Morgunblaðið - 18.11.2001, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HALLFRÍÐUR, gjarnankölluð Adda, fæddist íVestur-Landeyjum 1922.Listmálarinn Kjarvalvar góður vinur fjöl-
skyldunnar og heimsótti fjölskylduna
gjarnan í sveitina.
Meðal þeirra gesta sem reglulega
komu til okkar var Jóhannes Sveins-
son Kjarval listmálari. Hann og
pabbi voru góðir vinir og áttu ým-
islegt sameiginlegt. Báðir fæddust
þeir í Skaftafellssýslu. Frændfólk
Kjarvals í Borgarfirði eystra hafði
sótt hann suður og alið hann upp.
Pabbi hafði verið smali í Loðmund-
arfirði og Kjarval á næstu grösum þó
þeir hittust aldrei á þeim tíma. Þeir
höfðu báðir verið messaguttar á skip-
um.
Þeim leið afar vel saman og þegar
Kjarval kom í heimsókn hlógu þeir
svo hátt að undir tók í nágrenninu.
Kjarval lék við okkur krakkana og
átti það til að hlaupa með mig á há-
hesti. Ég ætlaði aldrei að fást til að
taka utan um háls hans en þetta var
svo gaman að á endanum tók ég báð-
um höndum utan um hálsinn á hon-
um. Hann kallaði mig Bússírollu og
stríddi mér gjarnan góðlátlega.
„Hvaða kaka er í uppáhaldi hjá
þér, Bússírolla?“ spurði hann mig oft
og ég svaraði smámælt: „Hland-
kaka.“
Eitt sinn fékk ég sendingu frá hon-
um á afmælinu mínu. Það var sand-
kaka með glassúr. Mér fannst þetta
óskaplega gott og þetta var í fyrsta
sinn sem ég bragðaði glassúr.
Þegar ég var fjögurra ára málaði
Kjarval mig. Þá mynd hef ég alltaf
varðveitt. Hann var einstaklega
barngóður og þó að hann hafi skilið
við Tove, konu sína, saknaði hann
alltaf barnanna sem voru í Dan-
mörku með móður sinni.
Úr sveitinni í höfuðstaðinn
Er faðir Öddu, Guðbrandur Magn-
ússon, fékk starf sem forstjóri Áfengis-
verslunar ríkisins flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur. Adda var ekki sátt við
flutninginn í fyrstu og heimsótti jafnan
sveitina á sumrin en eignaðist einnig
góða vini í borginni.
Um tíma leigðum við íbúð í húsinu
á Njálsgötu 65. Í næsta húsi, Njáls-
götu 67, bjó einstaklega góð fjöl-
skylda sem ég sótti mikið til. Þar var
ég alltaf velkomin og Kristín hús-
móðir bauð upp á rjómakökur og
annað góðgæti. Þarna eignaðist ég
eina mína bestu vinkonu, Bíbí. Hún
hét fullu nafni Valgerður Sigurðar-
dóttir og var þremur árum eldri en
ég. Bíbí var svo hög að allt lék í hönd-
um hennar. Hún og pabbi hennar,
Sigurður Sigurþórsson, aðaljárn-
smiður Landssmiðjunnar, smíðuðu
dúkkuhús með alls konar mublum.
Hún saumaði gardínurnar, dúkana
og allt sem til þurfti. Þessi vinkona
mín átti seinna eftir að hafa mest
áhrif allra á líf mitt þegar hún kynnti
mig fyrir mannsefni mínu.
Seinna bjuggum við á Týsgötu 1
þar sem við krakkarnir lágum öll
með dregið fyrir. Þar lærðum við að
ganga á stultum.
Eftir að við komum til Reykjavíkur
varð Kjarval tíður gestur á heimilinu.
Þegar Kjarval vildi halda utan til að
læra myndlist gekkst pabbi ásamt
fleiri fyrir því að safna peningum. Þá
hjálpaði pabbi honum á alla lund.
