Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 26
26 B SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
bíó
E
F ÞAÐ er eitthvert eitt við-
fangsefni sem sameinað
getur allar fjórar kvik-
myndir Bandaríkjamanns-
ins Todds Solondz er það félagsleg
einangrun og einmanaleikinn sem
getur fylgt því að vera „öðruvísi“
en það sem samfélagið telur
„venjulegt“. Todd Solondz hefur
ekki farið í grafgötur með að hann
byggi þær lýsingar á persónulegri
reynslu. Þótt hárbeitt sjálfshæðnin
hafi orðið til að honum hefur verið
hampað sem nýjum Woody Allen
er t.d. sá stóri munur á þessum
tveimur kvikmyndagerðarmönnum
að undirmálsmenn Solondz, hinir
lánlausu nördar, eru síður en svo
umvafðir kvenfólki og svölum vin-
um líkt og Allen vill gjarnan hafa
þá. Nördarnir eru nefnilega sannir
nördar, í einu og öllu. Brjóstum-
kennanlegir, vart viðbjargandi og
sannarlega ekki með glæsikvendi
upp á arminn.
Eftir tíðindalitla byrjun vakti
Solondz fyrst athygli árið 1995 fyr-
ir aðra mynd sína, Welcome to the
Dollhouse. Þetta er mynd um ein-
mana táningsstúlku sem gengur
erfiðlega að bindast tengslum við
jafnaldra sína og þarf í ofanálag að
glíma við skilningsleysi foreldr-
anna. Viðfangsefnið verður öllu
viðameira og eldfimara í þriðju
myndinni, Happiness, sem vakti
mikla athygli er hún var sýnd á
kvikmyndahátíð hér á landi fyrir
tveimur árum. Solondz segir þar
sögu þriggja systra, þeirra nán-
ustu og annarra sem á einn eða
annan máta koma við líf þeirra, yf-
irleitt á einhvern kynferðislegan
eða öfugsnúinn máta.
Gagnrýnir áhorfendur
Fjórða myndin, Storytelling,
sver sig um margt í ætt við Happ-
iness og gæti talist rökrétt fram-
hald hennar. Viðfangsefnið og efn-
istök eru í það minnsta álíka
ögrandi og óhefluð, kaldhæðin og
ljúfsár. Til viðbótar við einmana-
leikann og bældar kynlífshvatir
koma inn í spilið kynþáttafordóm-
ar, pólitísk rétthugsun, ásókn
heimildarmyndarinnar að friðhelgi
einkalífsins og vangaveltur um
skilin milli raunveruleika og skáld-
skapar.
Samlíkingin við Allen karlinn er
samt engin tilviljun og nær lengra
en til kímnigáfunnar og svipaðra
efnistaka. Þeir eru nefnilega einn-
ig nauðalíkir í útlit og fasi, hann
og Solondz. Smávaxnir, ofurvið-
kvæmir gleraugnaglámar sem
maður á æði bágt með að trúa að
hafi afrekað að klára heilan
hlaupahring um ævina – saman-
lagt, hvað þá migið í saltan sæ. En
kurteisina og vingjarnlegheitin
vantar ekki.
„Upphaflega átti myndin að vera
í þremur hlutum,“ byrjar Solondz
á að svara og röddin virðist við það
að bresta. „En ég fjarlægði stuttan
eftirmála, sem ég taldi heildar-
myndina ekki þurfa á að halda. Ég
kunni vel við hann en hann var
samt óþarfur.“
Storytelling fjallar í örfáum orð-
um um líf „venjulegs“ útborgar-
fólks, rétt eins og Óskarsverð-
launamyndin American Beauty og
heimildarmyndin American Movie:
The Making of the Northwestern.
Solondz segist vissulega hafa verið
að leggja þar orð í belg en þó ekki
með því að mótmæla hvernig út-
hverfafólk er dregið upp í þeim
myndum heldur miklu fremur hver
viðbrögð áhorfenda voru við mynd-
unum. „Það stakk mig svo mjög
þegar ég sá þær á almennum sýn-
ingum hversu gjarnir áhorfend-
urnir voru að hlæja að óförum
þessa brjóstumkennanlega fólks.
Mér varð því meinilla við þessa
áhorfendur og fjalla óbeint um það
í myndinni. Ennfremur mætti
kannski segja að ég sé að reyna að
ganga fram af nákvæmlega þessu
fólki, kalla fram samviskubit hjá
því yfir því að hlæja að svona
sögu. Oftast eru þetta óharnaðir
ungir áhorfendur, námsfólk sem
þráir ekkert heitara en að vera
tekið alvarlega, teljast til gáfu-
menna og velja sér myndir sam-
kvæmt því, vegna þess að það
heldur sig eitthvað meira og
merkilegra eftir að hafa séð þær.
