Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 32

Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 32
32 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 17. nóvember 1991: „Á síð- asta áratug var gífurlegum fjármunum varið til upp- byggingar fiskeldis í land- inu. Síðan hefur hvert fiskeldisfyrirtækið á fætur öðru orðið gjaldþrota ... Þrátt fyrir þessar ófarir eru mannvirkin til staðar, sem byggð hafa verið upp á undanförnum árum. Tækja- búnaður er fyrir hendi og mikil þekking á fiskeldi hef- ur orðið til í landinu. Spurn- ing er, hvort hægt er að byggja fiskeldið upp á ný á rústum fyrri ófara.“ . . . . . . . . . . 14. nóvember 1981: „Hlut- leysi Svíþjóðar var rofið með grófum hætti, er sovézkur kafbátur, búinn kjarnavopn- um, fór inn á bannsvæði til njósna, og strandaði í sænska skerjagarðinum. Samtímis bárust fréttir frá Danmörku, sem spanna hvorutveggja; njósnir í þágu Sovétríkjanna og sovézkt fjárstreymi til „friðarhreyf- ingar“, sem lagt hefur áherzlu á einhliða afvopnun í V-Evrópu – viðleitni til að grafa innan frá undan varn- arsamstarfi vestrænna ríkja, Atlantshafsbandalaginu.“ . . . . . . . . . . 14. nóvember 1971: „Augljóst er, að alvarlegur ágreiningur er kominn upp milli ríkis- stjórnarinnar og helztu for- ystumanna verkalýðs- samtakanna um kjaramálin. Á fundi, sem ungir fram- sóknarmenn efndu til fyrir nokkrum dögum, lýsti Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra, því yfir, að ríkis- stjórnin teldi, að 20% kaup- máttaraukning ætti aðeins að ná til hinna lægst launuðu og taldi, að þessu markmiði væri hægt að ná með 5–7% beinni kauphækkun auk ann- arra aðgerða svo sem með skattabreytingum, hækkun almannatrygginga, styttingu vinnutíma o.fl. Þetta sjón- armið forsætisráðherra var sérstaklega undirstrikað í forystugrein Tímans í gær, þar sem skýrt var tekið fram, að þegar rætt væri um 20% aukningu kaupmáttar væri einungis átt við hina lægst launuðu. Björn Jóns- son, alþingismaður og forseti Alþýðusambands Íslands, er ekki á sama máli og for- sætisráðherra í þessum efn- um. Í stuttu viðtali, sem Morgunblaðið birti við hann í gær, sagði hann að stefna verkalýðssamtakanna væri skýr og greinileg. Verka- lýðssamtökin hefðu sett fram kröfu um 20% kaup- hækkun fyrir alla þá laun- þega, sem Alþýðusambandið semdi fyrir og auk þess meiri kröfur vegna hinna lægst launuðu.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÁRFEST Í MENNINGARARFLEIFÐ Ísafjörður er höfuðstaður Vest-fjarða, í menningarlegu tilliti semöðru. Sú staðreynd hefur orðið enn ljósari eftir að jarðgöngin á milli Ísafjarðar og Önundarfjarðar og Súg- andafjarðar urðu að veruleika. Í þeirri stórkostlegu samgöngubót fólst meðal annars að Ísafjörður varð höfuðstaður Vestfjarða árið um kring, en ekki ein- vörðungu fjóra til fimm mánuði á ári og Vestfirðingar í nágrannabyggðar- lögum gátu sótt vinnu, skóla, heilsu- gæslu, þjónustu og menningarstarf- semi til Ísafjarðar að vild, allt árið. Í Morgunblaðinu fyrir viku var gerð grein fyrir menningarhúsunum á Ísa- firði, sögu þeirra og þeim áformum, sem uppi eru um uppbyggingu þeirra. Þarna er um að ræða þrjár bygg- ingar sem hver um sig á sér merkilega sögu. Byggingarnar eru Gamla sjúkra- húsið, Edinborgarhúsið og Hús- mæðraskólinn Ósk á Ísafirði. Þessar gagnmerku byggingar gegndu mikilvægu hlutverki, hver á sínu sviði, lungann úr liðinni öld. Nú er ný öld upp runnin, nýir og breyttir tímar og húsanna bíða ný og gjör- breytt hlutverk. Gamla sjúkrahúsið, sem upphaflega hét Sjúkrahús Ísfirðinga, var vígt með viðhöfn, hinn 17. júní árið 1925 og þótti þá myndarlegasta sjúkrahúss- bygging á landinu. Guðjón Sam- úelsson, húsameistari ríkisins, teikn- aði sjúkrahúsið og er það mikill fengur fyrir Ísafjörð að eiga svo mikla