Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sveinn–meistari Upplýsingar gefur Ívar í síma 462 3022 Hafnarstræti 87-89, Akureyri Hársnyrtifólk óskast VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is kl. 3 á nóttunni og er unnið til kl. 15 á daginn. Í landvinnslunni á Dalvík starfa um 130 manns. Afköstin aukist um 70% Þennan góða árangur í rækju- vinnslunni á Akureyri má rekja til gagngerra breytinga í verksmiðj- unni á síðasta ári en þá var fram- leiðlsulínan endurnýjuð nánast frá grunni. Í kjölfarið jukust afköstin um 70% án þess að fjölga þyrfti starfsfólki. Um 90 manns starfa í verksmiðjunni á Akureyri og þar af rúmlega helmingur við rækjuvinnsl- una. Gestur Geirsson framleiðslustjóri á Akureyri sagði að nokkur lægð hafi verið í rækjuvinnslu á síðasta ári en nú vonist menn eftir betri tíð. Rækjuafli á Íslandsmiðum hafi verið mjög lélegur undanfarin misseri og því hafi um tveir þriðju hlutar hrá- efnisins komið annars staðar frá, bæði frá dótturfélögum Samherja í Skotlandi og Þýskalandi en einnig hefur félagið keypt hráefni frá Nor- egi og Kanada. Þá hafi afurðaverð verið með því lægsta sem þekkist en gengisþróun íslensku krónunnar hafi komið félaginu til góða. Rækjuveiði á Íslands- miðum að glæðast Gestur sagðist horfa með nokkurri bjartsýni til næsta árs, þar sem rækjuveiði á Íslandsmiðum hafi ver- ið að glæðast. Einnig vonast Gestur eftir hækkandi afurðaverði í kjölfar minni framleiðslu bæði í Noregi og Kanada. Frystihús Samherja á Dalvík er sérhæft fyrir vinnslu á bolfiski og miðast vinnslan við að skapa sem mest verðmæti úr hráefninu. Fisk- urinn er roð- og beinhreinsaður og skorinn í bita. Hluti afurðanna fer á smásölumarkað í litlum pakkningum og hluti á svokallaðan veitingahúsa- markað erlendis. Hráefnið kemur frá fjórum ísfiskskipum sem Sam- herji gerir út en þau sjá einnig um að afla hráefnis fyrir frystihús félagsins á Stöðvarfirði, Fiskiðjusamlag Húsavíkur og Síldarvinnsluna í Nes- kaupstað. RÆKJUVINNSLA Samherja á Ak- ureyri hefur gengið mjög vel á árinu. Í liðinni viku höfðu verið framleidd 2.900 tonn frá áramótum, sem er jafnmikið og félagið hefur áður fram- leitt á heilu ári. Ljóst er að fram- leiðslan á þessu ári verður vel yfir 3.000 tonn, sem er athyglisvert í ljósi þess að félagið rekur nú eina rækju- verksmiðju en þegar gamla metið var sett, árið 1995, voru verksmiðj- urnar tvær. Vinnsla í frystihúsi Samherja á Dalvík hefur einnig gengið mjög vel á árinu. Á dögunum var þar fram- leiðslumet ársins tvíbætt, fyrst þeg- ar unnið var úr 37,4 tonnum af hrá- efni og svo daginn eftir þegar unnin voru 37,5 tonn. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja. Þar segir Gunnar Aðalbjörnsson frystihússtjóri á Dalvík að þennan góða árangur megi þakka því að hrá- efnið sé gott og eins sé um að ræða afrakstur átaks sem miði að auknum afköstum í frystihúsinu. Allt þetta ár hefur verið unnið á vöktum, 12 tíma á sólarhring í stað 8 áður. Vinna hefst Rífandi gangur í landvinnslu Samherja Framleiðslumet bæði á Dalvík og Akureyri MARGAR nýbakaðar mæður á Akureyri þáðu boð Leikfélags Akureyrar fyrir skömmu og fengu miða á „Blessað barna- lán“ sem félagið sýnir nú við gríðarlegar vinsældir. Það eina sem félagið bað um í stað- inn fyrir leikhúsmiðann var að nýbakaðar mæður kæmu með börnin í leikhúsið þegar þær fengu miðana afhenta. Með þessu vildi Leikfélag Akureyrar gefa ungum mæðr- um kost á því að komast í leik- húsið á sama tíma og barnalán Akureyringa var fest á filmu. Fjöldi ungra mæðra mætti á staðinn og fá þær því að sjá sýningu Leikfélagsins