Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 35
til jafnaðar í heiminum. Í B-tilvikinu
er gert ráð fyrir að hún vaxi heldur
hraðar, eða um 0,8% á ári til jafnaðar
á 30 ára tímabilinu 1990–2020. Til að
ná C-tilvikinu 2050 þyrfti orkuskil-
virknin sð vaxa um 1% á ári til jafn-
aðar 1990–2050, eða 43% hraðar en
milli 1960 og 1990. Þótt ekki sé
óhugsandi að því marki megi ná er
samt talið miklum vafa undirorpið að
það takist.
Annað er þó enn vafasamara: Til
þess að ná þeirri lágu losun gróð-
urhúsalofttegunda 2050 sem C-til-
vikið gerir ráð fyrir þarf kolkræfni
frumorkunnar að vera komin niður í
8,5 kgC/GJ, úr 16,2 kgC/GJ sem hún
var fyrir heiminn í heild 1998. Tvær
leiðir eru að því marki: (1) Að
minnka hlut eldsneytis í frumork-
unni úr 79,3% 1998 í 41,5% 2050 eða
(2) að „afkola“ eldsneytið áður en því
er brennt. Með því orði er átt við að
framleiða vetni eða vetnisrík efna-
sambönd úr eldsneytinu og brenna
þeim í stað sjálfs eldsneytisins. Við
þá framleiðslu myndast koltvísýr-
ingur sem þarf að koma í veg fyrir að
sleppi út í andrúmsloftið með því að
binda hann í jarðvegi, trjágróðri,
efnasamböndum, tómum olíu- og
gaslindum eða hafdjúpunum. Þar
með væri jarðeldsneyti í reynd orðið
kolefnislaus orkulind gagnvart and-
rúmsloftinu. Nothæf tækni til að
gera þetta er enn ekki til en rann-
sóknir fara fram sem miða að því að
skapa hana.
Það er talið því nær útilokað að
hlutur eldsneytis úr jörðu geti verið
kominn niður í 41,5% 2050. Vænleg-
asta leiðin til að ná C-tilvikinu þá
væri afkolunin í bland við stórlega
aukna notkun kjarnorku. Hvort það
getur talist raunhæft er mikilli
óvissu undirorpið í dag.
Eru betri horfur á samstarfi
iðnríkja og þróunarlanda?
Eins og kunnugt er hefur gengið
erfiðlega að fá Kyoto-bókunina frá
desember 1997 staðfesta. Og þróun-
arlöndin eiga í raun alls ekki aðild að
henni þar eð þau taka engar skuld-
bindingar á sig. Það er langsamlega
alvarlegasti ágalli hennar. Hér að
framan var á það bent að einmitt
þróunarlöndin skipta öllu máli fyrir
vöxtinn í orkutengdri losun á gróð-
urhúsalofttegundum í heiminum.
Losun þeirra verður orðin meiri en
iðnríkjanna fljótlega eftir 2020 og
það dregur sundur með þessum
ríkjahópum eftir það. Það getur því
ekki talist vænlegt til árangurs í við-
leitninni til að hemja gróðurhúsa-
áhrifin að þróunarlöndin séu óvirk.
Aðeins með virku samstarfi iðnríkja
og þróunarlanda, þar sem fullt tillit
er tekið til nauðsynjar síðarnefnda
ríkjahópsins á að iðnvæðast, er von á
raunverulegum árangri. Það var líka
á það bent að margt bendir til að
meiri árangurs sé að vænta af því að
iðnríkin hjálpi þróunarlöndunum til
að iðnvæðast á orkuskilvirkan hátt
með bestu aðgengilegu tækni (BAT)
en að iðnríkin rembist við að draga
úr sinni eigin losun, þótt hvort-
tveggja komi vissulega til greina.
Enda þótt þróunarlöndin taki ekki
á sig skuldbindingar í Kyoto-bókun-
inni er vikið að samstarfi af þessu
tagi í ákvæðinu um svonefndar
„hreinar þróunarleiðir“ (Clean
Development Mechanism, CDM),
þar sem gert er ráð fyrir að iðnríki
aðstoði þróunarland við að hemja
vöxtinn í losun í tengslum við iðn-
væðingu þess síðarnefnda. Allt fram
til þessa hefur það ákvæði verið lítt
virkt. Eftir 6. fund aðildarríkja
Loftslagssáttmálans í Bonn nú í
sumar eru vonandi betri horfur en
áður á að það verði virkara. Á því er
sannarlega ekki vanþörf.
Heimildir:
1. Nakicenovic, Nebojsa; Grübler, Arnulf;
McDonald, Alan (ritstjórar) 1998: Global
Energy Perspectives. International
Institute for Applied Systems Analysis
(IIASA) & World Energy Council
(WEC). Cambridge University Press.
