Morgunblaðið - 16.11.2001, Side 26
UNGUR betlari og blaðasali í Kalkútta á Indlandi
reyndi í gær að vekja athygli bílstjóra sem numið hafði
staðar á gatnamótum. Helstu blöð og tímarit landsins
hafa verið með myndir af Osama bin Laden á forsíðu
undanfarnar vikur og eitt ritið fullyrðir að hann sé far-
inn frá Afganistan til Kasmír-héraðs.
Reuters
Hvar heldur hryðjuverkaleiðtoginn sig?
ERLENT
26 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍKJAMENN leita nú dyrum og dyngj-
um að Osama bin Laden, sem talinn er ábyrgur
fyrir hryðjuverkunum 11. september, og múllan-
um Mohammed Omar, andlegum leiðtoga talib-
anastjórnarinnar í Afganistan. Talið er að þeir séu
á ferli í þeim sífellt minnkandi hluta Afganistans
sem herir þeirra hafa á valdi sínu.
Bandarískar sérsveitir yfirheyra liðhlaupa og
fanga úr sveitum talibana, freista manna með því
að veifa framan í þá milljónum dollara sem lofað er
í verðlaun fyrir upplýsingar, og vona að einhver
tali af sér. Herflugvélum er sérstaklega beitt til
árása á felustaði, hella og jarðgöng uppi í fjöllum
þar sem Omar eða bin Laden kunna að vera í fel-
um.
Þeir kumpánar eru sérfræðingar í skæruhern-
aði og hafa úr mörgum slíkum felustöðum að velja
– og eiga marga vini og birgðastöðvar meðfram
landamærunum að Pakistan. Þetta torveldar enn
leitina að þeim. „Við eigum enn nokkuð í land,“
sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, um leitina að bin Laden og Omar.
Rumsfeld lagði áherslu á að
það væri nú meginverkefni
varnarmálaráðuneytisins að
finna bin Laden, Omar og aðra
helstu leiðtoga talibana og al-
Qaeda-hryðjuverkasamtak-
anna, en sagði að enn lægju
ekki fyrir ótvíræðar upplýsingar um hversu marg-
ir hefðu fundist. „Sumir hafa verið drepnir,“ sagði
Rumsfeld. „Aðrir eru í felum. Og það hafa engar
tilteknar fregnir borist um að háttsettir leiðtogar
hafi fundist.“
Árás á meintan fundarstað
leiðtoga al-Qaeda
Fulltrúar í varnarmálaráðuneytinu greindu frá
því að bandarískar herflugvélar hefðu varpað
sprengjum á nokkrar byggingar í Kabúl sl. þriðju-
dag, nokkrum klukkustundum áður en hermenn
Norðurbandalagsins fóru inn í borgina. Talið hafi
verið að umræddar byggingar hafi verið fundar-
staðir al-Qaeda-leiðtoga. Kváðust fulltrúarnir telja
að einhverjir leiðtoga samtakanna kunni að hafa
verið felldir í árásunum, en vissu ekki hverjir það
væru eða hvort bin Laden hefði verið staddur í ein-
hverju þessara húsa.
„Þær upplýsingar sem við teljum okkur búa yfir
hafa fengist með því að hlera farsíma – hástemmd
eða reiðiþrungin samtöl talibana og al-Qaeda-liða,“
sagði háttsettur fulltrúi í bandaríska hernum.
Rumsfeld nefndi að menn hefðu áhyggjur af því
að bin Laden myndi reyna að fara frá Afganistan,
nú þegar hersveitir talibana væru þar á hröðu und-
anhaldi. Pakistanar hafa hert gæsluna við landa-
mæri sín, ef bin Laden myndi reyna að komast
þangað í leit að felustað.
En talsmaður talibana, Mullah Abdullah, sagði:
„Bandaríkjamenn munu aldrei ná Osama bin Lad-
en lifandi,“ að því er fréttastofan Afghan Islamic
Press í Pakistan hafði eftir honum. „Osama hefur
ákveðið að dauðinn sé betri kostur en að lenda í
höndum Bandaríkjamanna. Hann kýs dauðann,“
sagði talsmaðurinn.
