Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DIDDÚ var á unglingsár-um sendill hjá Ritsím-anum – einkum til þessað fá pening til að kom-ast í bíó og hlusta á Ellý
Vilhjálms syngja Sveitin milli sanda í
myndinni Surtseyjargosið. Á þeim
tíma lenti hún í heldur óskemmtilegri
lífsreynslu – sem hún tókst á við með
sínum hætti.
En einn daginn tekur hún eftir því
að það er fullorðinn maður farinn að
veita henni eftirför. Hann tók að birt-
ast fyrirvaralaust þar sem hún var.
Hún varð stöðugt hræddari við hann
og reyndi að hlaupa hann af sér; varð
einu sinni svo hrædd að hún gleymdi
störfum sínum og stökk upp í strætó
til að losna við hann – en sá sér til
hrellingar þegar vagninn stansaði á
næstu stöð að hann var líka í vagn-
inum. Þetta gekk svo langt að hann
elti hana eitt sinn í bíó þar sem hún
var að horfa á Surtseyjargosið. Það
var í eina skiptið sem Diddú gekk út
af þeirri góðu mynd og hljóp beina
leið heim.
Smám saman fór hún að leggja
höfuðið í bleyti. Hún fann nokkurn
veginn út hvar hann bjó, hvað hann
gerði og hvenær hann væri líklegur
til að vera á ferli. Það er að segja,
hún notaði sömu aðferð og mann-
garmurinn til þess að finna leiðir til
að forðast hann.
En svo gerðist það versta af öllu –
eða kannski næstversta. Diddú sagði
foreldrum sínum frá manninum og
að henni stæði stuggur af honum. Á
þeim tíma var hins vegar engin um-
ræða um áreiti gagnvart einum né
neinum, ekki heldur börnum. Einn
daginn ákvað Diddú að fara niður í
banka til pabba síns, eftir að hún
hafði verið að rukka fyrir Vísi, og
verða samferða honum heim í strætó
sem stoppaði beint fyrir utan bank-
ann. Það var líka svo gaman að vera
samferða pabba vegna þess að hann
þekkti svo marga í gegnum starfið og
spjallaði við alla.
Svo stóðu þau feðginin og biðu eft-
ir strætó þegar Diddú sá karlinn
koma. Hún fraus og sagði við pabba
sinn: „Pabbi, þetta er hann.“ En það
var eins og pabbi hennar hefði ekki
heyrt í henni því það næsta sem hún
heyrir er að hann heilsar manninum
hressilega og segir fagnandi: „Nei,
komdu sæll og blessaður.“ Veröldin
hrundi. Svo fóru þau upp í vagninn
og karlinn líka, þar sem hann settist í
sjónmál við Diddú og horfði á hana
hvössum augum, eins og hann væri
að spyrja: „Jæja góða mín, ætlarðu
að kjafta frá?“
Þegar Diddú og pabbi hennar fóru
út úr vagninum sagði hún pabba sín-
um að þetta væri karlinn sem væri
alltaf að elta hana. Viðbrögðin sem
hún fékk voru henni mikið áfall.
Pabbi hennar sagði: „Nei, það getur
ekki verið.“
Hún varð bara að bera þessa stað-
reynd ein á sínum tólf ára öxlum og
gerði sér grein fyrir að nú færu góð
ráð að verða dýr. Hún ákvað að hún
yrði að gera eitthvað til þess að láta
karlinn vita svo ekki yrði um villst að
hún kærði sig ekki um þessa ásókn. Í
eitt skiptið sneri hún sér skyndilega
við og spurði manninn: „Hvað ætl-
arðu að halda þessu lengi áfram?
Hvað meinarðu með þessu? Hvað
stendur til?“
Kúadella við kvikmyndatökur
Fyrstu kynni þjóðarinnar af Diddú
voru þegar hún kom fram sem fröken
Gúðmúnsen í kvikmyndinni Brekku-
kotsannál í leikstjórn Rolf Hädrich en
Sveinn Einarsson var textaleikstjóri.
Diddú var valin til að leika í mynd-
inni eftir miklar prufur og langa bið.
„Ég man að ég sat í strætó, leið
fjögur, á leiðinni í vinnuna á Klepps-
spítala í síðasta sinn og hugsaði:
„Fólkið hér í strætó veit ekki að ég er
að fara að leika í kvikmynd. Það veit
enginn neitt um það.“ Þetta var í eina
skiptið sem örlaði á monti hjá mér
þótt ég gerði mér enga grein fyrir því
hversu stór viðburður þetta var og
hvað þessi kvikmynd ætti eftir að fá
mikla athygli. Fjölmiðlafárið var
ótrúlegt og fljótlega var ég orðin
þekkt. … Á meðan á textaæfingum
stóð var reistur gamall Reykjavíkur-
miðbær uppi í Gufunesi og þar var
kvikmyndin að mestu tekin upp.
