Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁFORM um
einkarekstur í
heilbrigðiskerfinu
voru til umræðu
að tilhlutan Bryn-
dísar Hlöðvers-
dóttur, Samfylk-
ingunni. Hún
sagði tilefnið það
að Morgunblaðið
hefði greint frá
því í fyrri viku að
heimilislæknir
auglýsti nú einkaþjónustu og byðist
til að koma á heimili sjúklinga, óskuðu
þeir þess. Þjónusta þessi væri alfarið
fyrir utan sjúkratryggingakerfið,
þjónustusvæðið væri höfuðborgar-
svæðið allt og að sögn læknisins væri
mikill áhugi meðal kollega hans að
bjóða upp á þjónustu af þessu tagi.
Bryndís benti á að í sama blaði hefði
birst frétt í ágúst sl. undir yfirskrift-
inni: Þörf á að fjölga heimilislæknum.
Þar hefði verið greint frá því að lækn-
ir nokkur hefði hug á að koma á fót
einkarekinni heilsugæslustöð. Þús-
undir manna væru án heimilislæknis í
Reykjavík og fram kæmi að heilsu-
gæslan í borginni væri í vanda, enda
hefði hún illa getað sinnt hlutverki
sínu vegna fjárskorts.
Vantar 30–50 milljónir til
heilsugæslunnar í Reykjavík
Benti hún á að skv. upplýsingum
frá Heilsugæslunni í Reykjavík vant-
aði á bilinu 30–50 milljónir kr. í rekst-
urinn til þess að geta haldið uppi
óbreyttri þjónustu, en um 100 millj-
ónir til að koma til móts við þá þörf
sem væri til staðar. Stærsti vandinn
væri hjá heilsugæslustöðvunum í
Grafarvogi, Kópavogi og Breiðholti
og ekki sæi fyrir þann vanda.
„Aukinn áhugi á því að bjóða þjón-
ustu án þátttöku almannatrygginga
er án efa sprottinn af þessari óánægju
og þeirri staðreynd að heilsugæslunni
er ekki gert kleift að þjóna þörfinni,“
sagði Bryndís og spurði ráðherrann
hvernig hann hygðist bregðast við
þessum tíðindum. Vísaði hún til þess
að margsinnis hefðu komið fram hug-
myndir og tillögur úr röðum sjálf-
stæðismanna um einkavæðingu í heil-
brigðiskerfinu og forveri Jóns Krist-
jánssonar í embætti, Ingibjörg
Pálmadóttir, hefði jafnan lýst því yfir
að Framsóknarflokkurinn hafnaði al-
farið frekari einkavæðingu. Slíkt
hefði í för með sér tvö kerfi; annað
fyrir þá sem gætu greitt og vildu fá
þjónustuna strax, en hitt fyrir hina
sem yrðu að bíða. Tók Bryndís undir
undir það sjónarmið fv. heilbrigðis-
ráðherra en velti því fyrir sér um leið
hvort vilji væri fyrir því að rjúfa þá
þjóðarsátt sem gilt hefði um almanna-
tryggingar hér á landi sem eina
styrkustu og mikilvægustu stoð vel-
ferðarkerfisins. Ýmsar samþykktir
nýlegs landsfundar Sjálfstæðisflokks
hefðu m.a. hnigið í þá átt.
Jón Kristjánsson (B) sagðist telja
að þegar heilsugæslan hér á landi
væri borin saman við grunnþjónustu í
öðrum löndum gætum við kinnroða-
laust horft framan í nágranna okkar.
Gilti þá einu hvort litið væri til veittr-
ar þjónustu eða aðstæðna og al-
mennra kjara starfsmanna. Viður-
kenndi hann þó að uppbygging hefði
gengið hægar en
hann hefði kosið á
höfuðborgar-
svæðinu, en í
þeim umræðum
mætti þó ekki
gleyma því að
einkarekin vakt-
þjónusta lækna
hefði fært mjög
út kvíarnar síð-
ustu misserin.
Umfang hennar
hefði aukist um 30% frá árinu 1999 og
þetta þyrfti að hafa í huga þegar rætt
væri um bið í heilsugæslunni.
„Almennt séð er það skoðun mín,
og raunar forvera míns líka, að heilsu-
gæslan eigi að vera sú grunnþjónusta
sem fólk leitar til fyrst þurfi það á
lækni að halda,“ sagði Jón og benti á
að á undanförnum sex árum hefði ver-
ið reynt að ýta undir þetta með lágum
komugjöldum og hækka þau ekki til
jafns við önnur gjöld.
