Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 19
an til annarra heimilismanna og fékk
hjálp. Loks sagði hún hlæjandi: „Ég
er ekki að kveðast á við þig heldur
allt heimilið.“
Ég var tvö sumur í Fjósatungu og
lærði margt sem nýttist mér.
Leyndarmál Henrys
Á hernámsárunum kynntist Adda
eiginmanni sínum, bandaríska her-
manninum Henry Schneider. Sam-
bönd erlendra hermanna og íslenskra
kvenna voru gjarnan litin hornauga
og því hélt Adda sambandi þeirra lengi
leyndu.
Á götum Reykjavíkur voru á
stundum fleiri hermenn en borgarar.
Þeir heilsuðu íslenskum stúlkum á
báðar hendur og spurðu hvernig þær
hefðu það. Jafnt morgna sem miðjan
daga eða kvöld göntuðust hermenn
við stúlkur og mörg ástarsambönd
mynduðust þrátt fyrir að almanna-
rómur dæmdi hart þær konur sem
lögðu lag sitt við dátana. Henry og
Adda hittust á laun en hún var ekki
örugg. Hann var svo leyndardóms-
fullur. Svo kom áfallið. Henry átti sér
aðra sögu en Adda reiknaði með.
Ég heimsótti Bíbí, vinkonu mína, á
Vífilsstaði eins oft og ég gat. Við
Henry hittumst reglulega á laun og
ást okkar virtist blómstra. Eitt sinn
var ég í strætisvagni á leið til Vífils-
staða þegar stúlka sem verið hafði
með manni í Camp Gibraltar settist
við hlið mér og við tókum tal saman.
Þá spurði hún mig af hverju ég væri
með Henry þegar ég gæti valið úr
mönnum.
„Veistu ekki að hann er kvæntur í
Bandaríkjunum?“ spurði hún. Mér
sortnaði fyrir augum og ég sagði
henni að ég tryði þessu ekki en hún
var viss í sinni sök og sagði mér að
spyrja hann.
„Fáðu hann til að taka af sér hring-
inn með bláa steininum,“ sagði hún.
Þegar heim kom hringdi ég í
Henry og bað hann að hitta mig í til-
tekinni skrifstofubyggingu sem ég
vissi að var opin.
„Komdu inn í ganginn og ég verð
þar,“ sagði ég og barðist við grátinn.
Hann kom að vörmu spori
og ég spurði hann vafninga-
laust: „Ertu kvæntur?“
Ég sá að honum brá en
hann byrjaði að þræta.
„Má ég sjá þennan hring?“
spurði ég og benti á bláa
hringinn.
Hann kreppti fingurinn og
virtist vera að upphugsa leið
út úr ógöngunum.
„Ég næ honum ekki af
mér,“ sagði hann en ég gaf
mig ekki og spurði hvort ég
mætti reyna. Hann þráaðist
við og ég fór að gráta. Hann
leit á mig.
„Treystu mér. Ég er orð-
inn svo hrifinn af þér að ég vil
að við giftumst,“ sagði hann.
En ég treysti honum ekki
lengur.
Hann spurði hvort hann
mætti hringja til mín daginn
eftir en ég sagði nei og fór
niðurbrotin heim þar sem ég
grét örlög mín. Viku seinna
hringdi hann og vildi enn
hitta mig. Ég samþykkti það
og enn bað hann mig að treysta sér.
„Ég mun giftast þér,“ endurtók hann
hvað eftir annað.
Ég var alveg vængbrotin en þegar
hann lýsti því að ég væri sú sem hann
elskaði og vildi eiga gafst ég upp og
við tókum upp þráðinn aftur.
Þetta vor var ég á nokkurra mán-
aða námskeiði í Húsmæðraskólanum
á Skólavörðustíg. Þarna voru stúlkur
sem undirbjuggu sig fyrir giftingu.
Ég lærði að sauma og elda. En ég var
óörugg með leyndarmál mitt og
brosti, söng og flautaði til að dylja
áhyggjurnar.
Ertu komin í bransann?
Við Henry hittumst tvisvar í viku.
Sigga systir og ég vorum saman í
herbergi og ég sagði henni að ég færi
út til að hitta vinkonur mínar, rétt
eins og hún.
