Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
VAXTALÆKKANIR eru nú á
margra vörum, ekki hvað síst spá-
manna á því sviði. Og þá þykir enginn
gáfulegur nema hann tali um vaxta-
breytingar uppá svo og svo marga
„punkta“. Þetta er ómerkileg og
óþörf amerísk sletta, sem eykur ekki
tiltrú á spekingana.
„Punktarnir“ vísa til þess hvernig
tugabrot eru skráð í hinum ensku-
mælandi heimi. Þar eru skilin milli
heiltölu og tugabrots auðkennd með
punkti en við, og margir aðrir, notum
kommu í sama skyni. Punktatalið
þeirra amerísku tekur mið af tuga-
brotsskráningu á vöxtum með tveim-
ur aukastöfum; tveimur vegna þess
að þannig eru flestar viðskiptalegar
reiknivélar og reikniforrit stillt enda
svarar það til senta sem hundraðs-
hluta úr dali. Þeir sem vilja apa allt
eftir Ameríkönum ættu þannig að
minnsta kosti að tala um „vaxta-
kommur“ fremur en „vaxtapunkta“
allt eins og foreldrar hér á landi segja
börn sín vera með svo og svo margra
„kommu“ hita og er þá átt við tíund
úr celsíusstigi umfram 37̊ C.
En skýrast og best er að tala
hvorki um „vaxtakommur“ og enn
síður um „vaxtapunkta“ heldur segja
skýrt það sem um er að ræða. Þegar
fjármálavitringarnir segja að vextir
eigi að lækka um 100 punkta þá
meina þeir ekkert annað en að vext-
irnir eigi að lækka um 1 prósent, t.d.
úr 10% í 9%. Sumum þykir skýrara
að tala um vexti í „prósentustigum“
og tala þá um lækkun um 1 prósentu-
stig. Hvort tveggja finnst mér skýrt
og skiljanlegt.
Sem sagt, spekingar í bönkum og
öðrum fjármálastofnunum, segið
okkur berum orðum að vextir lækki
um tilgreindar prósentur eða pró-
sentustig en jagist ekki í ruglinu um
punktana.
ÞORKELL HELGASON
Strönd, Bessastaðahreppi.
Punktur, punktur,
komma – stig
Frá Þorkeli Helgasyni:
SVO virðist sem flest óbyggð svæði í
landi Garðabæjar séu að verða eitt
allsherjar sílamávs- og silfurmávs-
varpsvæði. Það er Garðaholt, Gálga-
hraun, landið hans Jóns Ólafssonar
og í Vífilsstaðalandi svo eitthvað sé
nefnt.
Mig undrar að heilbrigðisyfirvöld
og umhverfisnefnd Garðabæjar skuli
sitja aðgerðarlaus yfir þessum
ófögnuði sem nærist á óhreinsuðu
skolpi meðal annars.
Fyrir svo utan sóðaskapinn að
hafa þennan salmonellubera flögr-
andi yfir byggðinni þá ber ég hag
mófuglanna fyrir brjósti því eins og
flestir vita étur sílamávur unga og
egg mófugla og finnst mér nú taka
steininn úr hjá umhverfisnefnd
Garðabæjar að setja skilti a.m.k. á
tveimur stöðum um að varpsvæðið sé
friðlýst og öll eggjataka bönnuð, ég
held að nær hefði verið að biðja fólk
um að setja göt á sílamávsegg en að
mófuglahreiðrin væru friðlýst ef ein-
hver eru þá eftir innan um varginn.
Heilbrigðiseftirlitið heldur að sér
höndum því Náttúrufræðistofnun er
ekki hlynnt miklum aðgerðum gegn
hinum sístækkandi sílamávsstofni.
Það gat nú verið að þeir þar á bæ
væru með þann fugl undir sínum
verndarvæng, vargdýrafriðun virð-
ist þeirri stofnun hvað hugleiknust í
dag, það er einsog þeir hafi ekki gert
sér grein fyrir hvað maðurinn er bú-
inn að grípa gífurlega inn í gang
náttúrunnar. Sílamávur og starri
námu ekki land hér fyrr en með auk-
inni mengun á síðustu öld og dýrum,
sem þrífast á úrgangi frá manninum,
fjölgar óeðlilega mikið. Ef viðhalda á
jafnvægi og fjölskrúðugu dýralífi
verður að halda þessum tegundum
niðri með skipulögðum veiðum.
Þessu hafa t.d. æðarvarpsbændur
gert sér grein fyrir fyrir löngu og
það er þeim að þakka en ekki fugla-
fræðingum að æðarfuglinn er ekki í
útrýmingarhættu hérna eins og á
hinum Norðurlöndunum. Það er ekki
Náttúrufræðistofnun að þakka að
fuglalífið við Mývatn er í þokkalegu
ástandi heldur bændunum sem þar
búa og þó einkum og sér í lagi mein-
dýraeyði svæðisins sem er hugsjóna-
maður sem vinnur vinnuna sína og er
afburðaskytta. Þetta er maður sem
alinn er upp við Mývatn og veit hvað
heilbrigt fuglalíf er. En það er einsog
náttúrufræðingarnir séu komnir úr
tengslum við heilbrigða náttúru og
dýralíf, enda með Tjörnina í miðborg
Reykjavíkur sem sína helstu nátt-
úruperlu en þar er fuglalífið um
þessar mundir eins og á opnum sorp-
haug í þriðjaheimsríki. Þokkaleg
ímynd hinnar hreinu borgar.
Á Þingvöllum fer mófuglum og
rjúpum ört fækkandi. Það þarf ekk-
ert að leggjast í flóknar rannsóknir
til að gera sér grein fyrir því. Ég
bara spyr hvernig má það vera að
meindýraeyðing skuli ekki vera
bróðurparturinn af starfi heilsárs-
landvarða á svæðinu? Hvað eru
þessir landverðir að sýsla þarna á
launum allan ársins hring?
Það er eftir öðru með þessa Nátt-
úrufræðistofnun að tillaga um að
banna sölu á rjúpu til þess að koma í
veg fyrir að hún sé skotin í atvinnu-
skyni skuli hafa komið frá Skotveiði-
félagi Íslands, en ekki henni. Fugla-
fræðingar hafa engar áhyggjur af
fækkun rjúpunnar, hún er bara í
þessari yfirnáttúrulegu 10 ára lægð,
veiðar skipta engu máli, sama og út-
gerðarmenn héldu lengi fram með
þorskinn.
ÁSDÍS ARTHÚRSDÓTTIR,
Ægisgrund 10, Garðabæ.
Garðabær –
útungunarstöð
fyrir sílamáv?
Frá Ásdísi Arthúrsdóttur: