Morgunblaðið - 18.11.2001, Qupperneq 58
ÞEIR Mick Jagger og Paul McCartney eru búnir
að vera lengur í rokkinu en margir kæra sig um að
rifja upp. Jagger hefur sungið með Rolling Stones
í fjörutíu ár en fjörutíu og eitt ár er síðan Mc-
Cartney tók að syngja og spila með Bítlunum. Þeir
eiga fátt annað sameiginlegt en að vera breskir
tónlistarmenn, Jagger fyrst og fremst söngvari og
sviðsmaður, en McCartney með helstu lagasmiðum
poppsögunnar og þátttakandi í því að breyta gangi
rokksins oftar en einu sinni. McCartney hefur ver-
ið einn síns liðs síðan Bítlarnir lögðu upp laupana
fyrir rúmum þrjátíu árum, en Jagger hóf ekki sinn
sólóferil fyrr en um miðjan níunda áratuginn.
McCartney naut mikilla vinsælda með hljómsveit
sinni Wings og hefur gengið bráðvel með sólóskíf-
urnar, þó ekki hafi hann náð með tærnar þar sem
Bítlarnir hafa hælana, en Jagger aftur á móti
gengið frekar stirðlega að koma sér á framfæri;
fyrstu sólóskífur hans þóttu ekki sérstakar og
seldust illa og þó sú þriðja þyki yfirleitt sæmileg
gekk hún heldur ekki ýkja vel.
Enginn lagasmiður
Þó Jagger sé enginn lagasmiður kann hann aft-
ur á móti að velja sér aðstoðarmenn, eins og sann-
aðist svo vel á síðustu sólóskífu hans, Wandering
Spirit, sem kom út fyrir átta árum, en á henni hélt
Rick Rubin um taumana. Á „Goddess in the Door-
way“ koma við sögu Bono, Wyclef Jean, Lenny
Kravitz og Rob Thomas sem reyndist Carlos Sant-
ana svo vel, en allir leggja til lög í samvinnu við
Jagger. Meðal gesta eru einnig gítarhetjurnar
Pete Townshend og Joe Perry, en obbann af lög-
unum semur Jagger með Matt Clifford, sem hefur
leikið með Rolling Stones á tónleikum, og Marti
Frederiksen, sem er helst frægur fyrir samstarf
sitt við Aerosmith.
Menn höggva eftir því að textarnir eru venju
fremur persónulegir og opinskáir, fjalla um ástina
og andann, eins og Jagger lýsir því sjálfur. Átta ár
eru liðin frá því Jagger sendi síðast frá sér sóló-
skífu, en hann segist hafa verið að semja meira og
minna allan þann tíma en þó mest síðustu ár þegar
hann var kominn með ákveðna hugmynd að
plötu sem lét hann ekki í friði. „Lögin á skífunni
eru þess eðlis að þau falla vel að einföldum
flutningi með kassagítar, þess vegna heima í
eldhúsi, en við færðum þau í skrautlegri búning
eftir því sem okkur sýndist fara best,“ sagði
hann í viðtali fyrir skemmstu.
Harkalegir rafgítarar
Innihald Driving Rain, plötu Pauls McCartn-
eys, er aftur á móti veigameira
og beinskeyttara en Jagg-
ers, því McCartney er
ekki síst að syngja um
fráfall Lindu eiginkonu
sinnar og dauðastríð
hennar sem tók mörg
ár. Þeir sem hlýða á plötu hans taka þegar eftir
því að meira er um harkalega rafgítara en á fyrri
skífum McCartneys. Ekki má þó skilja það svo að
á skífunni sé graðhestarokk, hún er venju fremur
fjölbreytt og innan um rokkarana eru popplög að
hætti hússins.
Jagger vann sína skífu að mestu með bandarísk-
um tónlistarmönnum og McCartney leitar sér
einnig aðstoðarmanna vestan hafs, því allir sem að
skífunni koma að honum og syni hans frátöldum
eru Bandaríkjamenn. Upptökustjórinn er David
Kahne sem gert hefur garðinn frægan með Sugar
Ray, Sublime, Bangles og Tony Bennett, en aðrir
eru Rusty Anderson, Abe Laboriel yngri og Gabe
Dixon. James McCartney leikur á rafgítar í einu
lagi og semur tvö með föður sínum. Annars sá
Kahne um gítar- og hljómborðsleik og sinnti allri
forritun. Eins og til að undirstrika bandarískan
blæ skífunnar tók McCartney hana upp í Los Ang-
eles, 22 lög alls, en 15 rötuðu á plötuna.
