Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 41 Bústaðakirkja. Fyrrum nemendur Héraðs- skólans á Laugarvatni ætla að fjölmenn í messu í dag kl. 14. Kaffi eftir messu í safnaðarheimilinu. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lif- andi og fjölbreytt starf fyrir börn úr 4.-6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrún- ar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6:45-7:05. 12-spora-hópar koma sam- an í safnaðarheimili mánudag kl. 20. Um- sjón Margrét Scheving, sálgæsluþjónn safnaðarins. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin. 10-12 ára TTT- starf mánudag kl. 16:30. Öll börn í 4.-5. bekk velkomin. Litli kórinn, kór eldri borg- ara, þriðjudag kl. 16:30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Mánudagur: TTT-klúbbur- inn frá kl. 17-18. Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldumorgnar mánudag kl. 10-12 í umsjón Lilju djákna. Léttar hreyfingar, kaffi/djús og spjall/ bænir. Mánudagur: Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 17-18. Starf fyrir 9-10 ára drengi kl. 17-18. Unglingastarf á mánu- dagskvöldum kl. 20:30. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17:30- 18:30. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðsfundur fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20:30. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9-12 ára kl. 17:15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelp- ur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9-12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17:30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20-22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Fjölskyldu- samvera fyrir foreldra og börn þeirra frá kl. 13:30-15:30 í safnaðarheimilinu, Þver- holti 3, 3. hæð. Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnu- dag, kl. 19:30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17:30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16:30. Allir velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Mánu- dagur: Kl. 17:30 æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Mikill leikur, bæn og samtal. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Vörður L. Traustason. Almenn sam- koma kl. 16:30, lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður G. Theodór Birg- isson. Allir hjartanlega velkomnir. Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11. Bænastund kl. 19. Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar, lofgjörð og fyrir- bænir. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM&K, Holtavegi 20. Samkoma kl. 17. Yfirskrift: Baráttan og persónulegar árásir. Upphafsorð: Sigrún Gísladóttir. Ræðumaður sr. Sigurður Pálsson. Barna- starf. Matsala eftir samkomuna. Vaka kl. 20:30. Hjarta sem gleðst. Ástríður Har- aldsdóttir talar. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Allir innilega velkomnir. KEFAS, Vatnsendavegi 601. Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16:30. Bænastund kl. 16. Ræðumaður Helga R. Ármanns- dóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðju- dagur: Almenn bænastund kl. 20:30. Mið- vikudagur: Ungmennasamkoma kl. 20:30. Allt ungt fólk hjartanlega velkomið. Safnaðarfélag Jósefskirkju. Basar, hluta- velta og kaffisala í safnaðarheimilinu. Krossinn. Sunnud.: Biblíuskóli kl. 13.30 - 15. Samkoma kl. 16.30. Þriðjud.: Sam- koma kl. 20.30. Miðvikud.: Bænastund kl. 20.30. Fimmtud.: Unglingarnir kl. 20. Föstud.: Konunglegu Hersveitirnar kl. 18. Laugard.: Samkoma kl. 