Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ vík þessa leið á svipðuðum tíma á morgnana. Slíkt sé óhagræði og hafi fjölmargir aðilar bent á nauðsyn til úrbóta. Það vanti þéttari áætlun frá Borgarnesi um Vesturland, sérstak- lega yfir sumartímann. Fundurinn beindi því einnig til ríkisstjórnar Íslands að hún stofn- setji ferðamálaráðuneyti í Stjórnar- ráði Íslands. Í skýrslu stjórnar sagði fráfarandi formaður Guðrún G. Bergmann, að: „þrátt fyrir samdrátt nú sé ferða- þjónusta vaxandi atvinnugrein sem þurfi á stuðningi að halda meðan hún Á AÐALFUNDI Ferðamálasam- taka Vesturlands var samþykkt ályktun sem send verður til sam- gönguráðuneytis, sérleyfishafa og allra sveitarstjórna á Vesturlandi um „mikilvægi þess að komið verði á fót umferðarmiðstöð í Borgarnesi, sem stuðlað geti að samræmdum áætlunarferðum sem leiði til bættra almenningssamgangna innan Vest- urlands sem og við aðra landshluta“. Helga Halldórsdóttir, stjórnarfor- maður Upplýsinga- og kynningar- miðstöðvar Vesturlands, UKV, bar fram ályktunina og segir hún í sam- tali við blaðið að undanfarin ár hafi nokkrar rútur lagt upp frá Reykja- er að skila raunverulegum tekjum og störfum til samfélagsins. Stjórn- málamenn þurfa að losa sig við það viðhorf að þeir séu að halda þessari atvinnugrein uppi með fjárframlög- um. Enginn heilvita maður telur að verið sé að halda sjávarútvegi uppi þótt gerðar séu góðar hafnir“. Í nýja stjórn samtakanna voru kjörnir: Marteinn Njálsson, Hjörtur Árnason, Ingunn Jónsdóttir, Magn- ús Magnússon og Guðrún Jónsdótt- ir. Hafinn er undirbúningur að sögu- korti um Vesturland, sem gefið verð- ur út næsta vor í tilefni 20 ára afmæl- is samtakanna. Fundur ferðaþjónustu- aðila á Vesturlandi Reykholt Ályktað um umferðarmiðstöð í Borgarnesi UPPSKERUHÁTÍÐ verkefnisins Fegurri sveitir var nýverið haldin á Flúðum. Þetta verkefni var sett á laggirnar í fyrra að tilhlutan landbúnaðarráð- herra Guðna Ágústssonar í umboði ríkisstjórnarinnar. Þá var haldin uppskeruhátíð í Húnaþingi en með slíkum fundum er verið að bera sam- an bækur sínar um árangur af verk- efninu. Fundargestir hófu daginn með því að allstór hópur þátttakenda fór skoðunarferð um Flúðir og ná- grenni og kynnti sér Garðyrkju- stöðvarnar Mela og Flúðasveppi en einnig var Límtrésverksmiðjan heimsótt. Yfir hádegisverði ávarpaði Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnað- arnefndar Alþingis, hópinn. Í setningarávarpi sem fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins og for- maður stjórnar Fegurri sveita, Níels Árni Lund, flutti í upphafi fundar kom m.a. fram að verkefni fimm manna framkvæmdanefndar sem skipuð var af þessu tilefni sé að standa vörð um ásýnd sveitanna og að varðveita margt sem ekki má skemma. Auk Níelsar Árna í nefnd- inni eru Sigríður Jónsdóttir, bóndi á Fossi, fulltrúi Bændasamtaka Ís- lands, Þórunn Gestsdóttir sveitar- stjóri er fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðrún Þóra Hjalta- dóttir, hússtjórnarkennari og nær- ingarráðgjafi, er fulltrúi Kvenfélaga- sambands Íslands og Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri situr í nefndinni sem fulltrúi umhverfis- ráðuneytisins. Eftir ávarp oddvita Hrunamanna- hrepps Lofts Þorsteinssonar