Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þegar mér barst frétt um andlát góðs vinar og félaga leitaði hugurinn til allra þeirra ánægjustunda er við áttum saman í leik og starfi, en það var víða sem leiðir okkar Georgs Þórs lágu sam- an, eða Gogga í Klöpp eins og hann var alltaf kallaður í Eyjum. Leiðir okkar Gogga lágu fyrst saman er við vorum í stjórn Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna. Þó svo að pólitíkin hafi verið skemmti- leg varð félagslegi þátturinn enn betri og átti Goggi ekki síst sinn þátt í því. Lundarfar hans var með ein- dæmum gott og nærvera hans skil- aði miklu. Hann var alltaf sá hressi, sem blés á alla vandamálaumræðu og sagði aðeins að vandamál væri verkefni sem þyrfti að leysa. Það var því ekki óeðlilegt að hann væri fenginn til þess að taka að sér ýmis mikilvæg störf, sem hann að sjálfsögðu skilaði af sér með miklum sóma. Hann var einn þeirra sem vissi ekki hvað orðið NEI þýddi og því var oftar en ekki leitað til Gogga í Klöpp til þess að fá aðstoð. Goggi var mikill Eyjamaður og bar hagsmuni bæjarins alltaf fyrir brjósti og var áhugasamur um mál- efni Eyjanna. Hann hafði skoðanir á flestu og lá ekki á þeim enda fylginn sér. En alltaf voru það hagsmunir heildarinnar sem nutu vafans hjá honum. Goggi var bæjarfulltrúi 1978–1986 og 1990–1998. Hann var forseti bæjarstjórnar 1983 og 1984, sat 214 bæjarstjórnarfundi og 189 bæjar- ráðsfundi. Jafnframt gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum fyrir Vestmanneyjabæ, var formaður byggingarnefndar, formaður bygg- ingarnefndar Íþróttamiðstöðvarinn- ar í nokkur ár, sat í stjórn Bæjar- veitna, íþróttaráði og fleiri nefndum ásamt því að starfa í mörgum fé- lögum í bænum sem létu gott af sér leiða. Hann var góður nefndarmaður og áhugasamur um öll þau málefni er voru í umræðunni hverju sinni. Þegar ég var ráðinn bæjarstjóri árið 1990 var Goggi einn af þeim sem hvöttu mig til þess að taka að mér starfið. Samstarf okkar þessi átta ár var mjög gott en seinna kjörtímabil- ið var hann í minnihluta fyrir H- flokkinn en Goggi fór í sérframboð það tímabil. Þá kom greinilega í ljós hið mikla persónufylgi Georgs og má segja að hann hafi stolið senunni og verið sigurvegari þeirra kosninga. Þó svo að hann hafi ekki verið í meirihluta það kjörtímabilið voru þau fá málin sem hann var ekki sam- mála meirihlutanum. Þó svo að Goggi hafði hætt sem bæjarfulltrúi starfaði hann í nefnd- um bæjarins fyrir Sjálfstæðisflokk- inn allt til hinsta dags. Goggi var þessi gegnheili Eyja- peyi og sannarlega vinur vina sinna. Samskipti hans við mig voru mjög mikil og fannst mér oft eins og hann hefði ekki hætt í pólitíkinni. Hann var alltaf að spá í hlutina og það var ekki svo sjaldan sem hann hringdi í mig til að fá upplýsingar. Hann vildi nefnilega „leiðrétta“ kaffifélaga sína, sem komu við hjá honum og félögum hans sem störfuðu hjá Skeljungi. Oft byrjaði símtalið þannig: „Gaui minn, bryggjupollarnir segja að nú eigi o.s.frv. en ég veit að þú veist betur. Hvað er að gerast í málinu?“ Eins og fram kemur lágu leiðir okkar víða saman, bæjarstjórnin, Eyverjarnir, Sjálfstæðisflokkurinn, Hrekkjalómarnir, stjórn Bæjar- veitna í 11 ár, fyrir utan mjög náið samband í áranna rás. Fyrir þetta allt þetta vil ég þakka. GEORG ÞÓR KRISTJÁNSSON ✝ Georg Þór Krist-jánsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. mars 1950. Hann lést á heimili sínu sunnu- daginn 11. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju 17. nóv- ember. Goggi átti við illvíg- an sjúkdóm að stríða í nokkra mánuði og var barátta hans hetjuleg en hann varð undir í þeirri baráttu eins og svo margir aðrir. Fráfall Gogga, langt um aldur fram, er gíf- urlegt áfall. Það er mikill missir að sjá á bak frábærum félaga á besta aldri, sem svo sannarlega ætlaði sér meira í ýmsum góðum málum fyrir Eyjarnar, enda var hann fullur áhuga í öllum hagsmunamálum er sneru að Eyjunum. En mestur er þó missir elskulegr- ar eiginkonu hans, Hörpu Rútsdótt- ur, og barna þeirra og annarra ætt- ingja. Á kveðjustund vil ég f.h. bæjar- stjórnar Vestmannaeyja þakka Georg Þór Kristjánssyni fyrir farsæl og óeigingjörn störf í þágu byggð- arlagsins um leið og ég og kona mín sendum Hörpu, Kidda, Ragnheiði, Helgu, Lilju, systkinum hans, svo og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Það voru forréttindi að eiga Gogga í Klöpp sem vin og endur- minningin um góðan dreng er besti minnisvarðinn hans. Guðjón Hjörleifsson. Georg Þór Kristjánsson, Goggi frá Klöpp, er allur. Langt fyrir aldur fram hefur hann kvatt þennan heim eftir snarpa baráttu við illvígan sjúk- dóm. Það er erfitt að sjá á eftir manni í blóma lífsins en víst er að honum hafa verið ætluð önnur verk- efni á æðri tilverustigum sem ekki gátu lengur beðið krafta hans. Kynni okkar Gogga hófust fyrir rúmum 20 árum er ég fyrir hans til- stilli hóf að starfa með Eyverjum, fé- lagi ungra sjálfstæðismanna í Eyj- um. Þá voru bundin vináttubönd sem haldist hafa síðan í leik og starfi. Georg var á þessum árum kominn í bæjarpólitíkina og var mikill akkur fyrir okkur Eyverja að hafa hann í bæjarstjórninni. Það var fjörlegt starf í Eyverjum á þessum árum. Galsi og gleði var í fyrirrúmi og Goggi fór fremstur í flokki við að halda uppi góðum anda innan hópsins, enda alltaf léttur og kátur. Stundum fóru menn kannski fram úr sjálfum sér í gleðinni og gáskanum en aldrei þó svo að skaði hlytist af. Ein þessara stunda þegar menn fóru kannski á ystu brún gals- ans var þegar eina nóttina var mál- aður húsgaflinn hjá Gogga á Há- steinsveginum í öllum regnbogans litum meðan hann og fleiri héldu sel- skap ungum hægrimönnum frá Norðurlöndunum í Eyverjasalnum. Ekki gerði Goggi veður út af því þótt þetta prakkarastrik kostaði hann heilsdags vinnu við að háþrýstiþvo gaflinn og hló að öllu saman. Það var ekki í hans anda að gera vandamál úr smámunum. Eyverjar voru í mikilli sveiflu á þessum árum og meðal þess sem við tókum okkur fyrir hendur var að efna til hópferðar til Englands með farþegaskipinu Eddu. Fjölmennur hópur hélt í þessa ferð og var Goggi ein af driffjöðrum ferðarinnar og hrókur alls fagnaðar í henni. Samband var oft haft á þeim tíma sem við sátum saman í stjórn Ey- verja og það brást varla að ef Goggi hringdi þá kynnti hann sig á sama hátt: „Blessaður, hetjan unga frá Klöpp hérna megin,“ og síðan var hlegið. Við Goggi áttum ágætt samstarf í Eyverjum. Að sjálfsögðu vorum við ekki alltaf sammála og tókumst stundum á en að því loknu stóðum við uppi sem félagar og vinir. Sama má segja um langt samstarf okkar innan Sjálfstæðisflokksins að bæjar- málum í Eyjum. Georg var vinmargur, enda hvers manns hugljúfi og afskaplega greið- vikinn. Það sást vel hversu vinmarg- ur og vel liðinn Goggi var þegar hann stóð fyrir sérframboði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1994. Honum þótti þá að sér vegið innan Sjálfstæðisflokksins þar sem honum var ekki ætlað sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar en hann hafði verið bæjarfulltrúi flokksins. Óánægja hans varð til þess að hann efndi til sérframboðs með