Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NEMENDUR 4. bekkjar á Norð-
urlandi eystra náðu bestum árangri
á samræmdum prófum í haust, en
nemendur 7. bekkjar í Reykjavík
náðu bestum árangri á prófunum í
samanburði við aðra landshluta.
Heildarniðurstaða prófanna var
kynnt fyrir skólunum í gær.
Sé litið á töflu yfir normaldreifð-
ar einkunnir hjá nemendunum
voru nemendur 4. bekkjar á Norð-
urlandi eystra með einkunnina 5,3 í
stærðfræði en þar á eftir komu
Suðurnes með 5,2, Reykjavík og
Austurland með 5,0, Vestfirðir,
Suðurland og nágrenni Reykjavík-
ur með 4,9, Vesturland með 4,8 og
Norðurland vestra með 4,3.
Suðurnes bæta sig
Athyglisvert er að skólar á Suð-
urnesjum hafa bætt sig verulega í
stærðfræði í 4. bekk því hún fer úr
4,5 í fyrra í 5,2.
Nemendur 4. bekkjar á Norður-
landi eystra voru með 5,4 að með-
altali í íslensku, en næst á eftir kom
Reykjavík með 5,2, Austurland 5,1,
nágrenni Reykjavíkur 5,0, Suður-
land 4,8, Vesturland 4,7, Vestfirðir
og Norðurland vestra 4,6 og Suð-
urnes 4,4.
Nemendur 7. bekkjar í Reykja-
vík og nágrenni Reykjavíkur voru
með 5,1 að meðaltali í stærðfræði,
en þar á eftir kom Norðurland
eystra með 5,0, Vesturland og
Vestfirðir með 4,9, Suðurnes og
Norðurland vestra 4,8, Suðurland
4,7 og Austurland 4,6.
Nemendur 7. bekkjar í Reykja-
vík voru líka efstir á íslenskuprófi
með einkunnina 5,2, en næst kom
nágrenni Reykjavíkur með 5,1,
Norðurland eystra 5,0, Vesturland,
Vestfirðir, Norðurland vestra og
Austurland með 4,9, Suðurland 4,7
og Suðurnes 4,4.
Samræmd próf í 4. og 7. bekk íslenskra grunnskóla
Góður árangur á
Norðurlandi eystra
matvöruverslanir Kaupfélags Aust-
ur-Skaftfellinga og hafa þær verið
reknar undir nöfnum KÁ og 11/11
síðan í ársbyrjun 2000. Um leið var
gerður samningur um að KASK
leigði Kaupási húsnæði fyrir KÁ
Verslun í hinu nýju verslunarhúsi
sem nú hefur verið opnað. Kaupás
rekur áfram 11/11 verslun á Höfn
en KÁ versluninni, sem var til húsa
í Vöruhúsi KASK, hefur verið lok-
að. Auk KÁ Verslunar voru opn-
aðar í dag Blómabúðin Bláa blómið
og Hársnyrtistofan Jaspis í Miðbæ
auk þess sem brauðgerð KASK er
Hornafjörður – Kaupfélag Austur-
Skaftfellinga opnaði í gær versl-
unarmiðstöð á nýja miðbæjarsvæð-
inu á Höfn. Húsið hefur fengið
nafnið Miðbær. Mikill mannfjöldi
fylgdist með þegar Guðrún Ingólfs-
dóttir, ekkja Ásgríms Halldórs-
sonar, fyrrverandi kaupfélags-
stjóra, klippti á borða og opnaði
með því Miðbæ formlegum hætti.
Auk þess rakti Pálmi Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri KASK,
byggingarsögu hússins og Albert
Eymundsson flutti ávarp.
Árið 1999 keypti Kaupás hf. allar
þar einnig til húsa. Sport- og tísku-
vöruverslun mun opna í byrjun des-
ember og fleiri aðilar eru í starthol-
unum með að hefja starfsemi í
Miðbæ, að sögn Pálma Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra KASK.
Húsið er alls 1930 fermetrar að
stærð. Það skiptist í 1.180 fermetra
stálgrindarhús á einni hæð og 250
fermetra steinsteypt hús á tveimur
hæðum. Tengibygging með gler-
þaki, nokkurs konar göngugata,
tengir byggingarnar saman.
