Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LANDSBANKI Íslands hagnaðist
um 677 milljónir króna á fyrstu níu
mánuðum ársins en hagnaður fyrir
sama tímabil í fyrra var 828 milljónir
króna. Gengistap af hlutabréfum
nam 1.610 milljónum króna og eru
umskiptin frá fyrra ári um tveir millj-
arðar króna, en á sama tímabili í
fyrra nam gengishagnaður af hluta-
bréfum 424 milljónum króna. Vaxta-
tekjur jukust u.þ.b. sem samsvarar
aukningu á gengistapi af hlutabréfum
og koma þar til áhrif aukinnar verð-
bólgu, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Landsbankanum.
Landsbankinn hefur nú selt 5%
hlut í Búnaðarbankanum sem hann
eignaðist í skiptum fyrir 40% eign-
arhlut sinn í Lýsingu hf. vegna
samruna Lýsingar og Búnaðarbank-
ans. Landsbankinn hefur nú innleyst
um 500 milljóna króna söluhagnað
sem kemur til tekna á fjórða ársfjórð-
ungi.
Landsbankinn mun ekki endur-
skoða arðsemismarkmið fyrir árið
2001 með hliðsjón af góðri afkomu á
3. ársfjórðungi. Áfram er gert ráð
fyrir 8–11% arðsemi eigin fjár eftir
skatta. Að teknu tilliti til söluhagn-
aðar af eignarhlut í Lýsingu hf. mun
arðsemi bankans verða vel innan arð-
semismarkmiða ársins 2001, að því er
fram kemur í tilkynningunni.
Aukinn vaxtamunur
vegna verðbólgu
Hreinar rekstrartekjur Lands-
bankasamstæðunnar á tímabilinu
námu 8.169 milljónum króna en
rekstrargjöld 5.719 milljónum.
Framlag í afskriftareikning útlána
jókst um 85,9% frá sama tímabil í
fyrra og nam nú 1.534 milljónum
króna og í fréttatilkynningunni kem-
ur fram að breyttar aðstæður í efna-
hagsumhverfi skýri aukin framlög í
afskriftasjóð útlána, m.a. vegna geng-
isþróunar, verðbólgu og þróunar
verðbréfamarkaðar. Hagnaður fyrir
skatta og hlutdeild minnihluta nam
927 milljónum króna á tímabilinu.
Í fréttatilkynningu frá Lands-
banka Íslands kemur fram að fjár-
hæðir rekstrarreiknings frá fyrra ári
séu ekki að fullu samanburðarhæfar,
þar sem bankinn eignaðist 70% hlut í
Heritable Bank Ltd. hinn 1. júlí á síð-
asta ári. Einnig kemur þar fram að
afkomubati varð á þriðja ársfjórðungi
þegar hagnaður samstæðunnar nam
655 milljónum króna fyrir skatta, en
var 272 milljónir króna á sex mánaða
tímabilinu frá janúar til júní á þessu
ári. Afkomubata megi rekja til marg-
háttaðra hagræðingar- og samþætt-
ingaraðgerða samstæðunnar.
Hreinar vaxtatekjur Landsbank-
ans jukust um 44% eða 1.892 milljónir
frá sama tímabili í fyrra og námu
6.227 milljónum í lok tímabilsins. „Að
sama skapi hækkaði vaxtamunur af
meðalstöðu heildarfjármagns um 0,6
prósentustig eða úr 2,7% í 3,3%.
Skýringin liggur fyrst og fremst í
áhrifum aukinnar verðbólgu á ver-
tryggingarjöfnuð samstæðunnar,“
segir í tilkynningunni.
Aðrar rekstrartekjur lækkuðu um
888 milljónir króna eða 31% frá sama
tímabili í fyrra og námu 1.942 millj-
ónum króna í lok tímabilsins. Þar af
nam gengistap af hlutabréfum 1.610
milljónum króna samanborið við 424
milljóna króna hagnað á sama tíma-
bili í fyrra. Gengistap af hlutabréfum
skýrist af eignarhlutum Landsbanka-
samstæðunnar í félögum í upplýs-
ingatækni, fjarskiptum og líftækni en
Landsbankinn á m.a. hlutabréf í Ís-
landssíma og deCODE. „Landsbank-
inn hefur trú á vexti þessara greina til
lengri tíma og að fjárfestingar í þeim
muni skila arði þegar fram í sækir,“
segir í tilkynningunni.