Þetta gekk allt ágætlega, þar til kom
að því að ég þurfti að gráta. Ég vissi
ekkert hvernig ég ætti að fara að því
eða undirbúa mig fyrir það. Leik-
stjórinn reyndi að tala mig til og það
var reynt að setja eitthvað í augun á
mér til að framkalla tár en allt kom
fyrir ekki.
Það var ekki möguleiki á því að ég
gæti framkallað eðlilegan grát sem
kæmi heim og saman við atburða-
rásina. Þarna sat ég og beið eftir að
droparnir færu að virka. Það var ver-
ið að laga ljósin í kringum mig og ég
átti að setja mig í réttar tilfinninga-
stellingar. Mér fannst þetta alveg
vonlaust dæmi og velti því fyrir mér
út í hvað ég væri komin, manneskja
sem gat ekki einu sinni grátið eðli-
lega.
Vinnuferlið er þannig í kvikmynd-
um að það er ekkert hægt að bíða eft-
ir að rétta augnablikið komi. Allt
varð að gerast þegar tæknin var
tilbúin – og svo varð jafnvel að
stoppa í miðjum klíðum, einmitt þeg-
ar manni gekk svo vel, vegna þess að
filman var búin.
Nema hvað, þar sem ég sit og bíð á
meðan verið er að laga ljósin og
menn eru að velta því fyrir sér hvaða
vinkil sé best að taka og hvaða sjón-
arhorn best að nota fannst mér þetta
allt í einu svo vonlaust. Mér fannst ég
hafa brugðist leikstjóranum og öllum
hinum með því að geta ekki grátið á
réttum tíma. Ég varð svo miður mín
að ég fór að hágráta. Og þá var
hlaupið upp til handa og fóta. Það
spruttu allir upp, fleygðu frá sér
kaffibollunum og allt var sett í gang
og viti menn, ég grét í alvöru.
Það komu sem betur fer ekki mörg
svona augnablik upp á meðan á tök-
um stóð. En ég tók þetta nærri mér.
Mér fannst ég vera með alveg gíf-
urlega ábyrgð á herðunum; það
höfðu margar verið um hituna en ég
hafði fengið hlutverkið.
Og auðvitað fór eitt og annað úr-
skeiðis, ekki bara gráturinn. Einn
daginn var verið að taka upp senu á
milli Álfgríms og fröken Gúðmúnsen.
Hún var skotin í honum en hann var
bara sveitastrákur og ekki af réttri
stétt. Samtal þeirra var tekið upp við
Lágafellskirkju í Mosfellssveit.
Fröken Gúðmúnsen og Álfgrímur
voru úti að ganga. Við gengum sam-
síða og það var búið að æfa þetta at-
riði gaumgæfilega. Svo kom að tök-
um og við gengum af stað. En á
einum stað var heilmikil kúadella á
jörðinni. Ein kýrin hafði skilað
hressilega úr sér en ég hafði ekkert
Söngkonan Sigrún
Hjálmtýsdóttir, betur
þekkt sem Diddú, á að
baki bæði fjörlega æsku
og viðburðarík ung-
lingsár. Margir muna
eflaust eftir henni með
Spilverki þjóðanna og
síðar náði hún að
byggja upp glæstan feril
sem óperusöngkona –
þrátt fyrir að vera alvar-
lega heyrnarskert.
Súsanna Svavarsdóttir
fjallar um líf söngkon-
unnar og list.
Diddú og Þorkell Jóelsson, Keli,
eiginmaður hennar. „„Sest þú
hér,“ sagði hann og lét mig
setjast hjá sér. Hann var svona
eins og frummennirnir þegar
þeir náðu sér í konur.“
Diddú sem Gilda í Rigoletto eftir
Verdi á sviði óperunnar í Gauta-
borg. „Hér sjáum við Gildu af
holdi og blóði, í stað þeirrar hefð-
bundnu líflausu og undirgefnu,“
sagði gagnrýnandi Arbetet.
Spilverk þjóðanna. „Ég var
auðvitað meira en til í að syngja
með þeim vegna þess að ég féll
alveg fyrir þeim. Þeir voru svo
skemmtilegir, vel gefnir og
köfuðu „djúpt“ þegar þeir
voru að semja og tjá sig.“
Diddú ásamt foreldrum sínum
og Páli Óskari þegar hún
útskrifaðist úr Guildhall School
of Music and Drama. Eftir eyrna-
aðgerð á fyrsta námsári var hún
heyrnarlaus á öðru eyra og með
40% heyrn á hinu.
Þrjóskupúk-
inn tók völdin