Eitt sinn sagði ég Helgu systur að
ég ætlaði að hitta Henry og bað hana
að segja að ég væri farin í sauma-
klúbb. Síðan hélt ég til móts við
Henry með saumadótið mitt í hend-
inni. Þegar ég kom heim um kvöldið
beið Sigríður systir mín eftir mér og
henni var mikið niðri fyrir.
„Að þú skulir ekki skammast þín
fyrir að vera komin í bransann,“
sagði hún og augu hennar gneistuðu
af reiði og hneykslan.„Og að þú skulir
gera fjölskyldunni þetta,“ bætti hún
við.
Mér brá og ég spurði hvort hún
væri búin að segja mömmu og pabba
frá þessu.
„Nei, en ég ætla að gera það,“
sagði hún. Ég beið örlaga minna dag-
inn eftir en um morguninn var hún
rólegri og hún þagði.
Pabbi og mamma spiluðu bridds
einu sinni í viku á fimmtudagskvöld-
um. Ég trúði Helgu, yngri systur
minni, fyrir því að ég væri farin að
vera með Ameríkana.
Samband okkar Henrys var orðið
mjög náið á þessum tíma og hann var
farinn að spyrja hvar ég byggi og
vildi kynnast fjölskyldunni. Ég sá
ekki hvernig af því gæti orðið en
ákvað svo að bjóða honum heim. Ég
talaði við Helgu, sem reyndar var
kölluð Lissa, um þetta og sagðist
ætla að bjóða Henry heim næsta
fimmtudagskvöld þegar pabbi og
mamma færu að spila.
Ég ætlaði að gefa honum kaffi í
borðstofunni og bað hana að vera
heima og fylgjast með mannaferðum.
Henni fannst þetta spennandi.
Klukkan hálfníu mætti Henry. Hann
var í hermannabúningi enda var
þeim bannað að vera borgaralega
klæddir. Ég tók af honum yfirhöfnina
og hengdi upp í fataskáp og við geng-
um til borðstofu. Síðan bar ég fram
bakka með því sem mér fannst best.
Ég var auðvitað á nálum enda ekki
æskilegt að upp kæmist að ég væri
með Ameríkana heima. Ekki var lið-
inn langur tími þegar Lissa hrópaði
skelfingu lostin: „Pabbi og mamma
eru að koma!“
Ég varð að vera fljót að hugsa en
sá ekki aðra undankomuleið en fela
Henry í herberginu mínu. Ég sagði
honum að fara upp í einum hvelli og
hljóp fram og sótti húfuna hans og
jakkann. Þetta gerðist á örskots-
stundu og pabbi og mamma komu
inn. Þau lýstu því að ástæðan fyrir
endasleppu briddskvöldi hefði verið
sú að félagi þeirra fékk hjartaslag.
Hjartað barðist í brjósti mínu en
ég reyndi að láta ekki bera á ótta
mínum. Henry var í herberginu mínu
og eina leið hans út var að fara niður
þar sem foreldrar mínir voru.
Fljótlega eftir að þau komu inn
þurfti pabbi að fara á salernið og
hann lagði af stað upp stigann. Ég
hafði lokað dyrunum á herberginu
mínu en það var óvenjulegt því dyr
voru ævinlega opnar ef enginn var í
herbergjunum. Þetta vakti athygli
pabba og hann opnaði herbergið. Ég
fölnaði upp enda ljóst að upp um okk-
ur kæmist. Þegar hann sá Henry
sitja á rúminu mínu greip hann um
brjóst sér og hann blánaði í framan.
„Pabbi, pabbi …!“ sagði ég en
hann svaraði engu en snerist á hæli
og fór inn í sitt herbergi án þess að
segja orð. Hann lagðist fyrir og
næstu klukkustundirnar starði hann
út í loftið með samanbitnar varir og
þagði.
Henry fór auðvitað strax og mér
leið hörmulega enda þótti mér svo
vænt um pabba.
Um nóttina svaf ég illa og daginn
eftir yrti pabbi ekki á mig. Um kvöld-
ið kom hann loks inn í herbergi til
mín alvarlegur í bragði. Hann gerði
mér grein fyrir alvöru þessa máls.
Vildi ég flytja til útlanda, fjarri öllu
sem ég þekkti?
„Hvað veistu um þennan mann?“
spurði hann og ég viðurkenndi að það
væri fátt.