Margs konar uppákomur verða í
göngugötunni í dag og á morgun.
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Það var mikill handagangur í öskjunni þegar KÁ-verslun var opnuð í Miðbæ á Höfn. Tilboðsvörurnar voru rifnar
út og tuttugu sjónvarpstæki seldust á sjö mínútum. Þriggja daga opnunarhátíð verður í verslunarmiðstöðinni.
Ný verslun opnuð á Höfn í Hornafirði
ÞÆR unglingsstúlkur, sem beita of-
beldi, hafa mun meiri sektarkennd
vegna ofbeldisverka sinna en piltar.
Unglingspiltar líta frekar á ofbeldi
sem sjálfsagðan hlut og líklegra er
að þeir fremji ofbeldisverk að yfir-
lögðu ráði. Þetta kom fram á mál-
þinginu „Kynjamunur á skilningi og
viðhorfum ofbeldisfullra unglinga til
unglingaofbeldis“ sem Rannsókna-
stofa í kvennafræðum stóð fyrir í
Norræna húsinu í gær.
Á málþinginu kynnti Páll Biering
niðurstöður doktorsritgerðar sinnar
í geðhjúkrunarfræði en þær eru
byggðar á virkri athugun hans á
meðferðarheimilinu Háholti á sex
mánaða tímabili á árinu 2000 og við-
tölum við 15 og 16 ára unglinga sem
dvöldust þar, foreldra þeirra og
umönnunaraðila.
Páll byggði rannsóknir sínar á
skýringarlíkönum unglingaofbeldis,
þ.e. hugmyndum þeirra, sem koma
að meðferð unglinga sem beita of-
beldi, um ofbeldishegðun og við-
brögð við henni. Hann segist hafa átt
von á því að sjá mun milli líkana ung-
linga, umönnunaraðila og foreldra.
Það hafi hins vegar komið sér á óvart
hvað það var mikill kynjamunur á
líkönum unglinganna. Lítill munur
var hins vegar á afstöðu umönnunar-
aðila og foreldra eftir kyni og afstöðu
þeirra til ofbeldis stúlkna annars
vegar og pilta hins vegar.
Skýringarlíkön umönnunaraðila
sýna að þeir telja að rekja megi of-
beldisfulla hegðun unglinga til fjöl-
skylduþátta, sársaukafullrar lífs-
reynslu, meðfæddra þátta, veikrar
sjálfsmyndar, reiði, áhrifa áfengis og
fíkniefna og ofbeldis. Athyglisvert er
að foreldrar eru sammála umönnun-
araðilum um alla þessa þætti nema
fjölskylduþættina sem þeir telja ekki
hafa áhrif.
Ofbeldi stúlkna persónu-
legra en ofbeldi pilta
Unglingarnir leggja hins vegar
aðaláherslu á áfengis- og fíkniefna-
neyslu, reiði og sókn í breytt hugar-
ástand. Í skýringarlíkönum ungling-
anna er ofbeldi hins vegar hvorki
rakið til veikrar sjálfsmyndar né
meðfæddra þátta.
Þá tengja stúlkur gjarnan ofbeld-
isverk sín við sársaukafulla lífs-
reynslu en piltar segjast bregðast
við hindrunum og ógnunum með of-
beldi. Páll segir ofbeldi stúlkna yf-
irleitt tilfinningatengdara og per-
sónulegra en ofbeldi pilta. Stúlkur
fremji ofbeldisverk vegna tilfinn-
ingalegra og persónulegra átaka en
ofbeldi pilta snúist frekar um reglur
hópsins og um heiður og völd.
Þá segir Páll að greina megi sam-
svarandi mismun í afstöðu ofbeldis-
hneigðra stúlkna og pilta til endur-
hæfingar. Stúlkur vilji vinna úr
vandamálum sínum til að öðlast betri
líðan og meiri sjálfsvirðingu en piltar
til að ná stjórn á aðstæðum og til að
komast áfram í samfélaginu.
