Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 2
HJÁ fyrirtækinu Voice Era kom á
mánudag út fyrsta útgáfa fyrirtæk-
isins af hugbúnaði, sem ætlað er að
skilja mannsrödd í gegnum síma og
svara spurningum um verð-
bréfamarkaðinn. Fyrirtækið hefur
m.a. skrifað undir samning við Ís-
landsbanka-FBA og Öryrkjabanda-
lag Íslands um að þróa tungu-
tæknikerfi til notkunar annars
vegar í fjármálaheiminum og hins
vegar búnað sem gerir fötluðum
kleift að stjórna heimilistækjum,
s.s. sjónvarpi, síma og tölvu með
raddskipunum. Þá er búnaðinum
einnig ætlað að gera fötluðum kleift
að kveikja og slökkva ljós á sama
hátt. „Raddstýring mun aldrei
koma beinlínis í staðinn fyrir notk-
un lyklaborðs eða venjulegra
stjórnhnappa á tækjum, heldur er
um að ræða hreina viðbót til að auð-
velda aðgengi að tækjum,“ segir
Hallur Hallsson, framkvæmdastjóri
Voice Era. Fyrirtækið er einnig
með í þróun raddstýrt öryggiskerfi
sem greinir mannsrödd í síma með
því að bera hana saman við áður
hljóðritaða rödd viðkomandi, sem
geymd er í gagnabanka. Kerfinu er
ætlað að greina röddina frá öllum
öðrum röddum og þannig fyr-
irbyggja að menn villi á sér heim-
ildir.
Hjá Voice Era starfa fimm manns
á Bolungarvík og stendur til að
fjölga þeim í sjö á næstu vikum.
Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra opnaði nýjan vef á
þriðjudag, www.tungutaekni.is,
sem á er að finna ítarlegar upplýs-
ingar um tungutækni í tengslum við
átak menntamálaráðuneytisins um
framgang tungutækni hérlendis.
Með verkefninu, sem lýtur stjórn
Ara Arnalds, verkfræðings og verk-
efnisstjóra, er ætlunin að stuðla að
því að íslenska verði áfram lifandi
tungumál íslenskrar þjóðar í þekk-
ingarsamfélagi 21. aldar.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Starfsmenn Voice Era eru fimm, en gert er ráð fyrir fjölgun þeirra.
Geta stjórnað
heimilistækjum
með röddinni
Tungan/11
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Birgir Leifur í góðum
málum á Spáni/C4
Arnar settur á sölu-
lista hjá Leicester/C1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á FÖSTUDÖGUM
SETTUR landlæknir, Lúðvík Ólafs-
son, hefur dregið til baka áminningu
sem hann veitti Högna Óskarssyni
geðlækni fyrir að hafa brotið 11.
grein læknalaga. Högni segir að í
þessu felist viðurkenning á því að
settur landlæknir hafi brotið stjórn-
sýslulög.
Í bréfi setts landlæknis til Högna
þessa efnis segir að afstaða til
áminningar verði tekin að loknum
fresti sem Högna sé veittur til and-
mæla og óski hann lengri frests
verði hann fúslega veittur.
Högni sagði í samtali við Morg-
unblaðið að í þessu fælist fullkomin
viðurkenning setts landlæknis á því
að hann hefði brotið stjórnsýslulög
og það sem hann hefði gert í síðustu
viku með veitingu áminningar hefði
því ekkert gildi.
„Nú er hægt að fara að snúa sér
að meginatriði þessa máls en það er
að fjalla um og hrekja hin efnislegu
rök Lúðvíks Ólafssonar,“ sagði
Högni.
Fresturinn er til 26. nóvember
næstkomandi, en eins og fram kem-
ur er hægt að lengja hann ef óskað
er. Aðspurður hvort þessi frestur
dygði sagði Högni að það ætti bara
eftir að koma í ljós. Hann ætti eftir
að setjast niður og fara yfir það og
myndi sjá til með það hvort hann
þyrfti á lengri fresti að halda eða
ekki.
Ákvað að leyfa Högna
að njóta vafans
Lúðvík Ólafsson, settur land-
læknir, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði dregið
áminninguna til baka þannig að
Högni nyti andmælafrestsins án
áminningarinnar. Það væri lög-
fræðilegt álitamál hvort þess hefði
þurft eða ekki, en hann hefði ákveð-
ið að leyfa Högna að njóta vafans og
því hefði hann dregið áminninguna
til baka. Hann myndi síðan taka
málið aftur til skoðunar þegar at-
hugasemdir Högna væru komnar.
