Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÖRN eru sjaldséðir gestir í Blóð-
bankanum og því hafa ef til vill ein-
hverjir orðið undrandi yfir krakka-
stóðinu sem var þar statt í vikunni.
Ekki var um óvenju unga blóðgjafa
að ræða heldur voru krakkarnir
glaðlegur og stoltur hópur við-
urkenningahafa í samkeppni sem
Blóðbankinn stóð fyrir í sumar á
heimasíðu sinni.
Þar var auglýst eftir nöfnum á
aðalsöguhetjurnar í nýrri barnabók
um blóðflokkafjölskylduna. Blóð-
bankinn hélt upp á 48 ára afmæli
sitt í vikunni og í tilefni afmælisins
gaf bankinn út þessa nýju barna-
bók. Bókin um blóðflokkafjölskyld-
una, sem er eftir Ólaf Gunnar
Guðnason, verður gefin blóðgjöfum
sem geta lesið hana fyrir börn sín
eða barnabörn.
„Krakkarnir sýndu mikla hug-
myndaauðgi og okkur bárust marg-
ar góðar tillögur um nöfn á fjöl-
skyldumeðlimi eins og Blóðgóð,
Dreyri, Bjargar og Flaga sem voru
meðal fjölda sniðugra nafna,“ segir
Sigríður Ósk Lárusdóttir, deild-
arstjóri hjá Blóðbankanum. „Þetta
eru allt afskaplega fín nöfn og litlu
blóðdropabörnin fengu nöfnin
Dreyra, Blíða og Blóða.“
Að sögn Sigríðar er alltaf þörf á
blóðgjöfum og því nauðsynlegt að
vekja athygli á starfsemi Blóðbank-
ans en jafnframt að barna-
bókaútgáfan sé líklega nýstárlegri
en hingað til hefur tíðkast.
„Það er mikilvægt að alltaf sé til
nóg blóð í Blóðbankanum svo hægt
sé að hjálpa öllum sem þurfa að fá
blóðgjöf. Á Íslandi má hver blóð-
gjafi gefa þrisvar til fjórum sinnum
á ári og til að við getum sinnt eft-
irspurn þurfa sem flestir að gefa
blóð en við þurfum á milli 60 og 70
blóðgjafa á hverjum degi. Allir
krakkar ættu að hugsa um að gefa
blóð þegar þeir verða eldri en til
þess að gerast blóðgjafi verður
maður að vera orðinn 18 ára,“ segir
Sigríður og bendir á að árlega er
safnað um 15.000 einingum blóðs
frá 8–10.000 virkum blóðgjöfum og
þennan hóp megi alltaf stækka.
Á heimasíðu Blóðbankans
blodbankinn.is er að finna sér-
staka tengingu, Krakkahornið, þar
sem eru alls konar skemmtileg
verkefni og tilraunir fyrir framtíð-
arviðskiptavini Blóðbankans að
spreyta sig á. Verkefnin eru flest
ætluð börnum á aldrinum 6–12 ára
en yngstu börnunum gæti kannski
fundist betra að fá smá aðstoð við
að lesa og skilja tilraunirnar. Það
þarf ekki að kunna neitt um blóðið
eða blóðflokkana til að geta gert til-
raunirnar, þótt það geti auðvitað
hjálpað til. Í Krakkahorninu eru
líka myndir af blóðflokkafjölskyld-
unni og blóðflokkabörnunum sem
hægt er að lita auk fróðleiksmola
um blóð og blóðgjafir og starfsemi
Blóðbankans.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Barnafjöld í Blóðbankanum
VIÐHORF til kláms er frekar nei-
kvætt þegar á heildina er litið sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar á við-
horfi fólks til kláms sem háskóla-
nemarnir Hildur Fjóla Antonsdóttir
og Gunnhildur Kristjánsdóttir unnu
í sumar með styrk m.a. frá Nýsköp-
unarsjóði námsmanna. Í könnuninni
kemur einnig fram að talsverður
munur er á viðhorfi kynjanna til
kláms þ.e. konur telja klám almennt
neikvæðara en karlar. Konur virðast
einnig taka afdráttarlausari afstöðu
gegn klámi en karlar. Í sumum til-
vikum er einnig munur á viðhorfi til
kláms eftir aldri, segja þær Hildur
og Gunnhildur, þ.e. yngra fólk tekur
ekki eins skýra afstöðu gegn klámi
og það eldra. Þær taka þó fram að yf-
irgnæfandi meirihluti þátttakenda
könnunarinnar hafi tekið afdráttar-
lausa afstöðu gegn barnaklámi.
