Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SEX AF hverjum tíu starfs-mönnum þriggja afstærstu fyrirækjunum áverðbréfamörkuðum hér-lendis eru á aldrinum 21 til
30 ára og aðeins fjórir af hundraði
hafa náð fertugu. Tæplega 60%
starfsmanna á verðbréfamarkaðn-
um hafa einungis unnið á þeim vett-
vangi í tæp tvö ár. Margir kvarta
undan streitu en langflestir eru
engu að síður ánægðir í starfi.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í rannsókn Hildar Friðriks-
dóttur, nema í félags- og atvinnulífs-
fræði við Háskóla Íslands, en hún
lagði spurningar fyrir starfsmenn
þriggja stærstu fyrirtækjanna á
þessu sviði. Verkefnið var styrkt af
Nýsköpunarsjóði námsmanna og
Vinnueftirliti ríkisins.
Markmið rannsóknarinnar er að
kortleggja andlegt og félagslegt
álag starfsfólks, orsakir þess og af-
leiðingar. Hildur segir það hafa ver-
ið staðfest sem gengið var út frá, að
mikil streita fylgi umræddum störf-
um, að álagið sé mikið, vinnutími
langur og oft sé unnið undir mikilli
tímapressu. „Orðræðan hefur verið
sú, að í þessari starfsgrein vinni
menn undir miklu andlegu álagi, þar
sem þeir eru ýmist ráðgefandi um
ákvarðanir um fjármagn viðskipta-
vina sinna eða eru með eigur þeirra í
fjárvörslu og taka að einhverju leyti
sjálfstæðar ákvarðanir um hvernig
best sé að ávaxta fé þeirra. Ytri að-
stæður, eins og þróun markaða –
hvort sem er hlutabréfa- eða gjald-
eyrismarkaða – hafa hins vegar þau
áhrif að ekki er fyrirséð hvort
ákvarðanirnar hafa verið réttar eða
rangar fyrr en síðar og getur það
valdið streitu og áhyggjum starfs-
manna. Einnig hefur verið rætt um,
að starfsgreinin sé uppfull af ungu
vel menntuðu fólki en vegna mikils
álags séu líkur á að starfsmennirnir
brenni fljótt upp og að starfsmanna-
velta fjármálafyrirtækjanna sér þar
af leiðandi há,“ sagði Hildur þegar
blaðamaður hitti þær að máli, hana
og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur,
stundakennara við Háskólann og fé-
lagsfræðing hjá Vinnueftirlitinu,
sem er umsjónarmaður verk-
efnisins.
Spurningalistinn var lagður fyrir
þann hluta starfsfólks fjármálafyr-
irtækjanna sem vinnur annars vegar
á mörkuðum/viðskiptastofu og hins
vegar við eignastýringu. Heildar-
fjöldi í þeim deildum var 132 og var
spurningalistinn lagður fyrir 123.
Níu voru fjarverandi. Svarhlutfall
var 87% eða 107 manns.
Vert er að fram komi að mánuðina
áður en spurt var höfðu verið miklar
sveiflur bæði á gjaldeyris- og hluta-
bréfamörkuðum. Því má gera ráð
fyrir, að álag á starfsfólk hafi verið
nálægt hámarki miðað við það sem
kalla mætti eðlilegar aðstæður á
mörkuðum, að mati Hildar og Guð-
bjargar.
Meðal þess sem fram kom var eft-
irfarandi:
34% starfsmanna hafa unnið sam-
fellt í eitt ár en 19% starfsmanna í
fimm ár eða lengur.
86% yfirmanna vinna 46 tíma á
viku eða meira en 52% sérfræð-
inga. Tæplega helmingur sér-
fræðinga vinnur 45 tíma eða
minna í hverri viku en 14% yf-
irmanna.
80% karla vinna 46 tíma eða
meira á viku að jafnaði en ein-
ungis 28% kvenna. Í ljós kom að
6% starfsmanna, allt karlar, vinna
60 tíma eða meira á viku að jafn-
aði, þar af helmingur yfirmenn og
helmingur sérfræðingar.
62% yfirmanna taka með sér
verkefni heim einu sinni í viku eða
oftar á móti 30% sérfræðinga.
20% sérfræðinga taka aldrei með
sér heimavinnu, en það gildir um
engan yfirmann.
Karlar eru þrisvar sinnum lík-
legri til að taka með sér heima-
verkefni en konur. Tæplega 50%
karla taka verkefni með sér heim
einu sinni í viku eða oftar en rúm-
lega 20% kvenna.