Mikill kynjamunur á við-
horfum unglinga til ofbeldis
HANNES Hlífar Stefánsson fékk
bronsverðlaun fyrir þriðja besta ár-
angur á fyrsta borði á Evrópumóti
skáklandsliða sem lauk á Spáni í gær.
Íslenska karlasveitin varð í 21.
sæti af 35 með 18 vinninga af 36
mögulegum en Lettland fékk jafn-
marga vinninga. Kvennasveitin varð
í 26. sæti af 32 með 7½ vinning af 18
mögulegum eins og sveit Skotlands.
Karlasveitin var í 27. sæti að stigum
fyrir mótið en kvennasveitin í neðsta
sæti.
Hollendingar urðu Evrópumeist-
arar í opnum flokki með 24½ vinning
en Frakkar urðu í 2. sæti með 23
vinninga og Þjóðverjar í því þriðja
með 22 vinninga.
Karlasveitin gerði jafntefli við
Slóvakíu í níundu og síðustu umferð í
gær. Hannes Hlífar Stefánsson gerði
jafntefli við Lubomir Ftacnik á
fyrsta borði og Jón Viktor Gunnars-
son hélt einnig jöfnu á öðru borði
gegn stórmeistaranum Igor Stohl.
Bragi Þorfinnsson tapaði sinni skák á
þriðja borði en Stefán Kristjánsson
vann á fjórða borði. Í heild fékk
Hannes Hlífar 6 vinninga af 9 á efsta
borði, Jón Viktor fékk 4 vinninga á
öðru borði, Bragi 3 vinninga á þriðja
borði og Stefán 5 vinninga á fjórða
borði.
Í kvennaflokki urðu Frakkar
meistarar með 12½ vinning af 18
mögulegum. Moldavía varð í öðru
sæti með 12 vinninga eins og Eng-
land, sem varð í þriðja sæti.
Harpa nálægt alþjóð-
legum áfanga
Í síðustu umferð vann Ísland Alb-
aníu 1½:½. Harpa Ingólfsdóttir vann
sína skák en Aldís Rún Lárusdóttir
gerði jafntefli. Harpa fékk samtals
4½ vinning af 9 en Aldís Rún 3 vinn-
inga af 9. Harpa var hársbreidd frá
því að ná alþjóðlegum áfanga kvenna
og hefði gert það ef hún hefði sigrað
sterkari mótherja í síðustu umferð.
„Hæst ber frábæran árangur hjá
Hannesi Hlífari og Hörpu,“ sagði
Bragi Kristjánsson, fararstjóri og
liðsstjóri, við Morgunblaðið að
mótinu loknu, en Hannes Hlífar tap-
aði aðeins einni skák. „Aðrir stóðu sig
líka ágætlega og þess ber að geta að
við höfðum engan varamann.“ Hann
bætti við að Harpa hefði teflt við þrjá
stórmeistara og fengið 1½ vinning,
sem væri mjög gott.
Bragi segir að ekki sé annað hægt
en gleðjast yfir árangri Íslending-
anna.
Hannes Hlífar
tryggði sér
bronsverðlaun
Hollendingar og Frakkar
Evrópumeistarar skáklandsliða
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
tannlækni af kröfum ungrar konu,
sem gekkst undir rótfyllingaraðgerð
hjá honum þegar hún var 15 ára.
Konan hélt því fram að mistök tann-
læknisins hefðu valdið sýkingu við
tannrætur, sem leitt hefðu til höfuð-
verkja hennar næstu 7 ár á eftir, eða
þar til hún gekkst undir nýja aðgerð
hjá sérfræðingi í munn- og kjálka-
skurðlækningum. Í málinu kom fram
að matsmenn töldu ótvírætt sam-
hengi á milli höfuðverkja konunnar
og þeirrar staðreyndar að tannrótin
hafði verið yfirfyllt. Aðgerðin á um-
ræddri tönn hefði hins vegar verið
gerð á réttum forsendum. Þótt til yf-
irfyllingar ætti ekki að koma gæti
hún orðið „í erfiðum tilvikum eða þá
af slysni sem er annað en mistök.“
Tannlæknir
ekki bóta-
skyldur vegna
höfuðverkja