20.30 Safnaðarstarf GUÐSÞJÓNUSTA með nýrri tón- list verður í Seljakirkju í kvöld, sunnudag, kl. 20. Prestar Selja- kirkju leiða guðsþjónustuna ásamt tónlistarmanninum Þorvaldi Hall- dórssyni. Það er nýjung í safnaðarstarfi Seljakirkju að bjóða upp á guðs- þjónustur með breyttu sniði einu sinni í mánuði. Þessar guðsþjónustur hafa verið vel sóttar jafnt af ungum sem eldri. Þorvaldur Halldórsson fer á milli kirkna á höfuðborgarsvæðinu á vegum Reykjavíkurprófastsdæma og á með okkur stund í Seljakirkju þriðja sunnudag í hverjum mánuði. Við hvetjum fólk til þess að koma í kvöld í Seljakirkju til að eiga sam- an uppbyggilega stund í bæn, lof- gjörð og góðum félagsskap. Þor- valdur syngur og leiðir almennan söng, sr. Ágúst Einarsson flytur hugvekju og þá verður alt- arisganga í guðsþjónustunni. Að venju er einnig þennan sunnudag barnaguðsþjónusta kl. 11 og almenn guðsþjónusta kl. 14. Fyrirlestur í hjóna- klúbbi Digraneskirkju ANNAR fyrirlestur vetrarins verð- ur í kvöld, sunnudaginn 18. nóv- ember, kl. 20:30. Þá verður gestur okkar Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjóna- ráðgjafi. Hann fjallar um starfsval barna, „vandann að velja“, og hvaða áhrif við höfum sem for- eldrar. Hér er því mjög tímabær umræða í síbreytilegu samfélagi. Fjölskyldufólk getur því nýtt tæki- færið og upplifað hressilegt upp- byggjandi kvöld saman. Fyrirlesturinn fer fram í safn- aðarheimili Digraneskirkju og er u.þ.b. 45 mínútna langur, síðan er boðið upp á kaffisopa og fyr- irspurnir. Á eftir er stutt kyrrð- arstund í kirkjunni fyrir þá sem vilja og geta. Dagskránni lýkur milli kl. 22 og 22:30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tónlistarstund í Hjallakirkju Í DAG sunnudag kl. 17 leikur Haukur Guðlaugsson á orgel í Hjallakirkju í Kópvogi. Haukur leikur orgelverk eftir L-N Clér- ambault, J.S. Bach, G.F. Händel, Max Reger, L. Boëllmann o.fl. Þar sem orgel Hjallakirkju er frekar nýtt af nálinni leggur Haukur áherslu á að sýna nokkra af hinum fjölmörgu möguleikum sem þetta 27 radda orgel hefur til að gefa ólíka tónaliti. Haukur Guðlaugsson var í rúm 20 ár organisti á Akranesi og gegndi einnig starfi Söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar í 26 ár en hann lét af því starfi sl. sumar. Orgel Hjallakirkju er smíðað í orgelsmiðju Björgvins Tómassonar í Mosfellsbæ og ber ópusnúmer 22 og þykir einstaklega vel heppnað hljóðfæri og skemmir hljómburður kirkjunnar ekki fyrir orgelinu. Þetta er 8. orgelandaktin frá því að orgelið var vígt 27. febrúar sl. og sú næsta verður sunnudaginn 27. janúar nk. Góður gestur í heimsókn hjá KFUM og KFUK SAMKOMA verður í húsi KFUM og KFUK í dag kl. 17:00. Að þessu kemur góður gestur á samkomuna, sr. Sigurður Pálsson, sókn- arprestur í Hallgrímskirkju og fyrrverandi formaður KFUM í Reykjavík. Hann mun flytja ræðu dagsins. Styrmir Magnússon, starfsmaður leiðtogadeildar félag- anna, mun hefja samkomuna með stuttu ávarpi og bæn og Hörður Geirlaugsson mun syngja einsöng. Að lokinni samkomu er hægt að staldra við og fá sér heitan mat á vægu verði og njóta samfélagsins. Boðið er upp á barnastarf í þremur hópum á meðan samkoman stendur yfir, fyrir 2-5 ára, 6-9 ára og 10-12 ára. Öll börn og foreldrar þeirra eru sérstaklega velkomin. Klukkan 20:30 verður Vaka, samkoma þar sem mikið er sungið, sérstaklega lofsöngvar. Ræðumað- ur verður Ástríður Haraldsdóttir tónlistarkennari. Boðið verður upp á fyrirbæn í lok samkomunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir á báðar samkomurnar. Kvöldmessa