Margir ganga í gegnum þetta
þroskaskeið en ég læt það samt
fara alveg óstjórnlega í taugarnar
á mér.“
Til að vera sanngjarn segist
hann þó vera fullkomlega meðvit-
aður um að húmor sé smekksat-
riði, að fólk hlægi að ólíkum hlut-
um og það sem meira er, ástæður
fyrir hlátri þess liggi ekki alltaf
ljósar fyrir. „Maður veit aldrei
hvort fólki finnst myndin fyndin í
alvöru, sé að taka undir með hin-
Sögumaðurinn Solondz
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Solondz: „Ég átta mig alveg á að það er fullt af fólki sem kann ekki að meta það sem ég geri og það er bara allt í lagi.“
Todd Solondz þykir tvímæla-
laust eitthvert athyglisverð-
asta kvikmyndaskáld Banda-
ríkjamanna um þessar mundir
og rennir nýjasta mynd hans
Storytelling frekari stoðum
undir þá fullyrðingu. Hann
fræddi Skarphéðin Guð-
mundsson nánar um list-
sköpun sína og nýjustu hug-
arsmíð.
Í
AUGUM þeirra sem þekkja
Sean Penn fyrst og síðast af
síðum slúðurblaðanna og fyrir
að vera fyrrum eiginmaður
Madonnu er hann væntanlega hinn
mesti fauti, lumbrandi á ljósmynd-
urum og blaðasnápum og gott ef því
hafi ekki verið fleygt fram á sömu
síðum að drottning poppsins hafi
sjálf fundið fyrir hnefa hans, er hið
stormasama hjónaband þeirra var
ennþá löggilt.
Hinir, sem fylgst hafa með hinum
sanna Penn, kynntust honum fyrst
sem ungum og sérlega efnilegum
leikara og síðar leikstjóra, hafa á
honum allt annað og öllu sann-
gjarnara álit. Þeir vita að hann er í
dag einhver virtasti leikari samtím-
ans og sem leikstjóri hefur honum
eftir aðeins þrjár kvikmyndir tekist
að skapa sér sinn eigin sérstæða
stíl, nokkuð sem margir kvik-
myndagerðarmenn leitast eftir að
gera allan sinn liðlanga feril. Fyrstu
myndir hans tvær Indian Runner
og The Crossing Guard voru báðar
myrkar, jafnt í útliti og efni, fjöll-
uðu um óhamingjusamt, misskilið
fólk í leit að betra lífi en samt fet-
andi ógæfusama lífsins slóð í átt að
ennþá frekari glötun. Nýjasta mynd
hans The Pledge sver sig í ætt við
þær fyrri hvað drungalegt and-
rúmsloft varðar og þótt hún sé
fjarri því að vera léttmeti þá er hún
um margt aðgengilegasta verk
Penn til þessa. Og Jack leikur aðal-
hlutverkið... Aftur.
Þrátt fyrir lofsamleg ummæli
gagnrýnenda hafa myndir Penn svo
gott sem farið fyrir ofan garð og
neðan í heimalandi hans og aðdrátt-
arafl hans sem kvikmyndastjörnu
þar augljóslega engu máli skipt.
„Ég er alls ekkert bitur út í landa
mína vegna þessa. Ég ann þeim
heitt en smekkur þeirra er bara svo
skrítinn. Kvikmyndaheimurinn þar
minnir reyndar svolítið á hinn póli-
tíska að því marki að fólk virðist
velja þær myndir sem það vill sjá á
svipuðum forsendum og það velur
frambjóðendur til forsetakosninga.
Það hefur maður einfaldlega þurft
að sætta sig við. Því viðurkenni ég
fúslega að ég reiði mig þeim mun
meira á að Evrópubúar hafi smekk
fyrir myndir mínar. Reynsla mín
hefur verið sú að það sem höfðar til
mín höfðar fremur til fólks utan
heimalands míns og sér í lagi Evr-
ópubúa. Ég vona að þessi tilfinning
mín eigi við rök að styðjast og
myndin höfði til Evrópubúa.
Annars skiptir þjóðerni mynda
mig engu máli heldur hvort þær
innihaldi nokkrar bitastæðar hug-
myndir og hreyfi við
mér á einhvern máta.