byggingu, sem teiknuð var af Guðjóni en framlag hans til uppbyggingar Ís- lands á 20. öldinni hefur ekki verið metið sem skyldi fram til þessa. Það fer vel á því að að endurgert Gamla sjúkrahúsið hýsi bókasafn, héraðsskjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn Ísfirðinga. Þessi glæsilega bygging, sem færð verður til síns upp- runalega útlits eins og kostur er, verð- ur verðug umgjörð um þá menningar- starfsemi sem þar mun eiga sér stað í framtíðinni. Guðjón Samúelsson teiknaði einnig Húsmæðraskólann Ósk, en honum hefur nú verið breytt í tónlistarhús, sem Tónlistarfélag Ísafjarðar og Ísa- fjarðarbær standa að. Við skólann hefur verið byggður sérstaklega hannaður tónleikasalur þar sem einn- ig verður aðstaða til hljóðritunar. Það er hins vegar umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga almennt hvernig standa eigi að viðbyggingum við göm- ul og merk hús. Það er hægt að tengja þær við húsin án þess að byggja við þau. Til marks um vel heppnaða við- byggingu af því tagi er nýbygging við Melaskólann í Reykjavík. Síðast en ekki síst skal nefna Edin- borgarhúsið, menningarmiðstöð sem m.a. hýsir Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, og þar stendur einnig til að innrétta fjölnota sali, m.a. fyrir leiksýningar og kaffihús. Edinborgarhúsið stendur á Eyr- inni á Ísafirði. Það var byggt eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar, arkítekts árið 1907, sem síðar varð húsameistari ríkisins. Saga Edin- borgarhússins er auðvitað einnig gagnmerk og lengi þótti þessi bygg- ing ein hin reisulegasta á Ísafirði. Bú- ið er að friða Edinborgarhúsið að ut- an að tilhlutan húsafriðunarnefndar ríkisins. Til þess að varðveita þau verðmæti, sögu og menningu, sem fólgin er í þessum þremur byggingum, þarf að leggja í töluverðan kostnað. Með samstöðu í fjórðungnum geta Vest- firðingar tryggt fjármagn til þess að verkinu megi ljúka, eins og Björn Bjarnason menntamálaráðherra benti réttilega á hér í Morgunblaðinu í gær. Þessu gerir Einar K. Guðfinns- son, fyrsti þingmaður Vestfjarða- kjördæmis, sér einnig fulla grein fyr- ir því hann sagði m.a. hér í blaðinu í gær: „Um þetta mál er fullkominn einhugur vestfirsku þingmannanna og ég held við gerum okkur allir mæta vel grein fyrir byggðalegri þýð- ingu málsins.“ Á RÁS hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september síðastliðinn og víðtæk áhrif hennar á stöðu heimsmála hlýtur að verða Íslandi, líkt og öðrum vestrænum ríkj- um, tilefni að endurskoða öryggis- og varnarmála- stefnu sína. Ógnin af hryðjuverkum er ekki leng- ur fjarlæg eða fræðileg heldur nálæg, raunveru- leg og áþreifanleg. Komið hefur í ljós að hryðjuverkamenn, sem leggja fæð á allt sem vest- rænt er, svífast einskis til að koma höggi á vest- ræn ríki. Varnir okkar hljóta að verða að taka mið af þessum nýja raunveruleika, þessari nýju stöðu í heimsmálunum. Viðbúnaður í samræmi við ógnina Um meira en hálfrar aldar skeið höfum við talið öryggi okkar vel tryggt með samstarfi við önnur vestræn lýð- ræðisríki á vettvangi Atlantshafsbandalagsins (NATO) og tvíhliða varnarsamningi okkar við Bandaríkin. Varnar- samningurinn, sem gerður var 1951, tók mið af þáverandi aðstæðum í heimsmálunum. Varnar- viðbúnaður á Íslandi hefur síðan verið mismun- andi og miðazt við aðstæður hverju sinni. Þegar umsvif Sovétmanna í Norðurhöfum voru mest á níunda áratug síðustu aldar voru varnir Íslands t.d. styrktar mikið, m.a. með því að senda hingað AWACS-ratsjárflugvélar og fjölga orrustuþotum á Keflavíkurflugvelli, en þær urðu flestar átján talsins. Hér voru jafnframt níu Orion-kafbátaleit- arflugvélar og margvíslegar framkvæmdir áttu sér stað í Keflavíkurstöðinni til að efla varnirnar. Með falli Sovétríkjanna og lokum kalda stríðs- ins dró verulega