Útlán námu
190,9 milljónum
Rekstrarkostnaður Landsbanka-
samstæðunnar sem hlutfall af rekstr-
artekjum, þ.e. svonefnt kostnaðar-
hlutfall var 70% á tímabilinu en 70,4%
á sama tímabili í fyrra. Hlutfallið var
komið í 74,8% eftir fyrstu sex mánuði
þessa árs en hefur lækkað á þriðja
ársfjórðungi.
Heildareignir Landsbankasam-
stæðunnar námu 267,2 milljörðum
króna í lok september sl. Útlán námu
þar af 190,9 milljörðum króna. Innlán
samstæðunnar rufu 100 milljarða
múrinn í fyrsta skipti á tímabilinu og
námu 100,5 milljörðum króna í lok
september sl. og höfðu vaxið um 22%
eða 17,8 milljarða frá árslokum 2000.
Lántaka Landsbankans nam 116,8
milljörðum króna í lok september sl.,
sem er aukning um 20% frá sama
tímabili í fyrra. Víkjandi lán námu 8,5
milljörðum og jukust um 56,9% frá
sama tímabili í fyrra. Eigið fé sam-
stæðunnar var 14.582 milljónir króna
í lok september sl. Arðsemi eigin fjár
nam 9,1% fyrir skatta á tímabilinu en
6,6% eftir skatta. Eiginfjárhlutfall
var 9,7% í lok september.
Hagnaður Lands-
bankans 677 milljónir
Vaxtatekjur vega upp gengistap af hlutabréfum
EINAR Kristinn Guðfinnsson, al-
þingismaður og formaður sjávarút-
vegsnefndar Alþingis, segir að leita
verði leiða innan fiskveiðistjórnunar-
kerfisins til að draga úr brottkasti á
fiski. Hann bendir á að með virkri
veiðarfærastýringu megi draga
verulega úr brottkasti.
„Ég er sannfærður um að með
markvissari veiðarfærastýringu er
hægt að vinna á brottkasti með mun
áhrifaríkari hætti. Menn mega hins-
vegar ekki vænta þess að brottkasts-
vandinn verði algerlega leystur með
þessum hætti. Kjörhæfni veiðarfær-
anna er ekki það mikil, að bókstaf-
lega sé hægt að velja fiskinn sem í
þau kemur. Það er engu að síður
hægt í ýmsum tilvikum.“ Einar
bendir á að í skýrslu sem gerð var
um brottkast og byggð var á skoð-
anakönnun meðal sjómanna, hafi
komið fram að töluvert væri um
brottkast á dragnótabátum.
Möskvar stækkaðir
„Mér er kunnugt um það að út-
gerðir dragnótabáta hafa gripið til
þess ráðs að breyta veiðarfærum
sínum, til dæmis með því að stækka
möskva, til þess að sleppa við smá-
fisk sem þeir annars myndu veiða ef
farið væri að þeim reglum sem nú er
kveðið á um. Slíkar breytingar hafa
gefið góða raun. Þetta er að mínu
mati gott dæmi um hvernig breyta
má reglum til að forðast brottkast.“
Einar segir það mjög ámælisvert
og í raun óþolandi hve litlum fjár-
munum er varið til veiðarfærarann-
sókna og rannsókna á möguleikum
sem þessum. „Ef draga á einhvern
lærdóm af umræðunni síðustu daga,
þá er hann sá að það er okkur til
skammar sem fiskveiðiþjóð að hafa
ekki sinnt veiðarfærarannsóknum
betur. Það verður hinsvegar ekki
gert nema í samvinnu við útvegs-
menn, sjómenn og fyrirtæki í veið-
arfæragerð og veiðarfærarannsókn-
um, fyrirtæki á borð við Háskólann á
Akureyri, Netagerð Vestfjarða,
Hampiðjuna og fleiri slíka aðila,“
segir Einar.
