Morgunblaðið - 18.11.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 18.11.2001, Qupperneq 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 55 ÁRLEG SKÓLAKEPPNI Tóna- bæjar var haldin dagana 15.–19. október síðastliðinn. Þetta er í ellefta sinn sem keppnin er haldin og spreyttu liðin sig að þessu sinni í spurn- ingakeppni, fótbolta og „action- ary“. Nemendur Álftamýrarskóla voru sigurstranglegastir en þau sigruðu í spurningakeppninni og „actionary“-keppninni. Lið Hlíðaskóla lenti í öðru sæti eftir að hafa sigrað fótboltakeppni drengja auk þess að fá verðlaun fyrir að skarta besta stuðningslið- inu. Lið Austurbæjarskóla sigraði svo í fótboltakeppni stúlkna og lenti því í þriðja sæti. Verðlaunaafhendingin fór fram í Tónabæ og að henni lokinni var slegið upp balli þar sem plötusnúð- urinn Dj Daði og rapparinn Óli Páll skemmtu gestum. Hefð hefur myndast um þessa árlegu skólakeppni og er markmið hennar, að sögn aðstandenda, að nemendur mismunandi skóla hitt- ist og kynnist og fram fari drengi- leg keppni sem allir hafi gaman af. Álftamýr- arskóli bar sigur úr býtum Lið Álftamýrarskóla sigraði spurningakeppnina. Rapparinn Óli Páll. Skólakeppni Tónabæjar 2001  Lið Álftamýrarskóla fagnar sigrinum. Í HAUST hefur plötubúðin Hljóma- lind haldið jaðarrokki og ámóta stuði að landanum á sinn alkunna og ástríðufulla hátt með röð tónleika, þar sem erlendir aufúsugestir hafa verið í aðalhlutverkum. Í kvöld á Vídalín verður þessari vetrardag- skrá formlega slitið með tónleikum popppönkaranna í Wolf Colonel en sveitin sú kemur frá Portland í Bandaríkjunum. Sveitin hóf störf er meðlimir voru enn í menntó, árið 1996. Í upphafi var þetta einherjaverkefni Jasons nokkurs Andersons, sem sá sæng sína upp reidda er hann sá Elliott Smith spila á hljómleikum. Jason hóf strax að plokka og hélt m.a. nokkur „gigg“ í herberginu sínu á heimavistinni! Komst hann svo í kynni við undirgrundargoð- sögnina Calvin Johnson, þann er rekur grasrótarútgáfu nr. 1, 2, 3, 4 og 5, K Records í Olympiu (höf- uðborg Washington-fylkis). Fyrsta stuttskífa þessarar ungu sveitar kom svo út í hittifyrra og var samnefnd sveitinni. Í kjölfarið var farið að túra og þá fékk And- erson nokkra galgopalega vini sína til að aðstoða sig við frekari hljóð- færaleik. Fyrstu breiðskífurnar, Vikings of Mint og The Castle, komu svo báðar út árið 2000. Þær innihalda prýðilegasta lágfitl, ær- ingjalegt og ærslafullt nýbylgjurokk þar sem óþarfa yfirlega er látin víkja fyrir óheftri og innblásinni spilagleði. Þessir lokahljómleikar hefjast kl. 21 í kvöld og fara fram eins og áður segir á Vídalín við Ingólfstorg. Ólyginn sagði að góðir gestir myndu einnig reka nef og eyru upp á svið. Wolf Colonel í stuði. Úlfur ofursti, geri ég ráð fyrir? Vetrardagskrá Hljómalindar slitið með tónleikum Wolf Colonel á morgun arnart@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.