Morgunblaðið - 11.11.2001, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á
ÁRSFUNDI Byggða-
stofnunar í júnímánuði í
fyrra tilkynnti iðnaðar-
ráðherra að ákveðið
hefði verið að flytja alla
stofnunina til Sauðár-
króks og að meiningin væri að flutn-
ingurinn yrði að veruleika innan árs.
Sá veruleiki hefur gengið eftir því
formlega flutti stofnunin frá Reykja-
vík til Sauðárkróks 1. júní síðastliðinn
og mun sameinast þróunarsviði stofn-
unarinnar, sem flutt hafði verið norð-
ur tveimur árum áður. Theodór A.
Bjarnason, hagfræðingur, var í árs-
lok 2000 valinn úr sextán manna hópi
umsækjenda til að verða næsti for-
stjóri Byggðastofnunar og var hann
skipaður af ráðherra frá og með 1.
janúar 2001. Hann kom þó ekki að
stofnuninni fyrr en 9. febrúar enda
átti hann eftir að losa sig úr fyrra
starfi sem aðstoðarsvæðisstjóri hjá
Norræna fjárfestingabankanum í
Kaupmannahöfn, en því starfi hefur
hann gegnt undanfarin tíu ár. Eigin-
kona Theodórs er Ágústa Ísafold Sig-
urðardóttir, félagsráðgjafi. Sonur
þeirra er Unnar Freyr, 25 ára, og
stundar hann nú framhaldsnám í hag-
fræði við Álaborgarháskóla.
Yngsti sveitarstjóri á landinu
Theodór segist vera landsbyggðar-
maður í húð og hár enda fæddur og
uppalinn á Bíldudal. Eftir að hafa
dvalið um árabil í höfuðborginni og
námslok í Verslunarskóla Íslands, lá
leiðin aftur í heimahagana og aðeins
23 ára gamall var hann ráðinn sveit-
arstjóri á Bíldudal eftir tímabundið
starf hjá Samvinnutryggingum á Pat-
reksfirði og einnig á vertíðarbát frá
Bíldudal. „Sveitarstjórastarfinu
gegndi ég í rúm sex ár og var sá tími
mjög lærdómsríkur fyrir mig. At-
vinnulífið var að heita má í kalda kol-
um þegar ég kom að málum, en á
þessu tímabili náðist að koma hjólum
atvinnulífsins í gang að nýju með end-
urreisn frystihússins og kaupum á
vertíðarbátum sem hreppurinn,
kaupfélagið og einstaklingar stóðu
saman að í almenningshlutafélagi þar
sem sveitarfélagið hafði forystu.
Á þessum tíma reyndi mjög á
frumkvæði og hugmyndaflug, þar
sem finna þurfti nýjar leiðir til að
skapa atvinnutækifæri. Það má sjálf-
sagt deila um forgangsröð en á þeim
tíma er uppbygging frystihúsins, þá
undirstöðuatvinnugreinar byggðar-
lagsins, stóð yfir, var tíminn nýttur til
uppbyggingar á íbúðarhúsnæði og á
félagslegri þjónustu.
Skapaðist full atvinna fyrir íbúana,
húsnæði jókst um þriðjung á þessum
örfáu árum, fólk flutti að og íbúarnir
fengu á ný tiltrú á staðnum.
Eftir þennan umbrotatíma og afar
krefjandi starf fyrir vestan, tók
útþráin yfirhöndina og ósk um frekari
menntun. Þá ákváðum við að breyta
til og flytjast til Reykjavíkur þaðan
sem konan mín er. Fyrstu þrjú árin í
Reykjavík var ég framkvæmdastjóri
vöruhúsins Domus á Laugavegi, þar
til ég fékk tilboð um starf forstöðu-
mans útlánadeilda Samvinnubankans
í Reykjavík, sem einnig var mjög
skemmtilegt og spennandi starf. Ég
var forstöðumaður útlánadeilda í tvö
ár eða þar til við hjónin tókum
ákvörðun um að hefja nám að nýju.
