Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 53 KIRKJUNEFND kvenna í Dóm- kirkjunni er með basar og kaffisölu laugardaginn 17. nóvember kl. 14 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Á boðstólum eru kökur, margir góðir munir, jólaskraut og vinsælu lukku- pakkarnir. Selt verður kaffi með vöfflum. Kirkjunefndin lætur afrakst- urinn renna til líknarstarfs, sem er annar megintilgangur félagsins. Verið velkomin að líta inn og styrkja kirkjunefndina í góðu og fórnfúsu starfi. Kevin White heim- sækir Krossinn BANDARÍSKI predikarinn Kevin White verður í heimsókn hjá Kross- inum. Hann mun predika á sam- komum á laugardagskvöldið kl. 20.30 og sunnudaginn kl. 16.30. Kevin White er mikill Íslands- vinur og er hann að koma hingað í sjötta sinn. Þjónusta hans einkenn- ist af táknum og undrum. Hann mun einnig flytja tónlist af nýjasta disknum sínum. Allir eru velkomnir á samkomurnar og er aðgangur frír. Morgunblaðið/Jim Smart Dómkirkjan í Reykjavík. Basar og kaffisala Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufull- trúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Eyglóar Bjarnadóttur meðhjálpara. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laug- ardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður: Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Styrmir Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður: Einar V. Arason. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Ég hlakka til að sjá ömmu aftur, þá get ég kennt henni að fara flikk- flakk. Andri Rafn, Birkir og Mikael. Kæra Dísa mín, ég kveð með blendnum huga, sorgmæddur yfir því að þú sért farinn frá okkur, en ánægður að þínum þjáningum er lok- ið. Einnig að nú, eftir margra ára veru í myrkri, sérð þú alla liti himn- anna. Fyrstu kynni mín af Dísu voru frá Þórshöfn á Langanesi. Árlega var farið í ferðalag til Þórshafnar og gist í Bræðraborg yfir sumarið. Þar bjuggu systkinin Nonni, Ingimar (nafni minn) og Dísa. Fyrir lítinn dreng voru þetta ævintýraferðir því alltaf var ánægja, hressleiki, sögur sagðar, o.s.frv. Einnig fékk maður að fara niður í fjöru, skoða skeljar, leika sér frjáls eins og fuglinn á nokkurar íhlutunar, svo fannst manni allavega. Einn daginn sat ég á eldhúsbekkn- um í Bræðraborg, líklega 4–5 ára gamall, þegar ég fann prjóna sem voru á bekknum, og viti menn ég sting þeim í innstunguna, og það er ekki að sökum að spyrja, það var eins og það hefði kviknað á mér. Ég sit fastur með prjónana í innstung- unni og það er Dísa frænka sem henti sér á mig til að losa mig frá inn- stungunni, segið svo að það hafi ekki verið stuð í Bræðraborg. Eftir þetta sagði Dísa, sem satt er, að hún ætti lífið í mér. Samband mitt og Dísu hefur alltaf verið mjög náið og við oft rætt málin yfir kaffibolla. Dísa var bústýran í Bræðraborg og stjórnaði málum í eldhúsinu sem og almennum húsverkum. Dísa sendi mig margar ferðir í Mjólkurstöðina með brúsa til að sækja mjólk. Fyrir 5–7 ára dreng var ansi langt í Mjólk- urstöðina svo ekki sé talað um að mikið skemmtilegra var að leika sér með krökkunum. En ekki varð hjá því komist að fara í ferðina, og var maður ekki alltaf hress með Dísu frænku að senda mann í þessar ferð- ir. En það var sama hvað ég tautaði og raulaði, ekki komst ég upp með neitt múður og höfum við oft hlegið að þessari sögu. Lífið í Bræðraborg er umvafið æv- intýraljóma hjá mér enn þann dag í dag og minnist ég oft þeirra daga þegar húsið var fullt af fólki, gestum og frændfólki allstaðar af landinu. Umræðan var alltaf skemmtileg og hress, sögur sagðar af gömlum tím- um og mikið hlegið og mikið gaman, langt fram eftir morgni. Farið var í reglulegar ferðir út í Heiði og Dísa stjórnaði lummukaffinu sem og nest- ismálum, og þar var ekkert til spar- að. Síðustu 15 árin eða svo hefur Dísa verið