Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BETRI heilsa – Betra líf er eftir dr. John Briffa. Helga Þórarins- dóttir íslenskaði. Í bókinni er að finna upplýsingar um ólíkustu sjúk- dóma og kvilla, einkenni þeirra og orsakir. Þá er gerð grein fyrir hvers konar fæði hentar best til að verjast sjúkdóm- unum, hvaða fæði ber að varast og rækilega fjallað um þau vítamín, steinefni og önnur bætiefni sem hafa skilað góðum árangri í barátt- unni við þá. Auk þess er í bókinni að finna töflur þar sem gerð er grein fyrir virkni og notkun bætiefn- anna, svo og hvað beri að varast. Einnig eru í bókinni töflur um hvern- ig bætiefnin henta ólíkum aldurs- skeiðum. Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Bókin er 112. bls. prentuð í Portúgal. Helgi Ólafsson gerði kápu. Verð: 2.490 kr. Heilsa  LITRÓF lífsins er eftir Önnu Kristine Magn- úsdóttur. Fimm konur segja Önnu Krist- ine frá atburðum sem settu mark sitt á þær og breyttu sýn þeirra á tilveruna. Í kynningu segir m.a.: „Allar eiga konurnar mikla lífsreynslu að baki en eiga það sameiginlegt að hafa ekki látið bugast við erfiðleikana heldur standa þær eftir sterkari en áður.“ Anna Kristine er kunn fyrir viðtöl sín í útvarpi. Viðmælendur hennar í þessari bók eru Anna Margrét Jóns- dóttir, Sigríður Geirsdóttir, Þuríður Billich, Sigurjóna Marsibil Lúth- ersdóttir og Margrét J. Pálmadóttir. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 154 bls., prentuð í Odda.Jim Smart og Páll Stefánsson tóku myndir á kápu. Kápu hannaði Loftur Ó. Leifsson. Verð: 4.280 kr. Lífsreynsla BÓKIN Ljós- myndarar á Íslandi 1845-1945 er eftir Ingu Láru Bald- vinsdóttur. Höfundur leiðir les- endur gegn- um fyrstu öld ljósmyndunar á Ís- landi. Saga ljósmyndunar er sögð frá frumskeiði hennar um miðja 19. öld og fram til stríðsloka. Til hag- ræðis fyrir erlenda lesendur hefur þessi bókarhluti verið þýddur á ensku. Í sérstöku ljósmyndaratali er gefin mynd af öllum sjálfstætt starfandi ljósmyndurum á tíma- bilinu og birt sýnishorn ljósmynda eftir hvern og einn þeirra. Bókina prýða hátt á fimmta hundrað ljósmyndir sem sýna þróun ljósmyndunar og veita jafnframt sýn á þjóðina og sögu hennar. Allar myndir ljósmyndaranna eru birtar óbreyttar og í upprunalegum lit og margar þeirra hafa ekki áður birst á prenti. Inga Lára lauk BA-prófi í sagn- fræði og fornleifafræði frá Univers- ity College í Dublin árið 1979 og cand. mag. prófi í sagnfræði frá Há- skóla Íslands árið 1984. Hún er nú deildarstjóri myndadeildar Þjóð- minjasafns Íslands. Útgefandi JPV útgáfa í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Bókin er 519 bls., í stóru broti, prentuð í Odda hf. Inga Lára Baldvinsdóttir og Ívar Brynjólfsson önnuðust myndaval. Anna Yates og Helen S. MacLean sáu um enska þýðingu. Verð: 12.980 kr. Ljósmyndarabók FERJUÞULUR, rím við bláa strönd er heiti hljóðbókar sem Valgarður Eg- ilsson hefur sent frá sér. Auk ljóðalesturs höf- undar er einnig að finna lestur hans á Sögunni af Hakanum Hegg. Í tilkynningu frá útgefanda segir: „Valgarður Egilsson flytur okkur sögu – með músíkalskri hrynjandi, óreglulegri – af för sinni með ferj- unni upp á Skaga. Farþeginn horfir til allra átta og hugmyndaflugið er óhamið. Þulur voru vinsælt form áð- ur – eins konar frásöguljóð; hljóm- fallið stundum breytilegt. Þær höfðu á sér blæ ævintýrisins.