Morgunblaðið - 16.11.2001, Page 32
LISTIR
32 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁNÆGJULEGT til þess að vita
að Sean Penn lætur ekki deigan síga
en fer mikinn á móti stríðum straumi
meðalmennskunar. Auðvelt að falla
fyrir freistingunni og afgreiða kvik-
myndagerð Skuldbindingar Dürren-
matts á nótum hefðbundinnar löggu-
myndar. Myndin er óþægileg, enda
byggð á ónotalegri sögu um lög-
reglumann (Jack Nicholson), sem
verður heltekinn af leit sinni að
morðingja lítillrar stúlku. Skuld-
bindur sig að komast til botns í
gruggugu máli. Trúir ekki á lausnina
sem yfirvöldin sættast á og heldur
áfram rannsókninni eftir að starfs-
ferli hans lýkur í lögregluliði Reno-
borgar í Nevada.
Nicholson hefur ekki verið betri í
háa herrans tíð en löggan með þrá-
hyggjuna, áhorfandinn finnur að
undir niðri er kengur í hegðun þessa
góða manns, sem loks virðist búinn
að finna tilgang og hamingju í heldur
aumu lífi, en hættir öllu, heilsu og
fjölskyldu, fyrir lausnina. Penn firrir
okkur hinum nánast ófrávíkjanlega,
hamingjusamlega endi, hrindir okk-
ur þess í stað útá eyðimörk geðveiki
og rústaðra persóna. Athyglisverð,
afar vel gerð persónuskoðun, borin
uppi af stórleikaranum, sem nýtur
góðs af her magnaðra gestaleikara,
einsog Benicio Del Toro og Vanessu
Redgrave.
Sæbjörn Valdimarsson
H á s k ó l a b í ó
Leikstjóri: Sean Penn. Handritshöf-
undar: Jerzy og Mary-Olson Krom-
olowski. Aðalleikendur: Jack Nich-
olson, Robin Wright Penn, Aaron
Eckhart, Sam Shepard, Benicio Del
Toro. Bandarísk. 2001.
SKULDBINDINGIN (THE
PLEDGE) MIRA Nair er sérlega mannlegur
leikstjóri, sem þessi mynd ber vitni
um. Félagslegar aðstæður fólks eru
henni mjög umhugaðar og ekki síður
hvað bærist innst inni í hjarta þess
fólks sem hún fjallar um. Það gerir
myndir hennar sterkar, fræðandi og
áhrifaríkar.
Monsoon Wedding gerist í heima-
landi leikstjórans, Indlandi, og fjallar
um brúðkaup einkadóttur í miðstétt.
Hún hefur samþykkt að giftast
manni sem foreldrar hennar fundu
fyrir hana, þar sem hún vill losna úr
vonlausu ástarsambandi sem hún
hefur átt í við frægan sjónvarps-
mann. Myndin gerist á nokkrum
dögum fyrir brúðkaupið og snýst um
undirbúning þess og trúlofunina.
Gestir flykkjast að og áhorfandi
kynnist Verma-stórfjölskyldunni,
þar er misjafn sauður í mörgu fé.
Mira Nair fjallar hér um ástina í
mörgum myndum. Ástir unga fólks-
ins, eldra fólksins, heldra fólksins og
þjónustufólksins, misjafnar kynhvat-
ir, og hvernig fólk tekur ástinni,
bregst við henni, eða jafnvel notfærir
sér hana.
Myndin er frábært samspil
margra sagna, þar sem höfundi og
leikstjóra tekst að gera hverjum og
einum skil á innilegan og áhrifaríkan
hátt. Litir indverska brúðkaupsins
og tónlistin gera myndina veislu fyrir
skynfærin allan tímann, auk þess
sem ljóðrænan plokkar í hjarta-
strengina svo ómar í sálinni lengi á
eftir. Myndin er þó ekki síst bráð-
fyndin og skemmtileg. Visst uppgjör
á sér þó stað innan fjölskyldunnar,
þar sem einn meðlimur hefur brotið
illa á öðrum. Ég finn myndinni það
helst til foráttu hversu snögglega og
léttilega það var í rauninni afgreitt.
