Morgunblaðið - 16.11.2001, Side 11

Morgunblaðið - 16.11.2001, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 11 TUNGUTÆKNI er nýtt hugtak í íslenskunni en hún tengir saman upplýsingatækni og málfræði í framleiðslu á hugbúnaði og tækj- um. Þannig er mönnum gert kleift að nota tungumálið í samskiptum við tæki. Sem dæmi um tungu- tækni má nefna talgervla sem breyta texta í tal og hugbúnað sem skilur mælt mál. Á ráðstefnu menntamálaráðu- neytisins á þriðjudag kom fram í máli Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra að bandaríski hug- búnaðarrisinn Microsoft væri nú að vinna að því að laga stafsetning- arleiðréttingartól að íslensku sem m.a. er notað með Word-ritvinnslu- hugbúnaðinn. Björn sagði að þessi árangur hefði náðst í framhaldsvið- ræðum við fyrirtækið um að fá ís- lenskuna viðurkennda í hugbúnað- arumhverfi Microsoft. Hollenska fyrirtækið Polderland vinnur nú að þessu verki og hefur haft samband við íslenska aðila um samstarf vegna þess. Björn greindi einnig frá viðræð- um milli ráðuneytisins og Micro- soft um frekari þýðingar á hugbún- aði þess á íslensku. „Hefur ráðu- neytið lagt áherslu á að þýðingum verði komið í skipulegan farveg þannig að nýr hugbúnaður sé þýddur jafnóðum. Til frambúðar er æskilegt að samstarf komist á milli einkaaðila á Íslandi og Microsoft um frekari þýðingar á hugbúnaði fremur en samið sé milli stjórn- valda og fyrirtækisins um slík verk,“ sagði Björn og benti á að ís- lenska ríkið greiddi Microsoft enga styrki vegna þessa samstarfs. Hann greindi ennfremur frá 104 milljóna fjárframlagi ríkisstjórnar- innar til tungutækniverkefna á þessu ári. Ekki talað við íslenska aðila Friðrik Skúlason tölvufræðingur sagði í erindi sínu á ráðstefnunni að það væri „dapurlegt“ að erlent fyrirtæki væri fengið til þess starfs sem áður gat. „Það er dapurlegt að ráðherra skuli líta á það sem „ár- angur“ að hollenskt hugbúnaðar- fyrirtæki fari út í að skrifa hug- búnað þegar sambærilegur bún- aður hefur verið til á Íslandi árum saman án þess að hafa fengið nokk- urn stuðning eða viðurkenningu af hálfu hins opinbera,“ sagði hann. „Það er ekki einu sinni talað við ís- lenska aðila sem hafa boðið upp á sambærilegan hugbúnað árum saman.“ Norðmaðurinn Anders Nøkle- stad, tæknistjóri hjá Textlab- oratoriet í Ósló, þar sem byggt hef- ur verið upp málsafn, eða svokallaður Oslo Corpus, sem sam- anstendur af orðum í milljónatali, flutti á ráðstefnunni erindi um málsöfn og notkun þeirra og sagði m.a. að not fyrir slík söfn væru af ýmsum toga. „Með notkun þeirra er unnt læra um viðkomandi tungumál, setningafræði þess eða tíðni mismunandi orða í tungumál- inu. Þannig má komast að því að sum orð koma oftar en önnur fyrir í tungumálinu og þá þekkingu má nota til að finna eðlilegustu tján- ingarleiðina í tungumálinu.“ Mál- safnið er öllum opið á Netinu, al- menningi jafnt sem fræðimönnum og fyrirtækjum, þó með þeim skil- yrðum að upplýsingar úr því verði ekki seldar. Farsímafyrirtæki geta t.d. hagnýtt sér safnið til að hanna smáskilaboðaforrit. Til að gefa dæmi um þetta, sem margir kann- ast nú þegar við í símum sínum, er á grundvelli upplýsinga úr safninu hægt að útbúa síma þannig að við innslátt á fyrsta staf í orði komi það orð sem líklegast er að byrji á þeim staf sem sleginn var inn. Mikið starf framundan Prófessor Björn Granström, yf- irmaður Centre for Speech Technology í Stokkhólmi, sem styrkt er af sænskum fyrirtækjum, lýsti m.a. í erindi sínu um tal og tal- greiningu, hvað menn eru komnir langt í að kenna tölvum að „tala“ við notendur. Lykilorðið í þessari umræðu er talkennsl (Speech Re- cognition) eða