í Reykjavík, lengst af í Norðurbrún. Það sama má segja um heimsóknir þangað sem og í Bræðra- borg, hressleikinn, ánægjan, og hlýj- an var ávallt til staðar. Sjónin var orðin lítil sem engin og þekkti hún mann af röddinni þegar hún kom til dyra. Þó heilsan væri orðin lítil breyttist lífsviðhorfið ekkert, og aldrei var kvartað. Lífsánægjan til staðar, ennþá fullt af sögum og frá- sögnum, Dísa lifði lífinu lifandi fram á síðustu stund. Nú eru einungis tvö af þessum stóra systkinahóp eftir, móðir mín Bára og Einar, börn Lárusar og Arnþrúðar frá Heiði á Langanesi. Farin eru Guðlaug, Sæmundur, Lára, Anna, Ari, Jón Trausti, Ingi- mar, Þorgerður, Margrét, Aðal- björg, Snorri, Bergþóra og nú Þór- dís. Kærleikur, hlýja, og traust þessara systkina hefur snert margan manninn og er mikill söknuður í slíku fólki. Lífs-hamingja, lífs-vilji, og lífs-þróttur Dísu var einstakur, og slíkt hið sama má segja um öll systk- inin. Ég vildi svo sannarlega að mín börn hefðu notið þess að vera með og að kynnast þessum systkinum því erfitt er að lýsa þeim áhrifum sem þau hafa haft á mitt líf. En eitt er víst að maður er betri manneskja fyrir tilstilli Þórdísar og hennar systkina- hóps. Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl- skyldu Dísu í sinni sorg og sendi mína dýpstu samúð og vona að það sé einhver styrkur í því að nú er Dísa komin heim. Kveðja, Ingimar Örn Pétursson. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og engin geti komið í þinn stað mun samt minning þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. En ár og eilífð skilja okkur að og engin getur komið í þinn stað, þó skal minning þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson.) Mig langar að kveðja hana Dísu með þessum orðum og þakka henni hlýju og vinarþel í gegnum árin. Blessuð sé minning hennar. Lára Óskarsdóttir. Í dag kveð ég hana Dísu með söknuði, en minningin lifir um heil- steypta konu. Hún hafði stórt og hlýtt hjarta, frábæra kímnigáfu og áleit að allar manneskjur væru innst inni bestu sálir. Hún var fordóma- laus á garð annarra og aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann. Að hennar mati voru mistökin til að læra af og leið til að bæta eigið líf. Hún var afar trúuð kona og iðu- lega leitaði hún styrks í bæninni til guðs að kveldi dags og oft fengum við vinir og skyldmenni, að fljóta með ef hún vissi að erfiðleikar dundu á í lífi okkar. Dísu kynntist ég fyrir 26 árum, þegar ég kom inn í fjölskyldu manns- ins míns, en þá voru tvö systkinin frá Heiði á Langanesi látin, en talan er öfug í dag, 12 látin og aðeins Bára og Einar lifa. Fyrir mig sem kem úr lítill fjöl- skyldu var þetta óskaplega mikið að meðtaka í fyrstu, en þetta fólk tók mér vel og þar bar Dísa strax af. Árum saman hélt hún heimili með Jóni bróður sínum og Heiðu dóttur sinni norður á Þórshöfn. Og hvert sumar var heldur betur setinn bekk- urinn í Bræðraborg, því brottfluttir ættingjar komu ár hvert og allir gistu í Bræðraborg. Margar næturn- ar var vakað og spjallað og þegar Dísa var spurð að því hvort hún ætl- aði ekki að leggja sig var viðkvæðið að sumarið væri til þess að vaka, en veturinn til þess að sofa. Gott dæmi um gestaganginn er sagan af því, þegar systurnar Bára og Tóta ætluðu að sofna seint um nótt eitt sinn, þá fannst ekki lófastór blettur til að leggja sig, svo þær end- uðu inni í „mömmuherbergi“, þar sem Nonni geymdi net og í neta- hrúgunni sofnuðu þær. Þarna ríkti Dísa og sá um að vel færi um alla. Minnisstæð er mér kjötkássan, sem hún bjó til fyrsta kvöldið, betri kjötkássu hef ég ekki bragðað síðan. Þar sem Dísa sá ekki bara um að allir fengju nóg að borða, þá sá hún líka um að hafa ofan af fyr- ir gestunum. Þetta sama kvöld fyrir 26 árum var ball í félagsheimilinu og ekki um annað talandi, en Reykja- víkurdaman færi á