Morgunblaðið - 18.11.2001, Page 26
ÞAÐ er ekki algengt að sjá mál-
verkasýningu með svo nýlega mál-
uðum myndum að líkja megi við
fréttamyndir. Þetta má þó sjá á
myndlistarsýningu Guðmundar
Björgvinssonar en í það minnsta 2
myndir á sýningu hans kallast á við
aðrar myndlistarsýningar sem eru í
gangi á sama tíma eða er nýlokið.
Þetta eru myndirnar „Spáð í grjót-
hrúgur á gólfi Kjarvalsstaða“ og
„Tveir menn drepast úr leiðindum í
Listasafninu“. Fyrrnefnda myndin
er greinilega af verki Kristjáns Guð-
mundssonar á Kjarvalsstöðum sem
nú stendur yfir, auk þess sem mann-
verurnar á myndinni eru tilvísun í
ljósmyndaverk Sigurðar Guðmunds-
sonar, bróður Kristjáns, en báðir
njóta þeir viðurkenningar fyrir verk
sín á sviði nútímamyndlistar. Sögu-
svið síðarnefndu myndarinnar er
Listasafn Íslands eins og titillinn
ber með sér, og sýnir menn liggj-
andi á gólfinu, „dauða úr leiðind-
um“, á sýningunni Naumhyggja,
sem er nýlokið. Af titlinum að dæma
er hægt að álykta sem svo að sú
sýning hafi ekki verið Guðmundi að
skapi, enda er mörgum í nöp við
naumhyggjuna. Ég veit ekki hvað
þessi „samtímaspegilsstíll“ segir um
list Guðmundar, alltént er hann
fljótur að bregðast við þegar honum
finnst þörf á og málar í einu snar-
hasti og hengir upp á sýningu. Þetta
eru athyglisverð vinnubrögð, en
hættan við myndir sem vísa jafn
sterkt í ákveðnar tímabundnar
uppákomur er að gildi þeirra þegar
fram í sækir verði lítið sem ekkert,
líkt og er með skopteikningar í blöð-
um sem birtast í hita þeirra atburða
sem efst eru á baugi á hverjum
tíma. Líkingin við skopteikninguna
er heldur ekki fráleit þar sem húm-
or og létt háð einkennir þessi verk,
og reyndar fleiri myndir á sýning-
unni.
Eitt meginstíleinkenni í verkum
Guðmundar er einhæf og oft þreyt-
andi notkun hans á fjarvídd og
mætti hann fara sparlegar með
þessi áhrif. Guðmundur nær oft að
skapa fallega birtu í myndum sínum
en stundum er eins og hann fari yfir
strikið og litanotkunin verður þá
heldur glannaleg.
Myndirnar skiptast í stílfærðar
samtímasögur og skáldskap og fant-
asíu, alls 18 að tölu og misjafnar að
gæðum. Sumar eru mjög áhuga-
verðar og búa yfir einhverri sagna-
gáfu á meðan aðrar eru innantómar
og persónuleikalausar. Þegar lista-
manninum tekst best upp er brodd-
ur, ádeila, háð eða sérstök stemning
í myndunum og á það við um verkin
„Spáð í grjóthrúgur á Kjarvalsstöð-
um“, „Tveir menn drepast úr leið-
indum í Listasafninu“, „Skrautlegar
umbúðir utan um ekkert“, „Maður
fellur í trans á heimili sínu“ og
„Bóklestur“.
Fréttamyndlist
MYNDLIST
G a l l e r í R e y k j a v í k
Opið virka daga kl. 13–18,
laugardaga kl. 11–18, sunnudaga
kl. 13–16. Til 21. nóvember.
MÁLVERK
GUÐMUNDUR
BJÖRNSSON
Þóroddur Bjarnason
Tveir menn drepast úr leiðindum í Listasafninu.