Það tekst ekki alveg nógu vel að
skapa spennu hjá fórnarlambinu, og
viðbrögð annarra fjölskyldumeðlima
við atburðinum eru heldur lág-
stemmd fyrir minn smekk. Indverjar
hafa kannski lært að sýna fullkomna
stillingu og hella ekki úr skálum reiði
sinnar og örvæntingar, en það hefði
líka mátt sýna meiri innri örvænt-
ingu þeirra sem hlut eiga að máli.
Mira Nair getur ekki staðist freist-
inguna að sýna myndir frá götulífinu
í Delhi og gefa áhorfendum innsýn í
indverskt götumannlíf, enda undir-
strikar það það mikla og fjölbreytta
mannlíf sem Indland býr yfir og sem
Verma-fjölskyldan er bara einn
pinkulítill hluti af.
Leikararnir eru frábærir. Mira
hefur einnig sýnt í fyrri myndum sín-
um að hún kann svo sannarlega að
stjórna leikurum, nýjum sem reynd-
ari, og hér sannast það eina ferðina
enn. Naseeruddin Shah sem leikur
fjölskylduföðurinn er hreint út sagt
stórkostlegur karakter og sérlega
sannfærandi. Hann er leikari sem á
60 myndir að baki. Shefali Shetty,
sem leikur fósturdóttur hans Riu, og
Af góðu ind-
versku fólki
KVIK-
MYNDAHÁTÍÐ
L a u g a r á s b í ó
STORMASAMT BRÚÐ-
KAUP (MONSOON WEDD-
ING)
Leikstj.: Mira Nair.
114 mín. Indland 2001.
Viljay Raaz, sem leikur brúðkaups-
skipuleggjandann Dubey, eru bæði
að leika í sinni fyrstu mynd, og eru
líka frábær. Öll leikstjórnin er svo
skemmtilega eðlileg. Atriði einsog
þegar faðirinn brestur í grát og fellur
í faðm eiginkonu sinnar hefði svo
auðveldlega getað orðið væmið og
neyðarlegt í höndum annars leik-
stjóra, en þetta atriði og fleiri við-
kvæm voru innilega eðlileg, átakan-
leg og falleg.
Litrík, fyndin, sorgleg, falleg, ljóð-
ræn saga úr Indlandi nútímans, þar
sem gamli og nýi tíminn rekast á á
skemmtilegan hátt í brúðkaupssiðum
og öðrum venjum daglegs lífs. Þetta
er angurvær kvikmynd sem skilur
alla eftir með bros í hjarta sínu.
Hildur Loftsdótt ir
NÝLIÐINN Jake Hoyt (Ethan
Hawke) hugsar sér gott til glóðar-
innar. Hefur fengið einn dag til
reynslu að sanna sig í augum Alonzo
Harris (Denzel Washington), marg-
heiðraðrar og sögufrægrar hetju í
eiturlyfjadeild Los Angeles-lögregl-
unnar. Græninginn verður að
standa sig til að komast af götunni í
þetta eftirsótta starf, en kemst að
því fullkeyptu að ekki er allt sem
sýnist hvað snertir Harris, sjálft
átrúnaðargoðið hans. Strax í upp-
hafi uppgötvar hann, sér til skelf-
ingar, að Harris notar óhefðbundn-
ar aðferðir við að klekkja á
úrþvættum borgarinnar og eftir því
sem líða tekur á daginn er Hoyt full-
komlega ljóst að Harris dansar á ör-
mjórri línu glæpa og réttar, oftar en
ekki röngu megin. Undir kvöld er
Hoyt kominn í megnustu lífshættu:
Ef hann semur sig ekki að ógeð-
felldum vinnubrögðum Harris og
harðjaxlanna, sem hann hefur valið
með sér í öfluga valdaklíku í lögg-
unni, er honum voðinn vís.
Training Day er gallhörð spennu-
mynd sem færir áhorfendum sann-
inn um hversu baráttan við eitur-
lyfjavágestinn er margflókin og
erfið og borgarlandslagið, þar sem
iðjan og salan er stunduð, er geig-
vænlegt. Myndin fjallar jafnframt
um málefni sem eru ofarlega á
baugi í umræðunni, um heiðarleika
lögreglunnar í stórborgunum vestra
og reyndar um allan heim. Þar eru
fleiri veikir hlekkir en margan grun-
ar, óskammfeilnir eiginhagsmuna-
seggir sem svífast einskis til að
maka krókinn.
