Morgunblaðið - 11.11.2001, Page 5

Morgunblaðið - 11.11.2001, Page 5
var þá ættleidd af eldri hjónum, herra og frú Kyster, sem áttu fyrir uppkomin börn. Litla stúlkan var skírð Gertrud. Hún þekkti aldrei konuna sem fæddi hana í þennan heim. Algjört skeytingarleysi móður um dóttur varð til þess að loks þegar móðirin sýndi einhvern áhuga á barninu sínu var dóttirin orðin 16 ára ung- lingur, ákveðin og stíf eins og hún átti svarfdælskt kyn til. Nei, ég vil ekki sjá hana, voru viðbrögð Gert- rudar þegar henni var sagt að móðir hennar vildi hitta hana. Hún vildi mig ekki þegar ég fæddist og sýndi mér engan áhuga þegar ég var lítil. Mæðgurnar töluðust því aldrei við. Öðru máli gegndi um Jóhann. Hann vildi ekki vera ókunnur mað- ur í augum dóttur sinnar en hann treysti sér ekki heldur til að taka hana að sér. Honum sárnaði mjög þegar hún fór á uppeldisheimilið en gladdist að sama skapi þegar Kysterhjónin gengu henni í for- eldrastað. Hann heimsótti hjónin og dóttur sína reglulega, var alltaf með henni á jólum og þegar hún átti afmæli. En Gertrud var aðeins fjögurra ára gömul þegar hann fluttist frá Danmörku. Ári síðar skrapp Jóhann til Danmerkur en eftir þá ferð sáust feðginin aldrei. Víkingarisinn Árið 1963 stofnaði Jóhann til eig- in sýningar og hætti sem launamað- ur hjá stóru sirkusunum: Sýningin er ekki stórbrotin. Jó- hann kallar hana „Viking Giant“, eða Víkingarisann. Hann er einn á sviðinu, klæddur að víkingasið, tal- ar til fólksins, lætur stóra mynt falla í gegnum hringinn sinn og kallar upp áhorfendur þegar hon- um býður svo við að horfa. Áhorf- endur vilja líka fá að spyrja. Eldri kona vill fá að vita hversu gamall hann sé. „Ertu 55 ára?“ hrópar gamla konan upp yfir sig aldeilis hlessa þegar hún fær svar við spurningu sinni. „Og enn á lífi.“ Jóhann er öllu vanur og útskýrir fyrir konunni ástæðuna fyrir lang- lífi sínu: „Sjáðu til, ég fór á fund Lykla-Péturs fyrir nokkru síðan og hann sagði við mig: Jóhann, þú getur ekki komið hér inn fyrir, til þess er gullna hliðið of lágt. Og þess vegna er ég enn á lífi.“ Öðru sinni veitir Jóhann athygli tveimur blökkukonum sem virðist liggja eitthvað á hjarta. Hann er búinn að fara mörgum sinnum með dagskrána sína en þær sitja sem fastast. Loks þegar dagurinn er á enda runninn og Jóhann að taka saman pjönkur sínar mjakar önnur þeirra sér upp að sviðinu. Svo er eins og hún taki á öllu sínu til að létta því af hjarta sínu sem hvílt hefur á henni allan daginn. „Ertu giftur?“ spyr hún lágróma og ögn hikandi. „Giftur, já ég er nú hræddur um það, sex sinnum,“ svarar Jóhann. Og enn finnur svertingjakonan hugrekki hjá sér til að spyrja: „Og áttu þá einhver börn?“ „Ekki færri en fjórtán.“ Það var eins og sólin hefði sest að í blökkukonunni. Dansandi svíf- ur hún til vinkonu sinnar og segir henni svör víkingarisans. Kvikmyndaleikur í Hollywood Jóhann lék í nokkrum bíómynd- um, meðal annars á móti Jodie Fost- er árið 1979: Jóhann getur lítið slegið um sig meðal Hollywoodfólksins, hann er valtur á fótunum og gengur við tvo stafi. Hann hefur enga heilsu til að standa í þessu stússi en tilbreyt- ingin freistaði og líka tekjurnar sem þetta gefur. Jóhann situr því löngum stundum á stólnum sínum, lætur sólina baka sig og fylgist með atganginum. Og það verður ekki annað sagt en að útsýnið sé fjölbreytilegt. Tæknimenn af öllu tagi eru á þönum, Hollywoodleik- arar fara með þulurnar sínar og innan um og saman við eru andlit sem Jóhann kannast við úr sirk- usinum; akfeita konan, beinagrind- ar-maðurinn, sem er svo horaður að sólin varpar geislum sínum í gegn um hann, dvergar og sverð- gleypar. Þeir stinga því óvenju lítið í stúf við umhverfið, herðabreiðu örygg- isverðirnir sem eru á hverju strái, með sólgleraugun á nefinu til að fela skimandi augnaráðið. Kannski er þetta orðið stöðutákn hjá þeim í Hollywood að ferðast um með sem flesta lífverði. Jóhann yppir öxlum og kærir sig kollóttan. Honum finnst þó óneitanlega ein- kennilegt hvað lögregluþjónar borgarinnar eiga oft erindi inn á tökusvæðið. Kannski stendur það í einhverju sambandi við alla lífverð- ina? Jóhann fær brátt að vita hvers kyns er þegar kvisast meðal sirk- usfólksins að Jodie Foster fái reglulega ástarbréf frá aðdáanda; bréf sem hún kærir sig ekkert um og hræða hana. Aðdáandinn er á sveimi í kring- um kvikmyndafólkið í þeirri von að sjá leikkonuna ungu, öryggisverð- irnir leggja hendur á hann og lög- reglan handtekur hann æ ofan í æ en verður jafnoft að láta hann laus- an. Bókin Of stór fyrir Ísland – ævi- saga Jóhanns risa er gefin út af Vöku-Helgafelli. Hún er 256 blað- síður að lengd og geymir á þriðja hundrað ljósmynda.Jóhann mældur fyrir alklæðnaði hjá Brooks Uniform Company í New York 1948. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 B 5 Átt þú mikið útistandandi? Við bjóðum þér hámarksárangur við innheimtu á öllum gerðum viðskiptakrafna. Við sýnum greiðanda skuldar ávallt lipurð og fyllstu kurteisi. Hjá okkur leggst alls enginn kostnaður á kröfueiganda og lágmarkskostnaður á greiðanda. 100% 90% 80% 70% 60% CODEX innheimtulausnir Fyrirtækja- innheimta Sérþjálfað starfsfólk úthringivers Codex/Beinnar Markaðssóknar hringir á eftir hverju einasta innheimtubréfi og minnir greiðanda með jákvæðum og vinsamlegum hætti á að greiða kröfuna. Þetta er einföld og skilvirk leið sem eykur innheimtuhlutfall um allt að 30%. Sérhæft úthringiver tryggir hámarksárangur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.