Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 43
þarf sterkt aðhald í umhverfismál- um. Með því að byggja á útivistar- svæðinu dýrmæta við Nesstofu væri verið að fórna meiri hagsmunum fyr- ir minni. Ég vil sjá hjúkrunaheimili rísa á Hrólfsskálamelum í tengslum við íbúðir aldraðra og heilsugæslu- stöðina en ekki við Nesstofu. Tryggjum lágt útsvar og lágar álögur Goðsögnin um að lægsta útsvarið sé á Seltjarnarnesi á ekki við rök að styðjast. Seltjarnarnesbær hefur undanfarin ár nýtt lágmarksútsvar- sprósentu, en gerir það ekki lengur. Ég vil tryggja lágt útsvar og lágar álögur á íbúa. Skatttekjur bæjarins af hverjum íbúa eru nú þær hæstu á öllu landinu. Það er hins vegar alls ekki sjálfgefið að skatttekjur af hverjum íbúa verði áfram þær hæstu. Ef ekkert er að gert til að halda ungu og dugmiklu fólki eða laða það til bæjarins breytast þessar forsendur smám saman. Háar skatt- tekjur bæjarins byggjast á því að launatekjur bæjarbúa haldist óbreyttar. Löðum ungt fólk til Seltjarnarness Unga fólkið flýr Seltjarnarnesið og skilar sér sjaldnast aftur. Lítið framboð er af heppilegu húsnæði fyrir þennan hóp. Bygging stúdenta- garða er að mínu mati góður kostur til að bæta úr þessu, enda er Sel- tjarnarnesið mjög nálægt Háskóla Íslands. Leikskólagjöld eru með þeim hæstu á landinu. Seltjarnarnes hefur alla burði til að gera miklu bet- ur við unga fólkið og vera í forystu í þessum málaflokki og á að hafa það markmið að bjóða íbúum sínum bestu þjónustu fyrir lágmarksgjald. Nútíma stjórnsýsluhættir Seltirningar hafa búið við meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í hartnær fjörutíu ár. Það er einfaldlega of langur tími. Það hefur oft sýnt sig að of mikið vald grefur undan lýðræð- inu. Ég tel það forsendu framfara í bæjarfélaginu okkar að Sjálfstæðis- flokknum sé a.m.k. veitt kröftugt málefnalegt aðhald við ákvarðanir um framtíð Seltjarnarness. Best væri þó að nýr meirihluti yrði til. Ég mun leggja ríka áherslu á að samráð verði haft við bæjarbúa og að stærri ákvarðanir verði lagðar undir at- kvæði kjósenda. Höfundur sækist eftir stuðningi Sel- tirninga í 1.–2. sæti í prófkjöri Bæj- armálafélagsins á laugardag. Prófkjör Ég mun leggja ríka áherslu á, segir Guðrún Helga Brynleifsdóttir, að samráð verði haft við bæjarbúa. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 43 Sérblað alla sunnudag Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. Skrifstofur Happdrættis SÍBS og aðalumboðs, Suðurgötu 10, verða lokaðar frá kl. 12 í dag vegna umboðsmannafundar á Reykjalundi Við biðjumst afsökunar vegna óþæginda sem þetta kann að valda. Starfsfólk Happdrættis SÍBS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.