í Seljakirkju Morgunblaðið/Jim Smart Þá var hann einnig oft kallaður til að gegna störfum fundarstjóra á fund- um hjá hreyfingunni. Georg var fastagestur á kappleikjum ÍBV og fór ávallt fremstur í hvatningu til sinna félaga. Íþróttahreyfingin í Vestmanna- eyjum þakkar fyrir samfylgdina og sendir eftirlifandi eiginkonu hans, Kristrúnu Hörpu Rútsdóttur, börn- um þeirra og öðrum aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð blessa þau og styrkja á þessari sorgarstundu. Íþróttabandalag Vestmannaeyja. Í annað sinn á stuttum tíma er höggvið skarð í hóp okkar Kiwanis- félaga í Vestmannaeyjum. Að þessu sinni er fallin í valinn, langt fyrir ald- ur fram, einn okkar dugmestu og starfsömustu félaga, Georg Þór Kristjánsson. Georg Þór gekk í Kiwanisklúbb- inn Helgafell árið 1979 og gerði markmið og hugsjónir hreyfingar- innar strax að sínum. Hann hellti sér út í starfið af fullum krafti, enda ekki hans stíll að beita neinum vettlinga- tökum. Á þeim tíma sem Georg Þór starfaði með okkur gegndi hann flestum þeim embættum og trúnað- arstörfum sem þar þarf að vinna. Hann hefur starfað sem forseti, sem svæðisstjóri Sögusvæðis og þá var hann umdæmisstjóri hreyfingarinn- ar í Kiwanisumdæminu Ísland – Færeyjar árin 1998–1999. Í tengslum við þessi störf sín hefur Georg ferðast víða hér á landi og er- lendis og kynnst fjölmörgu fólki, sem ævinlega féll fyrir þessum kraftmikla og ákafa Eyjamanni. Hann var í öllu því sem hann gerði fyrir Kiwanishreyfinguna, klúbbinn sinn og heimabyggð, góður fulltrúi sem eftir var tekið og eftir verður munað. Síðustu embættin sem Georg Þór tók að sér voru ritarastarf í stjórn þessa starfsárs og formennska í K- dagsnefnd klúbbsins. Þrátt fyrir baráttu við illskeyttan sjúkdóm und- anfarna mánuði, vann hann að þess- um störfum eins og þrek leyfði og ríflega það. Allan þann tíma sem Georg starfaði fyrir okkur Kiwanis- félaga stóð hans góða eiginkona Harpa Rútsdóttir eins og klettur við hlið hans, hvatti hann og studdi í öllu því er takast þurfti á við. Í hinu óformlega félagsstarfi klúbbsins hafa þau einnig verið virkir þátttak- endur og margir notið óþrjótandi gestrisni á heimili þeirra. Að leiðarlokum kveðjum við Georg Þór með þakklæti fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu Kiwanis. Það hefur verið ánægjulegt og lær- dómsríkt að starfa með þessum góða dreng og minning hans verður okkur hvatning í framtíðinni. Við sendum Hörpu, börnum þeirra og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Helgafellsfélagar. Nú hnígur sól að sævarbarmi, sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blómahvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástarörmum allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (A.G.) Það er ekkert eins erfitt og þetta, að kveðja góðan vin. Góðan vin sem var ekki bara góður vinur heldur varð hann líka okkar tryggasti og sannasti vinur. Þrátt fyrir aldurs- mun okkar bundumst við svo traust- um böndum. Goggi okkar, þú reyndist okkur svo vel. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast þér og fjölskyld- unni þinni 1994 þegar ég hóf störf hjá Skeljungi í Reykjavík, en þá varst þú einmitt starfsmaður þeirra í Eyjum. Á þessum árum leið ekki langt á milli símtala þar sem ég heyrði frá þér eða í Hörpu, þinni elskulegu konu. Voru ýmis mál rædd eins og lífið og tilveran, vinnan eða fótboltinn. Á þeim vettvangi varst þú sterkur enda þitt aðaláhugamál. Þegar við vorum að fylgjast með fót- boltaútsendingu þá á sitt hvorum staðnum var oft hringt á milli. Ef það gerðist að þitt lið var til dæmis undir eða gekk ekki sem skyldi þá sagðir þú yfirleitt: ,,Hvaða tegund af sjónvarpi ert þú með?