léku tveir ungir nemendur úr Flúðaskóla þau Hörður Már Bjarnason og Alda Þórsdóttir á píanó og flautu. Þriggja ára verkefni Ragnhildur Sigurðardóttir, M.Sc. í umhverfisfræði og lektor við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri, er átaksverkefnisstjóri Fegurri sveita. Í áfangaskýrslu hennar kom fram að verkefnið hefði upphaflega verið hugsað til eins árs en fljótlega hefði komið í ljós að sá tími dugði ekki til að ná settum markmiðum, því var ákveðið að halda áfram og verkefninu yrði lokið í árslok 2002. Nú í október eru tengiliðir við verkefnið 148 þar af 64 sveitarfélög. Ragnhildur sagði meðal annars að Íslendingar hafi almennt verið að vakna til vitundar um mikilvægi þess að ganga vel um, ásýnd sveitabæja skipti miklu máli fyrir markaðssetn- ingu landbúnaðarafurða, hafi áhrif á sjálfsvirðingu og líðan ábúenda. Verkefnastjóri hefur sl. tvö sumur verið í fullri vinnu við að ferðast um landið og ráðleggja þátttakendum. Sem dæmi má nefna að í Svínavatns- hreppi, Ásahreppi og Helgafellssveit stefnir í 100% þátttöku íbúa í verk- efninu. Í Hveragerði er verkefnið tengt iðnaðarhverfi þéttbýlisins, garðyrkjubændum og hesthúsa- byggð. Í Eyjafjarðarsveit er lögð áhersla á brotajárnshreinsun og nið- urrif ónýtra húsa. Á ýmsum stöðum er búið að hreinsa fjörur, vötn, heið- ar og girðingar, raða vélum og tækj- um bæði gömlum og nýjum, bera í plön og slóða og merkja heimreiðar og svo mætti áfram telja. Gæðastýring og umhverfisstjórn- unarkerfi, vottun og rekjanleiki af- urða er sá raunveruleiki sem íslensk- ir bændur annaðhvort búa við eða eru að sigla inní. Margir eru þó ugg- andi yfir þeim tíma og kostnaði sem fylgir hreinsun. Með Ragnhildi starfaði í sumar Ól- ína Gunnlaugsdóttir frá Ökrum á Hellnum til þess að aðstoða við papp- írs- og símavinnu 2 daga í viku. Mengun strandsvæða er mikil Þau Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson, bændur á Húsa- vík í Kirkjubólshreppi, fluttu fróð- legt erindi um mengun strandsvæða, vel uppbyggt erindi um tveggja ára rannsókn á uppruna, magni og gerð úrgangs sem berst á fjörur í sunn- anverðum Steingrímsfirði. Auk Matthíasar unnu að verkefninu og höfðu faglega umsjón þeir Anton Helgason Cand Scient, heilbrigðis- fulltrúi Vestfjarða, og Stefán Gísla- son MSc umhverfisstjórnunarfræð- ingur, UMÍS. Þau dreifðu bæklingum um þessa samantekt og kostnaðaráætlanir um hreinsun, Matthías sagði að bændurnir legðu ekki til ruslið á fjörurnar, það kæmi frá skipum og netum. Hann spurði; „á að halda áfram að hreinsa fjörurn- ar, ruslið er ekki fyrir neinum, það er líka kostnaður við að urða þetta. Við viljum fá stuðning við þetta vanda- mál.“ Matthías sagði að þau hefðu sent umhverfisráðuneytinu tvö bréf vegna þessa en ekkert svar fengið. Ásahreppur til fyrirmyndar Í máli Jónasar Jónssonar, oddvita Ásahrepps, kom m.a. fram að þar hefði verið lagt bundið slitlag heim á alla bæi og settir upp tveir ljósa- staurar við hvern bæ á kostnað sveit- arfélagsins. Frárennslismál væru í góðu lagi, sveitarfélagið sæi um að hreinsa rotþrær íbúum að kostnað- arlausu. Hvarvetna í sveitinni væri búið að taka til og mála, það væri al- gjör umbylting í hreppnum, ætlunin væri að ljúka verkefninu fyrir 1. júní á