Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 2

Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHeiðar tryggði Watford sigur á móti Charlton / C3 Þróttur og Utrect hafa náð samkomulagi / C1 4 SÍÐUR8 SÍÐUR Sérblöð í dag Með Morgun- blaðinu í dag fylgir sérblað um bækur sem koma mun út vikulega til jóla. ENN á ný er óvíst hvort Har- aldur Örn Ólafsson kemst á hæsta tind Eyjaálfu, Car- stenzs Pyramid, vegna ótryggs stjórnmálaástands í Nýju-Gíneu. Innfæddir hafa barist vopnaðri baráttu fyrir sjálfstæði landsins og eru mál því snúin fyrir fjallgöngu- menn á svæðinu. Haraldur er nú staddur á hóteli í bænum Timika á suð- urströnd Irian Jaya-héraðsins í Indónesíu, rúmlega 100 km sunnan við fjallið. Í samtali við bakvarðarsveitina í gær- morgun sagðist Haraldur enn ala þá von í brjósti að komast á fjallið þótt sú von dofnaði með hverri mínútu sem liði. Hugmynd hans er sú að fara í gegnum miklar koparnámur við rætur fjallsins, en yfir- stjórn landsins er mjög treg að leyfa það. Til vara er enn verið að reyna að útvega þyrlu til fararinnar. Ef það gengur ekki mun Haraldur fara til Ástralíu og klífa Kosciusko-tindinn sem er u.þ.b. 2.200 metra hár og einnig viðurkenndur sem einn hátindanna sjö. Aftur óvissa með upp- göngu á Carstenzs GUNNAR Karl Guðmundsson, að- stoðarforstjóri Skeljungs, segist vonast eftir að verð á bensíni lækki um næstu mánaðamót. Miklar hrær- ingar séu hins vegar á heimsmarkaði með bensín og gengi krónunnar hafi einnig tekið verulegum breytingum í mánuðinum. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði mikið um miðjan nóvember. Olíufat- ið fór um tíma niður í 17 dollara, en það var nálægt 22 dollurum um síð- ustu mánaðamót. Verðið hefur hins vegar verið að þokast upp aftur síð- ustu daga og er núna tæplega 19 dollarar fatið. Gunnar Karl sagði að gengi krón- unnar hefði lækkað mikið í mánuðin- um. Eftir sem áður sagðist hann von- ast eftir að grundvöllur yrði fyrir lækkun á bensíni. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, sagðist meta stöðuna með svipuðum hætti. Lækkun á heims- markaði væri það mikil að grundvöll- ur ætti að vera fyrir bensínlækkun þrátt fyrir mikla hækkun á gengi krónunnar. Stefnt að verðlækkun á bensíni HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að fundur sinn í gærkvöldi í Ráðherrabústaðnum með Jan Petersen, nýskipuðum utanríkisráðherra Noregs, hafi verið bæði gagnlegur og vinsamlegur. Þetta var fyrsta heimsókn Petersens til annars lands síðan hann varð utanríkisráðherra og segir Halldór Ás- grímsson að hann hafi lagt mikla áherslu á að koma fyrst til Íslands, sem sé ánægjulegt. Evrópska efnahagssvæðið var aðalmálefni fundarins og með hvaða hætti mætti styrkja stöðu þjóðanna á grundvelli þess, að sögn Halldórs Ásgrímssonar. Hann segir að fljótlega þurfi að ganga frá því á hvern hátt verði gengið til frekari viðræðna við Evrópusambandið og hafi verið farið yfir það á fundinum. Einnig hafi ver- ið rætt um samstarf Íslands og Noregs á vettvangi Eft- irlitsstofnunar EFTA (ESA) og EFTA-dómstólsins en ganga þurfi frá því hvernig verkaskipting verði þar. Málið sé ekki útrætt en reynt verði að ljúka því sem fyrst. Ráðherrarnir hittast í næstu viku í tengslum við fund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Búkarest og í framhaldi af því á utanríkisráðherrafundi NATO í Brussel og segir Halldór Ásgrímsson að þar muni þeir halda áfram að ræða um þessi mál. Morgunblaðið/Golli Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á fundi sínum í gærkvöldi. Gagnlegur og vinsamlegur fundur BORGARRÁÐ samþykkti í gær að hefja undirbúning að því að opna á ný fyrir umferð um Hafnarstræti til austurs að tillögu sjálfstæðismanna. Skipulags- og byggingarnefnd leitaði umsagnar borgarverkfræðings, sem var jákvæð, og Strætó bs., sem var neikvæð. Í umsögn borgarverkfræðings um tillöguna er rifjað upp að ástæður fyr- ir lokun Hafnarstrætis hafi m.a. verið þær að minni umferð yrði um Hverf- isgötu sem væri of mikil á álagstímum og mengunar gætti í Hafnarstræti þegar bílaröð væri mikil. Lokunin myndi einnig auðvelda strætisvögn- um að halda áætlun og auka öryggi gangandi vegfarenda. Síðan segir í umsögn borgarverkfræðings: „Þessi rök eru áfram fyrir hendi. Sé áhugi fyrir að opna götuna í til- raunaskyni og koma til móts við kaupmenn um jólin og aðra þá sem hagsmuni hafa af opnuninni verði það gert með eftirfarandi hætti sem mið- ar að því að draga sem mest úr nei- kvæðum áhrifum opnunarinnar. 