Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 7
á von á því að pólitískur vilji sé fyrir því að auka lánsféð. Að minnsta kosti fékk ég, við ráðninguna, að vita að það væri ásetningur að efla stofnunina í tvennum skilningi, annars vegar fag- lega og hinsvegar sem lánastofnun og að mínu mati ætti það að liggja beint við að hluta af þeim fjármunum, sem ríkið fær gegnum einkavæðingu rík- isfyrirtækja, verði ráðstafað áfram í þágu landsbyggðarinnar. Lánsum- sóknum fjölgaði um 23% milli áranna 1999 og 2000 eða úr 248 í 305. Það sem af er árinu, nemur aukningin 26% og var allt lánsfé stofnunarinnar uppurið í sumarbyrjun, samkvæmt fjárheim- ildum ársins.“ Landið allt utan höfuðborgarsvæð- isins og nánasta umhverfis þess fellur undir byggðaþróun. Theodór á von á því að ákveðnir staðir á borð við Eg- ilsstaði, Akureyri, Sauðárkrók og Ísa- fjörð, svo dæmi séu nefnd, verði efldir sérstaklega sem byggðakjarnar svo hægt verði að laða þar að ákveðna þekkingu, sem yrði forsenda atvinnu- uppbyggingar og átaks í byggðamál- um. Öðrum smærri byggðarlögum þyrfti að finna önnur hlutverk, eftir staðháttum á hverjum stað. Um þetta hefur þó ekkert verið ákveðið. „Austfirðir, sunnanverðir Vestfirð- ir og Skaftafellssýslurnar, sér í lagi svæðið í kringum Vík, eru landsvæði sem eiga mjög í vök að verjast og eru viðkvæm í atvinnulegu tilliti. Fyrir Austfirðinga mun álver, ef af verður, skipta gífurlegu máli. Á Suðurlandi vantar nýjabrum inn í atvinnulífið til að skapa festu. Þar er t.d. verið að vinna að undirbúningi á framleiðslu byggingarefnis úr Kötluvikri og rætt hefur verið um að byggja verksmiðju í tengslum við það sem kæmi til með að skapa nokkra tugi starfa með til- heyrandi margfeldisáhrifum. Sunn- anverðir Vestfirðir hafa lent illa í þeim kvótatilfærslum, sem orðið hafa í sjávarútvegi, og fátt er í gangi í at- vinnulegu tilliti ef frá er talin smá- bátaútgerð, rækjuveiði og bleikjueldi. Tilraunir standa nú yfir með kræk- lingarækt í Arnarfirði þar sem einnig er að finna sjaldgæfa tegund kalkþör- unga, sem er mjög áhugavert að skoða nánar.“ Eftirfylgni með lánum nauðsynleg Byggðastofnun afskrifaði 480 millj- ónir króna sem endanlegt tap á síð- asta ári eftir að hafa lánað til verk- efna, sem gengu ekki eftir. Nýi forstjórinn boðar ný og breytt sjón- armið í lánveitingum stofnunarinnar með hugmyndafræði, sem hann segir að lengi hafi verið viðhöfð í alþjóð- legum fjármálastofnunum. „Afskrift- ir eru í eðli sínu mjög eðlilegar hjá stofnun eins og Byggðastofnun þar sem um ákveðin áhættulán er að ræða, en það er mjög mikilvægt að þær komi ekki eins og af tilviljun. Til dæmis er hægt að draga úr áhætt- unni með því að setja aukna vinnu í verkefnin og kafa dýpra í úrvinnslu þeirra lánaverkefna, sem til af- greiðslu eru hverju sinni, en gert hef- ur verið til þessa. Að auki þyrfti stofn- unin að kappkosta að fylgja eftir þeim lánum, sem greidd eru út, til þess að fylgja eftir markvissum og ábyrgum vinnubrögðum. Metnaður minn ligg- ur í að ná þessu fram. Annað væri ekki verjandi. Eftirfylgni með útlán- um stofnunarinnar er mjög brýn þar sem við erum að vinna með skattfé al- mennings. Það er því nauðsynlegt að í ákveðnum skrefum sé fylgst vand- lega með því hvernig fjármunirnir nýtast,“ segir Theodór og bætir við að þessum nauðsynlega þætti hafi hing- að til ekki verið sinnt í neinum mæli hjá Byggðastofnun. „Í starfi mínu hjá Norræna fjárfestingabankanum var ég hinsvegar í stöðugu sambandi við viðskiptavinina og átti yfirleitt með þeim fundi í kringum árs- og milli- uppgjör þar sem tækifæri var til að fara ofan í rekstur fyrirtækjanna og spá í framtíðarhorfur.