úr hernaðarógninni og umsvif í Keflavík minnkuðu til samræmis við það. Með samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna, sem undirritað var 1994, var dregið umtalsvert úr varnarviðbúnaðinum. Nú eru hér að jafnaði fjórar orrustuþotur, AWACS-vélarnar eru farnar, Orion-vélunum hefur fækkað og varnarliðsmönn- um fækkaði um 40% á tíu árum. Með öðru sam- komulagi, sem undirritað var vorið 1996 og gilti til fimm ára, var meginmarkmiðið að draga úr kostn- aði Bandaríkjanna við rekstur Keflavíkurstöðv- arinnar, einkum með því að afnema einkarétt ís- lenzkra verktakafyrirtækja á framkvæmdum fyrir varnarliðið, en varnarviðbúnaður hefur verið svipaður sl. fimm ár. Stöðugur þrýstingur hefur þó verið á það af hálfu Bandaríkjanna að lækka kostnað við stöðina og m.a. koma upp af og til hug- myndir vestra um að orrustuvélarnar verði send- ar annað, þar sem þeirra sé meiri þörf, en hægt verði að senda hingað orrustuflugsveit ef þörf krefur. Ljóst er að jafnvel þótt hryðjuverkin í sept- ember hefðu ekki komið til hefði verið í meira lagi hæpið að tala í alvöru um brottför orrustuflugvél- anna héðan. Þrátt fyrir lýðræðisþróun og aukna samstöðu Rússa með Vesturlöndum er framvind- an í Rússlandi að mörgu leyti óviss og vígbúnaður Rússa á norðurslóðum er mikill. Áformin um um- fangsmiklar heræfingar Rússa á Norður-Atlants- hafi, sem áttu að hefjast 11. september sl. en voru blásnar af vegna hryðjuverkanna, sýndu fram á þörfina á að hafa hér þotur til að fylgjast með her- flugi í grennd við íslenzka lofthelgi. Heilt þjóðfélag tekið í gíslingu? Nú stöndum við enn á ný frammi fyrir nýjum veruleika í alþjóðamál- um. Við hljótum að íhuga mjög vandlega hvað felist í þeirri ógn, sem okkur stafar af hryðjuverkum og hvernig megi bregðast við henni. Það hefur vakið athygli að for- ystumenn beggja ríkisstjórnarflokkanna hafa á undanförnum misserum bent á að áhugi hryðju- verkamanna kynni að beinast að fámennu landi eins og Íslandi. Í byrjun maí sl. var viðtal hér í blaðinu við Davíð Oddsson forsætisráðherra í til- efni af hálfrar aldar afmæli varnarsamningsins. Spurt var: „Jón Sigurðsson varaði við því um miðja nítjándu öldina að landið væri án hervarna. Hann benti á að glæpaflokkur gæti tekið landið. Hvaða hætta réttlætir varnarstöðina hér að loknu kalda stríðinu?“ Forsætisráðherra svaraði m.a. svohljóðandi: „Nú er friðvænlegra en lengi áður en engum dettur í hug að hafa land sitt algerlega óvarið og ef við hugsum til varnarorða Jóns þá gætu hryðjuverkamenn í þrem flugvélum eða svo tekið landið ef hér væri enginn her. Hér eru ákveðnar lágmarksvarnir núna og þar að auki okkar eigin löggæzlumenn. Sjálfsagt gætu Ís- lendingar varið sig sjálfir gegn nokkur hundruð manna herflokki ef mikið lægi við.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra talaði í svipuðum tóni á fundi framsóknarmanna í Reykjavík snemma í síðasta mánuði, en þar sagði hann: „Við eigum mikið undir því sem lítil þjóð að skapa öryggi. Við höfum ekki nægan mannafla til þess að ráða við stríðsástand sem upp getur kom- ið. En það er freistandi fyrir svona hryðjuverka- menn að geta tekið heilt þjóðfélag í gíslingu. Við skulum ekki útiloka að það geti gerzt. Því verðum við að hugsa okkar öryggis- og varnarmál í nýju ljósi.