„Muntu geta talað við hann um þau
mál sem þér eru hugstæðust? Getur
hann lesið með þér kvæðin sem þér
þykir vænt um? Mun hann skilja þig?
Hugsaðu þig um í mánuð áður en þú
tekur ákvörðun,“ sagði hann.
Þegar Henry hringdi sagði ég hon-
um frá áfalli pabba og að ég ætlaði að
hugsa mig um.
„Ekki hringja í mig fyrr en eftir
mánuð,“ sagði ég og hann skildi það.
Ég gat varla beðið þess að mán-
uðurinn liði svo við gætum hist aftur.
Þegar umhugsunartíminn var lið-
inn sagði ég foreldrum mínum að ég
vildi halda sambandinu áfram. Henry
væri orðinn mér svo hjartfólginn.
Þau hristu bæði höfuðið en virtu
ákvörðun mína og Henry kom nú oft-
ar.
Við hættum að sækja reglulega
skemmtanirnar í klúbbnum en áttum
þess í stað róleg kvöld heima.
Henry kunni því betur og bauð
mér út að borða og í leikhús.
Skemmtikraftar frá Ameríku komu
og hann bauð mér á skemmtanir
þeirra en það var sjaldnast í hans
kampi. En þar hafði mér þótt gaman
að dansa.
Eitt sinn bauð Henry mér á
skemmtun þar sem leik- og söngkon-
an Marlene Dietrich kom fram. Ég
þurfti að bregða mér á kvennasalern-
ið og þar var söngkonan heimsþekkta
að tosa gúmmímagabelti sitt undir
mjaðmirnar.
Hún leit snöggt á mig. „Ó, þú átt
svo gott, fallega íslenska stúlka. Þú
þarft ekki einu sinni að nota maga-
belti,“ sagði hún.
„Þú kastaðir þínum súlum“
Adda og Henry giftu sig og starfaði
hann hjá bandaríska sendiráðinu á Ís-
landi um tíma, en fyrstu þrjú hjúskap-
arár sín bjuggu þau í íbúð á Laufás-
veginum.
Í júlí 1948 fluttum við alfarin til
Bandaríkjanna þegar Henry bauðst
staða hjá bandaríska utanríkisráðu-
neytinu í Nicaragua. Ég gat ekki far-
ið með honum þangað fyrr en ég væri
orðin bandarískur ríkisborgari.
Ég kveið því óskaplega að fara frá
Íslandi og öllum ættingjum og vinum.
Skömmu áður en við fórum minnti
ég mömmu á málverk sem Kjarval
hafði gefið henni þegar hann kom
heim eftir dvöl í Frakklandi. Þetta
var yndisleg vatnslitamynd af skógi.
Mamma hafði sagt að ég fengi mál-
verkið eftir sinn dag. Ég varð himin-
lifandi. En eftir að ég gifti mig og
minnti hana á þetta sagði hún: „Nú
færðu ekki myndina. Hún fer ekki úr
landinu.“
„Æ, af hverju er ég að flytja?“ voru
viðbrögð mín.
„Þú kastaðir þínum súlum,“ svar-
aði mamma að bragði.
Kjarval kom sjálfur til okkar fær-
andi hendi. Hann gaf okkur mynd
sem hann hafði málað af dæmigerðu
íslensku felli. Sú mynd fylgdi okkur
síðan.
Áður hafði ég keypt mynd eftir
Kjarval á 60 krónur. Ég gaf Henry
hana í afmælisgjöf af því mig langaði
sjálfa í hana. Hann hafði ekki alist
upp við myndlist og kunni lítið að
meta myndina þá og hengdi hana upp
á bak við hurð en ég færði hana fljótt.
Ég hafði lagt fyrir í vinnu minni en
Henry hafði látið konu sína hafa allt
við skilnaðinn, þar með talið ríkis-
skuldabréf sem hann hafði keypt
mánaðarlega í nafni beggja. Ég gift-
ist því manni sem átti sama og ekk-
ert.
Sigríður, systir mín, var búsett í
Bandaríkjunum á þessum tíma. Mað-
ur hennar, Björn Guðbrandsson,
hafði lokið læknisnámi, með barna-
lækningar sem sérgrein en var að
ljúka starfsþjálfun á barnaspítalan-
um í Washington.