á „Bless- uðu barnaláni“ á næstunni. Með börnin í leikhús BJÖRN Ingimarsson hagfræðingur hefur verið ráðinn nýr sveitarstjóri á Þórshöfn í stað Magnúsar Más Þor- valdssonar sem látið hefur af störf- um. Björn hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi og stjórnandi fyrirtækja og stofnana bæði hér á landi og erlend- is. Einkum hefur hann starfað fyrir fyrirtæki á sviði sjávarútvegs, versl- unar og þjónustu auk sveitarfélaga. Björn hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja og stofnana. Síðastliðin tvö ár hefur Björn starfað fyrst sem fjármálastjóri hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og síðan sem starf- andi meðeigandi hjá Ráðgjafarþjón- ustunni ehf. í Hafnarfirði. Björn er kvæntur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur förðunarfræðingi og eiga þau 5 börn. Sigurður Ragnar Kristinsson, oddviti Þórshafnarhrepps, segir að trúnaðarbrestur hafi komið upp í einu tilteknu máli á milli fráfarandi sveitarstjóra og sveitarstjórnar. Nýr sveitarstjóri á Þórshöfn KAUPFÉLAG Eyfirðinga efnir til opins fundar um málefni fé- lagsins og framtíð samvinnu- félaga á morgun, laugardaginn 17. nóvember, frá kl. 10 til 14. Fundurinn verður að Hólum, samkomusal Menntaskólans á Akureyri. Frummælendur á fundinum verða Birgir Guð- mundsson, fréttastjóri DV, og Jón Sigurðsson rekstrarhagfræð- ingur. Einnig mun séra Hannes Örn Blandon, prófastur Eyfirð- inga, verða með „Innslag úr Eyjafjarðarsveit“. Að loknum erindum framsögu- manna verður fyrirspurnum fundarmanna svarað og almenn- ar umræður. Auk frummælenda verða til svara Eiríkur Jóhanns- son, kaupfélagsstjóri KEA, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, for- maður stjórnar KEA svf. og KEA ehf., Benedikt Sigurðarson, varaformaður KEA svf., og Tryggvi Þór Haraldsson, vara- formaður KEA ehf. Fundurinn er liður í kynning- arátaki sem KEA hóf í síðustu viku með útgáfu upplýsinga- bæklings sem var dreift inn á öll heimili á félagssvæðinu. Fundur um framtíð KEA og málefni samvinnufélaga HJÁLPRÆÐISHERINN á Akur- eyri verður með sinn árlega laufa- brauðsbasar á morgun, laugardag- inn 17. nóvember, kl. 15 í húsa- kynnum sínum við Hvannavelli 10. Einnig verður þar vöfflukaffi, sem menn geta notið um leið og þeir styrkja gott málefni. Laufabrauðsbasar ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akur- eyrar hefur samþykkt að byggðir verði upp tveir 400 fermetra pútt- vellir, annars vegar við fjölbýlishús aldraðra við Víðilund og hins vegar við Lindasíðu. Áætlaður kostnaður er tæplega 700 þúsund krónur. Þetta var ákveð- ið í kjölfar erindis frá stjórn Félags eldri borgara á Akureyri, þar sem þess var farið á leit við ÍTA að byggðir yrðu tveir golfpúttvellir ut- anhúss við fjölbýlishúsin. Púttvellir við fjölbýlishús aldraðra ♦ ♦ ♦ FÆÐINGARDAGUR Jóns Sveins- sonar, Nonna er í dag, 16. nóvember, og af því tilefni verður Nonnahús opið á morgun, laugardaginn 17. nóvem- ber, frá kl. 14-16. Aðgangseyrir er 300 kr. en frítt fyrir börn yngri en 16 ára. Nonnahús er safn helgað hinum vinsæla rithöfundi og jesúítapresti Jóni Sveinssyni, Nonna, sem fæddist að Möðruvöllum í Hörgárdal 16. nóv- ember 1857. Nonni bjó í Nonnahúsi frá 7 til 12 ára aldurs, en þá kvaddi hann Ísland og hélt einsamall út í hinn stóra heim. Safnið geymir marga góða muni sem tengjast ævi og störfum Nonna auk þess sem húsið sjálft gefur góða mynd af hýbýlum fólks fyrr á öldum. Zontaklúbbur Akureyrar sér um rekstur Nonnahúss. Fæðingardagur Jóns Sveinssonar Nonnahús opið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.