“ Hljóðbókin er á geislaplötu í vandaðri öskju og fylgir texti bæði þulu og sögu í innbundnu hefti. Dreifingu annast Japis. Ljóð ÞAÐ telst ávallt til viðburða þegar meistarastykki Oliviers Messiaens, Kvartett um endalok tímans, er flutt á tónleikum. Svo var einnig um tón- leikana í Bústaðakirkju fyrir réttu ári. Tónleikagestir voru þar augljós- lega djúpt snortnir og var undirrit- aður ekki undanskilinn enda kvart- ett þessi einstaklega áhrifaríkur og hljóðfæraleikaranir fjórir virtust vera eitt með verkinu. En hljóðnem- inn er miskunnarlaus og nemur allt, líka minnstu mistök sem hefðu örugglega verið lagfærð í hefðbund- inni stúdíóupptöku. Hljóðritanir á tónleikum hafa óneitanlega marga kosti og þá fyrst og fremst þá að þar er augnablikið fangað og þar er tón- listin hrein og ómenguð. Ekkert svindl í gangi. En ókostirnir eru hins vegar að þar verður engu leynt. Kvartett um endalok tímans kann að vera aðgengilegt verk fyrir hlust- endur en gerir miklar kröfur til flytj- enda hvað varðar rytmíska ná- kvæmni, snerpu og samspil yfirleitt. Og auk þessa hafa fiðlan, sellóið og klarínettan hvert um sig afar erfið einleikshlutverk. Af klarínettuleik- aranum er krafist mikillar tækni- legrar leikni sem Einar Jóhannesson rís fullkomlega undir. Og ætti reynd- ar ekki að koma neinum á óvart. Af mörgu er að taka ef tíunda á snilld- arleik Einars en hér verður aðeins nefndur þriðji kaflinn, Hyldýpi fuglanna sem er saminn fyrir klarín- ettuna eina. Leikur Einars er hér í einu orði sagt óviðjafnanlegur. Tæknilegt öryggi hans er slíkt að undrum sætir og sjaldan hefur mað- ur heyrt aðra eins dýnamík (hlustið t.d. á 2:36–3:30 í þriðja kafla). Fiðlu- leikarinn, Sigrún Eðvaldsdóttir, á líka eftirminnilega og fallega ein- leikstakta í lokakaflanum, Lofsöng um ódauðleika Jesú. Hlutverk fiðlu- leikarans er geysilega krefjandi í þessari löturhægu tónlist – þessir löngu, liggjandi og brothættu tónar eru aðeins á færi snjöllustu hljóð- færaleikara. Hér sannast svo ekki verður um villst að það er fleira en tæknisýningar og hraðir skalar sem eru vandasamir í hljóðfæraleik. Fimmti kaflinn, Lofsöngur til eilífð- ar Jesú, er einnig mjög hægur og reynir mikið á sellóleikarann. Leikur Richards Talkowsky er innilegur og oft fallega mótaður en á köflum er inntónun ekki alveg örugg. En að sjálfsögðu ber að hafa í huga að hér er um tónleikaupptöku að ræða og því verður ekkert aftur tekið. Píanó- leikarinn Folke Gräsbeck er öryggið uppmálað en leikur hans í þessum kafla er þó óþarflega þungstígur á köflum. Samleikur fjórmenninganna er yfirleitt prýðilegur, rytmískt lif- andi og snarpur eins og glöggt má heyra í fjórða kafla, Millispili, og ekki síður í þeim sjötta, Ofsafengn- um dansi fyrir lúðrana sjö, þar sem hljóðfæraleikararnir spila einradda og líkja eftir lúðrum, málmgjöllum og öðru slagverki. Þetta er tónlist sem meitluð er í grjót. Hljóðritanir á æskuverki Shost- akovich, Píanótríói nr. 1 frá 1923, liggja ekki á lausu og því er veruleg- ur fengur í flutningi þeirra Sigrúnar Eðvaldsdóttur, Richards Talkowsky og Folke Gräsbeck. Tríóið er frum- raun tónskáldsins á sviði kammer- tónlistar og er það skemmtilega óör- uggt í stíl – þar má heyra dæmi- gerðan Shostakovich (0:00–3:13 og þá sérstaklega kaflinn frá 1:17–2:00), og einnig ósvikna síðrómantík (t.d. 5:08–7:19) sem hæglega gæti hafa