Ekki leið langur tími frá því að við
sendum út umsóknir um skólavist til
Kaupmannahafnar að við vorum
komin með jákvætt svar í hendurnar.
Konan hóf nám í félagsráðgjöf og ég
hóf nám í atvinnulífshagfræði, þá orð-
in 32 ára gamall. Námsárin voru
býsna góður tími þrátt fyrir margvís-
lega erfiðleika því við helltum okkur
út í erfitt akademískt nám mállaus.
Það má þó segja að því fylgi ákveðinn
kostur að fara þroskaður í nám, því
aðeins í gegnum störf er unnt að meta
þörf fyrir færni og skilning sem
menntun getur bætt úr og því tekur
maður á náminu á annan hátt.“
Að lokinni fimm ára námsdvöl
fluttist fjölskyldan aftur heim til Ís-
lands, en stoppaði ekki nema í eitt ár
á Íslandi. Þann tíma starfaði Theodór
hjá Iðnþróunarsjóði, sem var til húsa
í Seðlabankanum, en þar átti hann
samskipti við Norræna Fjárfestinga-
bankann sem leiddi af sér tilboð um
starf sem hagfræðingur í bankanum
við að tengja bankann við danskt at-
vinnulíf.
„Satt best að segja þurfti ekki mik-
ið að ýta við mér, þar sem okkur leið
ákaflega vel í Danmörku og vorum ef
til vill alls ekki búin að fá nóg af því að
búa þar. Konan mín óskaði eftir að
sérhæfa sig og hóf nám í afbrotafræð-
um.“
Theodór viðurkennir að viðbrigðin
við að flytja til Sauðárkróks frá mið-
borg Kaupmannahafnar eftir sextán
ára búsetu þar, hafi verið ansi mikil
en jafnframt mjög spennandi.
Einn starfsmaður flutti með
Undarlegt ástand ríkti innan
veggja Byggðastofnunar þegar nýr
forstjóri kom þar að og líkir Theodór
því helst við upplausnarástand. Því
hafi aðkoman verið mjög erfið. Flutn-
ingurinn lá fyrir og hafði öllum starfs-
mönnum stofnunarinnar í Reykjavík
verið boðið að flytja með stofnuninni,
en einungis forstöðumaður rekstrar-
sviðs þáði það. Í framhaldinu var deilt
um biðlaunarétt og höfðaði Samband
íslenskra bankamanna mál til þess að
fylgja kröfum starfsmanna eftir.
Deilt var um hvort flutningur stofn-
unar milli landshluta jafngilti því að
starf sé lagt niður, en þá er um bið-
launarétt að ræða. Það var sjónarmið
iðnaðarráðuneytisins og ríkislög-
manns að ekki væri um niðurlagningu
starfs að ræða, en SÍB hélt hinu
gagnstæða fram. Þessi lagalegi
ágreiningur mun enn vera óleystur
þar sem samkomulag náðist að lokum
við fyrrum starfsmenn stofnunarinn-
ar eftir mjög svo erfitt tímabil í und-
arlegu andrúmslofti, að sögn Theo-
dórs. „Sem betur fer tókst að ná
samkomulagi um starfslok þessa
fólks sem var afar mikilvægt fyrir
stofnunina. Sumir starfsmannanna
höfðu hætt með stuttum fyrirvara
sem hafði strax afleiðingar í för með
sér. Ef ekki hefði verið gripið í taum-
ana, hefði stofnunin lamast sem hefði
orðið óverjandi með tilliti til þeirrar
ábyrgðar, sem hvílir á henni. Stofnun
á borð við Byggðastofnun getur að
mínu mati ekki skilið við fólk í ósætti
eftir þrjátíu ára störf þess.“
Stjórn Byggðastofnunar ákvað að
leggja niður stöður nokkurra starfs-
manna í þeirri mynd sem þær voru,
enda lá fyrir að stofnunin yrði end-
urskipulögð að nokkru. Við það sam-
þykkti stjórnin rétt til biðlauna sem
starfsmenn njóta fái þeir ekki annað
starf í eitt ár frá flutningi. Tekist hef-
ur að útvega hluta af þessu fólki önn-
ur störf og unnið er að því að útvega
störf til viðbótar. Aðrir starfsmenn,
sem ekki voru aðilar að þessu sam-
komulagi, höfðu ýmist fengið sér önn-
ur störf og látið af störfum eða við þá
höfðu verið gerðir starfslokasamn-
ingar, þar með talið alla lánasérfræð-
inga stofnunarinnar. Í staðinn unnu
fyrrverandi starfsmenn stofnunar-
innar af heilum hug að flutningnum
og m.a. aðstoðuðu við að koma nýju
fólki inn í störfin. Enn er eftir að
manna nokkrar stöður innan stofnun-
arinnar, m.a. á eftir að ráða í stöðu
forstöðumanns útlánasviðs.
