Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 1
273. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 28. NÓVEMBER 2001
vopnaeftirlitsmönnum að koma aftur
til landsins, „til að ganga úr skugga
um að [Írakar] séu ekki að framleiða
gereyðingarvopn.“ Meðlimur sendi-
nefndar Rússa hjá Sameinuðu þjóð-
unum sagði í gær að Rússar væru
sammála hinum fjórum ríkjunum, er
eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu, um
þá grundvallarreglu að herða skyldi
eftirlit með vopnabúri Íraka.
Talsmaður Íraksstjórnar sagði í
gær, að vopnaeftirlitsmönnum yrði
ekki hleypt inn í landið fyrr en við-
skiptabanninu, sem Írakar hafa verið
í síðan þeir réðust inn í Kúveit fyrir
ellefu árum, yrði aflétt.
BANDARÍSKAR hersveitir í Afgan-
istan, sem leita að meðlimum í al-
Qaeda-samtökum Osama bin Ladens
og forystumönnum talibana, einbeita
sér að borgunum Jalalabad í norð-
austurhluta landsins og Kandahar í
suðurhlutanum, að því er Tommy
Franks, yfirmaður herafla Bandaríkj-
anna í Afganistan, greindi frá á frétta-
mannafundi í gær.
Í ljósi allra upplýsinga sem banda-
ríski herinn hefur aflað hefur hring-
urinn verið þrengdur um þessa tvo
staði. „Þetta eru þeir staðir sem okk-
ur sýnist mestu skipta núna,“ sagði
Franks, og tiltók, að leitin að talib-
önum beindist að Kandahar, og leitin
að al-Qaeda-liðum að svæðinu í
grennd við Jalalabad. Sá staður, sem
líklegast er talið að bin Laden haldi
sig nú á, er fjallavirki í um 50 km fjar-
lægð frá Jalalabad.
Grunur um gereyðingarvopn
Þá kom einnig fram í máli Franks,
að Bandaríkjamenn hefðu afmarkað
rúmlega 40 staði þar sem grunur léki
á að fylgismenn bin Ladens hefðu
unnið að þróun gereyðingarvopna,
„eða einhverju álíka“. Liðsmenn
Norðurbandalagsins hefðu nú þegar
marga þessara staða á valdi sínu.
„Við erum að kanna þessa staði
kerfisbundið,“ sagði Franks. Á ýms-
um rannsóknarstofum á þessum stöð-
um hefðu fundist ýmis efni, sem óljóst
væri til hvers hefði átt að nota. Sum
kynnu að hafa verið ætluð til friðsam-
legra nota, t.d. til að búa til áburð.
Efnin verða flutt til Bandaríkjanna til
rannsóknar.
„Við höfum ekki fundið neitt sem
við teljum vera eitthvað ákveðið,“
sagði Franks. Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
sagði á fréttamannafundinum, að ef
gereyðingarvopn væri að finna í Afg-
anistan hefðu Bandaríkjamenn allan
hug á að koma höndum yfir þau og
tryggja að þau yrðu flutt frá landinu.
Írakar hvergi bangnir
Talsmaður Íraka sagði í gær, að
þeir væru óhræddir við hótanir
Bandaríkjamanna, og myndu verjast
öllum árásum er þeir kynnu að verða
fyrir. George W. Bush Bandaríkjafor-
seti varaði Íraka við því sl. mánudag,
að þeir myndu gjalda þess að fram-
leiða gereyðingarvopn.
Sumir ráðgjafar Bandaríkjaforseta
hafa hvatt hann til að beina spjótum
sínum næst að Írökum í stríðinu gegn
hryðjuverkastarfsemi. Bandaríski
herinn greindi frá því í gær að banda-
rískar og breskar herflugvélar hefðu
varpað sprengjum á hernaðarmann-
virki í suðurhluta Íraks, vegna hótana
gegn flugvél bandamanna er var á
eftirlitsferð um flugbannssvæðið yfir
suðurhluta landsins.
Bush hvatti á mánudaginn Saddam
Hússein Íraksforseta til að leyfa
Bandaríkin þrengja hringinn um talibana og al-Qaeda
Leitað við Jalala-
bad og Kandahar
Tampa á Flórída, Bagdad, Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP.
Leynist Osama/22
LÍK hermanna talibana á víð og
dreif innan veggja virkis í norður-
hluta Afganistans í gær eftir að her
Norðurbandalagsins braut á bak aft-
ur uppreisn talibananna og liðs-
manna al-Qaeda-samtakanna. Þeir
höfðu gert uppreisn í virkinu, þar
sem þeim var haldið í fangelsi, sl.
sunnudag, og náð hluta þess á sitt
vald, ásamt vopnabirgðum. Taliban-
arnir og al-Qaeda-liðarnir voru um
600 og eru allir sagðir hafa fallið.
