Morgunblaðið - 11.11.2001, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Uppvaxtarárunum eyddi Jóhann í
Svarfaðardalnum og var það ekki
fyrr en um fermingu að hann tók að
vaxa mun hraðar en hin börnin í
sveitinni. Fimmtán ára gamall hóf
hann síðan sjómennsku á Árskógs-
strönd til að aðstoða móður sína við
rekstur heimilisins eftir lát föður
síns.
ÞAÐ fór ekki hjá því að Jóhann
vekti athygli í þessu litla sam-
félagi. Karlarnir glottu góðlátlega
þegar hann reri fram í Mars, þar
sem trillan lá við legufæri. „Bát-
urinn fer á listann,“ kölluðu þeir úr
fjörunni en árabáturinn flaut alltaf
undir Jóhanni. En eftir að Jóhann
tókst á við Sigurð Flóvent Sigurðs-
son á Brattavöllum, sem sveitung-
arnir kölluðu hinn sterka, báru all-
ir á ströndinni virðingu fyrir
Jóhanni. Sagan hafði farið eins og
eldur í sinu um plássið. Það vissu
allir að Sigurður var slíkt heljar-
menni að jafnvel Ægir konungur
hafði orðið að játa sig sigraðan í
átökum við hann. Þeir höfðu eitt
sinn verið að koma inn til brim-
lendingar, Sigurður og félagar
hans, en hitt illa í ölduna sem sló
árabátnum flötum en með heljará-
taki hafði Sigurði tekist að rétta
hann við aftur og forða því að bát-
urinn færi á hliðina í öldurótinu.
Einn daginn hafði Sigurður, sem
sigraði Ægi, verið að setja upp
árabát og Jóhann hjálpað til. Þar
sem þeir stóðu í fjörunni við sinn
hvorn borðstokkinn datt Sigurði í
hug að reyna krafta unglingsins
risavaxna og reif bátinn upp. Jó-
hann tók óðara á móti og saman
lyftu þeir bátnum og olíufati sem í
honum var. En átökin voru svo
mikil að sólarnir sprungu undan
skóm Jóhanns. Eftir þetta vissu
allir í plássinu að unglingurinn úr
Svarfaðardal var jafnsterkur og
hann var stór.
Með fjöllistamönnum
Árið 1935 fór Jóhann utan og
starfaði í fjölleikahúsum í Dan-
mörku, Þýskalandi og Frakklandi.
Þegar hér er komið sögu vill hann
komast heim. Hann hefur verið í
París og það er ófriðlegt í heim-
inum:
Á leið sinni norður til Danmerk-
ur, en þaðan ætlaði hann að sigla
heim til Íslands, kom Jóhann við í
Hamborg. Peningarnir voru á
þrotum og hann vildi gera tilraun
til að fá vinnu hjá Þjóðverjum. Það
byrjaði þó ekki vel. Á aðaljárn-
brautarstöðinni var skrifstofa sem
útvegaði ferðamönnum gistingu og
þangað leitaði Jóhann. En það var
sama hvert þjónustulipur stúlkan
hringdi, alls staðar var sama svar-
ið; nei því miður, við getum ekki
hýst svona stóran mann.
Jóhann fylgdist álengdar með
stúlkunni sem varð sífellt niðurlút-
ari. En því ekki að hringja í stétt-
arfélag fjöllistamanna í borginni,
stakk hann upp á, eða er það
kannski ekki til? Jú, stúlkan fann
það fljótlega í símaskránni, náði
strax sambandi og bar upp vand-
kvæði sín.
„Hér er fjölleikamaður sem fær
hvergi gistingu.“
„Hvernig stendur á því?“ svaraði
sjálfur formaður félagsins, Theo
Tilmar, og varð brúnaþungur. Var
nú enn einu sinni verið að níðast á
einum félaga hans?
„Ja, hann er býsna hávaxinn.“
„Sendið hann þá hingað,“ svaraði
Tilmar. Hann ætlaði sjálfur að
taka þetta mál að sér.
Ekki var laust við að starfsfólk
skrifstofunnar ræki upp stór augu
þegar Jóhann birtist. Slíkan mann
bar ekki fyrir augu á hverjum degi,
jafnvel ekki í stórborginni Ham-
borg. Það vildi Jóhanni til happs að
Björn Kristjánsson, heildsali frá
Sauðárkróki, var staddur á skrif-
stofunni þegar hann bar þar að og
gat túlkað fyrir hann.
Hringingarnar hefjast nú enn á
ný. Theo Tilmar ætlar ekki að láta
það spyrjast um sig að hann láti
starfsfélaga sinn sofa á götunni
bara af því að hann er stærri en
aðrir menn. Á meðan hótelstjór-
arnir segja nei, segir Jóhann Þjóð-
verjunum frá högum sínum. Hann
sé að koma frá París og ætli til
Danmerkur en hann eigi alltaf í
erfiðleikum með að ferðast upp á
eigin spýtur, almenningsfarartæki
séu of lítil, lestir jafnt sem bifreið-
ar. Og sífellt séu sömu vandræðin
með gistingu. Langoftast kúldrist
hann í alltof litlum herbergjum. Ef
hann er heppinn fái hann tvö rúm,
sett saman enda í enda, en það er
mjótt fyrir stóran mann að liggja í
slíkum samsetningi. Það sé þó ill-
skárra en að búa um sig á gólfinu
sem verður oft þrautaráðið.
Allt í einu dettur Tilmar í hug
maður sem er afar stórvaxinn og
hefur glímt við sama vanda og Jó-
hann. Hann hefur strax samband
við hann og fær að vita að á Hótel
Stein fái risavaxnir menn alltaf
inni. Hann hringir þangað.
