Vísir - 28.03.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 28.03.1980, Blaðsíða 18
22 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Vigdls Finnbogadóttir Vigdís stendur vel að vígi hvað mannkosti snertir Menn virðast vera farnir aö keppast við það i lesendadálki Visis að minna á þá forseta- frambjóðendur sem þeir hyggj- ast styðja á sumri komanda. Ég vil þvi ekki láta mitt eftir liggja að minna á Vigdisi Finn- bogadóttur. HUn er kona vel aö sér og mikill persónuleiki. Tel ég aö forsetaembættinu yrði sómi af þvi að hafa slika manneskju á forsetastól. Stundum er talað um það að forsetinn veröi aö vera karl- kyns, en ekki sé ég nein haldbær rök fyrir því i þessu máli. Þar eru það mannkostimir sem skipta máli fyrst og fremst og þar stendur Vigdis Finnboga- dóttir vel að vigi. R.R. Nllsmunandi brunabéta- mat ( Reykjavík og Kópavogi Skattgreiðandi hringdi: „Hvemig stendur á þvi, aö brunabótamat á blokkabygg- ingum i Reykjavik er 71.440 krónur pr. rúmmetri, en i Kópa- vogi um 94 þúsund? Þar sem þetta eru svo lik svæöi, heföi ég gaman af aö vita hvernig stendur á þessu ósam- ræmi.” Skfðaíþróttin og Lðg unga fólksins Kæri lesendadálkur: Við erum hér fjórar og okkar kvörtunarefni er iþróttaþáttur sjónvarpsins. Okkur finnst skfðaiþróttum sinnt mjög litiö og frjálsar iþróttir sýndar allt of mikið og ekki er þaö nú betra þegar enska knattspyrnan er komin lika i þáttinn. T.d. frá vetrariþróttahátíö sem haldin var á Akureyri. Það eru ábyggilega 3 eða 4 þættir sem hefur átt aö sýna þessar myndir sem þar vom teknar og nú erum við búin að fá leið á þessari setningu hans Bjarna: „Þvi miöur verðum við aö geyma myndir frá vetrar- iþróttahátiðinni þar til i næsta þætti” og svo koma þessar myndir aldrei. Viðvonum að nýi iþróttafréttamaöurinn standi betur að málum og viö vonum einnig aö myndir frá vetrar- iþróttahátiðinni verði birtar áð- ur en filmurnar skemmast. Það er einnig annaö áhyggju- efni sem við vildum gjarnan koma á framfæri. Þaö er hinn vinsæli þáttur Lög unga fólks- ins. Oft i hverjum þætti er skrifað i mörgum kveðjum: „Ég styö tillöguna að þátturinn verði lengdur” og langt er siðan aö þessi uppástunga var birt i út- varpinu. Og okkur langar mikið til aö fá svar um hvort á að sinna þessum óskum eða ekki. Litið er fyrir unglinga i þessu blessaöa útvarpi okkar og álit- um við aö ekki geröi þjóðinni mikið mein að lengja þennan þátt eða hafa tvisvar I viku. Við vonum aö eitthvað verði gert i málinu og styöjum auð- vitað tillöguna um að lengja þáttinn eða hafa tvisvar i viku. Meöfyrirfram þökkum. Fjórir skiðaáhugamenn. I I I I I I I I I I ■ Skiöaáhugamönnum finnst of lftiö gert fyrir skiöalþróttina I iþróttaþstti sjónvarpsins. ómar góður f um ferölnni Mig langar til aö lýsa yfir ánægju minni með umfjöllun Ómars Ragnarssonar um umferðarmál i fréttatima sjón- varpsins s.l. þriðjudagskvöld. Hún vakti mikla athygli og ég tók eftir því í umferðinni daginn eftir aö menn höföu augsýnilega lært sina lexiu. Var þaö áber- andihvað bilstjórar sýndu meiri tillitssemi i tilfellum eins og þeim sem ómar sýndi i frétta- þættinum. Þvi held ég að ráö væri að Ómar tæki upp samstarf við Umferöarráð að gerð slikra þátta, ef vera