Alfarin til Ameríku
Tími var kominn til að kveðja. Eft-
ir grát og faðmlög flugum við í burtu.
Strax fann ég að þaðan í frá myndi
Henry ráða.
Þegar við lentum á La Guardia-
flugvelli í New York var hitinn 38 stig
á Celsius. Þar tóku systur Henrys,
Caroline og Helen, fallegar skrif-
stofustúlkur, á móti okkur ásamt
bróður hans, Harold. Öll voru systk-
inin alin upp í fátækt en komu sér
áfram í lífinu með dugnaði sínum og
gáfum.
Í gegnum vinskap hafði Caroline
útvegað okkur herbergi í Essex
House við Central Park en þau
bjuggu öll í New Jersey, hinum meg-
in við Hudsonfljót. Útsýnið úr litla
herberginu var fagurt. Þaðan sást yf-
ir garðinn og háu byggingarnar.
Við vorum 10 daga í New York þar
sem ég undraðist hitann, fólksfjöld-
ann og glæpina. Um tíma dvöldum
við nálægt systkinum Henrys í New
Jersey sem öll tóku mér vel. Þá
keyptum við bíl og ókum til höfuð-
borgarinnar, Washington D.C. Þar
var áformað að við dveldum í mánuð
og við leigðum íbúð með húsgögnum
nálægt Sigríði og Birni. En mér leist
ekki á blikuna því íbúðin var morandi
af kakkalökkum og flóm. Kvikindin
voru jafnvel í rúminu. Við systurnar
hittumst eins oft og mögulegt var en
samt leiddist mér framan af og ég
saknaði Íslands. Þá skruppum við í
heimsókn til Arts og Lídu sem voru
búin að eignast son. Þau bjuggu hjá
móður hans og ég vorkenndi Lídu að
þurfa að búa inni á tengdamóður
sinni. Art starfaði sem ráðgjafi fyrr-
verandi hermanna við að kenna þeim
landbúnaðarstörf.
Henry þurfti að kynna sér allt um
Nicaragua og ég las sögu Bandaríkj-
anna í því skyni að standast skilyrði
til að verða ríkisborgari.
Einhvern tíma var ég að kvarta yf-
ir vondu lofti, vatni, pöddum, hita,
raka, of mörgum trjám og kynþátta-
hatri.
Kona sem ég var að tala við spurði
af hverju ég færi þá ekki bara heim
til míns lands.
Mér leið illa yfir því að sitja fremst
í strætisvagni og horfa á svarta fólkið
sem varð að vera aftur í vagninum.
Ég skildi ekki ástæður þess að skilti
voru hingað og þangað sem vísuðu
svörtu fólki frá. „Aðeins fyrir hvíta“
eða „Enga negra“ voru algengar
áletranir. Ég spurði Henry hvar
blessað fólkið borðaði og athafnaði
sig eiginlega. Hann bað mig að vera
ekki að dæma um kynþáttahatur því
ég bæri lítið skynbragð á pólítík og
trúmál í þessu landi.
Ég fór eitthvað að væla við
mömmu yfir að ég vildi að ég væri
heima á Íslandi, svaraði hún sem fyrr
ákveðin: „Þú kastaðir þínum súlum.“
Svo ég kvartaði ekki meir og ég
ákvað að standa mig og hætta allri
sjálfsvorkunn. Enda vissi ég sem var
að frá Henry færi ég aldrei.
Jóhannes Kjarval listmálari hafði mikið dálæti á Hallfríði Guðbrandsdóttur sem hann kallaði bússírollu. Hann var tíður
gestur á heimili foreldra hennar og lék þá við börnin. Kjarval málaði Hallfríði þegar hún var fjögurra ára. Hér er Hallfríður
Schneider með portrettið sem fylgt hefur henni alla tíð.
Kaupfélagsstjóradóttirin Hallfríður Guð-
brandsdóttir á æskuárum.
Bókin Ameríski draumurinn, Íslend-
ingar í landi tækifæranna, er gefin út af
Nýja bókafélaginu og segir hún sögu
nokkurra Íslendinga sem flutt hafa bú-
ferlum vestur um haf. Höfundur er Reyn-
ir Traustason. Bókin er 248 bls. að lengd.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 19
Öðruvísi
aðventukransar
Sjón er sögu ríkari
Jól 2001
Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090