Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIST Þorkelsdóttir tók að sér for- spjallshliðina í Salnum s.l. sunnudag í nýrri Tíbrártónleikaröð 5 þar sem hérlend tónskáld fjalla um höfund og verk dagsins. Á vaðið reið sem kunn- ugt Atli Heimir Sveinsson fyrir tveim mánuðum, þá með raustina eina að vopni, en að þessu sinni hafði mönn- um til viðbótar hugkvæmzt að nýta myndvörpubúnað Salarins. Þar gat að líta skuggamyndir frá samtíma snillingsins í Vínarborg, þ. á m. frá „Schubertíöðum“ (tónleikum hans í góðra vina hópi), og auðveldaði það vissulega hlustendum að stilla sig nánar inn á þennan ástsæla meistara og Biedermeierskeiðið almennt. Fórst Mist kynningin bráðvel úr hendi að öðru leyti en því að mörgum í fjærstu sætum hefði örugglega verið akkur í að heyra hana uppmagnaða. Ekki geta allir haft sama talstyrk, og hjóðnemaaðstoð á ekki að þurfa að vera neitt feimnimál. Dagskráin samanstóð úr tveimur af vinsælustu kammersmíðum Franz Peters Schuberts, B-dúr píanótríóinu frá dánarárinu 1828 og Silungakvart- ettinum frá 1819. Bæði eru innblásin verk, full af glaðlegri sólarbirtu, þó að sumir þykist skynja haustræna feigð- arkennd undir björtu yfirborði tríós- ins. Það var leikið af mikilli natni og innlifun, og ekki sízt var eyrnayndi af mjúkhentri lýrík píanistans á blíðari augnablikum, en í heild var eins og vantaði töluvert meiri og markvissari spennu yfir stærstu línum verksins. Tilfinningarlegrar mótunar gætti helzt innan smærri eininga, jafnvel svo að minnt gæti á hvella „messa di voce“ dýnamík barokksins í stakri hendingu. Minna bar hins vegar á breiðari útfærslu í hraða og styrk á stórum skala, sérstaklega í I. þætti, en einnig í seinni þáttum, einkum lokarondoinu. Fullsterkt væri kannski til orða tekið að segja að flest hefði fyrir vikið hljómað eins. En víða mátti ekki miklu muna. Að því leyti er A-dúr kvintettinn út- hverfara og árennilegra viðfangsefni en B-dúr tríóið, enda fjölbreytni hans sérlega heillandi. Strax í Allegro vi- vace (I.) var gefinn hressilegur tónn- inn með þróttmikilli og samtaka hrynskerpu, og II. þáttur (Andante) sveif tært syngjandi um loft af engu ósamstilltara hópefli, líkt og „per ESP“ eins og Megas kvað, þrátt fyrir enn meiri kröfur til tímaskyns. Aðeins hefði þó mátt setja smá þjöppu á suma tvíleiksfrasa víólu og sellós, er risu og hnigu í styrk af fullsólóískri vökurð. Scherzóið (III.) hrinti manni nærri af stólnum með þvílíkum eft- irbrennsluhraða að danssveiflan virt- ist ætla að skolast út með baðvatninu, en hún hélt samt sínu. Þá náði Tríóið að mynda sannfærandi hefðbundna andstæðu í þriðjungi rólegra tempói. Í sex tilbrigðum IV. þáttar gengur „silunga“-stefið á milli spilara líkt og horn í sveitardrykkju, og var þar margt dáfallega leikið að hæfilegri náttúru hinna ólíku meðlima fiðlufjöl- skyldunnar. M.a.s. kontrabassinn hélt sínum karakter án þess að verka groddalegur, og píanistinn blómstraði fislétt á úthaldsfrekum 32-parts- rununum í 3. tilbrigði án þess að missa nótu. Loks spankúléraði sí- gaunapolki fínalsins fjaðursperrtur úr hlaði, borinn uppi af smitandi spila- gleði, og hnauð hann gáskafullri end- aró á þessari verðugt vinsælu kamm- erperlu. Schubertíaða í Salnum TÓNLIST S a l u r i n n Schubert: Píanótríó í B, D898. Silungakvintettinn í A, D667*. Kammerhópur Salarins (Auður Hafsteinsdóttir, Sif Tulinius*, fiðl- ur; Þórunn Marínósdóttir*, víóla; Bryndís Halla Gylfadóttir*, selló; Hávarður Tryggvason*, kontra- bassi; Nína Margrét Grímsdóttir, Miklós Dalmay*, píanó.) Sunnudag- inn 11. nóvember kl. 16.30. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÞAÐ er orðin hefð að Þjóðleik- húsið leggi sitt af mörkum á Degi íslenskrar tungu og standi fyrir uppákomum af ýmsu tagi af því tilefni. Í dag munu leik- arar frá Þjóðleikhúsinu heim- sækja fjóra grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu og lesa ljóð eftir Halldór Laxness. Skólarnir sem heimsóttir verða eru Hlíðaskóli, Hagaskóli, Austurbæjarskóli og Tjarnarskóli. Leikararnir eru þau Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Halldóra Björns- dóttir, Randver Þorláksson, Margrét Guðmundsdóttir, Sig- ríður Þorvaldsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þóra Friðriks- dóttir. Síðar á leikárinu mun Þjóð- leikhúsið sýna leikrit Halldórs Laxness, Strompleikinn, en skáldið hefði orðið 100 ára í apr- íl næstkomandi. Leikarar lesa ljóð Laxness MENNTASKÓLINN á Ísa- firði í samstarfi við fleiri stend- ur fyrir námskeiði í söngleikja- tækni og hefst það í dag og stendur fram á sunnudag. Mar- grét Eir Hjartardóttir, leik- og söngkona, leiðbeinir. Nám- skeiðið fer fram í Hömrum, sal Tónlistarfélags Ísafjarðar. Á sunnudag sýna nemendur leikni sína í Hömrum kl. 18. Námskeið í söngleikjatækni MÁLRÆKTARÞING ís- lenskrar málnefndar verður haldið í Hásölum, safnaðar- heimili Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu á laugardag kl. 14– 16.30. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Íslenska á evr- ópsku tungumálaári“ og er þetta í sjötta sinn sem þingið er haldið. Málræktarþing er fastur lið- ur í hátíðarhöldum sem tengj- ast afmælisdegi Jónasar Hall- grímssonar, 16. nóvember, degi íslenskrar tungu. Á þinginu veitir Mjólkursam- salan styrk að upphæð 400.000 krónur til nema á háskólastigi sem vinnur að lokaverkefni um íslenskt mál. Umræðuefni málræktar- þings á evrópsku tungumálaári verður sambúð íslensku við aðrar tungur í skólastarfi og at- vinnulífi. Einnig verður sér- staklega hugað að íslenskri málstefnu á nýrri öld, en í ís- lenskri málnefnd er nú unnið að tillögum þar að lútandi. Frum- mælendur á þinginu verða Ari Arnalds, Auður Hauksdóttir, Kristján Árnason, Karl Blöndal og Egill Helgason. Málræktarþing íslenskrar málnefndar var fyrst haldið ár- ið 1996. Frá upphafi hefur þing- ið verið haldið í samvinnu við Mjólkursamsöluna, en að þessu sinni nýtur það jafnframt stuðnings Hafnarfjarðarbæjar þar sem það fer fram og er þetta í fyrsta sinn sem þingið er haldið utan Reykjavíkur. Málræktar- þing Í FÉLAGSSTARFI Gerðu- bergs verður opnuð sýning á verkum Bryndísar Björnsdótt- ur í dag kl. 16 og er þetta henn- ar fimmta einkasýning. Sýningin stendur til 3. febr- úar og er opin mánudaga til föstudaga frá 10–17. Félagar úr Tónhorninu og Gerðubergskórinn syngja og leika við opnunina. Myndlist í Gerðubergi ÞJÓÐMINJASAFN Íslands stendur á tímamótum. Safnhúsið á mótum Suðurgötu og Hringbrautar hefur verið rýmt, og þar standa yfir miklar endurbætur. Safnið sjálft hefur eignast nýjan samastað við sjóinn, í nýju stóru geymslu- húsnæði, þar sem öllu er til haga haldið á þann hátt sem bestur þyk- ir og með tilstyrk allrar