Þær Hildur og Gunnhildur kynna
niðurstöður verkefnis síns á afmæl-
ismálþingi Rannsóknastofu í
kvennafræðum sem haldið verður í
hátíðarsal Háskóla Íslands í dag.
Hefst það kl. 15.30 og ber yfirskrift-
ina Kynjamyndir í klámi.
Niðurstöður könnunarinnar eru
byggðar á svörum við spurningalist-
um sem þær Hildur og Gunnhildur
lögðu fyrir 345 manns í 17 fyrirtækj-
um, stofnunum og félagasamtökum á
höfuðborgarsvæðinu í sumar.
Sem dæmi um skilgreiningu má
vísa í greinargerð frumvarps að lög-
um nr. 126/1996 en þar segir: „Klám
er lýsing sem virkar stuðandi eða er
á annan hátt til þess fallin að vera lít-
illækkandi eða niðrandi. Þar með eru
taldar kynferðislegar lýsingar með
notkun barna, dýra, ofbeldis, þving-
unar og kvalalosta.“
Viðhorf til kláms
er frekar neikvætt
TILLAGA að aðalskipulagi Reykja-
víkur 2001 til 2024 var tekin til fyrri
umræðu á fundi borgarstjórnar í
gærdag en samkvæmt tilkynningu
frá Reykjavíkurborg er í henni m.a.
gert ráð fyrir þéttari byggð í Reykja-
vík en er í núgildandi aðalskipulagi.
Árni Þór Sigurðsson, borgar-
fulltrúi R-listans, vék á borgarstjórn-
arfundinum m.a. að framtíðarsýn og
stefnumörkun skipulagstillögunnar.
„Tillagan byggir á þeirri sýn að
Reykjavík sé öflug og gróskumikil
höfuðborg landsmanna allra og for-
ystuafl á sviði þekkingar og alþjóða-
væðingar,“ sagði hann m.a. Sagði
hann einnig að með aðalskipulaginu
væri stefnt að því að styðja nýjar sem
og hefðbundnar atvinnugreinar, efla
miðborgina, þétta byggðina og end-
urskipuleggja eldri iðnaðarsvæði.
Engin skýr stefna
um Vatnsmýrina
Inga Jóna Þórðardóttir, borgar-
fulltrúi sjálfstæðismanna, gagnrýndi
ýmsa þætti tillögunnar og þar á með-
al um Vatnsmýrina. Sagði hún m.a.
að með tillögunni væri ekki verið að
marka skýra stefnu í nýtingu Vatns-
mýrarinnar. „Niðurstaðan hér er eig-
inlega einhvers konar stefna sem
mætti kalla hvorki né stefnu,“ sagði
hún m.a. Sagði hún einnig að „svo-
kölluð atkvæðagreiðsla um framtíð
Vatnsmýrarinnar,“ eins og hún orð-
aði það hefði ekki skilað neinni nið-
urstöðu. „Það sem liggur fyrir með
Vatnsmýrina er það að R-listinn hef-
ur staðfest flugvöll til framtíðar í
Vatnsmýrinni. Það gerði hann með
afgreiðslu síðasta aðalskipulags og
endanlega með afgreiðslu deiliskipu-
lags sem endurbygging flugvallarins
byggðist á.“
Inga Jóna hélt því fram að aðal-
skipulagstillagan gerði ráð fyrir því
að „flugvöllurinn væri og að flugvöll-
urinn væri ekki“ eins og hún orðaði
það. Það gengi hins vegar ekki. Sagði
hún að það ætti að bíða með að taka
til afgreiðslu einstaka hluta Vatns-
mýrarinnar. Þá taldi Inga Jóna að
full ástæða væri til að fara varlega í
að þétta byggðina og taka meira af
grænum svæðum undir byggingu
íbúða- eða atvinnuhúsnæðis, s.s
Laugardalinn og Klambratún.