Samkomulag tókst við lögfræðing
Byggðastofnunar til fimmtán ára um
að vera í starfi fram á haust og að-
stoða nýráðinn lögfræðing við að
koma sér inn í störf. Ekki verður ráð-
ið í stöðu tölvusérfræðings sem hætti
þar sem samkomulag hefur verið gert
við tölvufyrirtækið Skrín ehf. á Ak-
ureyri um að annast alla tölvuþjón-
ustu stofnunarinnar. Theodór gerir
ráð fyrir að heildarstarfsmannafjöldi
stofnunarinnar verði í kringum 25
manns þegar ráðningum verður lokið
eða tveimur til þremur fleiri en áður.
Helgast sú aukning einna helst af
aukinni útlánastarfsemi og breyttum
áherslum í útlánastarfseminni.
Leigusamningur hefur verið gerð-
ur við Kaupfélag Skagfirðinga til sjö
ára vegna þriðju hæðarinnar við Ár-
torg 1, þar sem Skagfirðingabúð
ásamt höfuðstöðvum KS er til húsa,
útibú Landsbankans, Innheimta
íbúðalánasjóðs, tölvufyrirtækið
Element og fleiri, en um er að ræða
rúmlega 800 fermetra rými og nemur
leigukostnaður 740 krónum á fer-
metra á mánuði sem að sögn Theo-
dórs er hagstæðara verð en boðið hafi
verið af öðrum aðilum. Síðar á árinu
er reiknað með að hægt verði að sam-
eina alla starfsemi Byggðastofnunar í
björtu og vistlegu húsnæði undir einu
þaki þegar þróunarsviðið flyst úr
Stjórnsýsluhúsinu yfir í húsnæðið á
Ártorgi 1. Gera má ráð fyrir að starf-
semi stofnunarinnar verði meira
sjálfstyrkjandi þegar hún verður öll
komin á sama stað þar sem hægt
verður að samnýta bæði aðstöðu og
starfsfólk, að sögn Theodórs.
Kostir og gallar samfara flutningi
Aðspurður segist Theodór ekki
vilja gerast dómari í því hvort rétt
hafi verið að flytja stofnunina út á
land. Því fylgi bæði kostir og gallar.
Kostirnir séu væntanlega þeir að
stofnunin komi inn í það umhverfi,
sem hún vinni fyrir. Að því leytinu til
ætti hún að vera í betri tengingu við
raunveruleikann á landsbyggðinni og
þróun byggðamála auk þess sem ætla
mætti að hugsanagangurinn úti á
landsbyggðinni kæmist betur til skila
meðal starfsmanna stofnunarinnar.
Ókosturinn sé væntanlega sá, að að-
koman að stofnununni er ekki eins
greið og ef hún væri í Reykjavík.
