Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 45
Á MORGUN, 17.
nóvember, fer fram
opið prófkjör Neslist-
ans á Seltjarnarnesi.
Hér verða valdir þeir
einstaklingar sem leiða
eiga væntanlega kosn-
ingabaráttu og starf
Neslistans næsta
kjörtímabíl. Í boði er
hópur hæfra einstak-
linga með fjölbreytta
menntun og starfs-
reynslu.
Ég hef ákveðið að
gefa kost á mér í
fyrsta sæti Neslistans í
komandi kosningum.
Neslistinn er framboð
Bæjarmálafélags Seltjarnarness
sem stofnað var í ársbyrjun 1990.
Bæjarmálafélagið er einstaklings-
félag og er afl sem sameinar fólk
innan og utan stjórnmálaflokka í
faglegri vinnu að málefnum bæjar-
búa.
Fjölbreytt verkefni
Nýrrar bæjarstjórnar bíða mörg
verkefni. Í komandi kosningabar-
áttu ber að gera þær kröfur til
frambjóðenda að haldið verði uppi
vönduðum málflutningi um framtíð-
arsýn á þróun Seltjarnarness.
Seltjarnarnes er næstum full-
byggt sveitarfélag og mikilvægt er
að vel takist til við að skipuleggja
þau landsvæði sem ennþá eru til
ráðstöfunar.
Skipulag Hrólfsskálamels er nú í
vinnslu, í kjölfar samkeppni sem
haldin var um skipulag svæðisins.
Verðlaunatillögunni hefur nú verið
ýtt til hliðar og aðrar lausnir með
mjög háu nýtingarhlutfalli eru til
umræðu.
Ég legg áherslu á að við flýtum
okkur hægt í þessu máli og vinnum
málið til enda áður en bæjarfélagið
skuldbindur sig á nokkurn hátt, þar
sem þetta er afar mikilvægt land-
svæði í hjarta bæjarins.
Ég hef starfað í skólanefnd á
þessu kjörtímbili og kynnst því góða
fólki sem starfar á leikskólum og
skólum bæjarins. Gott skólastarf
byggist fyrst og fremst á hæfu
starfsfólki. Starf bæjaryfirvalda er
að skapa skólastarfinu góða um-
gjörð og styðja við framfarir og nýj-
ungar í skólastafinu.
Í kjölfar nýrra kjarasamninga við
kennara á síðastliðnu ári er að
vænta mikilla breytinga á skóla-
starfinu og að mínu mati er mik-
ilvægt að sjálfstæði skóla verði auk-
ið.
Launakostnaður skólanna hækk-
ar umtalsvert í kjölfar samninganna
en meirihlutinn leggur til að önnur
útgjöld þeirra verði skert um marg-
ar milljónir á næsta ári til að mæta
þessum kostnaðarauka. Þetta eru
slæm tíðindi og afleit þróun, og
verður að snúa við.
Mötuneyti hefur verið starfrækt í
Valhúsaskóla í nokkur ár og hefur
rekstur þess tekist ákaflega vel. Í
upphafi þessa kjör-
tímabils skipaði skóla-
nefnd starfshóp til að
gera tillögur um út-
færslu á skólamáltíð-
um í Mýrarhúsaskóla.
Hópurinn komst að
niðurstöðu sem aldrei
var lögð fram, þar eð
fulltrúi meirihluta
skólanefndar var and-
vígur málinu. Við höfð-
um þarna tækifæri til
að vera í fremstu röð í
þessu efni en meiri-
hlutinn nýtti sér það
ekki.
Nú er kjörtímabilið
að enda, og prófkjörs- og kosninga-
hiti kominn i meirihlutann og á nú
að lífga málið við að nýju.
Lokaorð
Hér er tæpt á örfáum málum sem
vinna verður að á næsta kjörtíma-
bili.
Það verða mörg önnur í brenni-
depli og hef ég áhuga á að taka þátt
í því starfi.
Ég hvet alla Seltirninga til að
taka þátt í opnu prófkjöri Neslist-
ans í dag og hafa þannig bein áhrif á
hvaða einstaklingar setjast í bæj-
arstjórn á næsta kjörtímabili.
Prófkjör
Neslistans
Sunneva
Hafsteinsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi og
gefur kost á sér í 1. sæti í próf-
kjöri Neslistans.
Prófkjör
Ég hvet alla Seltirn-
inga, segir Sunneva
Hafsteinsdóttir, til
að taka þátt í opnu
prófkjöri Neslistans.
KRINGLUNNI - SMÁRALIND
s. 551 8519 s. 568 9212
Verð frá 14.990
ZINDA
Miguel Argues
BDK
ZINDA
Miguel Argues
BDK
Mikið úrval af stígvélum
Bankastræti 3, 551 3635
Póstkröfusendum
mat; eau de parfum
japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKI MATSUSHIMA
Meðgöngufatnaður
fyrir mömmu
og allt fyrir litla krílið.
Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136
w
w
w
.t
e
xt
il.
is