AP
Blóðbað
í fangelsis-
virkinu
Uppreisn stríðsfanga/23
ÍSRAELSK kona lést í gær af skot-
sárum er hún hlaut er palestínskir
byssumenn hófu skothríð á strætis-
vagn á Gaza-svæðinu, nokkrum
klukkustundum eftir að fjórir aðrir
féllu í skotbardaga í Ísrael. Önnur
kona særðist alvarlega í árásinni á
strætisvagninn, og barn særðist lít-
illega. Ísraelskir hermenn svöruðu
skotárásinni og felldu Palestínu-
mann sem sagður var hafa staðið að
árásinni á strætisvagninn.
Ísraelar sökuðu í gær Yasser Ara-
fat, forseta heimastjórnar Palestínu-
manna, um að hafa persónulega gef-
ið fyrirmæli um „hryðjuverkaárásir“
á ísraelska borgara. Heimastjórn
Palestínumanna vísaði þessari full-
yrðingu til föðurhúsanna og sagði
hana „lygi“.
Tveir myrt-
ir á Gaza
Skutu tvo/21
Jerúsalem. AFP.
leggja áherslu á réttindi kvenna í
landinu. En ekkert varð af göng-
unni þar eð háttsettur embættis-
maður í Norðurbandalaginu aflýsti
henni, og konurnar urðu frá að
hverfa.
RAHIMA horfir út um gluggann
hjá sér í Kabúl í gær, þar sem um
200 konur komu saman á heimili
Suraya Parlika, stofnanda Kven-
réttindasamtaka Afganistans, og
ætluðu að fara í kröfugöngu til að
AP
Rahima gægist út
mörku er nú þrjú ár en fyrir utan að
lengja hana í sjö ár, segir stjórnin í
stefnuyfirlýsingu sinni um innflytj-
endamálin, að framvegis verði aðeins
þeim veitt hæli, sem uppfylla alþjóð-
legar skilgreiningar á flóttafólki.
Öðrum, jafnvel tugþúsundum
manna, verði vísað frá.
Af öðrum atriðum má nefna, að
landvistarleyfi flóttafólks, sem fer í
frí til síns fyrra heimalands, verður
tekið til athugunar á ný með hugs-
anlega brottvísun fyrir augum. Með
ferðinni hafi það sýnt, að landvist-
arleyfið var fengið á fölskum for-
INNFLYTJENDUR í Danmörku
verða að bíða í sjö ár eftir formlegu
landvistarleyfi og aðgangi að danska
velferðarkerfinu. Er þetta eitt af
meginatriðunum í stefnu hinnar nýju
stjórnar borgaraflokkanna, Venstre
og Íhaldsflokksins, í innflytjenda-
málum, en hún hyggst ekki veita öðr-
um hæli en þeim, sem uppfylla al-
þjóðlegar skilgreiningar á flótta-
mönnum. Samtök innflytjenda í
Danmörku hafa tekið tillögunum illa
og saka stjórnina um „aðskilnaðar-
stefnu“.
Biðin eftir landvistarleyfi í Dan-
sendum og fólkið hafi ekki haft neitt
að óttast í heimalandi sínu. Þá verða
ákvæði um sameiningu fjölskyldna
þrengd verulega og þeim sem brotið
hafa af sér verður vísað burt. Einnig
má vísa þeim burt, sem fengið hafa
landvistarleyfi, gerist þeir sekir um
alvarlegt afbrot. Í stefnuyfirlýsing-
unni segir, að neiti eitthvert ríki að
taka við eigin þegnum, sem vísað
hefur verið frá Danmörku, verði það
svipt allri aðstoð sé um hana að
ræða.
Mohamed Gelle, formaður
stærstu samtaka innflytjenda í Dan-
mörku, sagði í gær í grein í Politiken,
að það sem væri að gerast í Dan-
mörku væri verra en það, sem Jörg
Haider hefði boðað í Austurríki, og
annar leiðtogi innflytjenda sagði, að
„mikill uggur og óvissa“ væri nú
meðal þeirra. Víst er þó talið, að
þessi herta stefna muni mælast vel
fyrir hjá flestum dönskum kjósend-
um, sem hafa áhyggjur af mikilli
fjölgun útlendinga, einkum fólks frá
þriðjaheims-ríkjum. Sumir telja þó,
að heldur muni anda köldu í garð
Dana innan Evrópusambandsins á
næstunni.
Danskir innflytjendur ósáttir við tillögur stjórnarinnar um landvistarleyfi
Biðtíminn lengdur í sjö ár
Kaupmannahöfn. AP, AFP.
♦ ♦ ♦