Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 27 ÞRJÁR fyrrverandi skólasystur minnast skóladaga sinna í Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands 1964– 1966 með sýningu … segir í inn- gangi að sýningu þeirra Ingema Andersen frá Noregi, Lailu Aasand Björnsson sem er norsk, búsett í Ástralíu, og Katrínar Pálsdóttur frá Íslandi. Það fyrsta sem mætir sýn- ingargesti á leið upp í sýningarsal- inn eru úrklippur og myndir frá þessum tíma þeirra í MHÍ en meiri er tengingin við fyrri tíma ekki, sem eru vonbrigði. Ég vonaðist satt að segja eftir því að hér væri unnið með endurfundi og liðna tíma en í stað þess er hér um samsýningu að ræða þar sem ólíkar listakonur setja þrjár einkasýningar saman í eina með þeim afleiðingum að engin þeirra fær að njóta sín. Það er ein- faldlega of mikið að hengja 51 verk upp í þessum sýningarsal! Sýningin minnir á uppstillingu í gjafavörubúð þar sem fátt grípur augað. Áhugaverðust af verkum Ingema eru nokkur lagleg hálsmen, númer 1–4, þar sem unnið er út frá lyngi og náttúru. Laila Björnsson sýnir litlar grafíkmyndir frá ólíkum stöðum í heiminum, eins konar list þess er víða ratar. Myndirnar eru heldur átakalitlar en myndir nr. 13–16 bera af, þær búa yfir dul- magni og dramatík. Katrín Páls- dóttir sýnir ýmis glerverk, skálar og veggplatta sem og borðbúnað, sem var áberandi mest spennandi. Sérstaklega þóttu mér diskarnir laglegir en þar eru japönsk áhrif greinileg. Það er gaman að koma saman og minnast liðinna tíma en í þessu til- felli hefði verið betra fyrir listakon- urnar að hittast yfir kaffibolla í ein- rúmi og útkljá þau mál. Síðan hefði mátt finna sér rúmgóðan sal til að sýna í undir réttum formerkjum. Einungis þriðjungur sýningar- skrárinnar er á íslensku, sem er af- leit þjónusta. Íslensk listhús eiga að bjóða upp á upplýsingar á íslensku. Skólasystur hittast MYNDLIST L i s t h ú s Ó f e i g s Ingema Andersen, Laila Björnsson og Katrín Pálsdóttir. Opið virka daga frá kl. 10–18 og laugardaga frá kl. 11–16. Til 21. nóvember. GRAFÍK, GLERLIST OG SKARTGRIPIR „Tyttebærtua“ eftir Ingema Andersen. Þóroddur Bjarnason NÚ stendur yfir sýning Ingunnar Jensdóttur í Litla-salnum í Hvoln- um, sem hún kallar kveðjusýningu. Þar sýnir hún 30 myndir, bæði vatnslitamyndir og silkimyndir. Viðfangsefnin eru ýmis en stór hluti myndanna er þó úr héraðinu. Ing- unn og eiginmaður hennar, Friðjón Guðröðarson sýslumaður, hyggjast nú flytja burt úr héraðinu eftir 16 ára búsetu á Hvolsvelli. Ingunn hef- ur á undanförnum árum lagt listalíf- inu í Rangárþingi mikið lið, hún hef- ur haldið ýmiss konar listnámskeið og leikstýrt víða um Suðurland. Um þessar mundir leggur hún Hvols- skóla lið en þar er verið að setja upp nokkur atriði í söngleiknum Bugsy Malone. Sýning Ingunnar í Hvoln- um verður opin um helgina. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Hér er Ingunn Jensdóttir á myndlistarsýningu sinni í Hvolnum ásamt tveimur vinkonum, Margréti Ísleifsdóttur og Guðfinnu Helgadóttur. Ingunn sýnir í Hvolnum Hvolsvelli. Morgunblaðið. Aukasýn- ingar á Töfra- flautunni AUKASÝNINGAR á Töfra- flautunni í Íslensku óperunni verða 23. og 24. nóvember og eru það allra síðustu sýningar, en að þeim loknum hverfa söngvararnir til annarra starfa heima og heiman. Í helstu hlutverkum eru söngvararnir Guðjón Óskars- son, Finnur Bjarnason, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Kjart- an Sigurðarson, Xu Wen og Guðrún Ingimarsdóttir. Bryddað var upp á þeirri ný- breytni að hafa nokkrar fjöl- skyldusýningar, þar sem yngstu áhorfendunum var boðið að koma og hitta fuglafangarann Papagenó (Ólaf Kjartan Sigurð- arson) áður en sýning hófst. Féll það í góðan jarðveg hjá börn- unum, sem m.a. tóku lagið með Papagenó og lærðu að hrópa bravó með miklum tilþrifum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.