komið úr handraða tónskálda eins og Gabriel Fauré. Þótt flutningur þeirra félaga sé ekki alveg hnökra- laus er heildaryfirbragðið afar sann- færandi og seint verða þau sökuð um að lifa sig ekki inn í viðfangsefnið. Nægir í þessu sambandi að benda á rafmagnað niðurlag verksins (nr. 9 frá 12:24 til enda). Þessi nýi diskur hefur sína kosti og galla en ég er ekki í vafa um að kostirnir vega gallana upp. Og hvað sem öðru líður er hann heimild um merkilega tónleika. TÓNLIST G e i s l a p l ö t u r Olivier Messiaen: Kvartett um endalok tímans (1941). Dmitri Shostakovich: Píanótríó nr. 1 (1923). Flytjendur: Einar Jóhann- esson (klarínett), Folke Gräsbeck (píanó), Richard Talkowsky (selló) og Sigrún Eðvaldsdóttir (fiðla). Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Tekið upp á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins 1. október 2000. Heildartími: 65:13. Útgefandi: Edda, miðlun og útgáfa – ÓMI klassík 002. UM ENDALOK TÍMANS Heimild um merkilega tónleika Valdemar Pálsson MYNDLISTARSÝNINGIN Af ljósi stendur nú yfir í Safnahúsi Borg- arfjarðar og stendur til 30. nóv- ember. Listamaðurinn Björk Jó- hannsdóttir er fædd og uppalin á Hólmavík en er nú búsett í Borg- arnesi. Þetta er fjórða einkasýning Bjarkar og hún hefur tekið þátt í einni samsýningu. Verkin á sýning- unni eru vatnslitamyndir sem allar eru trúarlegs eðlis. Um tuttugu verk eru englamyndir, en eins og segir í kynningu eru englar „boðberar ljóssins, Guðs almáttugs“. Tólf myndir eru í þemanu Maður í ljósi náttúru en þær eru þakkargjörð til skapara jarðarinnar. Stærstu tvö verkin heita Meistarinn og Móðir. Morgunblaðið/Guðrún Vala Björk Jóhannsdóttir stendur á milli verkanna Meistarinn og Móðir. Englamyndir í Safnahúsi Borgarnesi. Morgunblaðið. ÞEIR eru yndislegir félagarnir Elling og Kjell Bjarne. Ekki alveg einsog fólk gerist flest, eiginlega einsog krakkar eða unglingar. Enda hittast þeir á sérstöku heimili fyrir geðfatlaða, og verða bestu vinir. Þeir fá síðan sína eigin í búð í Osló þar sem þeir hefja lífið, læra að vera full- orðnir og það gengur á ýmsu. Flestar myndir sem gerðar eru um geðfatlaða eru dramatískar og átakanlegar, Englar alheims, Some Voices, Girl Interupted, enda um sorglegan og erfiðan sjúkdóm að ræða. Það er gaman að sjá hversu skemmtilega og fyndna mynd Peter Næss hefur tekist að gera með fullri virðingu fyrir persónum sínum. Enda eru þeir félagarnir alveg dásamlegir, sérlega vel leiknir, trú- verðugir og lausir við allar klisjur. Eiginlega fannst mér Kjell Bjarne trúlegri týpa, sem léttheimskur bel- jaki með stórt hjarta og mikla kyn- hvöt. Elling er meiri sérviskupúki og tilfinningavera, sem býr yfir mikilli þekkingu á ótrúlegustu hlutum en vinnur úr henni á sinn einstaka máta. Um leið og Elling er bráðfyndin mynd er hún falleg mynd um ein- mana og öðruvísi fólk sem finnur hvort annað. Súrkáls- skáldið og vinir þess KVIK- MYNDAHÁTÍÐ H á s k ó l a b í ó ELLING  Leikstj: Peter Næss. 89 mín. Noregur 2001. Hildur Loftsdótt ir VIÐ fótskör meistarans er skáldsaga eftir Þorvald Þor- steinsson. Þorvaldur er kunnastur fyrir barnabækur sín- ar um Blíðfinn. Í kynningu seg- ir m.a.: „Sagan er um allt þetta ein- staka fólk sem aldrei er í frétt- unum. Aldrei birtist í Séð og heyrt. Fólk sem ætti kannski með réttu að vera í brennidepli umræðunnar alla daga. Hún fjallar um Harald, sem stöðugt gefur í skyn að hann standi á bak við uggvænlegar fréttir í blöðunum, handrukkarann Snata, sem leggur drög að hverju handrit- inu á fætur öðru í þeim tilgangi að bjarga íslenskri kvikmyndagerð, en þó einkum um hinn fjölhæfa Þráin, sem gengur um með frjórri skáld- skap en orð fá lýst í blautum plast- poka.