Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LOKATILLAGA að aðalskipulagi Reykjavíkur var kynnt fjölmiðlum í Ráðhúsinu í gær. Með tillögunni var lagt fram mat á umhverfisáhrifum hennar og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi. Aðalskipulagsdrög voru síðast kynnt í júní síðastliðnum en nokkrar breytingar hafa orðið á tillögunni síðan. Má þar nefna að í fyrirliggj- andi tillögu er fjallar um lestarsam- göngur milli Reykjavíkur og Kefla- víkur en nýlega var áfangaskýrsla vegna hagkvæmniathugunar á lest- arsamgöngum milli staðanna kynnt. Í tillögunni er talið vænlegra að endastöð slíkrar lestar yrði í Vatns- mýrinni frekar en í Mjódd en báðir möguleikarnir hafa verið ræddir. Þá er í aðalskipulaginu talið eðlilegt að kannaðir verði möguleikar á spor- bundinni umferð innan borgarinnar eftir þremur meginleiðum, úr suðri, austri og norðri inn í miðborgina. Fallið frá hugmyndum um íbúðarbyggð í Viðey Í nýja skipulaginu verða ákvæði um byggðarmynstur og yfirbragð byggðar sem miðast að því að allt að 20% íbúða í íbúðarbyggð verði mið- aðar við þarfir tekjuminni hópa og ungs fólks sem er að hefja búskap, bæði hvað varðar gerð og stærð íbúða og bílastæðakröfur. Kom fram á fundinum að með þessu væri verið að spyrna við því að byggð verði einsleit á þann hátt að í einstökum hverfum verði eingöngu verðmiklar eignir og í öðrum ódýrar. Fallið hefur verið frá hugmyndum um íbúðarbyggð á austurhluta Við- eyjar en gert er ráð fyrir að tak- markaðar byggingarframkvæmdir verði mögulegar þar í tengslum við þá starfsemi sem þar er fyrir. Voru í því sambandi nefndar hugmyndir um gestamiðstöð, aðstöðu fyrir fundi og minni ráðstefnur sem og gistiað- stöðu til sérstakra nota. Enn er gert ráð fyrir göngutengslum, þ.e. brú eða göngum, í Viðey úr Gufunesi. Þá var einnig rætt það nýmæli að banna rekstur nektardansstaða í borginni nema tiltekið sé sérstak- lega í deiliskipulagi að starfsemi þeirra sé heimil. Kom fram á fund- inum að nú þegar væri starfræksla slíkra staða óheimil í íbúðarbyggð og að fyrir liggi vilji um að þeir verði ekki leyfðir í borgarkjörnum. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að Geldinganesið vestan stofnbrautar- innar verði hafnar- og atvinnusvæði og stefnt sé að því að flytja þangað þá starfsemi sem nú er á Ártúns- höfða. Ártúnshöfði og Elliðaárvogur yrði ekki lengur skilgreindur ein- göngu sem athafnasvæði, heldur sem atvinnu og íbúðarsvæði með til- heyrandi byggð. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og atvinnu- starfsemi á landfyllingu við Ána- naust og er þar jafnframt gert ráð fyrir framhaldsskóla. Álfsnes kemur ekki lengur til byggingar á skipulagstímabilinu og íbúðasvæði við Rauðavatn sem fyr- irhugað var samkvæmt gildandi að- alskipulagi er nú skilgreint sem eitt af þremur meginatvinnusvæðum borgarinnar. Færir byggð í borginni í átt til sjálfbærrar þróunar Á fundinum var lagt fram um- hverfismat á skipulagstillögunni og mun það vera hið fyrsta sinnar teg- undar sem gert er hér á landi. Er þar leitast við að leggja mat á áhrif stefnumiða, markmiða og leiða í skipulagsáætluninni á umhverfið í almennum skilningi. Í niðurstöðum segir að sé miðað við gildandi skipu- lag færi tillagan byggð í Reykjavík frekar í átt til sjálfbærrar þróunar. Kom fram á fundinum að um- hverfismatið væri ekki háð sam- þykki Skipulagsstofnunar þótt hún hefði kallað eftir því til umfjöllunar. Hins vegar væri aðalskipulagið sjálft háð samþykki stofnunarinnar og myndi hún því að líkindum styðj- ast við umhverfismatið í úrskurði sínum. Borgarstjórn tók tillöguna til fyrri umræðu sinnar á borgarstjórnar- fundi í gær en síðari umræðan mun fara fram í desember. Þá tekur við auglýsinga- og athugasemdatími áð- ur en borgarstjórn getur samþykkt tillöguna sem aðalskipulag og sent til staðfestingar umhverfisráðherra. Kom fram á fundinum að búist væri við að ferlinu öllu yrði lokið um mán- aðamót febrúar–mars. Lokatillaga borgarmeirihlutans að aðalskipulagi Reykjavíkur kynnt fjölmiðlum í gær Athugað með sporbundna um- ferð í borginni Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Guðlaugsdóttir deildarstjóri, Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri í Reykjavík, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynntu tillöguna auk Árna Þórs Sigurðssonar, formanns skipulagsnefndar Reykjavíkur. Reykjavík BÆJARRÁÐ Garðabæjar hyggst kanna heimildir til að taka land Hraunsholts eignar- námi en mikill munur er á verðhugmyndum landeigenda og bæjaryfirvalda um hvaða verð bærinn skal gjalda fyrir landið. Eins og fram kom í