Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Ljósbrot við Eyjar NÝVERIÐ vakti athygli ljósmynd- ara Mbl. í Vestmannaeyjum, Sig- urgeirs Jónassonar, þetta ein- kennilega ljósbrot sunnan við Hænu á vesturhimni að morgni dags, í gagnstæðri átt við sólaruppkomu. BJÖRN Líndal, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Landsbankans, segir ákvarðanir um að draga úr þjónustu bankans á Raufarhöfn og Kópaskeri byggjast m.a. á þeirri bú- seturöskun sem orðið hefur á við- skiptasvæði þessara útibúa. Útibú Landsbankans á Raufarhöfn og Kópaskeri hafa verið opin hálfan dag- inn alla virka daga en bankinn hefur ákveðið að fækka afgreiðsludögum í tvo á viku. Björn segir þessar ákvarðanir jafnframt byggjast á mati bankans um raunverulega þörf fyrir útibú og þjónustu á þessum stöðum, að teknu tilliti til annarra samskiptaleiða við bankann. „Þá má ekki gleyma því, eins og við höfum margoft sagt, að samskipti banka við viðskiptavini sína séu að breytast. Útibúin eru vissulega mikilvæg leið til að nálgast sinn viðskiptabanka og mjög mikil- væg undir vissum kringumstæðum, en í öðru tilliti hafa nýjar leiðir leyst útibúin af hólmi og munu gera það enn frekar á næstu árum. Netið er að ryðja sér mjög hratt til rúms og við höfum reyndar boðið sveitarstjórn- um bæði á Raufarhöfn og Kópaskeri að setja upp, þeim að kostnaðarlausu, búnað til að allir íbúar geti nálgast þjónustu bankans á Netinu. Við höf- um líka boðist til að senda fólk til þess að kynna þessa þjónustu fyrir við- skiptavinum okkar enn frekar.“ Engar ákvarðanir verið teknar um lokun útibúanna Þá segir Björn að bankinn bjóði upp á símaþjónustu frá átta á morgn- ana til sjö á kvöldin og þar sé hægt að framkvæma ýmsar aðgerðir, auk þess að fá upplýsingar. Einnig bendir Björn á að bankinn gefi út bæði deb- etkort og kreditkort og mjög víða séu posar til að taka við greiðslum í gegn- um slík kort. „Þannig að það má telja upp mjög margar leiðir sem við höfum þegar í boði gagnvart okkar viðskiptavinum. En útibúin gegna mikilvægu hlut- verki engu að síður og þess vegna höfum við ákveðið að stíga varlega til jarðar og hafa þau opin tvo daga í viku og þannig held ég að við séum að koma eins mikið og kostur er til móts við þarfir viðskiptamanna okkar í þessum byggðarlögum.“ Björn segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að leggja útbúin á Raufarhöfn og Kópaskeri niður en þetta sé niðurstaða sem bankinn hafi komist að á þessum tímapunkti. Samskipti banka við viðskiptavini að breytast Landsbankinn segir búseturöskun valda minnkandi þjónustu BJÖRN Hermannsson, sem sagt var upp störfum framkvæmdastjóra Sólheima í fyrradag, segir enga samstarfsörðugleika hafa verið til staðar en framkvæmdastjórn Sólheima ákvað að leita eftir því við Björn að hann léti af störfum vegna örðugleika í samstarfi. Björn segist hins vegar hafa gert ákveðnar athugasemdir við stjórnsýslu og umsýslu á Sólheimum sem telja megi ólög- mæta og snerti þau störf sem Pétur Svein- bjarnarson stjórnarformaður gegni á Sól- heimum. „Ég vissi ekki annað en ég skilaðu þarna góðri vinnu en það var ýmislegt sem mér fannst ekki vera í lagi, bæði varðandi um- sýslu og stjórnsýslu, og gerði athugasemdir við það. Það sneri meðal annars að því að standa við gefin loforð til starfsmanna og að gerð úttektar á högum fatlaða fólksins og þar komu peningar inn í spilið. Þriðja atriðið var ákveðið stjórnsýsluvandamál sem var þarna innandyra, þ.e.a.s. að stjórnarformað- ur Sjálfseignarstofnunar Sólheima er jafn- framt framkvæmdastjóri Styrktarsjóðsins, en það tel ég vera ólöglegt. Ég lagði aðeins til að þessu yrði breytt og það yrði fenginn nýr maður, annaðhvort til að stýra sjóðnum eða vera formaður félagsins.