“ Hættan verður ekki útilokuð Þetta eru umhugsun- arverð varnaðarorð og bera vott um raunsætt mat á stöðu Íslands gagnvart hryðjuverkaógninni, ekki sízt í ljósi sög- unnar og aðstæðna hér á landi. Svo aftur sé vísað til orða Jóns Sigurðssonar um miðja 19. öldina, var mönnum þá auðvitað í fersku minni er Jörgen Jörgensen, öðru nafni Jörundur hundadagakon- ungur, tók völdin hér á landi með fámennu liði sumarið 1809, lét loka fulltrúa Danakonungs inni og ríkti sem „hæstráðandi til sjós og lands“ í nokkrar vikur. Vorið 1940 hernámu Bretar Reykjavík fyrirhafnarlaust á einni morgunstund, að vísu án mótspyrnu, t.d. af hálfu lögreglu, en gegn mótmælum ríkisstjórnar Íslands. Enn í dag þyrfti ekki verulega fjölmennt lið til að taka helztu stjórnarstofnanir í Reykjavík með áhlaupi og ná yfirráðum yfir fjarskiptakerfi landsins og fjöl- miðlum á skömmum tíma. Eins og sagði hér í Reykjavíkurbréfi 5. maí sl. í tilefni af ofangreind- um orðum Davíðs Oddssonar: „Ógnin af alþjóð- legri hryðjuverkastarfsemi fer vaxandi. Það væri hrikalegt áfall fyrir öryggi vestrænna ríkja í heild ef hryðjuverkamenn næðu einhverjum mikilvæg- um stöðum eða stjórnarstofnunum í aðildarríki NATO á sitt vald, jafnvel þótt þeir yrðu yfirbug- aðir eftir einhverjar klukkustundir.“ Ekki má horfa framhjá því að hryðjuverkasam- tök geta ráðið yfir gereyðingarvopnum – þær vís- bendingar, sem komu fram í vikunni um að sam- tök Osamas bin Ladens hefðu áform um smíði kjarnorkusprengju, hljóta til dæmis að valda mönnum verulegum áhyggjum. Sýklavopn, sem auðvelt er að komast yfir, geta valdið miklum skaða. Í krafti slíkra vopna getur verið auðvelt að taka heilt þjóðfélag í gíslingu, svo notuð séu orð Halldórs Ásgrímssonar. Og hryðjuverkamennirn- ir þurfa ekki endilega að koma allir í einu í flug- vélum; þeir gætu beitt sömu aðferð og í Banda- ríkjunum, að koma til landsins einn af öðrum á lengri tíma og láta svo til skarar skríða. Sjálfsagt munu einhverjir spyrja hvort nokkur hætta geti verið á slíku, hvort Ísland skipti ein- hverju máli fyrir alþjóðlega hryðjuverkamenn. Það er auðvitað ekki hægt að gefa neitt svar við því annað en að atburðirnir 11. september sýndu að það, sem fólki fannst langsótt og fjarstæðu- kennt, getur gerzt. Ísland er vestrænt ríki, náinn bandamaður þeirra ríkja, sem hatur hryðjuverka- manna í Mið-Austurlöndum og víðar beinist að með augljósustum hætti. Alþjóðlegir leiðtoga- fundir og ráðstefnur, sem haldnar eru hér á landi, geta vakið athygli á landinu. Ísland er jafnframt það aðildarríki NATO, sem hefur einna fámenn- ast lið til varna. Við megum ekki gleyma því að stríð hryðjuverkamannanna er ekki sízt áróðurs- stríð, hugsað til þess að skelfa almenning á Vest- urlöndum og skapa öryggisleysi. Fregnir af „ár- angursríku“ hryðjuverki í einu landi hafa mikil áhrif í öðrum löndum. Við getum því engan veginn leyft okkur að útiloka þann möguleika að hryðju- verkamenn láti til skarar skríða hér á landi. Slíkt væri ábyrgðarlaust. Vina- og bandalagsríki okkar allt í kringum okkur hafa mikinn viðbúnað í kjöl- far árásanna á Bandaríkin og hyggjast endur- skoða allar sínar áætlanir um varnir og öryggis- mál. Við verðum að gera slíkt hið sama til að tryggja öryggi landsins. Viðræður um varnarviðbúnað Viðræður Íslands og Bandaríkjanna um framkvæmd varnar- samningsins og við- búnað í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli, sem standa fyrir dyrum, hljóta að taka mið af hinum nýju aðstæðum í alþjóðamálum. Það er tómt mál að tala um að orrustuþoturnar fari frá Keflavík að svo komnu máli, en í Bandaríkjunum hefur t.d. verið gagnrýnt að of fáar orrustuþotur hafi verið í viðbragðsstöðu þar í landi og ekki átt neina mögu- leika á að grípa inn í þegar ljóst varð að fjórum flugvélum hefði verið rænt hinn 11. september og stefnt á skotmörk í Washington og New York. Að öðru leyti er samsetning varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli miðuð við aðstæður í kalda stríðinu og tekur lítið tillit til möguleikans á hryðjuverkaárás á Ísland. Af hálfu Johns J. Waickwicz, flotafor- ingja og yfirmanns varnarliðsins, hefur reyndar komið fram að lið hans sé vel í stakk búið til að fást við hryðjuverkamenn, m.a. vegna þess að í Norð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.