Jón Árnason bankastjóri sagði
mér eitt sinn að pabbi hefði aldrei
verið neinn bisnessmaður: „Því hann
fór að láta ramma inn myndir Kjar-
vals svo þær seldust betur. En fólk
vildi ekki borga meira og hann sat
uppi með kostnaðinn af römmunum.“
Hann sagði að fólk hefði viljað
kaupa myndirnar óinnrammaðar fyr-
ir lítinn pening og velja síðan ramm-
ana sjálft. Þegar pabbi var að reyna
að selja þessar myndir varð Thor
Jensen hans besti kúnni. Thor kunni
strax að meta Kjarval.
Stóra bomban
Jónas frá Hriflu var annar lands-
þekktur vinur fjölskyldunnar, en Jónasi
þakkar Adda meðal annars að hafa á
unglingsárunum kynnst nýjum bók-
menntaheimi.
Mikil átök voru í íslenskum stjórn-
málum árið 1930. Jónas Jónsson
dómsmálaráðherra átti þá meðal
annars í hörðum deilum við Lækna-
félag Íslands vegna veitinga héraðs-
læknisembætta. Deilurnar náðu há-
marki eftir heimsókn Helga Tómas-
sonar, yfirlæknis á Kleppi, til
dómsmálaráðherrans sem lá heima
með hita og kvef. Geðlæknirinn ýjaði
að orðrómi um að ráðherrann væri
ekki heill á geði. Ráðherrann skrifaði
í framhaldinu grein í Tímann sem bar
heitið Stóra bomban. Grein sú bar
nafn með rentu því allt fór á annan
endann og þjóðin skiptist í fylkingar
vegna málsins.
Helgi Tómasson skrifaði svargrein
í Morgunblaðið þar sem hann lagði til
að skipuð yrði nefnd erlendra sér-
fræðinga til að rannsaka geðheilsu
ráðherrans. Dómsmálaráðherrann
vék þá Helga úr starfi yfirlæknis á
Kleppi. Mikill vinskapur var milli
Jónasar frá Hriflu og Guðbrands
kaupfélagsstjóra.
Þegar ég var komin undir ferm-
ingu lauk veru minni í Landeyjum.
Margt var breytt. Ég fann til í brjóst-
unum á hestbaki. Gamli hundurinn
minn var horfinn og komin lítil tík í
staðinn. Mér fannst sonur bóndans
horfa á mig með skrýtnu augnaráði
og ég ákvað að tími væri kominn til
að kveðja sveitina sem var mér svo
kær.
Pabbi hafði verið virkur í ung-
mennafélagshreyfingunni og var
áhugasamur framsóknarmaður og
eignaðist þar vini fyrir lífstíð.
Meðal þeirra voru Tryggvi Þór-
hallsson og Ásgeir Ásgeirsson. Þeir
voru á líkum aldri og voru um svipað
leyti að koma sér upp fjölskyldum.
Þá bjuggu þeir allir ásamt konum og
börnum í Laufási við Laufásveg, áður
heimili Þórhalls, föður Tryggva, og
Dóru, konu Ásgeirs. Mamma og
pabbi bjuggu í kjallaranum þar og
mikill vinskapur var meðal alls þessa
fólks. Við vorum ævinlega boðin til
Tryggva um hver jól. Seinna varð
hann forsætisráðherra og þá var okk-
ur boðið í ráðherrabústaðinn. Eitt
sinn veiktist pabbi af lungnabólgu
eftir skíðaferð. Að læknisráði vorum
við börnin send að heiman meðan
hann var að jafna sig. Þá var ég hjá
Ásgeiri og Dóru um vikutíma.
Jónas Jónsson frá Hriflu og Guð-
rún kona hans voru miklir heimilis-
vinir. Þau voru mér alltaf góð og þau
tóku mig gjarnan með í sumarbústað
sinn í Hveragerði.
Sungið með Jónasi frá Hriflu
Pabbi talaði við Jónas um allt
mögulegt og þar á meðal mál sem
sneru að okkur börnunum. Hann
sagði Jónasi að ég vildi fara eitthvað
annað í sveit en í Landeyjar.
„Ég veit um staðinn fyrir hana.