„Eigið þér laust herbergi?“
„Já,“ er svarað.
„Líka mjög stórt herbergi?“
„Já, eitt með þremur og annað
með fjórum rúmum.“
„Ágætt, við tökum það síðar-
nefnda.“
„Og hvenær er von á herrun-
um?"
„Þegar í stað,“ svarar Tilmar og
er ekkert að útskýra málið neitt
frekar enda er honum skemmt
þegar starfsfólkið á Hótel Stein
sér Jóhann og er sagt að rúmin
fjögur séu aðeins fyrir einn herra
en ekki fleiri. Tilmar vill að vel fari
um Jóhann. Rúmin fjögur eru sett
saman, hlið við hlið, og Jóhann
leggst til svefns, örlítið á ská til að
geta teygt úr sér.
Nasistum uppsigað við skringifólk
fjölleikahúsanna
Að þessu sinni kemst Jóhann þó
ekki lengra. Honum er boðin sirk-
usvinna í Þýskalandi sem hann
þiggur. En honum er ekki rótt:
Jóhann hafði vitaskuld orðið var
við uppgang nasista í Þýskalandi.
Hann sá þá reigja sig og sperra á
kaffihúsum borgarinnar, þeir sóttu
skemmtanir hans og eitt sinn í
Berlín höfðu ritstjórar nasistablað-
anna endilega viljað fá að mynda
hann í bak og fyrir, ásamt Prinz
Däumling. Það var líka á almanna
vitorði, að minnsta kosti meðal
sirkusfólksins, að nasistum var
ákaflega uppsigað við skringifólk
fjölleikahúsanna. Dýramanneskj-
urnar, akfeita fólkið, hinir handa-
og fótalausu voru kallaðir svindl-
arar og bannað að koma fram.
Sumir úr hópi hinna afbrigðilegu
voru jafnvel sendir í gasklefana.
Sérstaklega var fuglafólkinu hætta
búin en viðurnefnið dró það af höf-
uðlaginu sem minnti einna helst á
fuglshöfuð, uppmjótt og nefin
framstæð. Heili fuglafólksins var
líka vanþroskaður og það illa tal-
andi eða alls ekki.
Innrás nasista í heim fjöllista-
fólksins beindist þó aldrei að risum
og dvergum er áttu sér langa sögu
við hirðir konunga og keisara, sögu
sem nasistar báru virðingu fyrir.
Hvorki Prinz Däumling né Jóhann
þurftu því að hræðast ofsóknir.
Þvert á móti var borin fyrir þeim
viss virðing í Þýskalandi Hitlers og
skósveinum hans kom ekki til hug-
ar að leggja stein í götu Jóhanns.
Hann endurgalt þeim með tómlæti
og áhugaleysi um alla pólitík yf-
irleitt.
Strandaglópur í Kaupmannahöfn
Jóhann hefur orðið strandaglópur
í Kaupmannahöfn þar sem hann
dvelst öll stríðsárin. Hér segir frá
mestu tímamótunum í lífi hans:
Stóri Íslendingurinn, eins og
Kaupmannahafnarbúar kölluðu Jó-
hann, hafði komið sér vel fyrir á
vinalegu gistiheimili við Colbjörn-
sensgade 28, rétt hjá járnbraut-
arstöðinni. Þetta var ekki í fínu
hverfi en gistiheimilið var rekið af
danska heimatrúboðinu og því eng-
in hætta á neinu misjöfnu. Stein-
grímur hafði bent Jóhanni á þetta
en hann hafði sjálfur gist hjá þessu
trúrækna fólki um tíma og líkað
vel. Þarna ríkti heimilislegur blær
og þar gerðist sá atburður í lífi Jó-
hanns sem átti eftir að fylgja hon-
um alla ævi og færa honum bæði
gleði og áhyggjur.
Ung framreiðslustúlka, Ella
Gudrun Larsen, vann á gistiheim-
ilinu og dró að sér athygli hans.
Fyrr en varði voru kynni þeirra
orðin náin og þann 17. febrúar
1941 fæddist dóttir Jóhanns, lítið
stúlkubarn.
Þetta varð þó ekki sá gleðidagur
í lífi ungu foreldranna sem Jóhann
hafði vænst. Hann vildi giftast og
hafa allt að réttum hætti en móð-
irin neitaði, hún þvertók fyrir að
standa í barnauppeldi og það kom í
ljós að hún átti þrjú börn fyrir sem
öll höfðu verið gefin til vanda-
lausra við fæðingu. Litla stúlkan
fór því beint af fæðingardeildinni á
heimili fyrir munaðarlaus börn þar
sem hún dvaldi í nálega eitt ár en
Of stór fyrir Ísland
Jóhann Pétursson úr Svarfaðardal er stærsti Ís-
lendingur fyrr og síðar. Í frásögn Jóns Hjaltasonar
sagnfræðings er meðal annars sagt frá uppvaxt-
arárunum í Svarfaðardal, sirkuslífi vestan hafs og
austan, kynnum Jóhanns af nasistum og kvik-
myndaleik í Hollywood.
Þegar Þumalprinsinn gekk á milli fóta Jóhanns vakti það ávallt mikla kátínu
meðal áhorfenda.
Jóhann í hópi suður-amerískra
barna.
Jóhann ásamt tveimur leikkonum í Hollywood-kvikmyndinni Risinn og stein-
aldarkonurnar.
Eftir heimkomuna 1972 sagði Jóhann
við blaðamann Morgunblaðsins að
helst vildi hann fara á togara. Það
væri mun skemmtilegra en sýning-
arstarfið.
Gertrud, dóttir Jóhanns, myndin
kann að vera tekin á einni síðustu
samverustund þeirra.