Um helmingur starfsmanna er að
jafnaði líkamlega úrvinda eftir
vinnudaginn, þar af 5% oftast.
Hins vegar eru 11% starfsmanna
aldrei líkamlega úrvinda eftir
vinnudaginn.
65% telja starfið vera andlega
erfitt. Þar af telja 9% starfið mjög
andlega erfitt. Einungis 2% telja
það mjög andlega auðvelt.
67% eru að jafnaði andlega úr-
vinda eftir vinnudaginn, 25%
sjaldan en 8% aldrei.
Langflestir eru ánægðir í starfi.
94% segjast fremur eða mjög
ánægðir, þar af er þriðjungur
mjög ánægður. Enginn starfs-
maður sagðist óánægður í starfi.
97% telja sig að einhverju marki
upplifa streitu í starfi, þar af telja
18% sig oftast upplifa streitu og
einungis 3% aldrei.
88% þeirra sem upplifa streitu í
starfi eru andlega úrvinda eftir
vinnudaginn, 65% þeirra eru lík-
amlega úrvinda og 83% upplifa
starf sitt sem andlega erfitt.
Þeir sem finna í nokkrum mæli
fyrir streitu eru tæplega fjórtán
sinnum líklegri til að finnast starf
sitt andlega erfitt og sjö sinnum
líklegri til að vera líkamlega úr-
vinda heldur en þeir sem finna
sjaldan eða aldrei fyrir streitu. Í
ljósi þessara upplýsinga má leiða
rök að því að streita hafi bæði
áhrif á andlegt og líkamlegt
ástand manna, segja þær Guð-
björg og Hildur.
40% starfsmanna segjast sjaldan
eða aldrei fá hrós ef þeir vinna vel
og einungis 10% telja sig oftast fá
hrós. Sérfræðingar eru rúmlega
þrisvar sinnum líklegri til að fá
hrós en yfirmenn. Niðurstöður
sýna að þeir sem fá oftast eða
stundum hrós eru almennt sáttari
við vinnu sína en hinir sem sjald-
an eða aldrei fá hrós.
Þegar sállíkamlegir þættir eru
Stór hluti starfsfólks íslenskra verðbréfafyrirtækja er undir þrítugu og með litla starfsreynslu
Meðalstarfsaldur
samfellt tæp þrjú ár
Morgunblaðið/Þorkell
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, til vinstri, og Hildur Friðriksdóttir.
Margir starfsmenn á verðbréfamarkaði hérlendis
kvarta undan streitu en langflestir eru þó ánægðir
í starfi. Skapti Hallgrímsson ræddi við Hildi
Friðriksdóttur og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur
en í nýrri rannsókn kortleggja þær andlegt og fé-
lagslegt álag starfsfólks, orsakir þess og afleiðingar.
... tæplega ellefu sinnum líklegri
til að finna fyrir háls- og herðaverk.
... tæplega fimm sinnum líklegri
til að finna fyrir þreytu eftir næt-
ursvefn.
... fjórum sinnum líklegri til að fá
bakverk.
... fjórum sinnum líklegri til að fá
vöðva- og liðverki.
... rúmlega þrisvar sinnum líklegri
til að fá höfuðverk en þeir sem upp-
lifa streitu sjaldan eða aldrei.
... þá eru vísbendingar um, að
þeir sem upplifa streitu oftast eða
stundum finni fremur fyrir dap-
urleika og finni oftar fyrir þreytu-
tilfinningu en þeir sem upplifa
streitu sjaldan eða aldrei.
Þeir sem eru oft eða stundum andlega
úrvinda eftir vinnudag ...
... tæplega sex sinnum líklegri til
að finna fyrir þreytutilfinningu en
þeir sem eru aldrei andlega úrvinda.
... rúmlega fimm sinnum líklegri
að finna fyrir verk í hálsi og herðum.
Einnig virðist vera meiri tilhneig-
ing hjá þeim sem eru andlega úr-
vinda til að finna meira fyrir vöðva-
og liðverkjum en þeir sem eru aldrei
andlega úrvinda. Þannig finna 62%
þeirra sem eru oft, stundum eða
sjaldan andlega úrvinda fyrir lið-
verkjum á móti 38% þeirra sem eru
aldrei úrvinda.
Þeir sem upplifa streitu oftast eða
stundum eru ...