Nokkrar umræður spunnust um
skipulagningu Geldinganess en í máli
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom
fram að það væri ákjósanlegt bygg-
ingarland og ekki væri tekið mið af
því í aðalskipulaginu. Sigrún Magn-
úsdóttir, R-lista, sagðist furða sig á
hugmyndum sjálfstæðismanna um
Geldinganes. Byggð á nesinu væri
ekki ákjósanleg, þar hefði aldrei nein
byggð verið, líklega vegna þess
hversu vindasamt þar væri.
Reykjavík að dragast aftur úr
öðrum bæjarfélögum
Í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar,
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, kom
fram að í áformum borgaryfirvalda
um fjölgun atvinnu- og íbúðarhús-
næðis fram til ársins 2024 væri mark-
ið sett allt of lágt og ljóst að fjölgun
starfa, íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í
Reykjavík yrði langtum minni en í
hinum bæjarfélögunum á höfuðborg-
arsvæðinu.
Þetta væri þróun sem hafist hefði
fyrir nokkrum árum og ekki útlit fyr-
ir annað en hún héldi áfram miðað við
markmið meirihlutans eins og þau
birtist í aðalskipulagi. Fjölgun íbúða
og atvinnuhúsnæðis væri hvorki full-
nægjandi fyrir fyrirtækin né fjöl-
skyldur. Enda þótt tveir þriðju hlut-
ar íbúa á höfuðborgarsvæðinu
byggju í Reykjavík yrði fjölgun íbúða
í Reykjavík á tímabilinu ekki nema
38% en væri áætluð 51% fyrir höf-
uðborgarsvæðið í heild. Þetta þýddi
að Reykjavík bæri mjög skarðan hlut
frá borði og táknaði jafnframt minni
tekjur fyrir borgina. Júlíus Vífill
sagði framboð af lóðum fyrir atvinnu-
og íbúðarhúsnæði í Reykjavík hafa
verið of takmarkað og það yrði það
áfram. R-listinn ætlaði sér greinilega
að treysta á að takmarkað framboð
þýddi hærra verð fyrir lóðir til borg-
arinnar. Sala á lóðum í Grafarholti
hefði verið undir þeim merkjum.
Verðið hefði farið upp úr öllu valdi,
sem aftur leiddi til hækkunar fast-
eignaverðs almennt og hærri húsa-
leigu.
Þá minnti Júlíus á það að safnað
hefði verið 35 þúsund undirskriftum
á sínum tíma vegna fyrirhugaðra
framkvæmda í Laugardalnum og þá
hefði R-listinn neyðst til þess að
hætta við þau áform. Nauðsynlegt
væri að breyta áætlunum í aðalskipu-
lagi um Laugardalinn í samræmi við
óskir borgarbúa. Laugardalurinn
nýttist langbest sem útivistar- og
fjölskyldusvæði.
Erum ekki í samkeppni
við önnur bæjarfélög
Árni Þór Sigurðsson, R-lista, sagði
að í aðalskipulaginu birtist mjög skýr
framtíðarsýn og þar væri verið að
horfa til þess hver líkleg þróun
byggðar yrði næstu 24 árin og sett
fram fjögur skýr markmið með tilliti
til þeirrar þróunar. Árni sagði að í
reynd snerist gagnrýni sjálfstæðis-
manna aðeins um örfá mál og hún
væri því meira í orði en á borði.
Árni sagði að ummæli Júlíusar Víf-
ils um að Reykjavík væri að dragast
aftur úr öðrum sveitarfélögum á höf-
uðborgarsvæðinu fælu sér algeran
misskilning á stefnu borgarinnar.
Reykjavík væri ekki í samkeppni við
hin bæjarfélögin um hlutfallslega
fjölgun íbúa heldur snerist málið um
að byggja upp gott borgarsamfélag.
Ekki skipti öllu máli hvort fjölgun
íbúa væri mest innan Reykjavíkur
eða annarra bæjarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu. Sú samkeppnispóli-
tík sem Júlíus Vífill héldi á lofti væri
lítt uppbyggileg.
Hart deilt um
aðalskipulag
Morgunblaðið/Þorkell
Júlíus Vífill Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bera saman bækur sínar í gær.
Fulltrúar R-listans segja að í aðalskipulagi
sé sett fram skýr sýn á framtíð Reykjavík-
ur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja
margt orka tvímælis og að aðalskipulag
Vatnsmýrarinnar sé ekkert skipulag.