næsta ári. Til stæði að halda um- hverfisveislu og veita vel í mat og drykk og verðlauna þá sem staðið sig hefðu best í þessum efnum. Ásborg Arþórsdóttir, ferðamála- fulltrúi uppsveita Ánessýslu, talaði m.a. um ásýnd sveitanna frá sjónar- horni þeirra 300 þúsund ferðamanna sem heimsækja landið á hverju ári. Margt væri hægt að gera betur og hvatti til dáða. Þá flutti Anna Karls- dóttir, lektor við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri, athyglisvert erindi um hlutverk bændaskólanna þriggja í þesssum efnum og gat um að landbúnaðarsskólarnir hafi verið þáttakendum til ráðgjafar. Anna sagði að tugir nemenda við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri hafi unnið umhverfisverkefni fyrir býli á síðustu tveimur árum. Eftir ríkulegar kaffiveitingar Kvenfélags Hrunamanna afhenti Níels Árni Lund fjölmörgum aðilum, búnaðarsamböndum, búgreinafélög- um, sveitarfélögum og fyritækjum viðurkenningu fyrir þátttöku í átaks- verkefninu. Árangursríkt átak um fegurri sveitir Glæsileg uppskeru- hátíð haldin á Flúðum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Frá uppskeruhátíð Fegurri sveita, Ragnhildur Sigurðardóttir verk- efnastjóri í ræðustól, Sigríður Sigurðardóttir, fulltrúi umhverfisráðu- neytisins, Guðrún Þóra Hjaltadóttir, fulltrúi Kvenfélagasambands Ís- lands, og Sigríður Jónsdóttir, fulltrúi Bændasamtakanna. Hrunamannahreppur HELGINA 19.–20. október var fermingarbarnamót Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmis haldið á hótelinu í Sælingsdal. Tilvonandi fermingarbörn hittust þá og höfðu bæði gagn og gaman af. Að sjálf- sögðu sátu þau í fermingarfræðslu og kenndu þeir 6 prestar þeim sem nú starfa í prófastsdæminu. Hópurinn samanstóð af u.þ.b. 90 börnum og þar var mikið líf og fjör. Kvöldvaka og körfuboltakeppni Þetta er í annað skipti sem þetta mót er haldið hér á Laugum í Sælingsdal og hefur tekist vel. Allir virðast vera mjög ánægðir, bæði prestar og börn. Foreldri fylgdi með hverjum hóp og að- stoðaði við mótið. Á föstudagskvöldið var körfu- boltakeppni á milli leiðtoga og liðsins sem vann í keppni milli krakkana. Leiðtogarnir unnu yf- irburðasigur en það má reyndar deila um sanngirni þess sigurs því sumir í sigurliðinu höfðu aldrei komið nálægt körfubolta og bjuggu til sínar eigin reglur sem stangast vægast sagt mikið á við hinar löglegu reglur. En það var látið gott heita og voru þeir að vonum mjög ánægðir með sig- urinn. Eftir keppnina var haldin kvöld- vaka sem sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson í Ólafsvík og sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir á Hellis- sandi sáu um. Þar var t.d. sungið og keppt í stóladansi og limbó. Á laugardeginum eftir kennslu var farið í íþróttir og sund og það voru glaðir og ánægðir krakkar sem héldu hver til síns heima eftir vel heppnað fermingarbarnamót í Dölunum. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Hópurinn fyrir utan Hjarðarholtskirkju eftir guðsþjónustu sem var í umsjá sr. Óskars Inga Ingasonar sóknarprests. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Limbóið var skemmtilegt og allir tóku þátt í því. Fjölmennt á ferm- ingarbarnamóti Búðardalur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.