Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 18
SUÐURNES 18 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLASTJÓRAR Gerðaskóla lækka í launum um 20% vegna ákvæða kjarasamninga Launa- nefndar sveitarfélaga og kennara- samtakanna sem tóku gildi í haust, eða um tugi þúsunda hvor á mán- uði. Þeir sögðu upp störfum vegna óánægju með kjaraskerðinguna. Hreppsnefnd Gerðahrepps treysti sér ekki til að bæta þeim þetta upp og ákvað að auglýsa stöðurnar laus- ar til umsóknar á fundi sínum í fyrrakvöld. Sigurður Jónsson sveitarstjóri segir að Gerðahreppur hafi falið Launanefnd sveitarfélaga allsherjar umboð til samningsgerðar. Fram hafi komið í bókun við kjarasamn- inga kennarasamtakanna að allir viðbótarsamningar kennara og skólastjóra myndu renna út 31. júlí 2001. Þá tæki við ný launatafla sem fæli í sér að öll yfirvinna og auka- sporslur féllu inn í launataxtana. Sigurður segir ekki fært annað en að fylgja þessum töxtum, ef það væri ekki gert myndi Launanefndin hætta allri þjónustu við Gerða- hrepp. „Við teljum því að mögu- leikar okkar til að gera aðra samn- inga við einstaka starfsmenn séu alls ekki til staðar,“ segir Sigurður. Vitað frá því samningar voru gerðir Einar Valgeir Arason skólastjóri rekur aðdraganda málsins til kjara- samninganna síðastliðinn vetur. Hann segist hafa spurst fyrir um málið hjá Skólastjórafélaginu þegar hann frétti af hugsanlegri launa- lækkun í kjölfar nýrra kjarasamn- inga. Fram hafi komið hjá fram- kvæmdastjóra þess að ekkert hamlaði því að skólastjórar héldu aukasamningum við sín sveitar- félög, þrátt fyrir ákvæði í samning- unum um að yfirvinna kennara og aukasamningar yrðu felldir inn í kjarasamninginn. Fljótlega hafi komið í ljós að Launanefnd sveitar- félaga væri á öndverðum meiði í túlkun á þessu ákvæði. „Við töluðum við okkar yfirboð- ara í vor og fengum mikinn skiln- ing. Þeir sögðu okkur að eitthvað yrði að gera í málinu,“ segir Einar Valgeir. Hann vísar þarna til viðtala sinna og Jóns Ögmundssonar að- stoðarskólastjóra við einhvern eða einhverja af forystumönnum sveit- arfélagsins en vill ekki greina nánar frá þeim samtölum. Hann segir að þeir hafi haldið fram eftir sumri að við þetta yrði staðið. Í lok júlí hafi hann síðan séð í hvað stefndi og óskað eftir við- ræðum við hreppsyfirvöld. Sigurður Jónsson segist hafa lát- ið skólastjórana vita bréflega í byrj- un mars að breytingar yrðu á launafyrirkomulaginu 31. júlí. Hann neitar því að skólastjórunum hafi verið gefið undir fótinn með að fá aukasamninga í haust. Einar Val- geir segist vita til þess að gerður hafi verið fjöldi viðbótarsamninga við skólastjórnendur sem væru í svipaðri stöðu og skólastjórar Gerðaskóla. Hann gæti hins vegar ekki greint frá því hverjir ættu í hlut, það gæti skemmt fyrir við- komandi mönnum. Sigurður sveit- arstjóri segir að skólastjórarnir hafi ekki getað bent á það með rökum að slíkir viðbótarsamningar hafi verið gerðir. Vitað væri að bifreiða- styrkir hafi sums staðar haldið sér og það hafi gerst í Gerðahreppi. Þá væri hugsanlegt að skólastjórum væri greitt aukalega fyrir önnur störf, en það væri þá allt annað mál. Einar skólastjóri segir að það skjóti skökku við að laun skóla- stjóra og kennara séu lækkuð á sama tíma og vinna þeirra og ábyrgð sé aukin, meðal annars í kjölfar nýrra kjarasamninga. Veru- lega dragi saman með stjórnendum og almennum kennurum. Nú sé svo komið að með smávægilegri yfir- vinnu geti almennir kennarar haft sömu laun og skólastjórar. Verulegur vandi á höndum Einar Valgeir sagði upp starfi sínu fyrir 1. október og lætur því af störfum um mánaðamót. Jón Ög- mundsson sagði upp í þessum mán- uði og lætur af störfum í lok febr- úar. Sigurður Jónsson segir að það hafi komið sér á óvart að skólastjór- arnir skyldu ekki hafa sýnt meiri þolinmæði í málinu, halda út skóla- árið og breyta þá til í vor ef ekki hefði úr ræst í vetur. Telur hann að málið hljóti að eiga við stærri hóp, miðað við upplýsingar skólastjór- anna, og því hefði verið rétt að taka málið upp á milli Skólastjórafélags- ins og Launanefndar sveitarfélga. Hann segir að verulegur vandi steðji að skólastarfinu. Nú verði auglýst eftir nýjum skólastjórum en ekki sé að vita hvernig gangi að fá nýja menn til starfa á miðju skóla- ári. Skólastjórnendur Gerðaskóla láta af störfum Fullyrða að for- dæmi séu fyrir við- bótargreiðslum Garður NOKKRIR kaupmenn og