Morgunblaðið - 11.11.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.11.2001, Qupperneq 21
Hvað er gult og rautt og hangir uppi í tré? Banani í rauðu bikiníi. ÞETTA bréf virðist í fyrstu vera algerlega óskiljanlegt, eða allavega á mjög skrýtnu máli. Sagan segir að afi nokkur hafi fengið þetta bréf sent fyrir allmörgum árum, já mjög mörgum árum, en gat aldrei lesið úr því. Það var ekki fyrr en sonardótt- irin bráðsnjalla uppgötvaði að hér væri um dulmálið Dada úrka að ræða, að hægt var að lesa það. Ykkur til hagræðingar höfum við látið dulmálið og skýringar fylgja hér með, en dulmál er öllum æruverð- ugum sjóræningjum bráðnauðsynlegt, til að koma leyniskilaboðum áleiðis. Bendum við þó hér með á að ekkert er auðveldara en að búa til sitt eigið dulmál. Dulmálið Dada úrka VEIST þú hver Langi-Jón Silver er? Hann er hár vexti og sterkleg- ur, andlitið stórt, ólaglegt og föl- leitt, en síbrosandi og greindar- leg. Hann gengur við hækju því það vantar á hann annan fótinn. Ertu einhverju nær? Þetta er hvorki meira né minna en frægasti sjóræningi bók- menntasögunnar. Hann er aðal- söguhetjan í bókinni Gulleyjan sem skoski rithöfundurinn Ro- bert Louis Stevenson skrifaði og gaf út árið 1883, eða fyrir bráðum 119 árum! Og enn þann dag í dag eru lesendum um allan heim sólgnir í að lesa þetta spennandi ævintýri. Sagan sjálf hefst árið 1703 og fjallar um drenginn Jim sem vinnur á krá foreldra sinna. Þangað koma síðan sjóræningjar sem takast á og Jim endar með kort af földum fjársjóði í hönd- unum. Ekki líður á löngu fyrr en hann er haldinn af stað í fjár- sjóðsleit til Gulleyjunnar. Drekkandi romm og ropandi En hverjir voru sjónræningj- ar? Þetta voru bíræfnir gaurar, sem sigldu um heimsins höf og rændu kaupskip. Sjórán hófust fyrir langa löngu, eða fyrir um 4000 árum, en mest var um þau á árunum 1500–1800, einmitt þegar Jim var í leit að Gulleynni. Sjó- ræningjarnir sigldu um suðræn höf, einsog Karíbahaf og Ind- landshaf, hegðuðu sér einsog verstu skepnur, rændu og rupl- uðu, drukku romm og ropuðu. Skipin þeirra voru lítil og fljót í förum til að komast í burtu ef þau voru elt. Þau voru einnig hlaðin alls kyns fallbyssum til að skjóta niður hina fjölmörgu óvini. Stráksi teiknar eyjuna Og hvernig haldiði að Steven- son hafi fengið hugmynd að bók- inni? Það var Lloyd stjúpsonur hans sem teiknaði landakort af Gull- eyjunni. Þegar Stevensson sá kortið birtust honum persónur bókarinnar, skínandi vopnin, bar- dagarnir og leitin að fjársjóðnum. Áður en hann vissi af var hann kominn með pappír í hendurnar og byrjaður að semja. Þú ættir kannski að kíkja í barnablaðið sem kom út fyrir tveimur vikum, en þar var ein- mitt kennt að búa til ævintýra- landakort. Það gæti orðið upp- hafið að einhverju stórkostlegu. Langar þig að verða sjóræn- Sjóræningjar í fjársjóðsleit ingi? Eða kannski þykjast vera það? Eða skrifa sjóræningja- sögu? Í öllu falli er regla númer eitt, tvö og þrjú að kunna þetta sjóræningjalag: Fimmtán menn upp’ á dauðs manns kistu, hó, hæ, hó og rommflaska með. Drykkur og djöfullinn drápu hina, hó,hæ, hó og rommflaska með. EN aðrir gaurar sem við þekkjum betur og standa okkur nær voru eiginlega líka sjóræningjar. Og giskaðu nú! Já, víkingar fóru ránshendi víða um Evrópu á 9.–11. öld. Þeir sigldu um höfin en fóru síðan í land til að ræna bæði býli og kirkjur, auk þess að ná sér í þræla. Þessir víkingar voru frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi, en seinna námu þeir land víða um Evrópu og settust þar að. Víkingar voru sérlega flinkir að smíða skip, bæði langskip og knerri svokallaða. Knerrirnir fínu sigldu um stóru höfin og á þeim fóru víkingar til Grænlands, Íslands og Ameríku. Hvenær var landnám á Íslandi? Árið 874, sem þýðir hvað? Að við séum afkomendur ræningja og ruplara? Getur það verið? Norrænir ræningjar ÞETTA er hún Særún. Það eina sem hana dreymir um er að vera sjóræningi þegar hún verður stór og giftast mesta sjóræningjagæjanum. En hvað er þetta? Svart/ hvítur draumur? Er ekki betra að hafa hann í lit? Sjóræningjadraumur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.