Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á LANDSFUNDI Samfylkingarinnar um helgina verður fjallað um skyldur Íslands í umhverfismálum í miklu víðara samhengi en stjórnvöld hafa gefið gaum að. Meginverk umhverfisráðherra hefur falist í að tryggja Íslendingum aukinn rétt til að losa gróður- húsalofttegundir á þeim forsendum að við mengum minna en aðr- ir með stóriðju. Þannig hafa ,,skyldur Íslands“ við umhverfið í alþjóð- legu samhengi verið skilgreindar eins þröngt og mögu- legt er, með skammtímahagsmuni í efnahagsmálum að leiðarljósi. Áherslan er á leyfi til stóriðju, við höfum enga stefnu um hvernig við ætlum að leggja okkar af mörkum svo útblást- ur gróðurhúsaloftteg- unda minnki. Þetta þýðir að búið er að gefa orkuiðnaðinum veiði- leyfi á alla náttúru Ís- lands. Krafan um stórsókn- arfórn á hálendi Ís- lands norðan Vatnajök- uls fyrir risaálver í Reyðarfirði hefur leitt í ljós frumstæða hugsun og nálgun stjórnvalda. Bent hefur verið á að engin heildarstefna er til um röð virkjana í landinu. Þeirri vinnu er ólokið, en þar er meðal annars leitast við að meta kosti til orkuvinnslu með tilliti til umhverfissjónarmiða. Á sama tíma kemur bersýnilega í ljós að áætlun um náttúruverndarkosti á hálendinu og annars staðar er engin. Hverju skynsömum manni má ljóst vera að þetta tvennt verður að fara saman. Meðan grunngagna er ekki aflað um náttúrufar og auðlindir og heildarstefna er ómótuð um nýtingu, má ljóst vera að ákvörðun um Kára- hnjúkavirkjun er byggð á fáfræði. Enn einu sinni á hið meinta ,,brjóst- vit“ hagsmunapotara að ráða ferð með afleiðingum sem aldrei verða afturkræfar í náttúru landsins. Krafa Samfylkingar Í drögum að ályktun Samfylking- arinnar fyrir komandi landsfundi segir að hún vilji að ,,náttúruvernd og umhverfismál séu samþætt öllum mikilvægum stjórnvaldsaðgerðum í efnahags- og atvinnumálum.“ Þetta kallar á róttækar umbætur í hugsun og stefnumótum stjórnvalda hverju sinni og krefst agaðra vinnubragða. Krafan er um að fyrir liggi heild- stætt mat á náttúruauðæfum lands- ins og framsýn stefna um vernd og nýtingu þeirra. Ákvarðanir um stór ný iðjuver og virkjanir þeim tengdar eiga að skoðast með hliðsjón af heild- arstefnu um lífríki Íslands. Þetta er krafa Samfylkingarinnar á komandi landsfundi. Lágmarkskrafa Þessi krafa er lágmarkskrafa og byggð á sjálfsögðum varúðarsjónar- miðum. Hún er líka byggð á lýðræð- issjónarmiðum. Að landsmenn allir fái að koma að mikilvægum ákvörð- unum og afleiðingar þeirra séu ljós- ar. Þetta þýðir að við allar stórfram- kvæmdir sem hafa í för með sér rask á náttúru landsins sé jafnframt met- ið verndargildi þeirrar náttúru sem fórna á, auk annarra nýtingarkosta sem til greina koma. Á mannamáli þýðir þetta að ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun er ótímabær. Hún er óskiljanleg nema í miklu víðara samhengi en boðið er uppá og í ljósi stefnu um það hvernig við viljum vernda náttúru og nýta landið. Stærsta ósnortna villta nátt- úrusvæði í Evrópu er í húfi. Á sama tíma kemur fram krafa um að sökkva hluta Þjórsárvera, sem eru varin í bak og fyrir með sáttargjörð innan- lands og utan. Orkufrekjan er komin út yfir allt velsæmi. Á móti verðum við að tefla fram kröfum fyrir hönd náttúru landsins. Um frátekin vernduð svæði, fyrir fólkið í landinu og lífríkið sjálft. Skyldur í umhverfismálum Stefán Jón Hafstein Samfylking Orkufrekjan, segir Stefán Jón Hafstein, er komin út yfir allt velsæmi. Höfundur er útgáfustjóri tímarita og nýmiðlunar hjá Eddu. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Laugardalslaug Afgreiðsla — baðvarsla Starfsfólk vantar í 100% starf á kvennabað og í afgreiðslu Laugardalslaugar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Unnið er á vöktum samkvæmt vaktaskrá laug- arinnar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamn- ingi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur. Umsóknareyðublöð verða afhent í Laugardals- laug og hjá ÍTR, Fríkirkjuvegi 11, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 29. nóvember nk. og skal umsóknum skilað til forstöðumanns. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður á staðnum og í símum 553 4039 og 695 5110 og verkefnisstjóri í síma 553 4039. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisflokkurinn Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi verður haldinn laugardaginn 17. nóvember í Þorlákshöfn, ráðhúsinu, kl. 15.00. Gestur fundarins verður Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, stjórnarkjör, önnur mál. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR ALPAN HF. Fundarboð Hluthafafundur í Alpan hf. verður haldinn í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka 30. nóvem- ber nk. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Fellt verði úr gildi umboð sitjandi stjórnar. 2. Kosning nýrrar stjórnar. Stjórn Alpan hf. Hluthafafundur Vesturgötu 3 ehf. verður haldinn í sal Hlaðvarpans fimmtudaginn 6. desember kl. 17.00. Fundarefni: Breyting á húsnæði félagsins. Stjórnin. MG-félag Íslands MG-félag Íslands heldur fund í kaffisal ÖBÍ í Hátúni 10, Reykjavík, laugardaginn 24. nóvem- ber kl. 14.00. Djákni ÖBÍ, Guðrún K. Þórsdóttir, mætir á fund- inn. Ólafur Stephensen og Vigdís Sif Hrafnk- elsdóttir segja frá norrænum fundi NRMG. Kynnt verður nýja danska bókin „Det myasten- iske puslespil“, útg. MG-félag Danmerkur. MG-félag Íslands er félag sjúklinga með Myasthenia gravis (vöðva- slensfár) sjúkdóminn svo og þeirra, sem vilja leggja málefninu lið. Stjórnin. Aðalfundur — jólafundur Félag sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi held- ur aðalfund og jólafund í Valhöll fimmtudaginn 22. nóv. kl. 19.30. Dagskrá Kl. 19.30 Aðalfundur Kl. 20.00 Sameiginlegur jólafundur með Lang- holtshverfi. Boðið verður upp á léttar veitingar, jólaglögg, kaffi og kökur. Gestur félaganna er Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi. Kl. 22.30 Samkomunni slitið. Félagsmenn fjölmennið! Stjórnin. Aðalfundur — jólafundur Félag sjálfstæðismanna í Langholtshverfi held- ur aðalfund og jólafund í Valhöll fimmtudaginn 22. nóv. kl. 19.30. Fundarstjóri: Ásgeir Pétursson, fyrrv. sýslumaður. Dagskrá Kl. 19.30 Aðalfundur Kl. 20.00 Sameiginlegur jólafundur með Laugarneshverfi. Boðið verður upp á léttar veit- ingar, jólaglögg, kaffi og kökur. Gestur félaganna er Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi. Kl. 22.30 Samkomunni slitið. Félagsmenn, fjölmennið Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf., fyrir reikn- ingsárið sem lauk 31. ágúst 2001, verður hald- inn í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum föstu- daginn 30. nóvember 2001 og hefst hann kl. 16.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Heimild til stjórnar til kaupa á hlutum í Vinnslustöðinni hf. á næstu átján mánuðum skv. 55. grein hlutafélagalaga nr. 2/1995. 3. Tillaga stjórnar um breytingu á reikningsári félagsins yfir í almanaksárið og viðeigandi breytingar á samþykktum félagsins vegna þessa. 4. Önnur mál Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. TILKYNNINGAR Handverksfólk athugið! Handverksmarkaður verður á Garða- torgi laugardaginn 17. nóvember. Vinsamlega staðfestið básapantanir í síma 692 6673 eða 861 4950. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  18211168  Sk. I.O.O.F. 12  18211168½  Fl. Samkomur með Tony Fitzgerald föstudag kl. 20.00, laugardag kl. 20.00, sunnudag kl. 11.00. Hvítasunnukirkjan Kletturinn, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. www.islandia.is/~kletturinn. Í kvöld kl. 21 heldur Geir Gígja erindi „Lyklar Péturs” í húsi fél- agsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Karls Þor- steinssonar, sem fjallar um Nei- kvæða egóið. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Hug- ræktarnámskeið Guðspekifé- lagsins verður framhaldið fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20.30 í umsjá Jóns L. Arnalds: „Hugur er heimur II”. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið hvetur til samanburðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðana- frelsis. www.gudspekifelagid.is mbl.is FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.