“ eða ,,Erum við ekki að horfa á sama leikinn?“ Þetta lýsti þér alveg í hnotskurn, húmorinn var alltaf til staðar. Það var aldrei neitt mál, það var allt besta mál, ekkert mál eða ég redda því. Svo jákvæður. Svona orðatiltæki munum við áfram því þau lýstu þér svo vel. Þú varst mjög fróður maður, það var alltaf gott að leita til þín með mál sem þurfti að tala aðeins um, alltaf varst þú tilbúinn að leiðbeina og aðstoða eins vel og þú gast. Þegar litið er yfir farinn veg á þessari erfiðu stundu, þá koma upp margar góðar minningar sem verða alltaf í brjósti manns. Þó fjarlægðin hafi verið á milli okkar og hafið sem skildi okkur að þá er ég ákaflega þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ber þar að nefna fót- boltaferðirnar sem við fórum í og eru alveg ógleymanlegar. Einnig var ég svo heppinn að fá að koma til Eyja og fara með þér á hið svo- nefnda Skötukvöld, en það var eitt- hvað sem þér var svo kært og þú varst svo stoltur af. Þú og Harpa konan þín tókuð allt- af opnum örmum á móti mér og okk- ur fjölskyldunni þegar komið var til Eyja. Ykkur munaði sko ekki um að hýsa fimm manna fjölskyldu frá Reykjavík, slík var gestrisni ykkar. Þá voru skipulagðar vettvangsferðir um allt eins og sannir Eyjamenn gera. Það varst þú, ákaflega stoltur af heimabæ þínum. Það var ekki skrítið að börnunum fannst eins og þau væru komin til útlanda. Goggi var ákaflega góður maður, þá sér- staklega barngóður. Elsta dóttir okkar hændist svo að þér, þó feimnin gerði stundum vart við sig þegar þið hittust, þá samt sem áður var oft og iðulega ekki talað um annað en Gogga. Hún var til að mynda ekki lengi að finna nafn á páfagaukinn sinn sem hún fékk einu sinni, Goggi skyldi hann heita. Hún segir mér að þú sért hjá englunum núna og hún er ákaflega stolt af myndinni sem hún sendi í síðustu viku. Goggi, þín er sárt saknað. Elsku Harpa okkar, börn, ætt- ingjar, vinir og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð á þessum erfiðu tímum. Missir ykkar er mikill. Megi ljós og kær- leikur styrkja ykkur á þessari stundu. Minning þín lifir, Goggi. Jón Helgi Sigurðsson, Guðrún Birna og börn. Hann Goggi er látinn eftir stutt en erfið veikindi. Goggi var einn af þeim mönnum sem maður sá aldrei skipta skapi. Hann var alltaf svo ljúfur og góður. Hann var einn af þeim sem fóru út með alla krakkana í hverfinu í fótbolta eða á lundapysjuveiðar á fallegum ágústkvöldum. Fyrstu kynni okkar systranna af Gogga voru þegar Dóra læsti sig inni á baði í sínu eigin barnaafmæli, þá voru góð ráð dýr. Mamma hjóp yfir til ná- grannanna sem hún þekkti lítið sem ekki neitt og bað hann Gogga að bjarga barninu út af baðinu. Eins og Goggi var þá var þetta ekkert mál. „Auðvitað geri ég það,“ og arkaði af stað með stiga í grenjandi rigningu, skreið innum gluggann og bjargaði Dóru út, þó hún væri nú ekki mikið á því að láta bjarga sér, á fullu við að sulla í baðherbergisvaskinum. Goggi var heimsins besti pabbi og eiginmaður sem lagði sig allan fram í að hafa lærið eins flott og vanalega þegar Harpa þurti að fara upp á land. Mikið gátum við systurnar oft öfundað þau Kidda, Ragnheiði og Helgu. En Goggi mátti eiga það að þegar hann var að gera eitthvað með krökkunum sínum þá bauð hann okkur systrunum alltaf með, t.d. ár eftir ár á þrettándagrímuballið. Eitt sinn datt kettlingur ofan í brunninn á húsinu hjá Gogga og Hörpu, brunnurinn var fullur af