Morgunblaðið - 16.11.2001, Page 8

Morgunblaðið - 16.11.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ m a g n a ð a r b æ k u r María Konsjalovskí beitir karlmenn töfravaldi. Hún er á stöðugum flótta undan tvífara sínum sem tekur á sig ógnvænleg gervi. Rauði þráðurinn er ástin í ótrúlegustu myndum og sögusviðið Reykjavík, París, Madrid og Feneyjar á áttunda og níunda áratugnum. Í þessari fyrstu skáldsögu Oddnýjar Sen er skáldskapurinn samofinn minningum og mögnuðu hugarflugi. Hún hefur vakið athygli fyrir áhrifamiklar endurminningabækur, meðal annars Kínverska skugga. Ást, minningar, magnað hugarflug t, i i r, rfl Málræktarþing Íslenskrar málnefndar Verkefnin eru óþrjótandi Málræktarþing Ís-lenskrar mál-nefndar verður haldið laugardaginn 17. nóvember nk í Hásölum, safnaðarheimili Hafnar- fjarðarkirkju við Strand- götu, frá klukkan 14– 16.30. Yfirskrift þingsins er „Íslenska á evrópsku tungumálaári“. Að sögn Kristjáns Árnasonar for- manns Íslenskrar mál- nefndar er Málræktarþing orðið fastur liður í hátíð- arhöldum sem tengjast af- mælisdegi Jónasar Hall- grímssonar, 16. nóvember, Degi íslenskrar tungu, og haldið nú í sjötta skipti síðan árið 1996. Frá upp- hafi hefur þingið verið haldið í samvinnu við Mjólkursamsöluna. Á þinginu veitir Mjólkursamsalan styrk, að upphæð 400.000 krónur, til nema á háskólastigi sem vinnur að loka- verkefni um íslenskt mál. Þingið er nú í fyrsta skipti haldið utan Reykjavíkur og styrkir Hafnarfjarðarbær þingið. – Hver verða helstu umræðu- efni á málþinginu? „Málrækt snýst um tvennt, annars vegar um að koma sér nið- ur á málstaðal sem allir geta sætt sig við. Þetta er stundum kallaður formvandi. Hitt vandamálið er staða tungunnar gagnvart öðrum tungumálum. Þetta síðarnefnda verður meginviðfangsefni þings- ins: staða íslenskunnar í skóla- kerfinu, tækni og atvinnulífi og í vísindum. Frummælendur eru Ari Arnalds, verkfræðingur og formaður verkefnisstjórnar um tungutækni, Auður Hauksdóttir, lektor í dönsku, Kristján Árna- son, formaður Íslenskrar mál- nefndar, Karl Blöndal aðstoðar- ritstjóri Morgunblaðsins og Egill Helgason blaðamaður.“ – Hver er staða málræktar í dag? „Hún er góð að mörgu leyti. Það ríkir að mínu mati góð sátt um form íslenskunnar. Upphróp- anir ýmissa menntamanna, sem láta frá sér heyra á ákveðnum fresti um að íslenska sé kúgunar- tæki yfirstéttar á þeim sem minna mega sín, hafa ekki náð að skapa djúprista óeiningu, enn sem komið er a.m.k. Formvandi Íslendinga er smávægilegur mið- að við vanda annarra þjóða, t.d. Norðmanna. Þeir hafa haft mikið fyrir því að koma sér niður á staðla sem allir eru sáttir við, en eru samt með tvö ritmál.“ – Hver er munurinn á málrækt og málvernd? „Það liggur í orðunum. Við not- um orðið málrækt frekar en mál- vernd.. Málvernd minnir á nátt- úruvernd. Nú er talað um að vernda náttúruna gegn mann- fólkinu. Það þarf ekki að vernda tungur gegn fólki. Tungan er tæki fólksins til að skrifa og tala á, og rétt eins og þarf að fara með bíl í smurningu er ástæða til að huga að viðgangi málsins. Það má líkja málrækt við það.“ – Af því að þú nefnir náttúruvernd, má ekki segja að málvernd sé liður í málrækt líkt og náttúruvernd stuðlar gjarnan að uppgangi tegunda? „Uppgangi hvaða tegunda? Þorsks, íslensku kýrinnar, sýkla eða blágresis? Tungumál er mönnum eiginlegt, menn þurfa tjáningartæki og málpólitík er spurning um að velja sér tjáning- artæki. Það eru flókin lögmál sem þessu ráða, önnur en í náttúru- vernd. Ég held að áhugi á nátt- úruvernd byggist að hluta til á samviskubiti. Íslensk málrækt byggir ekki á sektarkennd.“ – Eru þetta ekki erfiðir tímar hjá málræktarmönnum? „Nei, alls ekki. Mér sýnist að það séu miklu erfiðari tímar hjá verðbréfasölum og bankamönn- um sem gengur illa að halda gengi krónunnar uppi. Málrækt snýst að verulegu leyti um gengi tungunnar, en það eru ekki mál- ræktarmenn sem halda uppi gengi hennar, heldur þeir sem vilja nota það. Málræktarmenn hafa yfirdrifið að gera; á Íslenskri málstöð, sem er skrifstofa Ís- lenskrar málnefndar, stoppar síminn ekki allan daginn. Þar þyrftu að vera margfalt fleiri starfsmenn, og verkefnin eru óþrjótandi. Fólk er að spyrja hvernig eigi að beygja þetta eða hitt orðið og leita að nafni á fyr- irtæki eða nýrri hugmynd. Okkur vantar almennilega orðabók til daglegra nota.“ – Hvernig sérðu íslenska tungu fyrir þér t.d. um næstu aldamót? „Ég sé þrjá valkosti fyrir Ís- lendinga á þessari öld. 1) Að halda áfram að nota íslensku og sporna gegn breytingum á þeim staðli sem við höfum búið við frá upphafi ritaldar. 2) Slaka á íhaldsseminni og sporna lítt gegn breytingum, leyfa nýjungum að ryðja sér til rúms í kerfinu, leggja nýyrðastefnuna af og taka inn er- lend orð skipulagslaust. Þetta myndi fyrr en varir leiða til þess að til yrði nýtt tungumál, og við þyrftum að þýða Hall- dór Laxness yfir á það mál um miðja öldina. 3) Taka upp ensku og verða fyrst tvítyngdir og fara síðan að nota enskt pidgin. Ég held að eini raunhæfi kosturinn sé sá fyrsti. Báðir hinir gera Ísland að jað- arsvæði, án miðju. Baráttan stendur um að viðhalda sérstöku máli á Íslandi. Ný íslenska sem ekki hefur stuðning af hefðinni á sér enga lífsvon í samkeppni við ensku að mínu mati.“ Kristján Árnason  Kristján Árnason fæddist 26. desember 1946. Hann er prófess- or í íslenskri málfræði og for- maður Íslenskrar málnefndar frá 1989. Cand. mag. í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands og doktor í málvísindum frá Ed- inborgarháskóla. Maki Kristjáns er Arna Emilía Vigfúsdóttir BA, skólafulltrúi, og eiga þau dótt- urina Önnu, fædd 1993. Börn Kristjáns af fyrra hjónabandi eru Ragnheiður (1968), Árni (1970) og Gunnhildur (1977). Þyrftum að þýða Halldór Laxness Það hefur komið mörgum manninum á óvart hversu tæknivætt brottkastið er orðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.