„Mér hugnast það ekki ef heimilis-
læknar eru farnir að bjóða upp á vitj-
anir í heimahús fram hjá þeirri ágætu
grunnþjónustu sem við rekum sam-
eiginlega og hvet til þess að menn nýti
sér þá þjónustu,“ sagði Jón og kvaðst
myndu láta kanna hvort sótt hefði
verið um leyfi fyrir þessari starfsemi
og hvort landlækni væri kunnugt um
hana.
Einn heimilislæknir ógnar ekki
grunnþjónustu heilsugæslunnar
„Grunnþjónusta heilsugæslunnar
er sterkari en svo í vitund fólks og
vilji til að viðhalda því kerfi er meiri
en svo að einn heimilislæknir hér í
Reykjavík ógni því fyrirkomulagi,“
sagði ráðherrann ennfremur og þetta
einstaka dæmi myndi því ekki leiða til
neinnar kerfisbreytingar.
Um skort á heilsugæslulæknum í
höfuðborginni sagði Jón Kristjánsson
að æskilegt væri að fjölga námsstöð-
um í heilsugæslunni og fjölga heilsu-
gæslulæknum. Bað hann menn þó
fara varlega í að benda á kjör heilsu-
gæslulækna sem ástæðu vandans, því
launaúttekt Ríkisendurskoðunar á
kjörum lækna benti eindregið til þess
að kjör heilsugæslulækna væru að
meðaltali nokkuð góð. Gat hann þess
að sú könnun hefði ekki hlotið þá at-
hygli sem bæri.
Ítrekaði Jón það viðhorf sitt, sem
hann hefði marglýst úr ræðustól á Al-
þingi, að aðgangur að heilbrigðisþjón-
ustunni ætti að vera almennur og ekki
væri rétt að hafa tvö kerfi hér á landi.
Þær skoðanir hefðu ekkert breyst.
„Einkavæðingarkrumlur
íhaldsins“
Skiptar skoðanir á framtíðarfyrir-
komulagi heilbrigðisþjónustunnar
komu fram í máli þeirra þingmanna
sem tóku þátt í umræðunni. Þannig
hafnaði Jón Bjarnason (Vg) alfarið
tvöföldu heilbrigðiskerfi og sagði
réttinn til þjónustu eiga að vera alfar-
ið óháðan fjárhag og búsetu. Gísli S.
Einarsson (S) tók enn dýpra í árinni
og sagði tíma til kominn að losa heil-
brigðisþjónustuna úr „einkavæðing-
arkrumlum íhaldsins,“ eins og hann
orðaði það.
Sigríður Jóhannesdóttir (S) taldi
ljóst að fjárveitingavaldið undir
stjórn Sjálfstæðisflokksins reyndi að
svelta málaflokkinn í því skyni að
kalla fram umræðu um aukinn einka-
rekstur. Sagði hún ljóst að öryrkjar
og einstæðar mæður yrðu vart á lista
yfir viðskiptavini hinnar nýju einka-
læknisþjónustu. Það yrðu fremur bet-
ur megandi einstaklingar á sjúkra-
beði. Sagði hún verið að opna á tvöfalt
kerfi með því að leyfa slíka þjónustu –
kerfi sem byði upp á mismunun.
Ásta Möller (D) sagði hins vegar að
stjórnarandstaðan talaði ávallt um
einkarekstur í heilbrigðiskerfinu með
neikvæðum formerkjum. Þó væri
ljóst að sá þáttur væri nú þegar stór í
kerfinu og næmu fjárlög til einka-
reksturs í fjárlagafrumvarpi næsta
árs um 30 milljörðum kr., eða um 22%
af heildarfjármagni í þennan mála-
flokk. Benti hún á að fjölmargar
stofnanir á borð við Hrafnistu, SÁÁ,
Skjól, Reykjalund og margar fleiri
væru reknar af einkaaðilum. Auk
þess væri t.d. heilsugæslan í Lágmúla
rekin af einkaaðilum. Rakti hún fleiri
dæmi um slíkan einkarekstur sem
ætti það sameiginlegt að viðkomandi
aðilar væru þekktir að áreiðanlegri og
góðri heilbrigðisþjónustu.
„Þetta er einkarekin heilbrigðis-
þjónusta en að mestu greidd af op-
inberu fé. Þetta er grýlan sem stjórn-
arandstaðan varar við,“ sagði Ásta
ennfremur.
„Sjálfstæðismenn telja að heil-
brigðisþjónustan sé, líkt og mennta-
kerfið, samfélagsleg þjónusta sem
eigi að mestu að vera greidd úr sam-
eiginlegum sjóðum landsmanna.