vatni. Kett- lingurinn flaut bjargarlaus um á einni spýtu. Viti menn, Goggi fór inn um lítið gat á brunninum með band um sig miðjan og kom aftur út með kettlinginn, allur skrámaður og blautur. Já, hann Goggi gerði ekki mannamun eða dýramun. Nú í dag verður einn af bestu sonum Eyjanna borinn til grafar. Einn af þeim sem gáfu Eyjunum sinn karakter. Elsku besta Harpa mín, við vitum að miss- irinn er mikill og skarðið er stórt sem hann Goggi skilur eftir sig. Við biðjum Guð að styðja þig og fjöl- skyldu þína. Systurnar Hásteinsvegi 50. Er vinir kveðja hér í heim í hinsta sinn brýst harmanóttin heljarmyrk í hjartað inn. Oss finnst þá oft, að fokið sé í flestöll skjól og gengin undir, geislum svipt vor gleðisól. En Guð, sem horfir hæðum frá og hug vorn sér, hann þekkir öll hin mörgu mein, sem mannkyn ber, og allra vina einnig veit hann endurfund, að sköp oss aðeins skilið fá um skamma stund. (E.M.J.) Kæri vinur, ég leita huggunar í þessum ljóðlínum. Það erfitt að sætta sig við að þú skulir ekki lengur vera til staðar, fullur af krafti og bjartsýni, engin vandamál, ekkert vesen. Ég, aðkomumaðurinn, get ekki ímyndað mér sannari eyjapeyja en þig, kraftmikinn, lífsglaðan og ekki síst hjálpsaman. Á yngri árum á kafi í starfi skátahreyfingarinnar og í íþróttum, síðar í bæjarpólitík og á síðustu árum svæðisstjóri Kiwanis- hreyfingarinnar. Vegir okkar lágu þó ekki saman á vettvangi þessara hreyfinga, heldur á velli hins dag- lega brauðstrits, þar sem við unnum náið saman í nær tvo áratugi, og aldrei bar þar skugga á. Ég hef aldr- ei kynnst manni með eins létt lund- arfar og þér. Það var sama hvað gekk á móti, aldrei skiptir þú skapi, og jafnvel þó menn gerðu á hlut þinn heyrði maður þig aldrei hallmæla nokkurri sálu, jafnvel heldur bera blak af þeim sama. Enda vil ég trúa því að allir hafi viljað vera vinir þínir. Ég kom til þín fyrr á þessu ári, eftir að þú greindist með þennan erf- iða sjúkdóm, og þá kom í ljós þetta einstaka lundarfar. Það beið ykkar Hörpu vinna við að sigrast á þessu máli, ekki vandamáli, og síðar þegar þér var sagt að sjúkdómurinn væri ólæknandi, þá tókst þú því með sömu rónni og hélst áfram baráttunni. Kæri vinur, ef ég þyrfti að velja milli manna myndi ég vilja hafa þig í mínu liði. Elsku Harpa og fjölskylda, við Þyrí biðjum góðan Guð að líta til með þér og þínum í sorginni. Guð blessi ykkur öll. Snorri. Í dag er hann Goggi í Eyjum bor- inn til grafar. Stórt skarð hefur verið höggvið í Vestmannaeyjar, þær verða aldrei jafnar eftir þetta. Allt eins hefði verið hægt að taka burt Heimaklett, það hefði borið minna á því. Ég kynntist Gogga fljótlega eft- ir 1980 þegar ég byrjaði að koma nokkuð reglulega til Eyja á frakt- skipunum hjá Eimskip. Tókust með okkur hin ágætustu kynni og kom- umst við fljótlega að því að við bár- um sama millinafn, þannig að upp frá því kölluðum við hvor annan aldrei neitt annað en „nafni“ og þótti sumum það í meira lagi undarlegt og höfðum við gaman af. Eftir að ég hætti á sjónum fyrir þremur til fjór- um árum hitti ég Gogga vin minn að- eins einu sinni og var það á þjóðhátíð 2000. Það urðu miklir fagnaðarfund- ir hjá okkur. Mikið var hlegið að „leikstjóra“- stólnum sem hann sagðist hafa fengið lánaðan hjá Luk- as vini sínum. Það stóð nefnilega Georg á baki stólsins. Mig langar að votta fjölskyldu Georgs mína dýpstu samúð. Megi guð gefa þeim þann styrk sem til þarf. Við hittumst síðar „nafni“. Páll Þór Ómarsson Hillers.  Fleiri minningargreinar um Georg Þór Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.