“ Útgefandi er Bjartur. Bókin er 160 bls., prentuð í Odda hf. Kápu- gerð annaðist Þráinn Valgeirsson. Verð: 3.980. Skáldsaga JÖKLALEIKHÚSIÐ er skáldsaga eftir Steinunni Sigurð- ardóttur. Þar segir frá leikfélagi á Pap- eyri sem ræðst í að setja upp Kirsuberjagarð Tsjekovs með karlmenn í öllum hlutverkum. Bæj- arhöfðinginn verður svo hugfanginn af leikritinu að hann byggir heilt leik- hús því til dýrðar. Að sunnan kemur framsækinn leikstjóri með nýjar hug- myndir og karlarnir keppa um hlut- verkin, þótt það kosti afkynjunar- æfingar og ýmsar atlögur að karlmennskunni. Bygging leikhúss- ins og uppfærslan á Kirsuberjagarð- inum kemur róti á bæjarbúa, hjörtun slá örar og þá er hvorki spurt um kyn, þjóðerni, aldur né hjónabandsstöðu. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 280 bls., prentuð í Odda. Kápu hannaði Ragnar Helgi Ólafsson. Verð: 4.490 kr. Skáldsaga KVIKMYNDIN Angel Eyes (Vökul augu) kemur dálítið skemmti- lega á óvart, að minnsta kosti ef maður hefur búist við að þar væri enn ein Hollywood-spennumyndin á ferðinni. Myndin hefur reyndar um- gjörð harðsnúinnar löggumyndar, þar sem aðalpersónan, Sharon (Jennifer Lopez), er lögreglukona í glæpaborginni Chicago. Sjálf er hún alin upp í lakari hluta borgarinnar og ber innra með sér þungar byrðar þess heimilisofbeldis sem hún bjó við í æsku. Og þótt brugðið sé upp mynd af hörðum veruleika löggæslustarfs- ins snýst atburðarásin fyrst og fremst um innri átök sögupersón- annna. Sagan fer áhugaverða leið í þessari könnun sálardjúpa fólks sem hefur upplifað óbærilegar sorgir. Þannig kynnist Sharon dularfullum manni, sem kallar sig Catch (Jim Caviezel) og virðist enga fortíð eiga sér. Raunin er hins vegar sú að Catch er í nokkurs konar afneitunar- ástandi eftir skelfilegt áfall. Það sem er tvímælalaust athygl- isvert við þessa kvikmynd er hvernig hún smám saman bregður birtu á persónur sögunnar. Í fyrstu kynn- umst við þeirri hlið sem þær hafa komið sér upp til að takast á við hið daglega líf, en smám saman kemur undirlagið í ljós. Þetta tekst mjög vel með Sharon, sem Jennifer Lopez túlkar á traustan og sannfærandi hátt. Jim Caviezel er öllu minna sannfærandi í hlutverki sínu sem Catch, kannski er bara um óheppni að ræða, en stóran hluta myndarinn- ar lítur hann fremur út fyrir að vera perralegur en harmþrunginn. Hin dramatísku átök myndarinnar, þótt áhrifarík séu á köflum, eru jafnframt teygð fullmikið á langinn. Þróun sambandsins milli Sharon og Catch er uppistaða atburðarásarinnar, og eru þau samskipti oft stirð og lang- dregin. Engu að síður er myndin í heild sterk og einlæg og ber vott um talsvert tilfinningalegt innsæi. Þungar byrðar KVIKMYNDIR S a m - b í ó i n Leikstjóri: Luis Mandoki. Handrit Gerald Di Pego. Kvikmyndataka: Piotr Sobicinski. Aðalhlutverk: Jennifer Lopez og James Caviezel. Sýningartími 102 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2001. ANGEL EYES (VÖKUL AUGU)  Heiða Jóhannsdótt ir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.