Abdullah vísaði til föðurhúsanna sögusögnum,
sem hann sagði komnar frá Bandaríkjunum, um að
bin Laden hefði verið handtekinn. „Í morgun
klukkan níu hafði ég samband við höfuðstöðvar
mínar í Kandahar og þangað hafa engar fregnir
borist um Osama bin Laden, og þeir þvertóku fyrir
að nokkuð væri hæft í þessum sögusögnum.“
Pakistanar hafa gefið út
„Osama-aðvörun“ við landa-
mæri sín. „Stjórnvöld gera sér
grein fyrir öllum möguleikum,
og taka þá með í reikninginn,“
sagði háttsettur embættismað-
ur, sem ekki vildi láta nafns
síns getið, við fréttastofuna AFP. Hefði þjóðvarð-
lið við vesturlandamærin í norðvesturhluta lands-
ins verið sett í viðbragðsstöðu ef bin Laden myndi
reyna að komast til Pakistan, sagði embættismað-
urinn.
Bandarískar sérsveitir eru í suðurhluta Afgan-
istans á höttunum eftir liðsmönnum al-Qaeda.
Rumsfeld sagði í viðtali við New York Times, er
birtist í gær, að hann teldi líklegt að bin Laden
myndi reyna að beita brögðum til að komast und-
an. „Mér dettur í hug að hann muni sennilega
reyna að fara í þyrlu niður einhvern dalinn sem
okkur hefur yfirsést og hoppa yfir í einhvern
landshluta þar sem er flugvöllur og hafa þar flug-
vél sem bíður eftir honum.“
Rumsfeld bætti því við að Bandaríkjamenn
legðu sig fram um að gera bin Laden erfitt um vik
að aðhafast nokkuð. „Og við verjum miklum tíma í
að leita að forsprökkum al-Qaeda og talibana-
hreyfingarinnar, og þegar við finnum þá munum
við reyna að útrýma þeim.“
Talibanar hafa sagt að bin Laden sé „gestur“
þeirra og hafa heitið því að framselja hann aldrei í
hendur Bandaríkjamönnum, sem hófu loftárásir á
skotmörk í Afganistan 7. október. Þrýstingur á tal-
ibana hefur sífellt aukist, og fregnir hafa borist um
að borgin Kandahar í suðurhluta Afganistans, sé
við það að falla í hendur andstæðinga talibana,
Norðurbandalagsins. Kandahar er uppspretta tal-
ibanahreyfingarinnar og aðsetur Mohammads
Omars.
Frá einum helli til annars
Sagt er, að bin Laden búi aldrei lengi á sama
stað, heldur flytji sig frá einum helli til annars til
þess að forðast handtöku. Hann mun oft hafa látið
þau orð falla, að hann sé reiðubúinn að láta lífið
fyrir málstað sinn og baráttuna gegn Bandaríkj-
unum.
Að sögn Hamids Mirs, pakistansks blaðamanns
sem tók viðtal við bin Laden í síðustu viku, er bin
Laden sannfærður um að Bandaríkjamenn muni á
endanum drepa sig. „Hann sagði við mig, ég er
reiðubúinn að deyja. Hann sagði, ég veit að þeir
gætu sprengt þennan stað í loft upp líka. Þeir vita
ekki að ég er hérna núna. En þeir eru að varpa
sprengjum út um allt í blindni. Þannig að ég gæti
þess vegna fallið hér og nú ásamt þér.“
Mir hafði ennfremur eftir bin Laden: „Málstað-
ur minn mun lifa eftir minn dag. Þeir telja sig geta
leyst vandann með því að drepa mig. Það er ekki
svo einfalt að leysa þennan vanda. Þetta stríð hef-
ur breiðst út um allan heim.“
Bandaríkjamenn herða leitina að Osama bin Laden og Mohammed Omar
Bin Laden kveðst
fremur kjósa dauð-
ann en handtöku
Reuters
Osama bin Laden ræðir við pakistanska
blaðamanninn Hamid Mir, sem sagði viðtalið
hafa farið fram 8. nóvember.
Washington, Kabúl. AP, AFP, Washington Post.
’ Bandaríkjamennhlera símtöl talibana
og yfirheyra fanga ‘
MUHAMMED Omar, leiðtogi talib-
ana í Afganistan, sagði í viðtali við
breska ríkisútvarpið, BBC, á mið-
vikudagskvöld að „miklar“ áætlanir
séu til um eyðingu Bandaríkjanna.