sá eiginleiki tölva að skynja eða skilja mælt mál. Granström sýndi dæmi um tölvur sem eru forritaðar til að geta svar- að t.d. spurningum ferðamanna, þar sem tölvan birtist með tölvu- gert andlit sem sýnir ólík svip- brigði í takt við inntak svaranna. Notkunarmöguleikarnir eru enn sem komið er nokkuð takmarkaðir þar sem tölvurnar skilja mælt mál því aðeins að talað sé við þær innan ákveðins ramma en sú tækni dugar vel svo langt sem hún nær. „Enn er þó mikið starf framundan á þess- um sviði eins og t.d. að kenna tölv- unum að skilja mælt mál manna sem tjá sig með ólíkum hætti. Þær þurfa líka að læra að láta ekki um- hverfishljóð trufla sig, hávaða og svo framvegis. Enn geta menn ekki sagt hvað sem er við hvaða tölvu sem er hvenær sem er. Það er nokkuð langt í það,“ sagði Gran- ström. Hann sagði kosti talvæðing- ar tölva m.a. fela í sér einfaldari samskipti við tölvurnar við að losna að mestu við þann búnað sem nauðsynlegur er til að eiga sam- skipti við tölvur. „Þannig er t.d. unnt að hafa hendurnar frjálsar og það þarf heldur ekki að beina aug- um sínum að tölvunni, sem getur nýst vel í akstri ef menn eru með talandi aksturstölvu í bílnum.“ Annar kostur við talvæðinguna er að mati Granströms sá, að milli- liðalaus talsamskipti við tölvur hægja ekki á hugarstarfseminni, ólíkt því sem gerist þegar tölvunot- andinn tjáir sig með lyklaborðinu. Hvað búa margar milljónir á Íslandi? Annað lykilorð í umræðunni um tungutækni er raddkennsl (e. Voice Recognition) eða sá eigin- leiki tölva að bera kennsl á rödd manna til aðgreiningar frá öðrum mönnum. Örn Kaldalóns, kerfis- fræðingur hjá Nýherja, benti á að bæði tal- og raddkennsl fyrir ís- lensku vantaði en þau væru hins vegar til fyrir ensku, frönsku, þýsku spænsku og ítölsku. „Við þurfum nauðsynlega að geta gert okkur skiljanleg við tölvur á okkar eigin tungumáli, helst sem fyrst,“ sagði hann. Síðan greindi hann nánar frá því hvaða vandamál er við að eiga í þessu samhengi. „Fyr- ir nokkrum árum setti ég mig í samband við þá sem þróa talkennsl hjá IBM,“ sagði hann, en benda má á að IBM fyrirtækið mun verja 41 milljarði dala til rannsókna og þró- unar á talkennslum fram til 2005. „Þeim þótti athyglisvert að heyra um íslenskt mál sem varðveitir hin- ar fornu sögur. Íslenskan er skyld skandinavísku málunum sem er kostur. Svo kom þessi spurning sem ég átti von á: „Hvað búa marg- ar milljónir á Íslandi?““ Hann sagði ljóst að verkið yrði dýrt og ekki borgaði sig að útbúa raddkensl fyrir svo lítinn fjölda fólks. „Í vor var ég enn og aftur í sambandi við þróunardeild IBM í tungutækni. Þá var okkur gert ljóst að ef við værum reiðubúnir að hafa 5–10 menn á fullum launum um ókomin ár gæri þetta gengið. Þetta var þá stærðargráðan.“ Tungan notuð í sam- skiptum við tæki Menntamálaráðuneytið hefur hafið átak um framgang tungutækni hérlendis sem hefur það að markmiði að íslenskan verði áfram lifandi tungumál í þekking- arsamfélagi 21. aldar. Ráðstefna í vikunni um samspil tungu og tækni markaði upphaf átaksins. Morgunblaðið/Ásdís Anders Nøklestad, tæknistjóri hjá Textlaboratoriet í Ósló. LÝÐVELDISSJÓÐUR og Náms- gagnastofnun hafa gefið út marg- miðlunardiskinn Alfræði íslenskrar tungu. Diskurinn er eitt af fjórum stórum verkum sem verkefnisstjórn Lýðveldissjóðs ýtti úr vör árið 1995 og það eina sem er á margmiðlunar- formi. Ritstjórn disksins önnuðust Þórunn Blöndal og Heimir Pálsson. Alfræðin er aðalhluti verksins; þar er að finna margvíslegan fróðleik um mál og málnotkun. Hvernig læra börn að tala? Hvernig skynjum við málhljóðin? Hvernig hefur íslensk tunga breyst frá landnámsöld til okkar daga eða er hún kannski óbreytt? Hvernig varð ritmálið til? Hver er uppruni íslenskra manna- nafna? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem finna má svör við í greinum Alfræðinnar, þar sem fremstu fræðimenn okkar fjalla á al- þýðlegan hátt um mál og málfræði. Í Málslóðum er efni þríþætt. Þar eru Troðnar slóðir en í þeim er hluti Alfræðiefnisins endursagður og ein- faldaður. Textinn í Troðnum slóðum er oft aðeins til stuðnings myndefni sem þar er bæði til fróðleiks og skemmtunar. Á Tímaás er að finna stiklur úr mannkynssögu, Íslands- sögu og íslenskri málsögu og þriðji þáttur Málslóða er Safn hljóða og mynda en þar er mynd- og hljóðefni Alfræðigreinanna safnað saman til hægðarauka. Gífurlegt magn upplýsinga er að finna á diskinum, t.d. hefur alfræði- hluti verksins að geyma:  37 greinar um íslenskt mál eftir 29 höfunda – allt samið fyrir Alfræð- ina.  Efnið samsvarar u.þ.b. 1000 bók- arsíðum.  379 myndir og töflur  296 hljóðskrár  129 myndbandsbrot  413 baktextar; lyklað er í þá úr greinum.  782 gluggapóstar – stuttar skil- greiningar.  270 Orðaborgarar - safn örstuttra fróðleiksgreina um orð og orða- sambönd.  Um 4000 orðastæður  Yfir 4000 krækjur milli greina eða í ítarefni  Leitarmöguleikar í Réttritunar- orðabók og Orðastæðum  Leitarmöguleikar í öllum greinum Alfræðinnar. Markhópur Alfræði íslenskrar tungu er m.a. fróðleiksfús almenn- ingur; börn á mið- og unglingastigi grunnskóla, framhaldsskólanemar; nemendur í íslensku við HÍ, kenn- arar og kennaranemar. Nýr marg- miðlunardiskur Alfræði íslenskrar tungu VERSLUNUM í Kvosinni í Reykjavík hefur fækkað um tæp 48% frá árinu 1996, samkvæmt nýrri skýrslu sem Þróunarfélag miðborgarinnar hefur látið gera um fjölda verslana í miðborg Reykjavíkur. Í september 1996 voru verslanir í Kvosinni 67 en þær voru 35 í september sl. Versl- unum á Laugavegi og í Banka- stræti hefur einnig fækkað á sama tíma, eða úr 191 í september 1996 í 166 í sama mánuði á þessu ári. Hlutfallsleg fækkun á þessu svæði er 13%. Fjöldi verslana við Skóla- vörðustíg, Hverfisgötu og í hlið- argötum hefur nánast staðið í stað sl. fimm ár. Heildarfjöldi verslana í miðborginni var 315 í september sl. en var 372 fyrir fimm árum, sem er 15% fækkun. Þróunarfélagið hefur gert sam- bærilega skýrslu á hverju hausti frá árinu 1996. Í skýrslunni kemur m.a. fram í inngangi framkvæmda- stjóra félagsins, Einars Arnar Stefánssonar, að eðlilega hafi verið nokkur „glímuskjálfti í mönnum“ í haust þegar Smáralind bættist við í Kópavogi. Sviptingar eigi sér einnig stað í húsnæðismálum í borginni, jafnt í miðborginni sem annars staðar. Einar Örn segir það líka áhyggjuefni að nú séu 19 verslanapláss í miðborginni ýmist auð eða að notkun þeirra hafi verið breytt án formlegra umsókna sam- kvæmt samþykktum reglum. Hann segir veitingastöðum í miðborginni hafa fjölgað hratt á síðustu árum og það sé vel. Þó þurfi að huga að jafnvægi hinna ýmsu þjónustu- þátta þannig að einn yfirgnæfi ekki aðra eða „boli þeim hreinlega burt af stóru svæði“, eins og hann orðar það. „Hvernig bregst miðborgin við aukinni samkeppni? Svörin eru mörg og ekki einhlít. Allir sem hagsmuna hafa að gæta – og þá eru borgaryfirvöld ekki undanskil- in – þurfa að taka höndum saman og leita leiða til að efla verslun og viðskipti í miðborginni,“ segir enn- fremur í skýrslunni. Verslanir í miðborg Reykjavíkur Fækkun í Kvos- inni um 48% á fimm árum                                  !" ##$ ##% ##& ###  $% ##$ ##$  ##$  ##$  ##$ & # $$  $ ' ' (  '()   * '+   (( , '+ '-  %  %    ./0( (('+ (1 2 /  (##$ ( ( (   ( 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.