Morgunblaðinu hinn 5. októ- ber sl. telja eigendur að þar sem nýting landsins sé tak- mörkunum háð vegna byggð- arinnar í Garðabæ sé bænum skylt að taka landið til sín og greiða eins og um eignarnám sé að ræða. Bærinn hefur hins vegar ekki verið reiðubúinn til að greiða nema hluta þess verðs sem sölutilboð hljóðaði upp á þar sem stærsti hluti landsins nýtist ekki undir byggð. Í bókun bæjarráðs frá því á þriðjudag segir að það telji fullreynt að samkomulag tak- ist við landeigendur um kaup bæjarins á landi Hraunsholts. Er bæjarstjóra falið að kanna heimildir til að taka landið eignarnámi á grundvelli skipu- lagslaga. Líklega rétta skrefið Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður landeigenda, segir að líklega sé þetta rétta skrefið enda hafi hann oft rætt það við bæjarstjóra. Nú verði metið það sem kallað sé fullt verð landsins en svipuð staða hafi áður komið upp gagnvart Reykjavíkurborg. Í því tilfelli hafi mat matsnefndar á land- inu verið mjög lágt í fyrstu. „Þá fór landeigandinn í möt og yfirmöt og margfaldaði verðið áður en yfir lauk,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að láta matsnefnd og eftir atvikum dómstóla ákvarða hvert sé fullt verð landsins. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ásdís Halla Braga- dóttir bæjarstjóri að enn lægi ekki fyrir hvernig bæjarfélag- ið mundi bera sig að í þessum efnum. Verið væri að útfæra hvernig og á hvaða forsendum og því væri of snemmt að tjá sig um málið opinberlega.                      3 1 4 5 1                    !"# $%&' "# Eignarnám til skoðunar Garðabær NÝTT deiliskipulag Skóla- vörðuholts var samþykkt í borgarráði á þriðjudag en skipulagið miðar að því að fjölga bílastæðum á svæðinu. Fjögur athugasemdabréf bárust á auglýsingatíma til- lögunnar. Höfundar deiliskipulagsins eru Hornsteinar arkitektar. Að sögn Margrétar Þormar, hverfisstjóra hjá Borgar- skipulagi, var bílastæðum fjölgað vegna mikils bíla- stæðaskorts á þessu svæði. Tekið hafi verið tillit til óska frá Eiríksstöðum um að fjölga bílastæðum og stækka lóðina en Eiríksstaðir er skrifstofuhús Ríkisspítal- anna á mótum Eiríksgötu og Barónsstígs og hét áður Templarahöllin. Í staðinn hafi verið sett kvöð um gróð- ursetningu meðfram Eiríks- götunni en í dag bakka bíl- arnir beint út á Eiríksgötuna að sögn Margrétar Aðrar breytingar eru þær að bílastæðum austan við kirkjuna verður fjölgað frá því sem áður var áætlað og þau hellulögð. Þá er gert ráð fyrir aðstandendastæðum inni á græna svæðinu norðan megin við kirkjuna. Segir Margrét að umgjörð svæð- isins verði engu að síður græn. Bílastæðum við Bergþóru- götu er fækkað miðað við fyrra skipulag. Að sögn Mar- grétar er það gert skv. ósk frá foreldrafélagi Austur- bæjarskóla en áður var gert ráð fyrir bílastæðum upp við leiksvæði skólans. Loks verður komið fyrir hækkaðri gönguleið milli Austurbæjar- skóla og Vörðuskóla að sögn Margrétar. Kemur fram á skipulags- úrdrætti að bílastæðum á svæðinu muni fjölga um 46 stæði. Vegtengingu milli skóla mótmælt Athugasemdafrestur vegna tillögunnar rann út 28. september og bárust Borg- arskipulagi fjögur bréf. Með- al annars eru gerðar athuga- semdir við innkeyrslu á bílastæði Iðnskólans við Bergþórugötu og sagt að hún muni auka umferð verulega um Bergþórugötuna. Í svari Borgarskipulags kemur fram að ekki sé um breytingu að ræða frá gildandi skipulagi. Gerð var athugasemd við að gönguleið skólabarna frá sunnanverðu Skólavörðuholti til Austurbæjarskóla yrði rofin með því að tengja akst- ursleið milli Vörðuskóla og Iðnskóla og í staðinn kæmi gangbraut yfir tvær akrein- ar. Í endanlegri tillögu var tekið tillit til þessara athuga- semda með því að ekki verði hægt að aka á milli bílastæða Iðnskóla og Vörðuskóla. Gerð var athugasemd við breytingu við Eiríksstaði varðandi sérinnkeyrslu að bílastæðum sem þegar er bú- ið að framkvæma en í svari segir að um svo óverulega breytingu sé að ræða að frekar sé um útfærslu á skipulagi að ræða en breyt- ingu. Þá eru í athugasemd efasemdir um að þörf sé á að fjölga bílastæðum við Eiríks- staði og lagt til að þau yrðu frekar neðanjarðar til að varðveita græna svæðið. Í svari segir að notkun hússins hafi leitt í ljós þörf á frekari bílastæðum. Um sé að ræða raskað svæði sem er ekki uppræktað og eftir sem áður verði gróðurbelti meðfram göngustíg frá Barónsstíg að kirkjunni. Bílastæðum fjölgar um 46 á Skólavörðuholti Morgunblaðið/Golli Bílastæðum á Skólavörðuholtinu fjölgar samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi. Miðborg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.