Morgunblaðið - 18.11.2001, Page 55
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 55
ÁRLEG SKÓLAKEPPNI Tóna-
bæjar var haldin dagana 15.–19.
október síðastliðinn.
Þetta er í ellefta sinn sem
keppnin er haldin og spreyttu liðin
sig að þessu sinni í spurn-
ingakeppni, fótbolta og „action-
ary“.
Nemendur Álftamýrarskóla
voru sigurstranglegastir en þau
sigruðu í spurningakeppninni og
„actionary“-keppninni.
Lið Hlíðaskóla lenti í öðru sæti
eftir að hafa sigrað fótboltakeppni
drengja auk þess að fá verðlaun
fyrir að skarta besta stuðningslið-
inu. Lið Austurbæjarskóla sigraði
svo í fótboltakeppni stúlkna og
lenti því í þriðja sæti.
Verðlaunaafhendingin fór fram
í Tónabæ og að henni lokinni var
slegið upp balli þar sem plötusnúð-
urinn Dj Daði og rapparinn Óli
Páll skemmtu gestum.
Hefð hefur myndast um þessa
árlegu skólakeppni og er markmið
hennar, að sögn aðstandenda, að
nemendur mismunandi skóla hitt-
ist og kynnist og fram fari drengi-
leg keppni sem allir hafi gaman af.
Álftamýr-
arskóli bar
sigur úr
býtum
Lið Álftamýrarskóla sigraði spurningakeppnina.
Rapparinn Óli Páll.
Skólakeppni Tónabæjar 2001
Lið Álftamýrarskóla
fagnar sigrinum.
Í HAUST hefur plötubúðin Hljóma-
lind haldið jaðarrokki og ámóta
stuði að landanum á sinn alkunna og
ástríðufulla hátt með röð tónleika,
þar sem erlendir aufúsugestir hafa
verið í aðalhlutverkum. Í kvöld á
Vídalín verður þessari vetrardag-
skrá formlega slitið með tónleikum
popppönkaranna í Wolf Colonel en
sveitin sú kemur frá Portland í
Bandaríkjunum.
Sveitin hóf störf er meðlimir voru
enn í menntó, árið 1996. Í upphafi
var þetta einherjaverkefni Jasons
nokkurs Andersons, sem sá sæng
sína upp reidda er hann sá Elliott
Smith spila á hljómleikum.
Jason hóf strax að plokka og hélt
m.a. nokkur „gigg“ í herberginu
sínu á heimavistinni! Komst hann
svo í kynni við undirgrundargoð-
sögnina Calvin Johnson, þann er
rekur grasrótarútgáfu nr. 1, 2, 3, 4
og 5, K Records í Olympiu (höf-
uðborg Washington-fylkis).
Fyrsta stuttskífa þessarar ungu
sveitar kom svo út í hittifyrra og
var samnefnd sveitinni. Í kjölfarið
var farið að túra og þá fékk And-
erson nokkra galgopalega vini sína
til að aðstoða sig við frekari hljóð-
færaleik. Fyrstu breiðskífurnar,
Vikings of Mint og The Castle,
komu svo báðar út árið 2000. Þær
innihalda prýðilegasta lágfitl, ær-
ingjalegt og ærslafullt nýbylgjurokk
þar sem óþarfa yfirlega er látin
víkja fyrir óheftri og innblásinni
spilagleði.
Þessir lokahljómleikar hefjast kl.
21 í kvöld og fara fram eins og áður
segir á Vídalín við Ingólfstorg.
Ólyginn sagði að góðir gestir myndu
einnig reka nef og eyru upp á svið.
Wolf Colonel í stuði.
Úlfur ofursti,
geri ég ráð fyrir?
Vetrardagskrá Hljómalindar slitið
með tónleikum Wolf Colonel á morgun
arnart@mbl.is