þeirrar nútímatækni sem vernd fornmuna krefst. Það er ekki allt jafn fornt í þessu haganlega geymslurýni. Dýrgripurinn fallegi, Grund- arstóllinn, skáskýtur augum fag- urskorinna arma sinna yfir í sæ- græna fótanuddtækið, og íslandsklukkur liðinna alda sitja hljóðar undir höfuðlausum Shake- speare, en höfuð hans, mótað í vax, hvílir jafn þögult í kassa annars staðar. Tölvustýrðar hillu- samstæður renna til og frá; – eitt andartak ljúkast upp dyrnar og við horfumst í augu við Guðbrand biskup og Ara í Ögri, sem daglangt híma þar í myrkri og stara yfir ör- þröngan ganginn á Krist og post- ulana snæða síðustu kvöldmáltíð- ina, á hillunni andspænis, þegar engir eru til að horfa á. Stefnt að opnun safnsins í lok næsta árs En senn verða þessir dýrgripir þjóðarinnar leystir úr fjötrum hill- anna og rekkanna, því fyrir dyrum stendur það sem þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir kallar endurfæðingu Þjóðminjasafnsins. Á meðan unnið er sleitulaust við að koma safnhúsinu gamla aftur í not- hæft ástand keppast starfsmenn safnsins við að vinna að endurfæð- ingunni sem Margrét Hallgríms- dóttir segir muni taka tíu ár. Það er þó ekki svo langt í það að þjóðin fái að njóta arfs síns því gert er ráð fyrir því að safnhúsið gamla verði tekið í notkun með nýrri sýningu í lok næsta árs. „Þetta er sérstakt átak,“ segir Margrét, og lykilorðin eru uppbygging og endurbætur. „Við berum ábyrgð á því að varð- veita gripi í eigu safnsins til kom- andi kynslóða í sama ásigkomulagi og við tókum við þeim; – það má kalla þetta lið í fimm hundruð ára framtíðarsýn safnsins.“ Fyrsta áfanga endurfæðingar safnsins lauk þegar nýtt og full- komið geymslurými var tekið í gagnið. Með því batnar til muna aðgangur sérfræðinga til rann- sókna á safngripum og aðstaða starfsmanna til undirbúnings sýn- inga er öll önnur en var. Í geymslum Þjóðminjasafnsins eru geymdir um sextíu þúsund munir og meir en tvær milljónir ljósmynda. „Þetta er sameign þjóð- arinnar og komandi kynslóða,“ segir Margrét, „og hluti þessa safns verður jafnan á sýningum safnsins í framtíðinni, en hlutverk okkar er þó fyrst og fremst að varðveita gripina.“ Þjóðminjasafnið hefur átt því láni að fanga frá því á síðasta ári að njóta stuðnings Landsvirkjunar. Þetta samstarf hefur nú verið inn- siglað til lengri tíma þar sem Landsvirkjun er bakhjarl safnsins og styrkir einstök verkefni og sýn- ingar. „Þetta samstarf hefur þegar skilað mikilvægum árangri. Það hefur gert safninu kleift að standa enn betur að kynningarstarfi, auk þess sem stofnanirnar höfðu sam- vinnu um sýningu í Ljósafossstöð sem átta þúsund gestir sóttu í sum- ar. Eins var gert mikið átak í fyrsta sinn í áratugi um kynningu og merkingar friðlýstra minja um allt land. Þetta samstarf við Lands- virkjun hefur verið Þjóðminjasafn- inu mikils virði, en liður í sam- starfssamingi stofnananna er að leita til enn fleiri fyrirtækja um samstarf við uppbyggingu Þjóð- minjasafnsins.“ Margrét segir endurfæðingu Þjóðminjasafnsins verða menning- arviðburð þjóðarinnar allrar. Safn- ið við Suðurgötu verður nútíma- legt og sýningar verða þar með nýju sniði, en Margrét segir að þó verði byggt á reynslu liðinna ára og að þekking genginna kynslóða muni nýtast þar vel. „Við skilum fjárfestingu og mikilvægri arfleifð til komandi kynslóða með því átaki sem verið er að vinna og því er það mikilvægt að við bjóðum fulltrúum atvinnulífsins til samstarfs um þessa mikilvægu uppbyggingu. Þetta er samábyrgð og hlutverk þess samtíma sem við lifum í og þess samfélags sem hér er, að sjá til þess að menningararfleifð okk- ar og þjóðargersemar sem hér eru varðveittar verði sýnilegar.