“ Einhliða ákvörðun um að hækka húsaleigu hjá fötluðum Rekstur Sólheima er mjög flókinn, að sögn Björns, en þar búa nú um 80 manns og er um helmingur þeirra fatlaður. Sjálfseign- arstofnun Sólheima sér um fötluðu einstak- lingana og fær til þess 140 milljónir á ári úr ríkissjóði. Þá er starfandi Styrktarsjóður Sólheima og segir Björn að búið sé að færa allar eignir sjálfseignarstofnunarinnar yfir á Styrktarsjóðinn. Pétur Sveinbjarnarson er bæði stjórnarformaður sjálfseignarstofnun- arinnar og Styrktarsjóðsins og jafnframt framkvæmdastjóri Styrktarsjóðsins. Björn segir að slíkt fyrirkomulag sé ólöglegt því lög um sjálfseignarstofnanir kveði skýrt á um að framkvæmdastjóri megi ekki jafn- framt vera formaður í stjórn. „Honum varð mjög illa við þegar ég benti honum á að hann yrði annaðhvort að fá stað- gengil til að gegna formennskunni fyrir sig eða þá að láta af framkvæmdastjórn. Þarna er velta upp á 100 milljónir á ári og alls staðar verið að byggja hús og hann er þar potturinn og pannan í öllu, bæði sem for- maður og framkvæmdastjóri,“ segir Björn. Björn segir jafnframt að stjórnarformað- urinn hafi tekið einhliða ákvörðun um að hækka húsaleigu hjá fötluðu einstaklingun- um, sem greiði jafnframt rafmagn, bílaafnot og fleira af 80 þúsund króna örorkubótum á mánuði. „Það var ein af ábendingunum sem stjórnarformaður fékk að þetta væri kannski komið út í öfgar. Sólheimar fá 140 millljónir til rekstursins og það er orðið ansi slæmt þegar Sólheimar eru farnir að taka 60 til 70 þúsund á mánuði af 80 þúsund króna tekjum öryrkja ofan á þessar 140 milljónir,“ segir Björn. Fékk ekki tækifæri til að tala sínu máli Björn segist ekki hafa haft hugmynd um annað en allt væri í góðu lagi þegar stjórnin hafi skyndilega ákveðið að gefa honum þrjá valkosti; að segja upp sjálfur, gera starfs- lokasamning eða verða sagt upp störfum. Ástæðan sem stjórnin gaf upp var sam- starfsörðugleikar við Björn en hann segir slíkt vera algjörlega úr lausu lofti gripið. „Ef hægt er að tala um samstarfsörðugleika má nefna að stór hluti af mínum vinnutíma fór í að ganga inn í samstarfsörðugleika sem voru á milli stjórnarformanns og starfs- manna, verktaka, nágranna og sveitar- stjórnar og svo get ég lengi talið. Að tala um samskiptaörðugleika hjá mér við annað fólk er eins og að kasta steini úr glerhúsi hjá stjórnarformanninum,“ segir Björn. Að sögn Björns taldi hann sig ekki hafa annan kost en að láta segja sér upp og stjórnin hafi ákveðið að gera það strax og óska eftir því að hann léti þegar af störfum. Björn segist ósáttur við þau vinnubrögð stjórnarinnar að hafa ekki gefið honum tækifæri til að tala sínu máli en hafi ein- göngu farið að ráðum stjórnarformanns. „Þetta er eins og dómari í máli sem lætur bara annan aðilann tala og dæmir síðan þann aðila sekan sem fær ekki að tala,“ seg- ir Björn. Framkvæmdastjóri Sólheima ósáttur við uppsögn úr starfi Engir samstarfsörð- ugleikar til staðar FRAMKVÆMDASTJÓRN Sólheima í Gríms- nesi kom saman til fundar á mánudag þar sem til umfjöllunar voru m.a. málefni framkvæmda- stjórans, Björns Hermannssonar, sem gegnt hafði starfinu í þrjá mánuði. Að sögn sr. Val- geirs Ástráðssonar, sem á sæti í framkvæmda- stjórninni og gegndi þar formennsku um tíma, höfðu ítrekaðar kvartanir borist stjórninni um störf Björns. Valgeir segir við Morgunblaðið að það hafi verið samróma niðurstaða stjórnarinn- ar að starfið hentaði Birni ekki. Stjórnin lýsi jafnframt yfir furðu á yfirlýsingum Björns í fjölmiðlum og kveður fullt traust borið til starfa Péturs Sveinbjarnarsonar sem stjórnarfor- manns Sólheima til tuttugu ára. „Hafi það verið einhverjum vafa undirorpið þá er ljóst núna, eftir viðbrögð Björns í ljós- vakamiðlunum, að þetta var rétt niðurstaða hjá stjórninni. Framkvæmdastjórnin ber ábyrgð á störfum framkvæmdastjórans og hann starfar í umboði hennar. Þess vegna var það skylda stjórnar að koma að málinu. Eftir fundinn var formanni og varaformanni falið að fylgja eftir samþykkt stjórnarinnar og bjóða Birni sam- komulag um starfslok, ella yrði að grípa til þess úrræðis að segja honum frá starfi. Björn brást þannig við að hann gekk út af skrifstofu sinni, fjölfaldaði uppsagnarbréfið og gekk síðan á milli vinnustaða Sólheima. Síðan var málinu komið á framfæri við Ríkisútvarpið áður en okkur gafst ráðrúm til að ræða við helstu starfsmenn og íbúa á staðnum. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnubrögð gagnvart viðkvæm- um íbúum heimilisins,“ segir Valgeir. Engin loforð verið svikin Hann segir það miður að Björn, eftir að hafa verið sagt upp eftir þrjá mánuði í starfi, skuli setjast í dómarasæti og kveða upp dóma um starfsemi Sólheima. „Húsaleiga fatlaðra íbúa Sólheima, sem Björn dylgjar með í ummælum sínum, er alls ekki hærri en gerist um húsaleigu á félagslegu húsnæði við svipaðar aðstæður. Þegar hann nefnir vanefndir við loforð framkvæmdastjórn- ar til starfsmanna, þá veit enginn hvað hann er að tala um. Framkvæmdastjórnin hefur ekki svikið nein loforð við starfsfólk Sólheima og engin slík erindi hafa borist,“ segir Valgeir. Að sögn Valgeirs hafði Björn ekki sent nein erindi til framkvæmdastjórnar og umræður aldrei farið fram um þau atriði sem hann hafði gagnrýnt opinberlega eftir uppsögnina. Eng- inn ágreiningur hafi verið til staðar og forsend- ur uppsagnarinnar hafi verið allt aðrar. „Björn reynir að gera starf Styrktarsjóðs Sólheima tortryggilegt. Sjóðurinn hefur verið aflgjafi allra helstu framkvæmda á Sólheimum síðastliðin 15 ár. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins ber formanni framkvæmdastjórnar Sólheima að gegna formennsku í sjóðsstjórn- inni. Núverandi formaður ræður þar engu um. Styrktarsjóðurinn hefur ekki fasta starfsmenn en formaðurinn hefur tilsjón með starfi sjóðs- ins milli stjórnarfunda. Björn fullyrðir í fjöl- miðlum að Pétur Sveinbjarnarson megi ekki vera formaður og annast störf fyrir sjóðinn milli funda. Það er byggt á algjörum misskiln- ingi,“ segir Valgeir og vísar til þess að sjóð- urinn starfi á grundvelli laga um sjóði og stofn- anir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Sjóðurinn starfi ekki á grund- velli laga um sjálfseignarstofnanir, líkt og Björn hafi haldið fram. „Seta Péturs sem stjórnarformanns og um- sjónarmanns er bæði eðlileg og í samræmi við lög. Það er furðulegt og fráleitt að fráfarandi framkvæmdastjóri skuli beina reiði sinni sér- staklega að Pétri Sveinbjarnarsyni. Það er leitt þegar á að fara að persónugera eitthvað sem stendur á miklu víðari grunni. Pétur var bara að sinna skyldu sinni sem stjórnarformaður þegar hann var að útfæra samþykkt fram- kvæmdastjórnar. Pétur hefur verið stjórnar- formaður Sólheima í ein 20 ár og hefur unnið ómetanlegt starf í þágu heimilisins. Á þeim tíma hefur verið byggt upp blómlegt byggða- hverfi þar sem bæði fötluðum og ófötluðum hefur verið búin góð aðstaða til búsetu og vinnu. Framkvæmdastjórn Sólheima ber fullt traust til formannsins og lýsir undrun á þeim aðdróttunum sem fyrrverandi framkvæmda- stjóri hefur í frammi. Þær dæma sig sjálfar og staðfesta enn frekar réttmæti þess að Björn Hermannsson var ekki rétti maðurinn til að sinna því viðkvæma og vandasama starfi sem starf framkvæmdastjóra Sólheima er. Á þeim grundvelli var honum sagt upp,“ segir sr. Val- geir Ástráðsson. Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sólheima um uppsögn Björns Hermannssonar Ekki rétti maðurinn til að sinna starfinu LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók í fyrrinótt tvo menn sem grun- aðir eru um innbrot í apótek í Þor- lákshöfn. Mennirnir voru stöðvaðir í bifreið sinni skammt frá borgar- mörkunum en höfðu áður kastað poka með lyfjaglösum út um glugga á bílnum. Tilkynning um innbrotið barst til lögreglunnar á Selfossi kl. rúm- lega þrjú og gat íbúi í grennd við apótekið gefið lýsingu á bifreið mannanna. Lögreglan hóf að grennslast fyrir um bifreiðina en bað jafnframt lögregluna í Reykja- vík um að fylgjast með ferðum hennar. Um hálftíma síðar var bíll mannanna stöðvaður við Rauða- vatn. Lögreglan á Selfossi yfir- heyrði mennina í gær. Brotist var inn í billjardstofu við Lágmúla í Reykjavík um kl. þrjú í fyrrinótt. Innbrotsþjófarnir reyndu árangurslaust að spenna upp peningakassa en voru á bak og burt þegar öryggisvörður og lög- regla komu á staðinn. Hentu poka með lyfjaglösum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.