Engar æfingar
Upptökustjórinn hefur sagt
svo frá að þegar McCartn-
ey kom til Los Angeles
með lögin í farteskinu
hafði hann ekki hitt
hljómsveitarmeðlimi og
ekkert hafði verið æft fyrir upptökurnar. Hann
kenndi mönnum einfaldlega lögin með því að spila
þau á kassagítar og síðan var bara spilað eftir eyr-
anu. Að sögn vildi McCartney með þessu ná álíka
stemmningu og þegar Bítlarnir voru að taka upp,
enda höfðu þeir Harrison og Ringo yfirleitt ekki
heyrt lögin þegar komið var í hljóðver að taka upp.
McCartney hefur það fram yfir Jagger að hann
er lagasmiður af guðs náð, en hinn í besta falli orð-
heppinn. Þrátt fyrir það á McCartney það til að
detta niður í ótrúlegustu hluti, eins og þegar hann
tróð „Maxwell’s Silver Hammer“ upp á félaga sína
á sínum tíma og margir telja hafa verið banabita
Bítlanna. Slíka sykurmola með hunangi er einnig
að finna á Driving Rain, sjá til að mynda lagið
„Magic“, en inn á milli eru lög sem McCartney
syngur af næsta óvenjulegum tilfinningahita þegar
hann er annars vegar og gerir eftirminnileg fyrir
vikið. Hann er einnig að spreyta sig á tilrauna-
kenndri tónlist fyrir hann, eins og í laginu „Rinse
the Raindrops“, þar sem hann syngur sama erindi
aftur og aftur í tíu mínútur, en aldrei á sama hátt.
Þess má geta að eftir árásina á World Trade Cent-
er-turnana í New York og á Pentagon bætti hann
á bandaríska útgáfu plötunnar laginu „Freedom“,
sem tekið er upp á styrktartónleikum í New York.
Engin áhætta
Jagger er aftur á móti að fara troðnar slóðir,
tekur enga áhættu og gerir engar tilraunir.
Aðstoðarmennirnir tryggja að allt er slétt og
fellt, hljóðfæraleikur og útsetningar til fyr-
irmyndar og það fer Jagger svosem prýði-
lega, en ekki er örgrannt um að sú
spurning vakni af hverju hann sé
að bjástra við þetta; er ekki
margsannað að Keith Rich-
ards á að vera við stýrið?
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Tveir gamlir rokkhundar gefa út
sólóskífur um þessar mundir og
það mjög ólíkar. Árni
Matthíasson hlustaði á nýjar
plötur Pauls McCartneys og
Micks Jaggers.
Paul McCartney
Mick Jagger
Ja
gg
er
/M
cC
ar
tn
ey
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isSÍ I 564 0000 - .s ara io.is5 hágæða bíósalir
Sýnd kl. 2 og 4. Með íslensku tali.
Mánudagur kl. 4.
Miðasala opnar kl. 13
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 3.30, 5.45 og 8.
B. i. 16.
Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.10.
Mánudagur kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.
Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni.
Úr smiðju snillingsins Luc Besson (Leon, Taxi 1&2, Fifth Element)
kemur ein svalasta mynd ársins. Zicmu, Tango, Rocket, Spider, Weasel,
Baseball & Sitting Bull eru YAMAKAZI. Þeir klifra upp blokkir og hoppa
milli húsþaka eins og ekkert sé...lögreglunni til mikils ama. Ótrúleg
áhættuatriði og flott tónlist í bland við háspennu-atburðarrás!
Empire
SV Mbl Rás 2
MOULIN
ROUGE!
Hausverkur
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
DV
Kvikmyndir.com
Frumsýning
Reese Witherspoon
fer á kostum sem
ljóska sem sannar
hvað í ljóskum býr
1/2
Ungfrú
Skandinavía
Íris Björk
Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.10.
Mánudagur kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.
Ljóskur
landsins
sameinist!