“ Eignarhalds- og atvinnuþróunarfélög Theodór segist vera á móti því að setja einhver mörk á lánsumsóknir því góðar hugmyndir væru oft smáar í sniðum í byrjun. „Kúnstin felst í að velja þær hugmyndir úr sem líkleg- astar eru til að dafna og til þess höf- um við þróunarsviðið og atvinnuþró- unarfélögin í öllum kjördæmum sem eru í beinni tengingu við Byggða- stofnun. Styrkir til atvinnuþróunar- félaganna eru sérmerktir á fjárlög- um. Stofnuð hafa verið eignarhaldsfélög í hverju kjördæmi sem ætlað er að fjárfesta í atvinnulíf- inu og skapa hvata. Að sögn Theodórs þarf að fara gaumgæfilega yfir starf- semi atvinnuþróunar- og eignar- haldsfélaganna í þeim tilgangi að bæta skilvirknina. Vel gengur að byggja upp eignarhaldsfélög á Suður- landi og Norðurlandi, en mun verr á Austfjörðum og Vestfjörðum en skýr- ingin er trúlega krafan um að heima- menn útvegi 60% mótframlag á móti 40% framlagi Byggðastofnunar. Á Austfjörðum og Vestfjörðum eru þessir peningar ekki til og því deyr hugmyndin í fæðingu. Byggðastofn- un fær, á meðan núverandi byggða- áætlun er í gildi, 900 milljóna kr. rík- isframlag til að leggja fram sem hlutafé í svæðisbundin eignarhalds- félög, en þar sem mótframlag vantar frá Austfjörðum og Vestfjörðum er ef til vill rétt, segir Theodór, að hafa kröfur breytilegar eftir landshlutum svo að allir fjármunirnir komi til með að skila sér. Tilfinningalegur hagur landsmanna Að sjálfsögðu verður það alltaf mat í hve ríkum mæli telst heppilegt að halda landinu í byggð, að sögn Theo- dórs. Íslendingar hafa líkt og Norð- menn, markað þá pólitísku stefnu að halda skuli landinu öllu í byggð. „Al- mennt séð tel ég að sú skoðun sé á undanhaldi að halda skuli atvinnulífi gangandi ef rekstrargrundvöllur er ekki fyrir hendi. Brýnt er að skil- greina þau svæði, þar sem hægt er að byggja upp skynsamlega starfsemi með eðlilegum hætti. Okkar hlutverk er að stuðla að því, að hlúð sé að þeim möguleikum, sem geta skapað skil- yrði fyrir þá sem óska að búa á lands- byggðinni. Það er trú mín að það sé hagur allra landsmanna að allt landið verði í byggð. Þess vegna er það mik- ið metnaðarmál fyrir mig að það náist jafnvægi. Það er því spurning hvað við erum tilbúin til að kosta miklu til að svo megi verða. Þetta þarf að leggja á vogarskálar.“ Theodór segist líta björtum augum á hag landsbyggðarinnar á komandi árum. Að hans mati er orkan í fólkinu sjálfu dýrmætasti auður þjóðarinnar og því sé mikilvægt að virkja þessa auðlind ekki síst á landsbyggðinni. „Möguleikarnir eru margir og margir vannýttir. Auk margvíslegra auðæfa landsins eru til að mynda margir spennandi möguleikar ónýttir í ferðaþjónustunni. Sjávarútvegurinn mun einnig halda áfram að þróast út í meiri fullvinnslu og sérhæfingu og mikilvægt er að gæta þess að mark- aðssetning á því hreina hráefni, sem einkennir íslenskar sjávarafurðir og landbúnaðarafurðir, fari fram á rétt- an hátt.“ Að lokum ítrekar nýi forstjórinn nauðsyn þess að breyta áherslum í starfsemi Byggðastofnunar þannig að tekið verði á verkefnum áður en þau verði að kostnaðarsömum vanda- málum sem enginn hagnist á. „Til þess að svo megi verða, þurfum við að gera stofnunina að sterku afli og öfl- ugum þekkingarbanka.“ stuðning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 B 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.