Stórleikarinn Denzel Washington
víkkar og breikkar góðmennskulega
ímynd sína með því að taka að sér
hlutverk gjörspilltrar löggunnar og
á vafalaust eftir að gera meira af
slíku í framtíðinni. Alonzo Harris er
það fær í sínu starfi að það er farið
að plaga sálina. Washington heldur
honum á gráu svæði laga og lög-
leysu. Hawke fæst við algjöra and-
stæðu hans, bláeygan græningja
sem mælt hefur göturnar í friðsömu
úthverfi og sér í hillingum frægð-
arljóma miðbæjarlöggunnar. Sem
samsamast í Harris, sem hann
ímyndaði sér að engu lögbroti eirði,
væri sannkallaður gjöreyðandi
glæpa og undirheimastarfsemi. En
kemst að hinu gagnstæða. Munu
dagar hans verða fleiri í eiturlyfja-
lögreglunni?
Leikarar: Denzel Washington (Glory,
Cry Freedom, Malcolm X, Hurricane).
Ethan Hawke (Dead Poet’s Society,
Reality Bites, Hamlet); Scott Glen (Urb-
an Cowboy, Silence of the Lambs, Hunt
for Red October). Leikstjóri: Antoine
Fuqua (The Replacement Killers).
Atriði úr myndinni Training Day. Ethan Hawke og Denzel
Washington í hlutverkum sínum.
Lífshættulegur
reynsludagur
Sambíóin í Reykjavík og Akureyri frum-
sýna Training Day, með Denzel Wash-
ington, Ethan Hawke, Scott Glen og
Cliff Curtis.
ÁHORFANDINN hverfur aftur í
órætt miðaldamyrkur Loðvíks XV,
nánar tiltekið ársins 1766. Um það
leyti sem Arnes Pálsson útileguþjóf-
ur og landhlaupari á Íslandi er
dæmdur í ævilanga þrælkun á Brim-
arhólmi, auk kaghýðingar og brenni-
merkingar, myrðir „Skepnan Gév-
audan“ á annað hundrað saklausra
borgara í afskekktu sveitahéraði í
Suður-Frakklandi. Flest eru fórnar-
lömbin konur og börn. Bylgja ótta og
óhugnaðar fer um dauðskelfda
íbúana, konungur sendir því val-
menni til að ganga á milli bols og höf-
uðs á skepnu þessari hinni ægilegu.
Til ferðarinnar velur Loðvík kóng-
ur Grégoire de Fronsac (Samuel Le
Bihan), ungan, bráðefnilegan vís-
indamann, og Mani (Mark Dacasc-
os), eirrauðann fóstbróður hans af
ættum Íronindjána, sem hann bast
tryggðaböndum á sléttunum miklu í
vesturheimi. Hyggst njóta góðs af
meðfæddum hæfileikum náttúru-
barnsins við að nasa uppi óvættinn,
þar sem óvígur her konungs hefur
orðið frá að hverfa. Markgreifinn í
héraði, Thomas d’Apcher (Jéremie
Renier), býður Fronsac liðveislu sína
og heldur honum veislu góða. Þar
kynnist Fronsac aðalsmeyjunni
Maríönnu, hinum fagra kvenna-
blóma Gévaudan-sýslu, og fella þau
hugi saman.
Á meðan heldur meinvætturinn
ótrauður áfram að hlaða upp valkesti
og telja íbúarnir að hér sé um að
ræða verk sjálfs djöfulsins.
Slíkur er bakgrunnur Bræðralags
úlfanna, nýrrar og vinsællar,
franskrar myndar, sem sögð er
vönduð í alla staði og naut mikilla
vinsælda í heimalandinu í sumar og
annars staðar þar sem hún hefur
verið sýnd. Myndin snýst fyrst og
fremst um baráttuna við hinn hroða-
lega, óþekkta vágest, en jafnframt
fjallað um þá tvísýnu, stórpólitísku
tíma valdabaráttu og trúarofstækis
sem réðu ríkjum í Frakklandi á of-
anverðri 18. öld.