LISTIR
26 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KAU
PBÆTIR
Gljái á varir
allra kvenna
Kaupir þú tvennt
frá Oroblu, fylgir
Varagljái frá
ROSE CHANDAL
Tilboð í
öllum
verslunum
LYFJU
Kynning í dag, sunnud. 18. nóv. kl. 12-16
í LYFJU Smáralind
Á morgun, mánud. 19. nóv. kl. 14-18
Í LYFJU Smáralind
Þriðjud. 20. nóv. kl. 14-18
Í LYFJU Lágmúla
Miðvikud. 21. nóv. kl. 14-18
Í LYFJU Smáratorgi
EITTHVAÐ stórkostlegt en þó um
leið svo einfalt og látlaust einkennir
myndröðina Still Water (The River
Thames for Example), eftir banda-
rísku listakonuna Roni Horn. Mynd-
röðin sem nú prýðir veggi Gallerís i8
er einstæð tilraun til að flétta saman
mynd og máli í eina órofa heild. Með
þessum myndum kallast listakonan á
við höfunda miðaldahandritanna;
hina miklu lýsingameistara klaustr-
anna sem leituðust við að bregða upp
samnefnara texta og teikninga á síð-
um skinnhandritanna.
Með númeruðum neðanmálsgrein-
um, offsettprentuðum undir ljós-
myndum af vatnsfleti Thames-árinn-
ar í Lundúnum tekst Horn á við
lýsingar í eiginlegri, nútímalegri
merkingu, um leið og hún vísar til
hins forna skilnings á hugtakinu.
Númerum neðanmálsgreinanna er
haganlega fyrir komið í ljósmyndun-
um þar sem þau fljóta illgreinanlega í
yfirborðinu líkt og staðfesting á hug-
renningum og myndlestri listakon-
unnar. Hvað er það sem flýgur gegn-
um hugann þegar horft er í hringiðu,
straumfarir og ýfingar fljótsins á veg-
ferð þess um borgarland höfuðstaðar
hins gamalgróna konungs- og heims-
veldis?
Upp koma allar þær margbreyti-
legu hugrenningar sem tengjast slíku
vatnsfalli; aldagamalli sögu þess;
leyndardómum rennslisins; fegurð og
ljótleika; harmsögulegum atburðum
tengdum drukknun og drekkingum;
hreinleik og mengun; og spurningum
um mikilvægi vatnsbúskaps og sam-
gangna. Thames leiðir hugann að öðr-
um þekktum vatnsföllum; Nílarfljóti;
Amazon; Ganges og Missisippi; jafn-
vel að íslenskum ám, einkum jökul-
móðum, sem einnig eru ógagnsæjar,
hálfgagnsæjar og gruggugar, án þess
þó að mengun komi upp í hugann.
Og Roni Horn spyr sig áleitinna
spurninga um Ísland og fallvötn þess,
um leið og hún bregður upp ljós-
myndum af hinni þekktu lífæð Lund-
únaborgar. Á frábæru upplestrar-
kvöldi í fyrirlestrasal Listaháskóla
Íslands í Laugarnesi, þar sem hún
sannaði hvílík skáldkona og upplesari
hún er, tengdi Horn Still Water-
syrpu sína áhyggjum af fyrirhuguð-
um áætlunum um stórfellda umbylt-
ingu íslenskra vatnsfalla á hálendinu
og spurði sig um nauðsyn þess að
raska þannig ósnortinni náttúru með
óafturkræfum hætti.
Sumar myndirnar af Thames eru
dökkar líkt og harmsögurnar sem
fljótið geymir. Með ljóðrænum og al-
vöruþrungnum hætti færir Horn
okkur heim þau tíðindi að áin sé kjör-
lendi sjálfsvíga og fórnarlömbin komi
oft langt að til að fleygja sér í dimman
strauminn. Aðrar myndir bera með
sér birtu líkt og vonarglætu. Sem
slíkar minna þær óneitanlega á im-
pressiónískan leik með glaðlega sól-
stafi og speglun á vatnsfletinum.
Þannig eru þessar myndir eins og
hugur manns. Þær undirstrika að við
erum að mestum hluta einnig búin til
úr vökvum sem flæða um okkur eins
og fljót.
