Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 47

Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 47 MANNKYNIÐ allt er um sex milljarðar einstaklinga. Af þeim eru kristnir menn u.þ.b. þriðj- ungur og tilheyra fjölda kirkju- deilda, ólíkum um margt. Nokkrar eru þar meiri að vöxtum en aðrar, langstærst er rómversk-kaþólska kirkjan, með um 900 milljónir. Og fjöldi kirkju- og trúfélaga innan hverrar deildar um sig er legíó; á Íslandi eru þó „ekki nema“ um tuttugu. En hvernig má það vera, að í heiminum öllum sé að finna marg- ar kirkjudeildir og þaðan af ara- grúa af smærri einingum? Ekki geta þær allar haft rétt fyrir sér? Það hlýtur bara að vera ein af þessum fjölmörgu, sem hefur réttu trúna innan sinna vébanda? Því sannleikurinn hlýtur bara að vera einn, og vegurinn til lífsins, eða hvað? Jú, rétt er það. En svo ein- kennilega vill nú samt til, að flest þessi kirkju- og trúfélög heimsins eru fullgildir boðendur hins eina sannleika. Undantekningin er nokkrir söfnuðir, yfirleitt fámenn- ir, sem telja sig kristna, en hafa vísvitandi eða óvart rambað út fyr- ir veginn og lent í ógöngum; þeir eru ekki til umfjöllunar hér. En þá að spurningunum. Í guðspjöllunum ræðir Jesús um sauðina og hirðinn, og sambandið þeirra í millum. Og hann klykkir út með orðunum um, að það muni verða ein hjörð, og einn hirðir. Og allt er það nú gott og blessað. En þar með er ekki allt sagt, því nú vita allir, sem eitthvað hafa komið nálægt búskap, og jafnvel menn eins og ég, sem veit tæpast hvað snýr fram og aftur á þessum skepnum, að kindur eru mjög ólík- ar, bæði að útliti og skapferli. Sum- ar eru blíðar, gæfar og trygg- lyndar, aðrar stirðar og dyntóttar. Og á litinn eru þær með ýmsu móti: hvítar, svartar, gráar, mó- rauðar, botnóttar, golmögóttar, arnhöfðóttar eða hosóttar. Og svo hafa þær misjafnt hornalag: þær eru kallaðar úthyrndar, ef hornin standa mikið út; skálhyrndar, ef þau eru fallega hringbogin; krepp- ilhyrndar eða öngulhyrndar, ef þau bogna mjög krappt; kúp- hyrndar, ef þau beygjast mjög aft- ur; skakkhyrndar, ef þau beygjast ekki eins; hníflóttar, ef þau eru mjög lítil. Svo eru til kindur með fjögur horn, fimm eða jafnvel sex. Og svo vitanlega finnast þær líka kollóttar. Og þannig mætti lengi telja. Kindur geta m.ö.o. verið ákaflega mismunandi, þótt í einni hjörð séu. En þær fylgja hirðinum allar sem ein. Hann leiðir þær og ver fyrir óargadýrum, sem vilja hremma og deyða. Hann fylgir þeim áfram, og kemur þeim í skjól þegar dimmir, leiðir þær í byrgið og gætir svo dyranna. Á líkan hátt er þessu farið með kristna menn. Þeir eru ekki allir eins: sumir eru gulir, aðrir svartir, enn aðrir rauðir, og svo eru það hinir fölu, bleiku eða hvítu. Sumir eru léttir á geð, aðrir skapþungir. Og þeir eru til blíðir og líka hrjúfir. Þetta er m.ö.o. æði mislit hjörð. En þeir fylgja Jesú Kristi að málum, og honum einum, reyna að feta veg hans, fylgja sporum hans og bend- ingum, nákvæmlega eins og hjörð- in í líkingunni. Og líkt og fjár- markið er eitt og hið sama á öllum kindum þeirrar hjarðar, þá eru kristnir menn sama marki brennd- ir allir, krossins heilaga tákni. En af því að menn eru jafn ólíkir og raun ber vitni, og kannski sum- part vegna þess að Biblían er tor- skilin á köflum, eru sumir ritning- arstaðir það erfiðir, að hægt er að skýra þá á marga vegu. Ég skil þetta svona, hann Jón vill meina að þetta eigi að skilja á annan hátt, og hún Sigríður fullyrðir að þetta sé vitlaust hjá okkur Jóni báðum. Og fólk hópast síðan að þeim, sem virðist útlista þetta á mest sann- færandi hátt. Þannig verða kirkju- deildir til, í grófum dráttum, og síðan kirkju- og trúfélög. Það er ekki af illkvittni eða öfund, að menn fylkja sér um þessa túlkun eða hina, langt því frá, heldur er það einlæg sannfæring manna, að viðkomandi ritningarstað eigi að skilja á þennan veg frekar en hinn. Ég skal taka dæmi. Fyrir mörgum árum skírði ég barn í Hólskirkju í Bolungarvík. Þetta var í messu. Foreldrarnir voru í hinni evangelísk-lúthersku þjóðkirkju, eins og flestallir lands- menn. En í þessari sömu messu, og fyrir augliti safnaðarins, voru aðrir foreldrar, úr