Settur landlækn-
ir dregur áminn-
ingu til baka
Samstiga Eddur
Hugarró og rósemd hjartans
Kynjagleraugu á fjárlagafrumvarpið
Dýragarðar ekkert stundargaman
Skart
Auðlesið efni
EVRÓPUBÚAR í jólahug sækja nú í
auknum mæli til Íslands eftir því
nýjasta í jólaskreytingum og verða
risajólatré á opinberum stöðum á
Ítalíu, Stokkhólmi og Dyflinni með
íslensku skrauti um þessi jól. Hér er
um að ræða ljósleiðaraskreytingar,
sem fyrirtækið Dengsi útvegar, en
þær hafa verið á jólatrjám hérlendis
undanfarin ár. Dengsi kaupir ljós-
leiðarann frá bandaríska framleið-
andanum Supervision í Flórída og
er umboðsaðili fyrir Norðurlöndin.
Ljósleiðarinn er klipptur hér niður í
mismunandi stærðir og hannaðar
úr honum skreytingar. Dengsi ann-
ast skreytingar fyrir fyrirtæki hér-
lendis og „klæðskerasaumar“ serí-
urnar utan á hvert tré.
Landvinningarnir erlendis eiga
rót sína að rekja til sýningar fyrir-
tækisins í Bandaríkjunum fyrir
tveimur árum. „Þá veltu menn fyrir
sér hvað við værum að vilja upp á
dekk með jólaskreytingar þegar
hægt var að fá kínverskar skreyt-
ingar fyrir minna. Það hefur hins
vegar sýnt sig að menn vilja meiri
gæði, þ.e. meiri skerpu í ljósunum,
sem er aðalatriðið,“ segir Jóhannes
Tryggvason, eigandi Dengsa. Að-
eins ein pera lýsir upp heilu serí-
urnar, en það sem sést glitra á
trjánum eru ljósleiðaraendar sem
lýsast upp. Síðan er hægt að láta
endana skipta litum með sérstöku
litahjóli í búnaði seríunnar. Ekkert
rafmagn er leitt út í trén og vatn og
vindar vinna ekki á ljósunum.
Í fyrra afgreiddi Dengsi fyrstu
pöntunina til útlanda en það var
sería fyrir jólatré í Dyflinni og í
kjölfarið var 8 metra hátt tré á Ax-
elstorgi í Kaupmannahöfn með
skrauti frá Dengsa auk eins trés í
Málmey í Svíþjóð.
„Fyrir þessi jól erum við með
fimm stór tré í Dyflinni, aðal-
jólatréð í hjarta Stokkhólms og jóla-
tréð fyrir framan Ráðhúsið í Málm-
ey.“ Við þetta er síðan því að bæta
að 13 metra hátt jólatré á dóm-
kirkjutorginu við Piazza del Duomo
í Mílanó verður ljósleiðaravætt frá
Dengsa, að ógleymdum trjám í
Reykjavík m.a. fyrir framan Lands-
símahúsið við Austurvöll.
Morgunblaðið/Kristinn
Ljósleiðaraskreytingar eru komnar upp hér og hvar og minna á jólin, þótt hlýindin minni á allt annan árstíma.
Risajólatré í borgum Evr-
ópu með íslensku skrauti
Flugumferðarstjórar
Fundur
eftir tæpa
viku
STAÐAN er óbreytt í kjara-
deilu flugumferðarstjóra og
ríkisins en sáttafundur var í
húsakynnum sáttasemjara rík-
isins í gær og hefur sá næsti
verið boðaður 22. nóvember.
Í vikubyrjun ákvað trúnaðar-
ráð flugumferðarstjóra að af-
lýsa verkföllum sem áttu að
hefjast í dag og standa á hverj-
um degi út mánuðinn. Loftur
Jóhannsson, formaður Félags
íslenskra flugumferðarstjóra,
segir ljóst að deilan standi leng-
ur en flugumferðarstjórar hafi
ætlað. Þeir muni sjálfsagt
bregðast við á einhvern hátt en
ekki sé tímabært að greina frá
því hvað þeir hyggist gera.
NOKKRIR ungir piltar eru grun-
aðir um að hafa kveikt í barnavagni
í kjallara fjölbýlishúss við Breið-
vang í Hafnarfirði í gær. Að sögn
lögreglunnar í Hafnarfirði hafa
nokkrir þeirra játað aðild að mál-
inu.
Tilkynnt var um eldinn til
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
klukkan 14.30. Þegar slökkvilið kom
að logaði í barnavagninum sem stóð
í hjólageymslu og hafði talsverður
reykur borist um stigagang hússins,
sem er fjölbýlishús á fjórum hæð-
um. Nokkuð var um að íbúar þess
hefðu samband við slökkvilið en
þeim var sagt að halda sig innan-
dyra.
Að sögn lögreglu virðist sem pilt-
arnir hafi brotið rúðu og hent log-
andi drasli ofan í barnavagninn.
Málið er í rannsókn.
Piltar grunaðir um að
kveikja í barnavagni