stuðnings- mönnum sínum og hlaut glæsilega kosningu í bæjarstjórn. Er mér til efs að margir hefðu leikið þetta eftir Gogga enda var það fylgi sem fram- boð hans fékk mikill persónulegur sigur fyrir hann og endurspeglaði hversu vel kynntur Goggi var í Eyj- um. Þó að við værum á öndverðum meiði í pólitíkinni þegar Goggi sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn bar ekki skugga á kunningsskap okkar. Goggi átti það til að segja, þegar við ræddum málin á góðri stundu, að auðvitað væri hann ekkert annað en íhald og yrði aldrei annað þó að at- vikin hefðu leitt til þeirrar stöðu sem hann var í. Það kom líka á daginn því að afloknu kjörtímabilinu dró Goggi sig í hlé frá bæjarmálunum og hóf síðan að vinna á ný innan Sjálfstæð- isflokksins. Við Goggi áttum samleið á fleiri stöðum en í pólitíkinni. Við áttum um árabil gott samstarf í stjórn Herjólfs og við vorum í þeim hópi Eyjamanna sem stofnuðu Hrekkja- lómafélagið á sínum tíma og höfum átt margar góðar stundir í starfi þess ágæta félags. Báðir höfum við stutt Manchester United gegnum árin en Goggi var einn harðasti stuðningsmaður Man. Utd. í Eyjum og þótt víðar væri leitað. Það er margs að minnast á kveðjustundu en hæst ber minn- inguna um góðan samferðamann, traustan félaga, greiðvikinn, geðgóð- an og hvers manns hugljúfi. Ég kveð Gogga frá Klöpp með söknuði og þökk fyrir vinskapinn gegnum árin. Góður drengur er genginn og Eyj- arnar eru fátækari við að missa einn af sínum góðu sonum allt of fljótt en almættið hefur ætlað honum önnur og stærri verkefni handan móðunn- ar miklu. Þar mun hann eflaust fljótt veljast til forystustarfa eins og hann valdist víða til hér á jarðríki. Ég sendi Hörpu, börnum þeirra, barnabarni og öðrum ástvinum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Það er von mín að Guð gefi þeim styrk á þessum erfiðu tímum og að minningin um góðan ástvin verði það ljós sem lýsi þeim gegnum tíma sorgar og sakn- aðar. Guð blessi minningu Georgs Þórs. Grímur Gíslason. Veðraskil verða oft snögg í Vest- mannaeyjum. Frá Stórhöfða berast oft fréttir um meiri veðurhæð og vindsveipi en annars staðar á land- inu. Georg Þór var einn með stærri höfðingjum í röðum Kiwanismanna á Íslandi. Með stuttum fyrirvara var hann kvaddur til annars heims, heims sem okkar allra bíður. Auk forystu- og stjórnarstarfa í heima- klúbbi sínum Helgafelli var hann svæðisstjóri 1994–5 á Sögusvæði okkar á Suðurlandi og síðar um- dæmisstjóri og þar með fremsti maður innan Kiwanishreyfingarinn- ar á Íslandi og Færeyjum. Þegar til umræðu kom að velja umdæmis- stjórann 1998 var enginn vafi hjá okkur að tilnefna Georg og fylgja því fast eftir. Þar fengum við mann á réttan stað þetta tímabil. Öll emb- ættis- og þjónustustörf hans í Kiw- anishreyfingunni voru unnin af dugnaði og drenglyndi, enda fór þar djarfur maður og dáðríkur. Georg var röskur og framsýnn, en um leið réttlátur og fórnfús í öllum fé- lagsstörfum. Á vettvangi sveitarstjórnarmála lágu leiðir okkar saman um árabil. Þar komu þessi sömu einkenni hins góða drengs glögglega fram. Það var engin lognmolla yfir Georg þar sem hann fór og beitti sér. Það voru ætíð rösk veðraskil í verkum hans. Við Kiwanisfélagar kveðjum hann með söknuði en mikilli þökk fyrir djarfa forystu. Búrfellsfélagar færa aðstandend- um hans innilega samúð. Hjörtur Þórarinsson. Mig langar að minnast með nokkrum orðum Georgs Þórs Krist- jánssonar sem látinn er langt um aldur fram. Ég kynntist Georg lítillega þegar við vorum strákar í miðbænum. Hann var örlitlu yngri en ég en við