Stundum sé ég banda-
rískar myndir sem
gera það. Ég held
meira að segja að ég
geti nefnt slíka mynd
sem ég hef séð, frá öll-
um þeim þjóðlöndum
sem ég kann yfir höfuð
að nefna. Um daginn
sá ég t.d. mexíkönsku
myndina Amores Perr-
os eftir Alejandro
González Iñárritu,
mynd sem endurnærði
trú mína á framtíð
kvikmyndanna. Góð
bíómynd er góð bíó-
mynd, sama hvaðan
hún kemur. Vandinn er
bara sá sami og í póli-
tíkinni þar sem hinir
góðu ná aldrei kjöri.“
Smáatriðin skipta öllu
Sean Penn er ná-
kvæmur kvikmynda-
gerðarmaður, sem
leggur ætíð mjög upp-
úr því að nostra við
smáatriðin. Í The
Pledge virðast smáat-
riðin jafnvel skipta
hann ennþá meira máli en áður fyr-
ir sögufléttu og þær ályktanir sem
áhorfanda er boðið upp á að draga.
„Smáatriði í bíómyndum getur skipt
þær öllu máli, í það minnsta fyrir
mig. Þannig hef ég alltaf lesið þær
og þannig hef ég kosið að semja
myndir mínar. Það endurspeglar
einfaldlega lífið sjálft. Öll höfum við
orðið vör að stundum eru það smá-
atriðin sem gefa því gildi og til-
gang.“
The Pledge fjallar um lögreglu-
mann sem hefur rannsókn á hrotta-
fengnu morði á ungri stúlku sex
stundum áður en honum er gert að
láta af störfum fyrir aldurs sakir.
Hann tekur að sér að bera móður
stúlkunnar sorgartíðindin sem
heimtar að hann lofi að hann muni
finna morðingjann og koma honum
bak við lás og slá. Gamall refur úr
lögreglunni getur ekki látið slík orð
sem vind um eyru þjóta og brotið
loforð. Hann einsetur sér því að
hafa upp á morðingjanum þrátt fyr-
ir að vera kominn á eftirlaun og
ungur þroskaheftur maður hafi ver-
ið ákærður fyrir morðið. Saga þessi
byggir á skáldsögu eftir svissneska
rihöfundinn liðna Friedrich Dürren-
matt. Penn er mikill unnandi hans
og lagði hart að sér við að myndin
yrði eins trú bókinni og mögulegt
væri. „Ég kynntist verkum rithöf-
undarins fyrst óbeint í gegnum
Jack þegar framleiðendur mínir
bentu mér á að hann, sem unnandi
spennusagna, vildi gjarnan vinna
við mynd sem gerði yrði eftir verk-
um Dürrenmatt. Eftir að hafa lesið
bókina sá ég strax hvers vegna.“
Líður betur bak við tökuvélina
Penn er einn virtasti leikari sam-
tímans og hefur t.a.m. verið til-
nefndur oftar en einu sinni til Ósk-
arsverðlauna fyrir frammistöðu á
því sviði. Þrátt fyrir að eftirspurnin
eftir framlagi frá honum sé mikil þá
sést honum æ sjaldnar bregða fyrir
á hvíta tjaldinu, einfaldlega vegna
þess að hann segist kunna miklu
betur við sig bak við tökuvélina.
„Mér finnst miklu meira heillandi
að leikstýra kvikmyndum heldur en
leika í þeim. Eina ástæðan fyrir því
að ég er enn að leika er sú að þann-
ig get ég borgað reikningana. Það
hentar mér ekki vel sem listamanni
að þurfa að fara að skipulagi ann-
arra, þurfa að setja mig í stellingar
þegar aðrir segja til, t.d. eld-
snemma á morgnanna. Ég ber
mikla virðingu fyrir leikurum sem
geta þetta með góðu móti. “
The Pledge hefur á að skipa ein-
vala liði leikara til viðbótar við þau
Nicholson og Wright Penn, kannski
ekki reglulegum stórstjörnum held-
ur vönduðum og mikilsvirtum leik-
urum á borð við Sam Shepard, Va-
Aðalatriði smáatriðanna
Þriðja leikstjórnarverkefni leikarans sérlundaða Sean
Penn heitir The Pledge og skartar eftirlætisleikara
hans og vini í aðalhlutverkinu, sjálfum Jack Nicholson.
Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Penn og konu
hans, Robin Wright Penn, um nýju myndina – og Jack.
„Ég elska Jack Nicholson,“ segir Penn um aðalleik-
arann í mynd sinni.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Sean Penn kann orðið miklu betur við
sig bak við tökuvélarnar heldur en
fyrir framan þær.