Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 13
Langt
- fyrir lítið
út í heim
30. jan. 17 d. Stóra-Thailandsferðin
Allt landið í fegursta skrúða: Bangkok, River
Kwai, Pitsanulok, Sukuthai, CHIANG MAI-
blómahátíð, Chiang Rai, og í lokin JOMTIEN
með frábæru NEW WING PALM BEACH.
Janúarferðir nær uppseldar.
Laus sæti í mars.
Munið gjafakort Heimsklúbbsins -
fögur gjöf - varanleg gleði!
Frábærar Thailandsferðir
með ísl. farastjóra: Steindór og Hulda endur-
taka snilldarferð sína 9. jan. Undra Thailand
- 17 d. frá kr. 129.900.- fá sæti.
Heimsklúbbsins
- Príma
Thailandsferðir
Alveg ótrúlegar nýjar
FÁIÐ NÁNARI
FERÐALÝSINGU
Á SKRIFST.
PÖNTUNAR-
SÍMI: 56 20 400 Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Dagskrá
10:00 Inngangur
Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri RANNÍS
10:10 Lokafrestur í Félags- og hagfræðiáætlun
5. rammaáætlunar ESB
Peter Fisch, Evrópusambandinu
11:10 Tækifæri í 6. rammáætlun ESB
Peter Fisch, Evrópusambandinu
11:55 Stuðningur RANNÍS við umsækjendur í Félags- og
hagfræðiáætlun ESB
Hjördís Hendriksdóttir, forstöðumaður alþjóðasviðs RANNÍS
12:05 Hádegishlé
12:15 Umræður
Aðkoma Íslands að félags-og hagfræðiáætlunum ESB - hvernig
er hægt að auka þátttöku íslenskra vísindamanna?
Einkaviðtöl við Peter Fisch hjá Evrópusambandinu
Hægt er að panta fyrirfram einkaviðtöl við Peter Fisch um
hugsanlegar verkefnahugmyndir íslenskra vísindamanna.
Viðtölin fara fram eftir hádegi mánudaginn 26. nóvember.
Viðtöl skal panta eigi síðar en fimmtudaginn 22. nóv.
í síma 515 5800.
Félagsfræðingar
Hagfræðingar
Kennslufræðingar
Mannfræðingar
Sálfræðingar
Siðfræðingar
Stjórnmálafræðingar
Stjórnunarfræðingar
Uppeldisfræðingar
Upplýsingafræðingar
Viðskiptafræðingar
Þjóðfræðingar
Styrkir Félags-og hagfræðiáætlunar Evrópusambandsins
Kynningarfundur, Norræna húsinu, mánudaginn 26. nóvember kl. 10-13:30
5. rammaáætlun ESB
Síðasti frestur 15. janúar 2002.
Umsóknargögn er að finna á
http://www.cordis.lu/improving/socio-economic/home.htm
6. rammaáætlun ESB er nú í undirbúningi og er áætlað að hún
taki gildi í lok árs 2002. Í hinni nýju áætlun er gert ráð fyrir auknu
umfangi félags- og hagvísinda í sérstakri undiráætlun Citizens
and governance in the European knowledge socitey.
Landstengiliðir við Félags- og hagfræðiáætlun ESB á Íslandi
veita upplýsingar um áætlunina og aðstoða umsækjendur.
Landstengiliðir eru:
Hjördís Hendriksdóttir, forstöðumaður alþjóðsviðs RANNÍS,
sími: 515 5809, netfang: hjordis@rannis.is
Ásta Sif Erlingsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaþjónustu H.Í.,
sími: 5254900, netfang: astasif@hi.is
Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram
með tölvupósti rannis@rannis.is eða í síma 515 5800 fyrir
kl. 16:00 fimmtudaginn 22. nóvember n.k.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
R
Í
4
1
3
-0
1
HEIÐURSGESTUR á landsfundi
Samfylkingarinnar í vikunni er dr.
Mustafa Barghouthi sem er palest-
ínskur læknir og forseti UPMRC,
sambands læknishjálparnefnda á
svæðum Palestínumanna. Sam-
bandið veitir um þriðjungi Palest-
ínumanna, um milljón manna, heil-
brigðisþjónustu við mjög erfiðar
aðstæður, einkum í sveitahéruðum,
og er starfið unnið endurgjaldslaust
að miklu leyti. Alþjóðastofnanir ann-
ast að hluta kostnaðinn en einnig sjá
þær um þjónustu við aðra íbúa
svæðanna sem margir búa í flótta-
mannabúðum. Hlaut sambandið í
vor sérstök verðlaun Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar, WHO,
fyrir starf í þágu heilbrigðis og frið-
ar.
Barghouthi hefur verið virkur í
stjórnmálum, sat meðal annars í
nefnd sem undirbjó stofnun ráðu-
neyta Palestínustjórnar Yassers
Arafats. Hann segir að vegna vax-
andi atvinnuleysis á svæðunum og
minnkandi þjóðarframleiðslu sé orð-
ið erfiðara en áður að fjármagna
rekstur heilbrigðisþjónustunnar.
Rúmlega 60% Palestínumanna lifi
nú undir skilgreindum fátækt-
armörkum.