ballið. Mig lang- aði svo sem ekkert, því mér leið ósköp vel þarna, en engu tauti varð komið við Dísu og við tvær gengum út að félagsheimili til að kíkja á ball- ið. Þarna stóð Dísa með svuntuna á sér og áður en ég vissi af var hún allt í einu umlukin fólki, sem hún þekkti ekki, og þá varð mér ljóst, að þessi kona bjó yfir þvílíkum þokka, hlýrri framkomu og virðingu fyrir öðrum, að ókunnugir gáfu sig strax á tal við hana. Mig minnir að þarna á tröpp- unum á félagsheimilinu hafi Dísa fengið bónorð frá 54 ára gömlum manni frá Bakkafirði, sem hún tók nú að vísu ekki. Þarna dvöldum við hjónin í viku og í minningunni stendur tvennt upp úr, þokan og sögurnar hennar Dísu, af mönnum og málefnum, þegar Langanesið var enn í byggð. Svona liðu árin og Dísa og Heiða fluttu til Reykjavíkur. Heiða flutti inn á sambýli, en Dísa bjó sér heimili í Mjóuhlíð og síðar í Norðurbrún. Þá var oft kíkt í kaffi til Dísu til að spjalla og fá fréttir, því gestagang- urinn hélt áfram hjá Dísu, þótt hún væri flutt á annað landshorn, þannig varð hún miðja Heiðarættarinnar í Reykjavík. Ég og fjölskylda mín eigum henni svo margt að þakka og sérstaklega er stráknum mínum, honum Jóni Halldóri, minnisstæð öll þau ævin- týri, sem hún sagði honum og þar stendur upp úr sagan af Signýju, Helgu og Loðinbarða, sem Dísa þurfti að segja honum aftur og aftur og á meðan sat strákur grafkyrr, sem að öðru jöfnu var aldrei kyrr. Þessi kona gat gefið endalaust af sér með glaðsinni sínu og alltaf fylgdu manni blessunarorð, ef maður færði henni eitthvað smáræði. Nú verða jólin í ár ekki söm, því á aðfangadag fórum við fjölskyldan alltaf til Dísu til að hlægja, borða smákökur, trekkja upp jólabjölluna og óska gleðilegra jóla. Í ár verður það kerti á leiðið og við verðum að bíða með smákökurnar og endur- fundina til síðari tíma. Síðustu dagarnir fyrir andlátið voru Dísu erfiðir, en þrátt fyrir það hélt hún áfram að gefa. Allir sem heimsóttu hana fengu í nestið bless- unarorð og beiðni um að hafa ekki áhyggjur af sér. Hún væri sátt við orðinn hlut og það yrði gott að fara. Lítill frændi Dísu, hann Ingi Páll, á sama afmælisdag og hún og síðast- liðið sumar fór hann í heimsókn til Dísu á afmælisdaginn þeirra, þegar hún varð níu-núll, eins og hann orð- aði það. Þegar hann frétti að hún væri dáin vildi hann koma því á framfæri, að hann saknaði hennar og hann myndi alltaf hugsa til hennar 7. júní ár hvert. Við Þráinn, Jón Halldór og Hrefna sendum ykkur Dúdda, Heiðu, Helen, Hrund, Heiðdísi og fjölskyldum ykkar samúðarkveðjur. Eftir sitjum við með minningu af góðri konu, sem sýndi okkur fram á að ef maður deilir gleðinni í hjarta sínu með öðrum fær maður það margfalt til baka. Guðrún. Dísa var merkiskona og einstök á sinn hátt. Hún hafði heilmikla spá- dómsgáfu og næmi fyrir einstakling- um. Minnugri konu hef ég aldrei kynnst. Frásagnargáfa hennar var þvílík að sögurnar sem hún sagði urðu ljóslifandi, þannig að börnin mín horfðu á hana agndofa og það heyrðist ekki múkk í þeim á meðan hún sagði frá, svo hugfangn voru þau. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Samt vissirðu að Dauðinn við dyrnar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þig brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrðurðu berast að eyrum þér óm að undursamlegum nið. Það var eins og færi þar fjallasvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom til þín. Þú lokaðir augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víða og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs Í loftinu mjúkan dans. Og Drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólarkerfi dagana svifu þar um sál þína í tónana þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á enginn orð nógu auðmjúk til, en ávarpar: Faðir minn! (Tómas Guðmundsson.) Engin kona var