Sjálfstæðismenn vilja að ríkið skil-
greini þá þjónustu sem veita á, greiði
fyrir hana að mestu og hafi með hönd-
um visst gæðaeftirlit. Stjórnvöld eiga
hins vegar að semja við einkaaðila, fé-
lagasamtök, sveitarfélög eða stofnun
sem rekin er af ríkinu um þjón-
ustuna,“ sagði Ásta Möller og gagn-
rýndi að enn og aftur væri gerð til-
raun til að gera einkarekstur
tortryggilegan. Það væri rangt að
hugmyndir sjálfstæðismanna leiddu
til mismununar sjúklinga, að hinir
efnameiri kæmust fram fyrir og gætu
keypt sér betri þjónustu. Rangt væri
að tala um tvöfalt heilbrigðiskerfi.
Þvert á móti leiddu hugmyndir sjálf-
stæðismanna til betri og skilvirkari
þjónustu við sjúklinga og betri nýt-
ingar fjármagns.
7–800 manns bíða
eftir mjaðmaaðgerðum
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, kvaðst þykjast
vera í stjórnarandstöðu en bað Ástu
Möller þó ekki gera sér upp skoðanir
eða afstöðu í þessu máli. Sagði hann
okkur standa frammi fyrir risavöxnu
vandamáli sem stjórnvöld hefðu ekki
náð tökum á. Benti hann m.a. á að í
starfsemi Tryggingastofnunar ríkis-
ins væri víða pottur brotinn.
Gat hann þess að sífellt lengdust
biðlistar, 7–800 manns væru t.d. á bið-
lista eftir mjaðmaaðgerðum og hann
hefði séð fólk þjást af þessum sökum.
„Ég spyr: Ef ég yrði nú gripinn
þessari veiki og næði ekki að ganga
upp á Valhúsahæð daglega, er ég þá
skuldbundinn til þess að bíða í tvö ár
eftir þessari viðgerð ef ég get kostað
hana sjálfur eða flúið í önnur lönd til
viðgerðar?“ spurði Sverrir og sagði
að þetta ættu menn að hafa í huga í
þessu sambandi. Hann mælti ekki
endilega með tveimur kerfum, en við
megum til með að hliðra til svo betur
gangi en nú er. Ekki muni af veita.
Ísólfur Gylfi Pálmason (B) sagði ís-
lenska heilbrigðisþjónustu með því
besta sem þekktist. Benti hann á að í
Bandaríkjunum hefði mest verið
einkavætt í heilbrigðisþjónustu og
þar væri hún jafnframt dýrust. Hún
væri skilvirkari en annars staðar þar í
landi fyrir 40% þjóðarinnar, en 25–
30% íbúa þar í landi fengju litla sem
enga heilbrigðisþjónustu og gætu dá-
ið drottni sínum í friði. „Þetta er hin
frjálsa samkeppni í heilbrigðisþjón-
ustu,“ sagði Ísólfur og hafnaði alfarið
slíku, því fólk veldi sér ekki sjúk-
dóma.
Umræða á Alþingi um áform um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu
Ráðherra hugn-
ast ekki einka-
þjónusta lækna
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ætlar
að láta kanna hvort leyfi séu fyrir einka-
þjónustu heimilislæknis á höfuðborgar-
svæðinu og hvetur almenning til að nýta
sér fremur þjónustu heilsugæslunnar.
Hann vill að landlæknir kanni málið.
Morgunblaðið/Þorkell
Þingmennirnir eiga það til að kíma yfir kersknum texta á þingi. Guð-
mundur Hallvarðsson gægist hér yfir öxlina á Jóni Bjarnasyni.
bingi@mbl.is
GUÐJÓN A. Kristjánsson, Frjáls-
lynda flokknum, mælti í gær fyrir
frumvarpi á Alþingi um breytingar á
lögum um kirkjuskipan ríkisins. Er
þar gert ráð fyrir fullum aðskilnaði
ríkis og kirkju.
Frumvarpið felur í sér að öllum
trúfélögum skuli gert jafnhátt undir
höfði og í samræmi við það skuli
stefnt að aðskilnaði ríkis og hinnar
evangelisku lútersku kirkju.
Þar sem frumvarpið miðar að því
að breyta kirkjuskipan ríkisins ber
skv. stjórnarskránni að leggja málið,
verði frumvarpið samþykkt, undir
þjóðaratkvæðagreiðslu. „Aðskilnað-
ur ríkis og kirkju er flókið verk og
margt sem þarf að huga að og því er
ekki gert ráð fyrir því í frumvarpinu
að aðskilnaðurinn sé að fullu yfir-
staðinn fyrr en að fimm árum liðnum
frá gildistöku laganna að lokinni
þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2002,“
sagði Guðjón Arnar, en meðflutn-
ingsmenn hans eru Sverrir Her-
mannsson (F) og Árni Steinar Jó-
hannsson (Vg).
