöa tvær tölur verða 200? Krakkarnir eru að leita að þremur tölum, sem verða 200, ef þær eru lagðar saman. Getur þú hjálpað þeim. 86+t'2+8/ ••JBAS L-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.