þjón- ustuaðilar í Reykjanesbæ tilkynntu þátttöku í norrænu samvinnuverk- efni á kynningarfundi sem Mark- aðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar efndi til í vikunni. Útlit er fyrir að 10 til 15 aðilar verði þátttakendur, eins og stefnt hefur verið að. Markmiðið með verkefninu er að efla litlar sérversl- anir í bæjum á landsbyggðinni. Verkefnið er danskt að uppruna. Smærri verslunareigendur í Hors- ens tóku sig saman um að efla fyr- irtæki sín og náðu góðum árangri. Verkefnið hefur nú fengið vilyrði fyrir styrkjum úr sjóði sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar og hefur kaupmönnum á Norðurlöndum verið boðið að ganga inn í starfið. Ákveðið hefur verið að Reykjanesbær og Moss í Noregi verði þátttakendur og málið er í athugun í bæjum í Svíþjóð og Finnlandi. Fram kom hjá Helgu Sigrúnu Harðardóttur atvinnuráðgjafa á kynningarfundinum að helstu markmið starfsins eru að hjálpa fyrirtækjum að vaxa og dafna, að mennta starfsfólk þeirra og stjórn- endur og hjálpa þar með við upp- byggingu bæjarins. Þá gefist þátt- takendum tækifæri til að koma sér á framfæri við aðra og byggja upp viðskiptatengsl á Norðurlöndum. Mikilvæg þekking verði til í verk- efninu og það muni skapa þátttak- endum forskot á aðra. Telur Helga Sigrún að uppbygging verslunar og þjónustu verði hraðari vegna þess að hópurinn hafi aðgang að mik- ilvægri reynslu og þekkingu sem orðið hafi til í svipuðu umhverfi í Danmörku. Áætlað er að verkefnið taki þrjú ár og fer upplýsingamiðlun að miklu leyti fram á Netinu. Fram kom í umræðum versl- unarfólks á kynningarfundinum í Reykjanesbæ að menn hafa áhyggj- ur af þróun verslunar á svæðinu. Helga Sigrún sagðist hafa heyrt að fjórar eða fimm verslanir á Hafn- argötu myndu hætta eftir áramót en tók fram að hún hefði þetta ekki staðfest. Fram kom hjá fund- armönnum að leita þyrfti leiða til að halda í Keflvíkinga sem færu mikið til innkaupa á höfuðborg- arsvæðið. Einnig að fá fólk innan að í verslunarferðir til Keflavíkur; reynslan sýndi að fólki sem það gerði líkaði vel. Fram kom að samvinna hópsins gæti styrkt stöðu verslunarinnar gagnvart bæjaryfirvöldum, meðal annars um lagfæringar á Hafn- argötu, og stuðlað þannig að framþróun bæjarins. Þá gætu þau stuðlað að fjölgun valmöguleika í sveitarfélaginu með aukinni menn- ingu og skemmtun sem myndi styrkja verslunina. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Frá kynningarfundi verslunarverkefnisins, f.v. Oddgeir Garðarsson í Ný-Ung, Reynir Þór Róbertsson í Bústoð, Sigurbjörn Sigurðsson í Kaffi Duus og Kristín Örlygsdóttir í Kaffi Duus. Norrænt verkefni um eflingu verslunar 10–15 kaupmenn munu taka þátt Reykjanesbær KEFLAVÍKURKIRKJA efnir til námskeiðs um streitu og streitu- stjórnun í Kirkjulundi laugardaginn 17. nóvember næstkomandi. Sigur- lína Davíðsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, heldur námskeiðið sem stendur frá klukkan 10 til 14. Sigurlína lauk doktorsprófi frá Loyola University í Chicago í Bandaríkjunum. Á námskeiðinu mun hún fyrst flytja fyrirlestur um vítahring streitunnar en síðan fjalla um streitustjórnun. Eftir hádegið verða umræður og fyrirspurnir. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en boðið verður upp á léttan hádegisverð gegn vægu verði. Í tilkynningu frá Keflavíkurkirkju segir að vert sé að geta þess, nú þeg- ar jólin nálgast, að hafa þessi vanda- mál í huga. Sigurlína hvetji fólk til þess að setja sér sértæk og raunhæf markmið með námskeiðinu. Þannig sé til dæmis ekki rétt að setja sér það markmið að losna við allan kvíða. Vonandi læri fólk eitthvað á nám- skeiðinu sem hjálpar því að takast á við vandamálið. Námskeið um streitu og streitustjórnun Keflavík FULLTRÚAR meirihluta Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks í bæjarstjórn Grindavíkur höfnuðu því á bæj- arstjórnarfundi í vikunni að gefa leikskólanum við Dalbraut nafnið Laut. Foreldrafélag leikskólans lagði til að leikskólinn fengi nafnið Laut með vísan til ör- nefnis á staðnum, og tóku bæj- arfulltrúar Samfylkingarinnar undir þá tillögu. Bæjarfulltrúar meirihlutans vöktu athygli á því að fyrir dyrum stæði bygg- ing nýs leikskóla í stað þess gamla, annaðhvort við Dal- braut eða annars staðar í bæn- um, og því væri ekki tímabært að gefa skólanum nafn. Leikskólinn fær ekki að heita Laut Grindavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.