Leikarar: Samuel Le Bihan (Le Cousin,
Þrír litir: Rautt). Vincent Cassell (Eliza-
beth, Jeanne d’Arc, La Haine). Monica
Bellucci (Maléna)). Leikstjóri: Christ-
ope Gans (Crying Freeman).
Prinsessa í álögum
Háskólabíó frumsýnir Bræðralag úlf-
anna – Les Pacte des loups/The Broth-
erhood of the Wolf, með Samuel Le
Biha, Vincent Cassell, Emilie Dequenne.
Samuel Le Biha og Monica Bell-
ucci í frönsku myndinni Les
Pacte des loups, Bræðralag.
LJÓSKUR eru vel þekkt bitbein
brandarasmiða, sem tengja þær
gjarnan sauðheimsku og fávisku
undir fögru skinni. Oftast eru slíkar
aulabrandarapersónur með litað
hár, en Elle Woods (Reese With-
erspoon), er fædd með sína gló-
björtu lokka og telst fullkomlega
löglegt eintak af tegundinni. Hún er
einnig ofurvinsæl meðal félaganna,
formaður bekkjarfélagsins, keppi-
nautur um ungfrú Hawaiian Tropic
sólarolíu, hefur leikið í tónlistar-
myndbandi með goðinu Ricky Mart-
in. Er hægt að hafa það betra?
Það sem mestu máli skiptir, þá
lætur hún velgengnina ekkert á sig
fá. Elle með hjarta gullið sem hárið,
og það tilheyrir aðeins þeim út-
valda, kærastanum Warner (Matth-
ew Davis). Það kemur því Elle á
óvart er hann segir henni upp á for-
sendum háralitarins og þroskaleys-
is, þegar hún heldur að gaurinn ætli
að draga henni hringur á fingur.
Elle sannar að hún er vel af guði
gerð undir lokkaflóðinu og ákveður
að sanna sig á þeirri erfiðu og
kröfuhörðu braut sem Warner hefur
valið sér – lagadeild hins virta og
eftirsótta Harvard háskóla. Elle
passar ekki inn í blaser-jakka-
klæddan nemendahópinn og er lengi
að vinna sig í álit og skipa sér sess
meðal bekkjarsystkinanna. Allt
hefst ef áhuginn er fyrir hendi og
seint og um síðir verður Warner að
kyngja því að hann hefur á röngu að
standa um persónuleika og getu
Elle Woods.
Witherspoon er komin í hóp eft-
irsóttustu leikara Hollywood af
yngri kynslóðinni. Þessi 25 ára
stúlka hefur verið að vinna sig upp,
hægt og bítandi, frá því hún vakti
athygli í sinni fyrstu mynd, The
Man on the Moon, undir stjórn Ro-
berts Mulligan. Þá þótti hún vinna
eftirminnilegan leiksigur í Election.
Þeir sem muna svellandi barm Raq-
uel Welch, geta hugsað sér gott til
glóðarinnar, því þessi goðsagna-
kennda kynbomba frá sjöunda og
áttunda áratugnum lætur sjá sig
hér í fyrsta sinn í mörg ár í kvik-
mynd.
Leikarar: Reese Witherspoon (Pleas-
antville, Cruel Intentions, American
Psycho, S.F.W.); Luke Wilson (Charlie’s
Angels, Blue Streak); Selma Blair (Cru-
el Intentions); Matthew Davis (Tiger-
land, Urban Legends: The Final Cuts)
Raquel Welch (One Millon Years B.C.,
Fantastic Voyage, Bedazzled, Three
Musketeers). Leikstjóri: Robert Luketic
(frumraun). Handrit; Karen McKullah
Lutz og Kirsten Smith (10 Things I
Hate About You).
Lög(u)-
leg
ljóska
Reese Witherspoon og Luke Wilson í kvikmyndinni Legally blonde.
Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó og
Borgarbíó frumsýna Legally Blonde,
með Reese Witherspoon, Luke Wilson,
Selmu Blair og Raquel Welch.