mætti aö umferð- in lagaðist eitthvað við það. Gunnar Andrésson Tei Albert Guö- mundsson nokkuö vissan Pétur Thorsteinsson, er lang- hæfastur frambjóðenda...segir „Hugsandi kjósandi” I Visi 24/3 ’80 Albert Guömundsion Hver er mikill? Hver er stór? Hver er svo hæfastur? Þessu svarar auövitað hver fyr- irsig á kosningadegi forseta Is- lands á sumri komanda. Ég hef grun um, aö átökin verði milli Alberts og Vigdis- ar... Toppamir kjósa Pétur, mennta- og verslunarfólkiö Guölaug. Konur — og I bland ýmsir aðrir, Vigdisi. Almenn- ingur og þeir sem vilja kraft- mikinn forseta, sem veit hvað hann vill.kjósa Albert... Ég tel Álbert nokkuö vissan... Hann hefur margt gott til brunns að bera... Vigdis næst... Heföi hún haft maka á bak við sig, væru úrslitin óviss. Páll Hallbjörnsson Leifsgötu 32 ómar Ragnarsson fær hrós fyrir umfjöllun slna um umferöarmál I ■ sjónvarpinu sl. þriöjudag. ■ ■■■■■■■■■■Kil sandkorn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður skrifar: Oskubuska í timaritinu FÓLK er rætt ' við Kristinu Bernharösdóttur feguröardrottningu, sem var fulltrúi tslands I fegurðarsam- keppni á Kanarleyjum. Kristin gagnrýnir harölega aðstandendur keppninnar hér á landi sem gengust fyrir þvi að senda hana utan en skiptu sér ekkert af undirbúningn- um. Sá eini sem lét sig málið einhverju varöa var Steinn Lárusson forstjóri Ferðaskrif- stofunnar Úrvals. Segist Kristln vonast tii aö næst veröi staöiö betur að hlutunum og sú sem þá fari utan veröi búin þannig úr garöi aö hún þurfi ekki aö skammast sln lyrir aö koma fram fyrirhönd isiands. RfkiO borgar Vilmundur Gylfason fékk það upplýst á Alþingi aö kostnaður rlkissjóðs af Búnaðarþingi á dögunum nam rúmlega 18 milijónum króna. Rikiö greiddi þeim sem sátu þingiö 7,6 mUIjónir I laun fyrir þingsetuna, nær tvær miiljónir I feröakostnað og á áttundu milljón I uppihald. Vilmundur gagnrýndi harö- lega að rlkiö kosiaði þessi fundahöid bænda og spuröi hvers ASl ætti að gjaida. Nú eru bændur ýmist taldir laun- þegar eða atvinnurekendur svo kannski er komið fordæmi fyrir þvl aö bæði ASI og Vinnuveitendasambandiö haldi þing sin á kostnaö rlkis- sjóös? Lyginn og leiMnlegir Böövar Guömundsson skrif- aöi nýlega grein I Þjóöviljann þar sem hann gagnrýndi blaö- iö harölega og fann þvl flest til foráttu. Einna verst þótti hon- um hvaö Þjóöviljinn væri leiöinlegt blaö. I gær ritar slöan Þorsteinn frá Hamri pistil I Þjóðviljann og tekur undir kvartanir Böövars. Verst þykir Þor- steini þó hvaö Þjóöviljinn er lyginn, eða eins og hann segir orörétt: „Þó ekki sé tekiö lengra timabil en tveir fyrstu mánuö- ir þessa árs, þá eru þau tölu- biöö Þjóövíljans teljandi á fingrum annarrar handar, sem ekki er meira eöa minna variö undir leiöréttingar á þvi sem logið var og ranghermt daginn áöur”. Eflaust er þetta rétt hjá Þorsteini, en ekki má gleyma allri lyginni sem aldrei er leiö- rétt. Einu mistökin — Auðvitað er þaö ekki nema mannlegt aö skjátlast* þrumaöi forstjórinn yfir starfsliöinu, og hélt siöan áfram: — En sjálfum hefur mér aö- eins einu sinni skjátlast. Þaö var þegar ég hélt aö mér hefði skjátlast, en þaö kom slöar 1 Ijós aö svo var ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.