Hún þarf að komast í menningu í
Þingeyjarsýslu,“ sagði Jónas og
hvatti pabba til að hafa samband við
Ingólf Bjarnarson alþingismann í
Fjósatungu. Þetta gekk eftir og
ákveðið var að ég færi í Þingeyjar-
sýslu til að kynnast menningu. Um
þetta leyti var Jónas að fara í kosn-
ingaferð norður og ég fékk að fara
með.
Með okkur í bílnum voru þrír aðrir
framsóknarmenn. Meðal þeirra var
Eysteinn Jónsson, seinna formaður
Framsóknarflokksins, og við sungum
mestalla leiðina. Hann bjó reyndar
beint á móti okkur við Ásvallagötuna
og var mikill heimilisvinur. Á leiðinni
var stoppað hjá framsóknarmönnum
og öðrum bændum í Borgarfirði og á
Norðurlandi. Á Akureyri var komið
við hjá Rannveigu Þórs, konu Vil-
hjálms Þórs, og fengum við góðar
móttökur. Ég beið hjá henni á meðan
mennirnir fóru á framsóknarfund.
Upp Vaðlaheiðina sungum við nýtt
dægurlag sem ég kunni að hluta.
Gallinn var sá að ég kunni aðeins
tvær fyrstu hendingarnar. „Glow
little glow warm, glimmer, zimmer,
da, da, da,“ sungum við og trölluðum
þar sem textann vantaði.
Við stoppuðum víða hjá bændum í
Borgarfirði og fyrir norðan. Þess á
milli sungum við ættjarðarlög en með
reglubundnu millibili var sungið há-
stöfum „Glow little glow …“
Kynni af nýjum
menningarheimi
Í Fjósatungu var mér tekið opnum
örmum og það fór eins og Jónas frá
Hriflu sagði að ég kynntist nýjum
menningarheimi. Á bænum var
óvenjustórt bókasafn sem klæddi
heila tvo veggi og þarna lærði ég að
lesa bókmenntir.
Ingólfur valdi bækur sem hann
sagði mér að lesa. Fyrst lét hann mig
hafa Sjómannalíf og bækur Kiplings.
Síðan valdi hann Sögur herlæknisins.
Nýr heimur opnaðist mér og ég bók-
staflega gleypti í mig þessar bók-
menntir. Pabbi átti gott bókasafn
heima en ég hafði lítið lesið af þeim
bókum og lá mest í þýddum skáld-
sögum eftir Somerset Maugham og
fleiri.
Þarna las ég Pilt og stúlku og aðr-
ar gamlar, góðar íslenskar bók-
menntir eftir ráðgjöf Ingólfs.
Ingibjörg, dóttir hans, kenndi mér
margt um náttúruna. Ég fræddist
um gróður og fékk að fara með heim-
ilisfólkinu til grasa snemma um
morgun. Þoka var þegar við lögðum
af stað og landið sveipað dulúð. Mér
fannst sem huldufólk gæti birst þá og
þegar en allt í einu komum við upp úr
þokunni. Á Vaðlaheiðinni blöstu við
breiður þar sem dökk grösin lágu of-
an á lyngi og mosa.
Í Fjósatungu var mikið kveðist á
og ég fór að kveðast á við Ingu sem
var mér nokkru eldri. Ég hljóp gjarn-
„Ó, þú átt svo gott,
fallega íslenska stúlka“
Lífið fram undan. Hallfríður Guðbrandsdóttir í Reykjavík nokkrum árum áður en
hún flutti til Bandaríkjanna. Hún hafði lent milli tanna fólks vegna ástarsam-
bands við bandarískan hermann.
Nýgift og hamingjusöm. Séra Bjarni Jónsson gaf Henry og Hallfríði saman í
heilagt hjónaband. Vegna tungumálaerfiðleika sagði brúðguminn tvisvar já áður
en presturinn bar upp spurninguna.
Hallfríður Guðbrandsdóttir
Schneider er aðeins ein fjöl-
margra Íslendinga sem slit-
ið hafa átthagafjötrana og
reynt fyrir sér í Bandaríkj-
unum, landi tækifæranna.
Reynir Traustason rekur
sögu Hallfríðar frá æskuár-
unum á Íslandi til búferla-
flutninganna til Ameríku.