Þegar öll kurl koma til grafar
minna þessi Kyrru vötn Roni Horn
okkur á summu verka hennar, en stór
hluti þeirra snýst um vatn, vötn og
flæði. Rennandi uppsprettur er nán-
ast hægt að lesa sem leiðarstef úr lífs-
starfi hennar. Um leið skilst áhorf-
andanum hve nátengt flæðið er
upplestrinum – resitatífinu – og text-
anum. Áin myndar hvikult mynstur á
yfirborðinu líkt og prentletur á hvítu
blaði. Hægt er að rekja sig eftir hin-
um ýmsu leiðum frá einum hluta til
annars, ekki ósvipað og þegar lína er
dregin eftir númerum frá einum til
hæstu tölu svo úr verður kerfi. En
það kerfi verður aldrei höndlað sem
eitt og óbreytanlegt, ekki frekar en
hugurinn og gárað yfirborð hins
grugguga vatns.
Með sínum Kyrru vötnum hefur
Roni Horn – þessum formsækna
listamanni – tekist að leysa upp
landamærin milli tveggja ósættan-
legra listgreina, sjónlistarinnar og
bókmenntanna, og skapa úr þeim eitt
órofa sístreymi.
Orðin í ánniMYNDLISTG a l l e r í i 8 ,K l a p p a r s t í g
Til 12. janúar. Opið þriðjudaga til
laugardaga frá kl. 13–17.
LJÓSMYNDAVERK
RONI HORN
Frá sýningu Gallerís i8 á myndröðinni Still Water, eftir bandarísku listakonuna Roni Horn.
Halldór Björn Runólfsson
M O N S O O N
M A K E U P
litir sem lífga
Fyrirlestur og
námskeið í LHÍ
TILRAUNAELDHÚSIÐ kynnir
starfsemi sína í Listaháskóla Íslands,
Laugarnesvegi 91 nk. mánudag, kl.
12.30. Félagar í Tilraunaeldhúsinu
eru meðal annars þekkt fyrir að tefla
saman listamönnum úr ólíkum list-
greinum.
Valgerður Tinna Gunnarsdóttir
iðnhönnuður og kennari við LHÍ
fjallar um sýninguna „Kollur í kass-
anum“ í Skipholti 1 nk. miðvikudag,
kl. 12.30. Sýninguna vann hún í sam-
starfi við Karen Chekerdjian kollega
sinn í Beirut og um þátttöku þeirra í
hinni árlegu húsgagnasýningu Salone
Del Mombile í Mílano í apríl 2001.
Námskeið
Á námskeiði sem nefnist „Form-
líming“ verða kennd undirstöðuatriði
í gerð húsgagna þar sem notuð er
formlíming. Námskeiðið hefst nk.
miðvikudag. Kennar er Daníel Þ.
Magnússon myndlistarmaður.
Leikstjórn – sögulegt ágrip nefnist
námskeið þar sem Sveinn Einarsson
leikstjóri mun gefa innsýn í starf og
hlutverk leikstjóra. Námskeiðið hefst
26. feb. Kennt verður í Skipholti 1.
Lesið úr bókum
UPPLESTRARKVÖLD verður á
vegum bókaforlagins Bjarts í kvöld
kl. 20.30 í Húsi Málarans.
Þeir sem koma fram eru: Rakel
Pálsdóttir sem les úr bók sinni Kött-
urinn í örbylgjuofninum, flökkusög-
ur úr samtímanum, Bragi Ólafsson
les úr skáldsögu sinni Gæludýrin,
Jón Kalman Stefánsson les úr skáld-
sögunni Ýmislegt um risafurur og
tímann Steinar Bragi les úr ljóða-
bókinni Ljúgðu gosi ljúgðu. Óskar
Árni Óskarsson les úr prósasafninu
Lakkrísgerðinni. Kynnir er Huldar
Breiðfjörð. Aðgangur ókeypis.
♦ ♦ ♦