Starf sjálfboðaliða
Fátækt og vanþróun eigi sök á
hárri dánartíðni ungbarna og tíðni
smitsjúkdóma. En margt valdi erf-
iðleikum við að halda uppi heilbrigð-
isþjónustu eftir að átakahrinan hófst
í fyrra með uppreisn Palestínu-
manna, intifada.
„Um 840 Palestínumenn hafa fall-
ið á rúmu ári og um 24.000 slasast.
Þetta svarar hlutfallslega til þess að
um 70.000 Bandaríkjamenn hefðu
fallið og um 200 þúsund særst. Þetta
er því mikið álag og við þurfum oft
að beita nýstárlegum aðferðum
vegna þess að við höfum hvorki mik-
ið fé, mannafla né tæki. Við reiðum
okkur því mikið á starf sjálfboðaliða.
UPMRC hefur þjálfað um 18.000
manns í skyndihjálp síðan í fyrra.
Í öðru lagi verður að hafa í huga
samgönguerfiðleika. Ísraelsher hef-
ur hlutað svæði okkar niður í alls
rúmlega 220 þyrpingar með minni
byggðum, þorpin
og bæirnir eru síð-
an að verulegu
leyti einangruð og
samgöngur á milli
þeirra takmark-
aðar. Um 70% Pal-
estínumanna búa í dreifbýli, þar eru
ekki sjúkrahús eða viðunandi heilsu-
gæslustöðvar.
Þess vegna skipta samgöngur
miklu fyrir heilbrigðisþjónustuna;
samgöngubann ísraelskra stjórn-
valda veldur stöðugt vanda. Ferð
sem venjulega tæki aðeins stund-
arfjórðung tekur nú þrjár og hálfa
klukkustund, ef það er þá hægt að
fara milli staðanna. Skipta verður
um bíl nokkrum sinnum á leiðinni,
oft þarf að ganga og það getur veikt
fólk ekki alltaf.“
Barghouthi er spurður hvort Pal-
estínumenn njóti þjónustu á ísr-
aelskum sjúkrahúsum en hann svar-
ar því að sú þjónusta sé of dýr fyrir
landa hans. Gjaldið sé eins og um er-
lenda ferðamenn sé að ræða, nótt á
sjúkrahúsi kosti um 400 dollara eða
rúmlega 40.000 krónur.
„Samið var um það í Óslóar-
viðræðunum að Ísraelar myndu láta
stjórn Arafats fá skattfé sem inn-
heimt er af íbúum hernumdu svæð-
anna en það hafa þeir ekki gert held-
ur haldið peningunum, segjast gera
það til að refsa Palestínumönnum.
Þetta eru nú orðnar um 750 milljónir
dollara [nær 80 milljarða króna]
þetta er hreinn þjófnaður og enn eitt
dæmið um brot Ísraela á alþjóða-
samningum.“
Sjúkdómar og einkenni
En hvað með alræmda spillingu í
stjórn Palestínumanna, er hún ekki
hemill á að stjórnin geti orðið starf-
hæf? „Það er rétt að spilling hefur
ríkt en vandinn er fyrst og fremst að
Ísraelar ýttu með óbilgirni sinni
undir einræðisstjórnarfar og með
þeirri stefnu efldu þeir málstað bók-
stafstrúarmanna. En það er samt
ekki sanngjarnt að skella skuldinni á
Ísraela fyrir allt sem er að hjá okkur
sjálfum. Við vinnum að því að gera
stjórnkerfi okkar lýðræðislegra og
efla mannréttindi. En Ísraelar
heimta að menn séu handteknir með
ólöglegum hætti vegna baráttunnar
gegn hryðjuverk-
um. Samtímis
segja þeir um-
heiminum að Pal-
estínustjórn sé
ólýðræðisleg og
ekki sé hægt að
semja við slíka stjórn!
Palestínustjórn ræður yfir innan
við 18% af Vesturbakkanum og Gaza
og umráðasvæði hennar er þar að
auki klofið í margar litlar einingar.
Hún má ekki láta lögreglumann fara
frá einu smásvæðinu til annars, ræð-
ur ekki yfir vegunum, ekki loftrým-
inu eða fjarskiptum. Samt ætlast
þeir til að þessi stjórn tryggi öryggi
Ísraela.
Arafat verður að geta í reynd
stjórnað á svæðunum og leiðin til
aukins öryggis er einfaldlega sú að
leyfa okkur að stofna eigin ríki. Sem
læknir segi ég að menn eigi ekki að
meðhöndla sjúkdómseinkennin held-
ur finna orsökina. Ofbeldið og ör-
yggisleysið eru einkennin en her-
námið er orsökin. Hernámið er að
verða að krabbameini sem getur
orðið báðum þjóðunum að bana og
breiðst út til annara landa,“ segir
Mustafa Barghouthi.
Ofbeldið og
öryggisleysið
einkenni en
ekki orsök
Palestínskur læknir segir að stjórn
Arafats geti ekki stjórnað nema
sjálfstætt ríki verði að veruleika
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dr. Mustafa Barghouthi er
læknir og býr í Ramallah þar
sem hann rekur öfluga heil-
brigðisrannsóknastofnun.
’ Ísrael ýtir meðóbilgirni undir ein-
ræði í Palestínu ‘