Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 45 Á MORGUN, 17. nóvember, fer fram opið prófkjör Neslist- ans á Seltjarnarnesi. Hér verða valdir þeir einstaklingar sem leiða eiga væntanlega kosn- ingabaráttu og starf Neslistans næsta kjörtímabíl. Í boði er hópur hæfra einstak- linga með fjölbreytta menntun og starfs- reynslu. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í fyrsta sæti Neslistans í komandi kosningum. Neslistinn er framboð Bæjarmálafélags Seltjarnarness sem stofnað var í ársbyrjun 1990. Bæjarmálafélagið er einstaklings- félag og er afl sem sameinar fólk innan og utan stjórnmálaflokka í faglegri vinnu að málefnum bæjar- búa. Fjölbreytt verkefni Nýrrar bæjarstjórnar bíða mörg verkefni. Í komandi kosningabar- áttu ber að gera þær kröfur til frambjóðenda að haldið verði uppi vönduðum málflutningi um framtíð- arsýn á þróun Seltjarnarness. Seltjarnarnes er næstum full- byggt sveitarfélag og mikilvægt er að vel takist til við að skipuleggja þau landsvæði sem ennþá eru til ráðstöfunar. Skipulag Hrólfsskálamels er nú í vinnslu, í kjölfar samkeppni sem haldin var um skipulag svæðisins. Verðlaunatillögunni hefur nú verið ýtt til hliðar og aðrar lausnir með mjög háu nýtingarhlutfalli eru til umræðu. Ég legg áherslu á að við flýtum okkur hægt í þessu máli og vinnum málið til enda áður en bæjarfélagið skuldbindur sig á nokkurn hátt, þar sem þetta er afar mikilvægt land- svæði í hjarta bæjarins. Ég hef starfað í skólanefnd á þessu kjörtímbili og kynnst því góða fólki sem starfar á leikskólum og skólum bæjarins. Gott skólastarf byggist fyrst og fremst á hæfu starfsfólki. Starf bæjaryfirvalda er að skapa skólastarfinu góða um- gjörð og styðja við framfarir og nýj- ungar í skólastafinu. Í kjölfar nýrra kjarasamninga við kennara á síðastliðnu ári er að vænta mikilla breytinga á skóla- starfinu og að mínu mati er mik- ilvægt að sjálfstæði skóla verði auk- ið. Launakostnaður skólanna hækk- ar umtalsvert í kjölfar samninganna en meirihlutinn leggur til að önnur útgjöld þeirra verði skert um marg- ar milljónir á næsta ári til að mæta þessum kostnaðarauka. Þetta eru slæm tíðindi og afleit þróun, og verður að snúa við. Mötuneyti hefur verið starfrækt í Valhúsaskóla í nokkur ár og hefur rekstur þess tekist ákaflega vel. Í upphafi þessa kjör- tímabils skipaði skóla- nefnd starfshóp til að gera tillögur um út- færslu á skólamáltíð- um í Mýrarhúsaskóla. Hópurinn komst að niðurstöðu sem aldrei var lögð fram, þar eð fulltrúi meirihluta skólanefndar var and- vígur málinu. Við höfð- um þarna tækifæri til að vera í fremstu röð í þessu efni en meiri- hlutinn nýtti sér það ekki. Nú er kjörtímabilið að enda, og prófkjörs- og kosninga- hiti kominn i meirihlutann og á nú að lífga málið við að nýju. Lokaorð Hér er tæpt á örfáum málum sem vinna verður að á næsta kjörtíma- bili. Það verða mörg önnur í brenni- depli og hef ég áhuga á að taka þátt í því starfi. Ég hvet alla Seltirninga til að taka þátt í opnu prófkjöri Neslist- ans í dag og hafa þannig bein áhrif á hvaða einstaklingar setjast í bæj- arstjórn á næsta kjörtímabili. Prófkjör Neslistans Sunneva Hafsteinsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 1. sæti í próf- kjöri Neslistans. Prófkjör Ég hvet alla Seltirn- inga, segir Sunneva Hafsteinsdóttir, til að taka þátt í opnu prófkjöri Neslistans. KRINGLUNNI - SMÁRALIND s. 551 8519 s. 568 9212 Verð frá 14.990 ZINDA Miguel Argues BDK ZINDA Miguel Argues BDK Mikið úrval af stígvélum Bankastræti 3,  551 3635 Póstkröfusendum mat; eau de parfum japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKI MATSUSHIMA Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136 w w w .t e xt il. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.