jafnaldrarnir sáum strax að hann var kraftmikill og líflegur peyi sem sannarlega var tekið eftir. Hann var góður í íþróttum og féll því afar vel inn í það umhverfi sem miðbærinn var. Árið 1978 vorum við Georg kosnir í bæjarstjórn Vestmannaeyja, reyndar sem pólitískir andstæðing- ar. Frá þeim tíma tókst með okkur ágætis vinátta sem hélst upp frá því. Þrátt fyrir að við kæmum úr tveimur andstæðum fylkingum minnist ég þess ekki að það hafi nokkurn tíma varpað skugga á okkar ágætu kynni sem sköpuðust milli okkar í bæjar- málastarfi í öll þau ár sem við sátum saman í bæjarstjórn og í nefndum á vegum bæjarfélagsins. Georg var vel inni í flestum málum og tók jafnan afstöðu í þeim að vandlega yfirlögðu ráði. Hann var mikill áhugamaður um hag Vestmannaeyja og átti þess reyndar kost að vera virkur þátttak- andi í mörgum framfaramálum sem byggðarlagið snertu. Við þær að- stæður reyndust ráð hans oft góð og dýrmæt. Fyrir þau störf hans í þágu Vestmannaeyja verður hans minnst. Georg var ákaflega hreinskiptinn maður. Hann kom svo sannarlega til dyranna eins og hann var klæddur og var þá alveg sama hver í hlut átti. Hann sagði sína meiningu möglun- arlaust og stóð ávallt fast við sann- færingu sína. Hann lét hvorki flokksbönd né önnur bönd ná á sér of miklum tökum og ef honum fannst einhver rangindum beittur var hann manna líklegastur til þess að veita lið við að ná fram réttlátri úrlausn. Af þessum ástæðum varð hann vin- margur og skiptu þá pólitískar línur ekki máli. Georg var skemmtilegur maður. Í góðum félagsskap var hann jafnan hrókur alls fagnaðar og þá hreif hann fólk með sér. Það geislaði af honum og það var eitthvað sérstak- lega aðlaðandi við hans glöðu lund. Hann hafði gaman af skemmtilegum frásögnum og ekki sakaði ef þær frá- sagnir voru tengdar unglingsárun- um í miðbænum. Nú er Georg látinn, reyndar allt of fljótt. Við sem þekktum hann og um- gengumst hann minnumst hans sem góðs drengs sem við vorum heppin að fá að kynnast. Í minningunni lifir myndin af glöðum, skemmtilegum en umfram allt vönduðum samferða- manni. Ég votta Hörpu og fjölskyldu dýpstu samúð okkar hjóna. Megi minningin um góðan dreng og fjöl- skylduföður lifa meðal okkar allra. Blessuð sé minning Georgs Þórs Kristjánssonar. Ragnar Óskarsson. Kveðja frá umdæmisstjórn Genginn er Georg Þór Kristjáns- son. Kiwanishreyfingin á Íslandi og í Færeyjum sér á bak góðum félaga og forystumanni. Georg gegndi starfi svæðisstjóra Sögusvæðis starfsárið 1994–1995 og starfi um- dæmisstjóra í umdæminu Ísland- Færeyjar starfsárið 1998–1999. Hann var einlægur talsmaður þeirra hugsjóna sem Kiwanishreyfingin stendur fyrir og lagði sig allan fram bæði á heimavelli og utan til að efla og bæta starf klúbbs og umdæmis. Það er mikið starf og tímafrekt að leiða slíka hreyfingu og vera í for- svari heima og erlendis. Miklum tíma verja menn á ferðalögum og fundum, slíkt gera menn ekki án þátttöku maka síns og Georg naut fulltingis Hörpu konu sinnar í sínum störfum. Við samstarfsmenn hans og kiwanisfélagar allir þökkum af alhug leiðsögn þeirra, minnumst kátínu hans og skemmtilegrar framkomu og velvilja til allra samferðamanna. Fyrir hönd kiwanisumdæmisins Ís- land-Færeyjar sendi ég Hörpu, börnum þeirra og fjölskyldu innileg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ingþór H. Guðnason umdæmisstjóri. Hún kom ekki á óvart sú harma- fregn að genginn væri sómadreng- urinn Georg Þór Kristjánsson. Ég hafði ásamt fleirum af vinum hans fylgst með síðustu orustunni, orustu sem kom á daginn að óvinnandi var. Sú orusta var háð af æðruleysi og kjarki og saman stóðu þau Georg og Harpa ásamt börnum sínum. Ég kynntist þeim fyrir allmörgum árum í sameiginlegu áhugamáli okk- ar í Kiwanishreyfingunni. Þau kynni og samstarf okkar varð nánara og meira er hann kom til starfa í um- dæmisstjórn Kiwanis, fyrst sem svæðisstjóri árið 1994 og þá er hann var kjörinn umdæmisstjóri fyrir um- dæmið Ísland–Færeyjar en því starfi gegndi hann starfsárið 1998– 1999. Ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að starfa allmikið með hon- um bæði hér heima, en ekki síður á mörgum fundum og þingum erlend- is. Þannig var ég með honum er hann sótti fræðslu til höfuðstöðva Kiwanis í Indianapolis í tvígang og síðar við mörg önnur tækifæri. Stundum við tveir, stundum fleiri og þá voru eiginkonur með í för, og saman leiddu þau Georg og Harpa hópinn okkar af reisn. Þegar hann var valinn til að gegna æðsta embætti Kiwanishreyfingar- innar á Íslandi og Færeyjum var hann mjög reyndur félagsmálamað- ur. Það nýttist honum að sjálfsögðu vel, hann átti gott með að taka ákvarðanir og stjórnunarstíll hans einkenndist af gleði og krafti. Georg var þeirrar gerðar að líf og fjör hæfði honum best, honum fannst lognmolla leiðinleg. Hann átti svo auðvelt að vingast við menn að stundum var unun að fylgjast með. Í stórum hópi umdæmisstjóra frá 75 þjóðlöndum á fræðslufundum og þingum sást vel hvað Georg var vin- sæll. Hlátrasköll glumdu við og hann dró menn að sér. Óþreytandi var hann að halda fram ágæti Vest- mannaeyja og það var innilegt og stórt ánægjubrosið þegar hann var að segja útlendingum frá þessari paradís í norðri. Honum fannst það helsti ljóður á sumum útlendum mönnum hvað þeir vissu lítið um Eyjarnar, en hann var fljótur að fyr- irgefa þeim þegar þeir göptu af undrun yfir sögum af lunda og nátt- úru Eyjanna. Myndirnar hans voru frægar um allan kiwanisheiminn og aðdáunarvert var hversu vel hann gekk frá þeim og setti upp, þeir voru margir sem vildu helst taka albúmin með sér heim. Í slíku félagsstarfi sem við tókum þátt í kynnist maður mörgu fólki, mestan part góðu, en þau kynni eru oftar á yfirborðinu, og það verður ekki mikill tími til skyggnast undir yfirborðið og gæta nánar að. En þegar stundir gefast og þeim er var- ið í gott spjall eins og hann orðaði það, sér betur til sálarinnar, um- ræðuefnin verða önnur og samskipt- in nánari, og maður kynnist viðkom- andi eins og upp á nýtt. Við hjónin metum mikils þau kynni og þá vin- áttu sem við áttum við Georg og Hörpu og þökkum þau. Samfélagið í Eyjum, kiwanisklúbburinn Helga- fell, Kiwanishreyfingin, margir vinir og félagar syrgja góðan dreng, en harmurinn mestur hjá Hörpu og börnunum. Við biðjum algóðan Guð að vaka yfir þeim og blessa minn- ingu hans. Ástbjörn Egilsson. Sú harmafregn barst okkur sunnudaginn 11. nóvember sl. að dyggur stuðningsmaður og félagi okkar, Georg Þór Kristjánsson, hefði látist þá um nóttina eftir erfiða og snarpa baráttu við illkynja sjúk- dóm, langt um aldur fram 51 árs að aldri. Georg hóf ungur að stunda íþrótt- ir undir merkjum Íþróttafélagsins Þórs og ÍBV og varð Íslandsmeistari með 5. fl. í knattspyrnu árið 1964. Georg var mjög öflugur stuðn- ingsmaður íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum og gegndi marg- víslegum trúnaðarstörfum innan hennar. Hann sat um skeið í stjórn handknattleiks- og knattspyrnu- deildar Íþróttafélagsins Þórs og í stjórn knattspyrnudeildar ÍBV frá árinu 1976-1978. Georg var þingfor- seti á fjölmörgum ársþingum ÍBV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.