2. Bjornsson, Jakob et al. 1998: The Po-
tential Role of Geothermal Energy and
Hydropower in the World Energy Scen-
ario in Year 2020. Erindi 3.1.07, lagt
fram á 17. þingi Alþjóðaorkuráðsins í
Houston, Texas 13.–18. september 1998.
World Energy Council.
Höfundur er fyrrverandi
orkumálastjóri.
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 35
HVERNIG er hægt að koma í veg
fyrir þann vanda sem upp hefur kom-
ið varðandi umgengni og nýtingu út-
gerðarmanna á hinni íslensku fisk-
veiðilögsögu?
Í fyrsta lagi:
Sjávarútvegsráðherra VERÐUR
að taka af skarið og taka ábyrgð á og
stjórna veiðum skipa í íslenskri fisk-
veiðilögsögu. Í dag ráða alltof margir
því hvernig er veitt, hverjir eiga að
veiða, hvað á að veiða, hvenær er
veitt o.s.frv. Gífurleg blokk útgerð-
armanna hefur risið upp sem ræður
ótrúlega miklu um það hvernig því er
stýrt sem kallað er sameign þjóðar-
innar. Blokkin teygir anga sína eins
og krabbamein um allt stjórnkerfið
þannig að hagsmunir einstakra út-
gerðarmanna á Íslandi verða skyndi-
lega hagsmunir allrar þjóðarinnar og
sjávarútvegsráðherra virðist standa
ráðþrota og varnarlaus sem viljalaust
verkfæri í höndum þessara hags-
munaaðila. Ljóst er að sjávarútvegs-
ráðherra VERÐUR að reka af sér
slyðruorðið og sópa út úr hornunum.
Í öðru lagi:
Sjávarútvegsráðherra VERÐUR
einnig að breyta algjörlega um að-
ferðir við fiskveiðistýringuna. Menn
verða að fara að umgangast lögsög-
una sem LÍFRÍKI en ekki sem dauð-
an hlut. Sjávarlífríkið er viðkvæmt
sem umgangast verður með varúð ef
ekki á illa að fara eins og dæmin sýna
allt í kringum okkur. Margoft höfum
við séð með djúpsjávarmyndatökum
hvernig botnvörpur rústa sjávar-
botninum. Nánast engar reglur eru
um það hvar, hvernig og hvenær út-
gerðarmenn geta ruðst um á skipum
sínum með botntrollin í lögsögunni.
Ein aflasælustu þorskveiðimið heims,
Halamið við Vestfirði, eru nú ekki
svipur hjá sjón enda sem eyðimörk
eftir hamslaust lamstur botnveiðar-
færa í áratugi.
Það hlýtur að vera helsta markmið
hver Íslendings (óháð stjórnmála-
skoðunum) að sem mestum verðmæt-
um sé náð upp úr íslensku fiskveiði-
lögsögunni og um lögsöguna verði
gengið sem best þannig að hún við-
haldi sjálfbærri endurnýjun sinni.
Það skiptir engu máli hvort út-
gerðarmenn leigi eða hafi keypt til
sín varanlegar aflaheimildir. Kvótinn
er mjög dýr og nánast allir útgerð-
armenn á Íslandi skulda mikið.
Rembast þeir, eins og rjúpan við
staurinn, að ná sem mestum verð-
mætum úr hverju kílói afla og stunda
miskunnarlaust brottkast á verð-
minni fiski til þess að ná þeim mark-
miðum sínum. Hið háa verð á veiði-
heimildunum beinlínis knýr útgerð-
armenn áfram við iðju sína. Sífellt
stærri skip eru smíðuð því engar tak-
markanir eru á stærð skipa eða
hverslags óskapnað menn draga á
eftir sér við veiðarnar. Útgerðar-
menn þjösnast um allan sjó í leit að
ákveðnum fiskistærðum í vinnslulín-
ur um borð og skeyta engu um
hversu mikið magn þarf að veiða og
henda til þess verkefnis. Fiskistofnar
virðast minnka jafnt og þétt og eng-
inn hefur minnstu hugmynd um það
hversu mikill sóknarþunginn er í
raun í stofnana. Hugsanlega liggur
meirihluti stofnanna á ári hverju
dauður á hafsbotninum eftir brott-
kast. Hvernig skyldi t.d. standa á því
að magn hrogna úr þorski sem landað
er hefur margfaldast á milli ára á
meðan færri þorskar koma í land.