Hann hafnaði því að taka þátt í mynd-
un nýrrar ríkisstjórnar í landinu
kvaðst heldur kjósa dauðann og full-
yrti að hersveitir talibana myndu
snúa vörn í sókn. Þetta er eitt af örfá-
um viðtölum sem Omar hefur veitt
frá því talibanar komust til valda í
Afganistan árið 1996.
BBC sagði að viðtalið hefði verið
tekið á miðvikudagskvöld eftir að
fulltrúi Omars hringdi gegnum gervi-
hnattasíma frá Kandahar í suður-
hluta Afganistans. Fréttamenn BBC
báru upp spurningarnar og milliliður
kom spurningunum og svörum Om-
ars til skila gegnum talstöð.
„Verðugur málstaður“
„Ástandið í Afganistan nú tengist
verðugum málstað – eyðingu Banda-
ríkjanna,“ sagði Omar. „Þessari áætl-
un verður framfylgt og það er vilji
guðs að henni verði framfylgt en
þetta er mikið verk sem er ofar
mannlegum skilningi og vilja,“ sagði
hann. „Ef guð hjálpar okkur mun
þetta gerast innan skamms tíma. Þið
skuluð hafa þennan spádóm minn í
huga.“
Þegar Omar var spurður hvort
hann ætti við að hugsanlega yrði beitt
kjarnavopnum eða efnavopnum sagði
hann að þetta snerist ekki um vopn.
„Það sem máli skiptir er eyðing
Bandaríkjanna. Og ef guð lofar,
munu þau hrynja til grunna.“
Veldi talibana hefur hrunið saman í
Afganistan á síðustu dögum. Omar
sagði að þeir héldu enn fjórum eða
fimm héruðum í landinu en það skipti
engu máli hvað mörg héruð þeir
misstu því hægt væri að vinna það
allt til baka.
„Einu sinni réðum við engu landi
en síðan réðum við öllum þeim hér-
uðum sem við höfum nú misst á einni
viku.“
„Ef Guð
lofar, hrynja
Bandaríkin“
Skjalafundur
í al-Qaeda-húsum
í Kabúl
Unnið
að smíði
kjarna-
sprengju
UPPDRÆTTIR og teikningar
af eldflaugum, sprengjum og
kjarnorkuvopnum hafa fundist
í húsum í Kabúl, sem notuð
voru af liðsmönnum al-Qaeda,
samtaka Osama bin Ladens.
Það voru fréttamenn á dag-
blaðinu The Times, sem fundu
skjölin, að hluta til brunnin, í
húsum í Karta Parwan-hverf-
inu í Kabúl. Í þeim er því lýst
hvernig unnt er að koma af
stað keðjuverkun í plútóni með
hjálp sprengiefnisins TNT.
Skjölin voru í tveimur af
fjórum húsum, sem al-Qaeda
notaði fyrir arabíska og pakist-
anska liðsmenn sína, og sagt
er, að bin Laden hafi sjálfur
dvalist í þeim. Í þeim er fjallað
um smíði byssu, sem nota megi
til að skjóta efna- og kjarna-
oddum, um eldflaugar og um
rannsóknir á tæki til að koma
af stað kjarnasamruna. Þar
fyrir utan var mikið af upplýs-
ingum um smíði annarra
sprengna.
Hugðu á aðrar
og skelfilegri árásir
Fundur þessara skjala, sem
rituð voru á arabísku, urdu og
ensku, þykir staðfesta grun-
semdir um, að hryðjuverka-
mennirnir hafi haft hug á öðr-
um árásum og miklu skelfilegri
en þeim, sem gerðar voru 11.
september.
Kjarnorkusérfræðingar
segja, að skjölin gefi til kynna,
að bin Laden hafi unnið að
smíði kjarnorkusprengju í lík-
ingu við Feita karlinn, sem
varpað var á Nagasaki 1945,
en þeir taka fram, að það sé
mjög erfitt. Tugir þúsunda
mann fórust af völdum
sprengjunnar í Nagasaki og
yfir 100.000 af völdum þeirrar
sem var varpað nokkrum dög-
um fyrr á Hiroshima.