Hinsvegar mætti leiða að því líkum að
úr því að ákveðið hafi verið að flytja
stofnina út á land, væri Sauðárkrókur
ekki slæmur kostur í ljósi þess að að-
eins klukkustundar akstur er til Ak-
ureyrar og flogið væri frá Reykjavík
til Sauðárkróks tvisvar á dag, kvölds
og morgna.
„Fyrst og fremst þarf að vinna að
því að fólk fái tiltrú á að það eigi sér
möguleika á landsbyggðinni. Aðalat-
riðið er að hugarfar fólksins breytist
þannig að það sjái kostina við að
starfa og byggja upp góða tilveru úti
á landsbyggðinni. Einnig þarf að
skapa farveg fyrir atvinnulífið svo að
fyrirtækin á landsbyggðinni geti
skapað sér forsendur, sem tryggja að
átt geti sér stað eðlilegar fjárfesting-
ar í skynsamlegum atvinnurekstri.
Mikilvægt er að nýta þá möguleika,
sem ný tækni hefur skapað. Sem bet-
ur fer skortir ekkert á hugmynda-
auðgina úti á landi, en það þarf að
tryggja að stutt sé við bakið á því
fólki, sem er með verðugar hugmynd-
ir. Það þarf að hafa áhrif á þróunina
svo að það myndist eðlilegar tenging-
ar milli atvinnulífs og sveitarfélaga
um meginatriðin og heppilegar ein-
ingar, sem staðist geta samkeppni.
Mér finnst ekki skynsamlegt að þjóð-
in sé endalaust upptekin af því hver
fær að flaka síðasta þorskinn. Við
komumst ekki hjá ákveðinni upp-
stokkun í höfuðatvinnuvegunum,
sjávarútvegi og landbúnaði, sem
hingað til hafa verið ákveðin kjölfesta
í byggðamálunum. Hagræðingin
verður hinsvegar að vera framkvæm-
anleg. Hún verður að þjóna þeim,
sem hún á að þjóna og lykilatriði er að
sátt ríki um lausnirnar. Þetta snýst
allt um að fólkið hafi vinnu. Að öðrum
kosti ógnar það byggð í landinu. Yfir
þessu þarf Byggðastofnun að vaka.“
Brýnt að tvöfalda útlánafé
Nýr forstjóri Byggðastofnunar
leggur áherslu á nauðsyn þess að
stofnunin fái aukið lánsfé til umráða
svo styrkja megi lánastarfsemina og
telur hann að minnsta kosti þurfi að
tvöfalda lánagetuna frá fyrra ári ef
vel á að vera. „Fyrir um þremur árum
námu útlánin um einum milljarði. Í
fyrra námu þau 2,4 milljörðum kr., en
ég tel að útlánagetan þurfi að vera
fjórir til fimm milljarðar á ári þar sem
ásókn í lánsfé hjá stofnuninni hefur
aukist mjög mikið og lætur nærri að
hægt sé að sinna aðeins einu af hverj-
um þremur erindum, sem berast. Ég
Nýr forstjóri Byggðastofnunar vill sjá nýjar áherslur í útlánastarfseminni
Verðugar hugmyndir fái
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
Theodór A. Bjarnason, forstjóri Byggðastofnunar, segist munu beita sér fyrir nýjum áherslum í útlánastarfsemi Byggða-
stofnunar og játar að flutningurinn norður hafi ekki gengið sársaukalaust fyrir sig.
Starfsemi Byggðastofnunar hefur nú alfarið flust frá
Reykjavík til Sauðárkróks. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við
nýjan forstjóra, Theodór A. Bjarnason, sem sagði flutninginn
ekki hafa gengið sársaukalaust fyrir sig . Hyggst Theodór nú beita sér
fyrir nýjum áherslum í útlánastarfsemi Byggðastofnunar þar sem kapp
verður lagt á að vinna með verkefnin áður en þau verða að vandamálum.