Ekki verður annað séð en kvótakerfið
núverandi verndi ekki lengur fiski-
stofnana heldur verndi aðeins hags-
muni einstakra útgerðarmanna. Haf-
rannsóknastofnun reynir af veikum
mætti að giska á það hversu margir
fiskar synda um í sjónum en þeirra
ágiskun virðist ekki gáfulegri en hjá
hverjum og einum. Enda er samvinna
Hafró og útgerðarmanna lítil sem
engin. Því skyldu útgerðarmenn gefa
upplýsingar um það hversu mikið
þeir veiða, hvar og hvernig þegar
ekkert virðist skipta
máli varðandi um-
gengni um lögsöguna
og þær þó fáu ábend-
ingar sem komið hafa
frá útgerðarmönnum
og sjómönnum jafnóð-
um hundsaðar.
– Í fljótu bragði virð-
ist að einu veiðarfærin
sem geti stýrt því hvaða
fiskur veiðist séu línu-
veiðarfæri og netaveið-
arfæri. Stærð afla er
hægt að stjórna með
möskvastærð á netum
og tegundum er hægt
að stjórna með mis-
munandi beitutegund-
um á línu. Þannig eru línu- og neta-
veiðar í raun nær einu veiðarnar sem
hægt er að stýra án tortímingar sjáv-
arbotnsins. Troll dregur til sín allar
þær fisktegundir sem í þau veiðar-
færi koma án tillits til stærðar eða
tegunda. Slíkt leiðir óhjákvæmilega
til mikils brottkasts þar sem ekki
koma alltaf RÉTTAR fisktegundir
eða stærðir í þau veiðarfæri.
– Algjörlega er út í hött að bera
saman brottkast við veiðar áður fyrr,
þegar einungis örfáar fisktegundir
voru seljanlegar, við nútímaveiðiskap
þar sem nú er nánast hver einasti titt-
ur, sem kemur upp úr sjónum, sölu-
vara. En fáránlegra er að halda því
fram, með sömu rökum, að sóknar-
kerfi sem veiðistýring sé því fullreynt
og hafi reynst handónýtt af því að sjó-
menn stunduðu einnig brottkast afla í
„gamla daga“.
Hér á eftir koma nokkrar tillögur
um gagngerar breytingar á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu á Íslandi.
1. Banna verður togveiðar á
stórum svæðum og þá sérstaklega
innan 12 mílna lögsögu frá horni í
horn. Togveiðar með botnvörpu
skulu einungis vera stundaðar á ytri
mörkum íslenskrar fiskveiðilögsögu
sem lengst frá uppeldis- og hrygning-
arstöðvum fiskitegunda. Hinn öflugi
og afkastamikli bátafloti Íslendinga
tæki afla samanber kvótaúthlutun á
núverandi fiskveiðiári auðveldlega í
önnur veiðarfæri en botnvörpur.
Ekki verður séð annað en að með
slíkum markmiðum skapist þannig
aðstæður í lífríki sjávar að verði hægt
að ná veiðum á t.d. þorski aftur upp í
400.000-500.000 tonn á ári með mark-
vissri uppbyggingu.
2. Taka verður upp sóknarstýringu
í fiskveiðilögsögunni. Þannig er m.a.
mögulegt að tryggja að allur afli sem
veiðist í hverri veiðiferð komi að
landi.
3. Engum sérstökum sóknardög-
um verður úthlutað á hvern bát eða
skip heldur ákveður sjávarútvegsráð-
herra hverju sinni sóknartímabil á
hver einstök svæði og getur beitt
skyndilokunum reynist samsetning
afla of smá, of stór, stærð stofna sé í
hættu, fiskur að hrygna o.s.frv. Jafn-
framt ákveður ráðherra hvaða veið-
arfærum skuli beitt á einstök svæði
og stærð báta takmörkuð samhliða
því á einstökum svæðum. Þannig get-
ur ráðherra einn ráðið því hvað er
veitt, hvenær og hvernig án þrýstings
frá einstaka hagsmunaaðilum.
4. Skipta verður lögsögunni upp í
svæði gagnvart stærð báta og tegund
veiðarfæra sem hægt er að gera á
ýmsan máta eftir ákvörðun ráðherra.
Nokkur möguleg dæmi til glöggvun-
ar:
0-12 mílna landhelgi: bátar 0-50 brt
að stærð með línu,
handfærum, snurvoð,
gildrum og netum.
12-50 mílna land-
helgi: bátar og skip 50-
300 brt með línu, hand-
færum, snurvoð, gildr-
um og netum.
50-200 mílna land-
helgi: skip 300 + brt öll
framangreind veiðar-
færi að viðbættri botn-
vörpu á sérstökum
svæðum. Sérstakar
undanþágur verða
veittar handa nótaskip-
um.