röðum hvítasunnu- manna, með lítið barn, og það ein- ungis helgaði ég Guði, að beiðni foreldranna, ég blessaði það, eins og Jesús gerði forðum, en skírði það ekki. Í þessu litla dæmi höfum við eina bók, heilaga ritningu, og tvo aðila, sem lesa hana og skilja á mismun- andi vegu. Markmiðið er hið sama, að biðja Guð um að taka við börn- unum, rita nöfn þeirra í himininn, en niðurstaðan ólík, að því er virðist, og formið þess vegna líka. Og þær eru fleiri túlkanirnar á vitnisburði heilagrar ritningar um þetta efni. Miklu fleiri. Og eins um kvöldmáltíðina. Og aðra þætti. En þær skipta ekki máli hér. Sama hugsun er þó að baki þar, og hún sú, að finna hið réttasta. Skilaboð mín til ykkar, sem lesið þessi orð mín, eru: dæmum ekki hvert annað, þótt hið kristna trúar- form sé ólíkt. Jesús bað okkur um að vera eitt, þ.e.a.s. einhuga. En hann bað okkur aldrei um að vera eins. Í Hólskirkju í Bolungarvík forð- um voru tvö börn skráð í lífsins bók. Tvö laufblöð bættust á meið- inn stóra. Ef til vill hvort á sína greinina, en það skiptir engu máli, því stofninn er óumdeilanlega einn og hinn sami. Jesús Kristur. Mislit hjörð Kirkjudeildir heimsins eru æði margar og kirkju- og trúfélögin enn fleiri. Sigurður Ægisson vill meina að fyrir því séu gildar ástæður. saeson@islandia.is Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Opið hús í dag milli kl. 14-16 Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050, www.hofdi.is Í dag getur þú skoðað þessi glæsilegu 194 fm raðhús. Húsin eru til af- hendingar strax, fullbúin að utan og fokheld að innan. Að utan eru húsin marmarasölluð. Innbyggður bílskúr er í húsunum. Sölumenn Höfða verða á staðnum í dag með teikningar og allar upplýsingar um eigniranar. Áhv. 7,0 millj. húsbréf. Verð 14,5 millj. Nú býðst þér tækifæri til að skoða þetta stórglæsilega 210 fm einbýli, sem er staðsett í suðurhlíðum Grafar- holts. Frábært útsýni er til suðurs og vesturs. Innbyggður bílskúr er í hús- inu. Húsið er til afhendingar strax, fullbúið að utan og fokhelt að innan. Skipti möguleg á minni eign. Verð 20,4 millj. Kirkjustétt 10-16, - Grafarholti Ólafsgeisli 73 - einbýli HUGVEKJA JÓLABASAR Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn laugardaginn 17. nóvember kl. 14 til 17. Margt í boði, t.d. veiðitjörn fyr- ir börnin, skuggaleikhús, kaffi og meðlæti, og handverk. Jólabasar Waldorfskólans EIN af fjáröflunarleiðum Blindra- félagsins er sala jólakorta. Í ár gerði listamaðurinn Halla Haralds- dóttir kortið. Einnig eru gefin út sérstök fyrirtækjakort með ljós- myndum eftir Freystein G. Jónsson. Jólakortin eru seld 10 í pakka kosta kr. 1.000 og merkimiðar 10 í pakka á kr. 100. Sölumenn ganga í hús og selja kortin. Einnig er hægt að fá kortin á skrifstofu Blindra- félagsins, Hamrahlíð 17. Jólakort Blindra- félagsins Dr. Neil H. Katz stofnandi og stjórn- andi stofnunar við Syracuse Uni- versity sem heitir „Institute on Creative Conflict Resolution“ heldur námskeið fyrir stjórnendur um lausn ágreinings hjá Endurmenntun HÍ 19. nóvember kl. 8-16.30 og 20. nóv- ember kl. 8-15. Á námskeiðinu ætlar Katz að kenna skipulega lausn ágreinings með áherslu á hlutverk stjórnand- ans, en rannsóknir sýna að yfirmenn verja meira en 40 af hundraði vinnu- tíma í að reyna að leysa ýmis deilu- mál. Farið verður í markvissar sátta- leiðir og ráð til að byggja upp sterka liðsheild, segir í fréttatilkynningu, segir í fréttatilkynningu. Námskeið fyrir stjórnendur NIÐURSTÖÐUR verkefnis um mat á framtíðargildi svæða fyrir ferða- þjónustu verða kynntar í hádegis- erindi, sem Landvernd og verkefn- isstjórn rammaáætlunar um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma standa fyrir, þriðjudaginn 20. nóvember kl. 12.10-13 í Lögbergi 101, Háskóla Ís- lands. Rögnvaldur Guðmundsson, hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjón- ustunnar (RRF), flytur erindið og fjallar um forsendur mats á framtíð- argildi nokkurra hálendissvæða fyr- ir ferðaþjónustu og hverjar séu helstu niðurstöður úr þessu mati. Aðgangur ókeypis og öllum opinn. Hádegiserindi í Lögbergi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.