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
Með breytingum á veiðarfærum má draga úr brottkasti á smáfiski, að mati
Einars Kristins Guðfinnssonar, formanns sjávarútvegsnefndar Alþingis.
Virkari veiðarfærastýring
dregur mjög úr brottkasti
Reiknað með að
tekjumarkmið
deCODE náist
NIÐURSTÖÐUR úr rannsóknum
og tilraunum vísindamanna Ís-
lenskrar erfðagreiningar, dóttur-
félags deCODE Genetics, á umliðn-
um mánuðum sýna að aðferðir þess
eru einstakar, að sögn Kára Stefáns-
sonar, forstjóra fyrirtækisins. Hann
sagði á símafundi deCODE í gær,
sem haldinn var í tilefni af níu mán-
aða uppgjöri fyrirtækisins, að rann-
sóknirnar legðu grunn að fram-
leiðsluvörum sem mundi skila sér til
hlutafa.
Hannes Smárason, aðstoðarfor-
stjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
sagði á fundinum að nýlegir samn-
ingar fyrirtækisins renndu styrkari
stoðum undir rekstur þess. Auknar
tekjur endurspegluðu undirritun
nýrra og mikilvægra samninga og
athyglisverðar niðurstöður rann-
sókna. Þá sagðist hann reikna fast-
lega með að áætlanir um að tekju-
markmið fyrir árið 2001 í heild
mundi nást. Bókfærðar tekjur fyrstu
níu mánuði ársins upp á rúmar 30
milljónir dala væru besti vitnisburð-
urinn um góðan árangur fyrirtæk-
isins á árinu.
Handbært fé 143,8 milljónir dala
Hannes sagði að deCODE hefði
aðeins notað 12,2 milljónir Banda-
ríkjadala af handbæru fé í almennan
rekstur og 37,2 milljónir til kaupa á
fasteignum og tækjum. Í lok þriðja
ársfjórðungs þessa árs hafði de-
CODE genetics 143,8 milljónir
Bandaríkjadala til ráðstöfunar í
handbæru fé. Handbært fé fyrirtæk-
isins á sama tíma árið áður nam sam-
tals 210,4 milljónum dala.
Tap deCODE fyrstu níu mánuði
ársins nam 37,3 milljónum dala eða
um fjórum milljörðum íslenskra
króna en var 2,7 milljarðar á sama
tímabili í fyrra.
Auknar eigin rannsóknir
Kári fór á símafundinum yfir
helstu niðurstöður úr rannsóknum
Íslenskrar erfðagreiningar á umliðn-
um mánuðum, sem greint hefur ver-
ið frá. Hann sagði fyrirtækið nota
bestu mögulegu aðferðir til að skrá
gögn og upplýsingar úr tilraunum
sínum, aðferðir sem svo vildi til að
fyrirtækið hefði sjálft þróað.
Hann lagði sérstaka áherslu á hve
mikilvægt það væri fyrir fyrirtækið
að vísindamönnum þess hefði nýlega
tekist að uppgötva 350 erfðavísa,
sem hefðu að geyma upplýsingar um
byggingu próteina í flokkum þekktra
lyfjamarka. Þetta hefði verið gert
með lífupplýsingatækni fyrirtækis-
ins. Lyfjamörkin hefðu verið sett í
samhengi við niðurstöður úr erfða-
fræðirannsóknum á yfir 40 sjúkdóm-
um. Íslensk erfðagreining hefði lagt
inn umsókn um einkaleyfi á öllum
þessum lyfjamörkum þar sem gerð
væri grein fyrir tengslum þeirra við
algenga sjúkdóma. Hann sagði þess-
ar uppgötvanir styrkja stöðu Ís-
lenskrar erfðagreiningar og að þær
mundu nýtast sívaxandi lyfjaþróun-
arsviði fyrirtækisins. Unnið yrði að
frekari þróun þessara uppgötvana,
sem og annarra sem vísindamenn Ís-
lenskrar erfðagreiningar hefðu gert,
hjá fyrirtækinu sjálfu, eins og frek-
ast væri unnt, þannig að hagur þess
af þeim verði sem mestur.