5. Sóknarstýringunni
verður stjórnað með
takmörkunum á veiðarfærum, sókn-
ardögum og svæðalokunum.
6. Beitt verður skyndilokunum á
einstökum svæðum eða stórum svæð-
um verði talin ástæða til þess sökum
óveðurs þannig að of litlir bátar rói
ekki í of slæmum veðrum. Stemma
verður stigu við að útgerðarmenn
leggi áhöfn skipa sinna og áhafnir
björgunarskipa í óþarfa hættu vegna
sóknarkerfisins. Þungar refsingar
lægju við brotum á slíkum skyndilok-
unum.
7. Óheimilt verður að veiða fisk í
stærri netamöskva en ákveðna
stærð, t.d. 7" riðil. Ákvörðun sjávar-
útvegsráðherra hverju sinni. Stefnt
verður að því að veiða fisk í þeirri
stærð sem heppilegast er gagnvart
lífríki sjávar. Veiðum verður stýrt al-
farið frá veiðum á stærsta fiskinum,
nema þá til grisjunar vegna stærða
stofna, enda stærsti fiskurinn lang-
líklegastur til að skila frá sér öflugum
seiðum til endurnýjunar stofnanna.
8. Allir útgerðarmenn greiða auð-
lindagjald af afla, t.d. 20-25% af
brúttóaflaverðmæti sem greiðist í
ríkissjóð.
9. Allur afli verður seldur á mörk-
uðum til að tryggja rétt verð á aflan-
um gagnvart hagsmunaaðilum, m.a.
sjómönnum, fiskvinnslum og lánar-
drottnum útgerðarinnar. Verðið á
aflanum verður þá aldrei hærra eða
lægra en það er í raun með hliðsjón af
framboði og eftirspurn markaða.
10. Óheimilt verður að flytja afla úr
landi óunninn. Slíkt treystir stoðir
landsbyggðarinnar við fiskvinnslu.
11. Allir íslenskir ríkisborgarar eða
fyrirtæki, sem hafa keypt sér bát eða
skip, geta fengið veiðileyfi í sóknar-
kerfinu. Ekki er hægt að skrá bát eða
skip í sóknarkerfi nema það hafi
fengið fullt haffærisskírteini hjá Sigl-
ingastofnun Íslands.
12. Ríkisstjórn Íslands skal reyna
að koma því við að eftir gildistöku
nýrra laga um sóknarkerfið skuli nýir
bátar/skip einungis fá skráningu í
sóknarkerfinu sem hafa verið smíð-
aðir að öllu leyti á Íslandi. Slíkt yrði
óumræðanlega ómetanleg innspýting
fyrir skipasmíðar á Íslandi, sem eru
að leggjast af verði ekki reynt að
sporna við.
13. Brot á reglum sem sjávarút-
vegsráðherra setur um sóknarkerfið
varða veiðistöðvun viðkomandi skips
í lengri eða skemmri tíma eftir um-
fangi brots.
14. Hafnar verða þegar hvalveiðar
þótt ekki sé nema til grisjunar enda
hvalur í gífurlegri samkeppni við út-
gerðarmenn um fiskinn. Talið er að
einn hvalur geti étið á við veiðigetu
eins togara á ári hverju.
15. Sóknarkerfið verður tekið til
reynslu í nokkur ár og útfært nánar
eftir ÁKVÖRÐUN sjávarútvegsráð-
herra. Allur fiskur verður flokkaður
um borð í skipunum og landað þannig
sérstaklega að hægt verður að gera
sér grein fyrir því hversu miklum afla
var hent á kvótaárunum.
16. Í hverjum landsfjórðungi verð-
ur tekið upp embætti veiðistjóra sem
sér um daglega veiðistýringu í hverj-
um fjórðungi fyrir sig. Fiskistofa
verður lögð niður og mun veiðistjóri
sjá um skráningu afla og skipa í
hverjum fjórðungi. Sjávarútvegsráð-
herra mun setja reglugerðir um störf
veiðistjóra. Hafrannsóknastofnun sér
áfram um mælingar stofna o.þ.h. og
er áfram ráðgefandi um sóknarþunga
í fiskistofna, úrræði til verndar stofna
og uppbyggingu þeirra.
17. Embætti veiðimálaráðherra
verður tekið upp til stýringar á veið-
unum treysti sjávarútvegsráðherra
sér ekki til þess.
OPIÐ BRÉF TIL SJÁVAR-
ÚTVEGSRÁÐHERRA
Höfundur er útgerðarmaður.
Nú, segir Sigurður
Marinósson, er nánast
hver einasti tittur sem
kemur upp úr sjónum
söluvara.
Sigurður
Marinósson