„Íslenskir söfnuðir, sem standa
utan þjóðkirkjunnar, eru margir og
þeim hefur fjölgað ört á undanförn-
um árum,“ sagði Guðjón ennfremur
og gat þess að sífellt fleira fólk flytt-
ist hingað frá öðrum þjóðlöndum,
fólk sem iðkar ólík trúarbrögð. Því
fólki og þeim trúarbrögðum beri
okkur skv. stjórnarskránni að sýna
fyllstu virðingu. Mismunun gagnvart
þeim sé engan veginn sæmandi. Með
núverandi skipan mála megi segja að
öðrum trúarhópum en þjóðkirkjunni
sé sýnt óréttlæti sem ekki samrým-
ist eiginlegu trúfrelsi.
Aðskilnaður ríkis og kirkju
KJÖRSEÐLAR hafa verið
sendir til þeirra kúabænda og
mjólkurframleiðenda sem mega
taka þátt í kosningu um til-
raunainnflutning á fósturvísum
úr norskum kúm af svonefndu
NRF-kyni. Reiknað er með að
úrslit kosninga um málið liggi
fyrir um næstu mánaðamót.
Rétt til þátttöku í kosningunni
hafa þeir sem standa að mjólk-
urframleiðslu innan greiðslu-
marks og eru félagar í búnaðar-
sambandi og/eða félagi kúa-
bænda. Alls hafa verið sendir út
1.639 kjörseðlar. Deildar mein-
ingar eru um þennan innflutn-
ing en með honum er ætlunin að
gera samanburð á NRF-kúm og
íslenskum mjólkurkúm.
Ásthildur Skjaldardóttir,
kúabóndi á Bakka á Kjalarnesi,
er í stjórn Búkollu, samtaka
áhugafólks um íslensku mjólk-
urkúna, sem stofnuð voru fyrr á
þessu ári. Ásthildur segir í sam-
tali við Morgunblaðið að fé-
lagsmenn Búkollu telji fjárhags-
legan ávinning af innflutningn-
um ekki vera það mikinn að
verkefnið borgi sig.
„Við höfum til langs tíma búið
við offramleiðslu á mjólk og
bændur frekar hvattir til að láta
kýrnar ekki mjólka eins og þær
gætu. Menn hafa því verið með
fleiri kýr og kostað minna til
framleiðslunnar. Auðvitað er
ekki hægt að alhæfa um þetta,
misjafnt er milli kúabænda hvað
hentar hverjum og einum. En
framför íslenska kúastofnsins
hefur í raun verið ótrúleg. Þegar
ég byrjaði búskap fyrir um 17
árum þótti gott ef hver kýr
mjólkaði um 4 þúsund lítrum á
ári en í dag eru fjölmörg bú
komin með yfir 5 þúsund lítra
framleiðslu á hverja kú og sum
með 7 þúsund lítra. Framfarirn-
ar sýna að íslenska mjólkurkýr-
in á meira inni en mælingar
segja til um. Við ættum frekar
að verja þeim 185–190 milljón-
um, sem eiga að fara í þessa til-
raun, til rannsókna á íslensku
kúnni. Það myndi skila sér strax
til baka,“ sagði Ásthildur.
Samanburður
skapar góðan grunn
Bændasamtök Íslands og
Landssamband kúabænda
leggja til að innflutningurinn
verði samþykktur og málið unn-
ið á faglegan hátt með langtíma-
hagsmuni kúabænda í huga.
Snorri Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
kúabænda, segir mjólkurfram-
leiðendur hafa væntanlegan
ávinning af því að kynbæta
kýrnar en til þess þurfi að gera
samanburðarrannsóknir.
„Þetta skapar góðan grunn
fyrir okkur varðandi samanburð
á íslensku kúakyni við önnur
kyn og hvaða framleiðslutekjur
við erum í rauninni með í hönd-
unum. Við teljum skynsamlegra
að gera þessa tilraun á sameig-
inlegum grunni í ljósi þess að
ákveðnir aðilar, Nautgriparækt-
arfélag Íslands, NRFÍ, vilja
flytja fósturvísa beint inn í land-
ið án nokkurra tilrauna og hafa
þetta í einkafélagsformi. Leyfi
til innflutningsins liggur fyrir af
hálfu landbúnaðarráðherra og
verði málið fellt í kosningu er
líklegt að NRFÍ sæki um að
standa eitt og sér að innflutn-
ingnum ef félagið uppfyllir öll
skilyrði,“ segir Snorri.
Innflutningur
á fósturvísum
úr norskum kúm
Kosning
hafin
meðal
kúabænda