þér lík, elsku Dísa okkar. Minningin lifir í hjörtum okk- ar um alla eilífð. Sæmundur, Sigríður og börn. Kæra Dísa mín, ég kveð með blendnum huga, sorgmæddur yfir því að þú sért farinn frá okkur, en ánægður að þínum þjáningum er lok- ið. Einnig að nú, eftir margra ára veru í myrkri, sérð þú alla liti himn- anna. Fyrstu kynni mín af Dísu voru frá Þórshöfn á Langanesi. Árlega var farið í ferðalag til Þórshafnar og gist í Bræðraborg yfir sumarið. Þar bjuggu systkinin Nonni, Ingimar (nafni minn) og Dísa. Fyrir lítinn dreng voru þetta ævintýraferðir því alltaf var ánægja, hressleiki, sögur sagðar, o.s.frv. Einnig fékk maður að fara niður í fjöru, skoða skeljar, leika sér frjáls eins og fuglinn án nokk- urrar íhlutunar, svo fannst manni a.m.k. Einn daginn sat ég á eldhús- bekknum í Bræðraborg, líklega fjög- urra til fimm ára gamall, þegar ég fann prjóna sem voru á bekknum og viti menn, ég sting þeim í innstung- una og það er ekki að sökum að spyrja, það var eins og það hafi kviknað í mér. Ég sit fastur með prjónana í innstungunni og það er Dísa frænka sem hendir sér á mig til að losa mig frá innstungunni. Segið svo að það hafi ekki verið stuð í Bræðraborg. Eftir þetta sagði Dísa, sem satt er, að hún ætti lífið í mér. Samband mitt og Dísu hefur alltaf verið mjög náið og við oft rætt málin yfir kaffibolla. Dísa var bústýran í Bræðraborg og stjórnaði málum í eldhúsinu sem og almennum húsverkum. Dísa sendi mig margar ferðir í Mjólkurstöðina með brúsa til að sækja mjólk. Fyrir fimm til sjö ára dreng var annsi langt í Mjólkurstöðina svo ekki sé talað um að miklu skemmtilegra var að leika sér með krökkunum. En ekki varð hjá því komist að fara í ferðina og var maður ekki alltaf hress með Dísu frænku að senda mann í þessar ferðir. Það var sama hvað ég tautaði og raulaði, ekki komst ég upp með neitt múður og höfum við oft hlegið að þessari sögu. Lífið í Bræðraborg er umvafið æv- intýraljóma hjá mér enn þann dag í dag og minnist ég oft þeirra daga þegar húsið var fullt af fólki, gestum og frændfólki alls staðar af landinu. Umræðan var alltaf skemmtileg og hress, sögur sagðar af gömlum tím- um og mikið hlegið og mikið gaman, langt fram eftir morgni. Farið var í reglulegar ferðir út í Heiði og Dísa stjórnaði lummukaffinu sem og nest- ismálum og þar var ekkert til sparað. Síðustu 15 árin eða svo hefur Dísa verið í Reykjavík, lengst af í Norð- urbrún. Það sama má segja um heimsóknir þangað sem og í Bræðra- borg, hressleikinn, ánægjan og hlýj- an var ávallt til staðar. Sjónin var orðin lítil sem engin og þekkti hún mann af röddini þegar hún kom til dyra. Þótt heilsan væri orðin léleg breyttist lífsviðhorfið ekkert og aldr- ei var kvartað. Lífsánægjan til stað- ar, ennþá fullt af sögum og frásögn- um, Dísa lifði lífinu lifandi fram á síðustu stund. Nú eru einungis tvö af þessum stóra systkinahópi eftir, móðir mín Bára og Einar, börn Lárusar og Arnþrúðar frá Heiði á Langanesi. Farin eru Guðlaug, Sæmundur, Lára, Anna, Ari, Jón Trausti, Ingi- mar, Þorgerður, Margrét, Aðal- björg, Snorri, Bergþóra og nú Þór- dís. Kærleikur, hlýja og traust þessara systkina hefur snert margan manninn og er mikill eftirsjá að slíku fólki. Lífshamingja, lífsvilji og lífs- þróttur Dísu var einstakur og slíkt hið sama má segja um öll systkinin. Ég vildi svo sannarlega að mín börn hefðu notið þess að vera með og kynnast þessum systkinum því erfitt er að lýsa þeim áhrifum sem þau hafa haft á mitt líf. Eitt er víst að maður er betri manneskja fyrir til- stilli Þórdísar og hennar systkina- hóps. Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl- skyldu Dísu í sorginni og sendi mína innilegustu samúðarkveðju og vona að það sé einhver styrkur í því að nú er Dísa komin heim. Ingimar Örn Pétursson. Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.