“ Þjóðminjasafn Íslands kynnir áætlun um endurfæðingu safnsins Menningararfur- inn verði sýnilegri Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sýnir Friðriki Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar, og Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra tæknivædda helgidóma Þjóðminjasafnsins í gærdag. GUÐRÚN Nordal ís- lenskufræðingur hefur hlotið verðlaun úr sænska Dag Ström- bäcks-sjóðnum fyrir fræðirit sitt, „Tools of Literacy. The Role of Skaldic Verse in Ice- landic Textual Culture of the Twelfth and Thirteenth Centuries“ sem út kom hjá Uni- versity of Toronto Press nú fyrir skemmstu. Að verð- laununum stendur Konunglega Gustavs Adolfs-akademían í Uppsölum, en hún veitir fræðimönnum árlega við- urkenningar á ólíkum sviðum, og voru þær veittar við hátíðlega at- höfn í Uppsalahöll hinn 6. nóv- ember síðastliðinn. Voru Guðrúnu veitt verðlaun á sviði norrænna fræða, en í bók sinni setur hún íslensku dróttkvæðahefð- ina í samhengi við hugmyndaheim mið- alda og evrópskt menningarsamfélag. Í rökstuðningi dóm- nefndar segir m.a. að rannsóknir Guðrúnar á norrænum mið- aldakveðskap sem birtast í bókinni, ein- kennist af skarp- skyggni og sjálfstæðri nálgun, þar sem tvinn- að sé saman hefðbund- inni textafræði og al- þjóðlegri bók- menntafræði og hugmyndasögu. Aðspurð um þýð- ingu verðlaunanna segir Guðrún það alltaf ánægjulegt fyrir höfund að fá staðfestingu á því að verk hans nái til lesenda og hafi áhrif. „Þá finnst mér ekki síst ánægjulegt að fá óvænt viðbrögð utan frá og að bókin hafi náð til fræðimanna á er- lendum vettvangi,“ segir Guðrún. Verk Guðrúnar Nordal verðlaunað Guðrún Nordal BÓKAÚTGÁFAN Bastei- Lübbe í Þýskalandi hefur tryggt sér útgáfuréttinn á skáldsögunni Dís eftir Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauks- dóttur sem út kom í fyrra hjá Forlaginu. Einnig keypti hún skáldsögu Birnu Önnu Björns- dóttur, Escort, sem hún er að vinna að en mun koma út hér á landi á næsta ári. Ekki er gefið upp hvað forlagið greiðir fyr- irfram fyrir hvora bók en þær upphæðir skipta milljónum króna, segir í frétt frá Rétt- indastofu Eddu – miðlunar og útgáfu sem annaðist söluna. Bastei-Lübbe er ein stærsta útgáfusamsteypa Þýskalands. Dís seld til Þýska- lands FJÖLLISTAKONAN Kjuregej Al- exandra og glerlistakonan Ingibjörg Hjartardóttir opna samsýningu í Listasalnum Man við Skólavörðustíg á morgun kl. 15. Kjuregej sýnir myndverk sem unn- in eru með tækni sem nefnist „appli- cation“ og glerverk Ingibjargar eru þrívíddarverk og myndir. Þema sýningarinnar er Biðjum fyr- ir friði og er ætlað að vekja fólk til um- hugsunar um mikilvægi friðar í heim- inum. Við opnunina flytur Jóhanna Eyj- ólfsdóttir framkvæmdastjóri í Ís- landsdeild Amnesty International er- indi, Brynja Benediktsdóttir les ljóð og Anna Sigríður Helgadóttir syngur. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-18, sunnudaga kl. 14-17 og lýkur 4. desember. Hvatt til friðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.