1. Með skiltum verði aðeins leyfð hægribeygja suður Lækjargötu. 2. Sett verði upp umferðarljós á móts við austurenda Zimsenhúss sem verði í sama fasa og ljós við Lækj- argötu.“ Í umsögn Strætó segir að slysa- hætta muni skapast og að vagnar verði fyrir töfum. Einnig er talið að bílstjórar muni ekki almennt fara eft- ir boðmerkjum um að beygja aðeins til hægri heldur halda austur Hverf- isgötu . Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillögur borgarverkfræð- ings og þær voru aftur samþykktar á fundi borgarráðs í gær. Samþykkt að opna Hafnar- stræti á ný FISKISTOFA tilkynnti í gær Tálkna ehf., útgerð Bjarma BA, að skipið yrði svipt veiðileyfi í átta vikur frá og með 1. desember nk. sökum þess að áhöfnin á Bjarma hefði gerst sek um að kasta afla fyrir borð í veiðiferð sem sýnt var frá í sjónvarps- fréttum fyrir skömmu. Hægt er að kæra ákvörðunina til sjávarútvegs- ráðuneytisins en slíkt frestar þó ekki svipting- unni. „Þeir skjóta sem sagt fyrst og spyrja svo,“ sagði Níels Ársælsson, skipstjóri á Bjarma, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bjóst við að kæra yrði lögð fram í dag en var ekki bjart- sýnn á skjóta afgreiðslu. Setur atvinnu fjölda manns í uppnám Níels segir ljóst að svipting veiðileyfis setji at- vinnu níu manna áhafnar Bjarma í uppnám auk þess sem skipið hafi landað um helmingi þess afla sem unninn er á Flateyri þessa mánuði þar sem um 50 manns vinna við fiskvinnslu. Þá sé ljóst að ákvörðunin hafi alvarlegar afleiðingar fyrir Tálkna. Í bréfi Fiskistofu til Tálkna er m.a. vísað í við- tal við Níels sem birtist í DV mánudaginn 12. nóvember sl. Þar viðurkennir hann að myndir sem sýndu brottkast afla og sýndar voru í sjón- varpi og dagblöðum hafi verið teknar um borð í skipi hans, Bjarma. Í viðtalinu er m.a. haft eftir Níelsi: „Þarna er náttúrlega um alveg svakalegt lögbrot að ræða af okkar hálfu eða minni hálfu. Ég er skipstjórinn og ræð því sem er gert.“ Í bréfi sem lögmaður Tálkna sendi Fiskistofu kem- ur fram að Níels fullyrði að rangt hafi verið haft eftir honum í fjölmiðlum um svakalegt lögbrot af hans hálfu á fiskveiðilöggjöfinni. Hins vegar hafi hann rætt almennt við blaðamann um brottkast á fiski á Íslandsmiðum sem stundað væri í umtals- verðum mæli og væri svakalegt lögbrot sem skip- stjórar bæru ábyrgð á. Aðspurður segir Níels að annaðhvort hafi verið rangt eftir honum haft eða hann hafi misskilið spurningu blaðamanns. Sýktur og selbitinn fiskur Í bréfi lögmannsins kemur ennfremur fram að umræddar myndir sem sýndar voru í sjónvarps- fréttum hafi verið teknar á fyrirfram ákveðnu veiðisvæði, við svonefnt Kópanesrif sem er sand- fláki vestur af Kópanesi. Þessi veiðislóð sé skammt undan alþekktu sellátri. Fiskur þar sé oft mjög sýktur af hringormi og ekki leyni sér að fiskurinn sé algjörlega óhæfur til vinnslu. Sést það augljóslega með berum augum þar sem kvið- ur fisksins er alsettur bláum hnúðum. Þorski sem sýktur er með þessum hætti sé umsvifalaust varpað fyrir borð í veiðiferðum. Einnig sé tals- vert um að selbitinn þorskur berist í veiðarfæri og er honum einnig varpað fyrir borð. Með vísan til þessa er því mótmælt að hent hafi verið fyrir borð, í umræddri veiðiferð, öðrum afla en sem fellur undir ákvæði laga um umgengni um nytja- stofna sjávar um að leyfilegt sé að henda afla fyr- ir borð sem sé sýktur, selbitinn eða skemmdur á annan hátt. Níels og útgerðarfélagið mótmæla því að brottkast hafi verið stundað um borð í Bjarma nema í framangreindum undantekning- artilfellum. Brotið framið af ásetningi Fiskistofa telur hins vegar að með hliðsjón af ofangreindum framburði liggi fyrir viðurkenning Níelsar á að hluta afla Bjarma hafi verið hent fyr- ir borð, eins og sýnt var í sjónvarpsfréttum. Að mati Fiskistofu sé útilokað að fiskurinn hafi verið sýktur af hringormi með þeim hætti sem haldið hafi verið fram. Fiskistofa bendir einnig á að hún telji að aðferð sú, sem viðhöfð var við brottkastið og sýnd var í fyrrgreindri sjónvarpsfrétt, gaf ekki möguleika á því að áhöfnin á Bjarma gæti gengið úr skugga um að umræddur fiskur hefði verið sýktur áður en honum var kastað fyrir borð. Með þessari háttsemi hafi verið brotið gegn lögum um um- gengni um nytjastofna sjávar. Brotið hafi verið framið af ásetningi og í þágu útgerðar Bjarma. Bjarmi BA sviptur veiðileyfi í átta vikur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.