Morgunblaðið - 28.11.2001, Síða 4
SIGRÚN Grendal Jóhann-
esdóttir, formaður Félags
tónlistarskólakennara,
segist vera þokkalega sátt
við þann kjarasamning
sem félagið gerði við
launanefnd sveitarfélaga í
gær, en samningurinn batt
enda á fimm vikna verkfall
félagsins og Félags ís-
lenskra hljómlistarmanna.
Hún sagði að með samn-
ingnum væri verið að gera
sambærilegar kerfisbreyt-
ingar og gerðar voru með
samningi sveitarfélaganna
við grunnskólakennara.
„Þegar tekið er tillit til
allra þátta málsins er ég
þokkalega sátt við nið-
urstöðuna,“ sagði Sigrún,
en hún vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um samninginn
efnislega fyrr en búið væri
að kynna hann fyrir fé-
lagsmönnum.
Byrjunardagvinnulaun
tónlistarskólakennara
voru fyrir gerð samnings-
ins 105 þúsund krónur á
mánuði. Byrjunarlaun
grunnskólakennara eru
hins vegar eftir gerð síðasta samn-
ings 166 þúsund krónur á mánuði.
Áður en lokasamningalotan hófst
höfðu sveitarfélögin boðist til að
hækka byrjunarlaun tónlistar-
skólakennara upp í 147 þúsund
krónur á mánuði. Sveitarfélögin
hækkuðu þetta tilboð sitt, en Sig-
rún vildi ekki tjá sig um hvar þessi
tala endaði. Sigrún sagðist vonast
til að skólastarf yrði fljótlega kom-
ið í eðlilegt horf, en skólastjórar
tónlistarskólanna tækju ákvörðun
um hvernig skólastarfi yrði hagað
í þessari viku. Flestir tónlistar-
skólar hefja kennslu að nýju í dag.
Við undirritun samningsins var
verkfallinu frestað til 14. desem-
ber en þá er stefnt að því að at-
kvæðagreiðslu um samninginn
verði lokið. Kjarasamningurinn
gildir til 30. september 2004, en
það er heldur lengri samningstími
en samningur grunnskólakennara
og framhaldsskólakenn-
ara. Samningar þeirra
gilda til vors 2004.
Birgir Björn Sigur-
jónsson, formaður samn-
inganefndar launanefndar
sveitarfélaganna, kvaðst
ánægður með að samn-
ingar hefðu tekist.
„Við erum með þessum
samningi að stíga inn á
braut ákveðinna kerf-
isbreytinga á skólastarf-
inu. Þessar breytingar
munu taka gildi í áföngum
á samningstímanum. Af
okkar hálfu er þetta hugs-
að til eflingar á þessu
skólastarfi sem er á vegum
sveitarfélaganna, en þau
hafa mikinn áhuga á að
sinna því vel.“
Birgir Björn sagði að
kerfisbreytingarnar mið-
uðu að því að gera innra
starf tónlistarskólanna öfl-
ugra en nú væri. Verið
væri að setja fastari reglur
um vissa hluti, en jafn-
framt væri verið að gefa
vissan sveigjanleika um til-
tekna hluti.
Birgir Björn sagði ljóst að
kostnaður sveitarfélaganna af
þessum samningi yrði umtals-
verður, en því mætti heldur ekki
gleyma að sveitarfélögin fengju
heilmikið á móti. Í samningnum
fælist hagræðing, aukin vinna og
aukin þjónusta við nemendur.
Fimm vikna verkfalli tónlistarskólakennara lauk í gærmorgun
Sambærilegar kerfisbreyting-
ar og í grunnskólum
Kjarasamningurinn var undirritaður á tíunda tímanum í gærmorgun eftir stíf fundahöld
frá því daginn áður. Að lokinni undirritun tókust Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formað-
ur Félags tónlistarskólakennara, og Birgir Björn Sigurjónsson (t.h.), fyrir hönd launa-
nefndar sveitarfélaganna, í hendur. Milli þeirra er Þórir Einarsson ríkissáttasemjari.
Morgunblaðið/Júlíus
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÉRAÐSDÓMUR Reykja-
víkur hefur dæmt karlmann í
8 mánaða fangelsi fyrir kyn-
ferðisbrot gegn dóttur sinni
og til að greiða henni 400
þúsund krónur í miskabætur.
Brotin áttu sér stað á ár-
unum 1998 og 1999, þegar
stúlkan var 15 og 16 ára og
var um að ræða kynferðislega
áreitni með káfi og þukli.
Maðurinn sætti ákæru ríkis-
saksóknara fyrir háttsemi
sína, en hann hefur áður hlot-
ið dóm fyrir kynferðisbrot
gegn annarri dóttur sinni.
Fangelsi
fyrir kyn-
ferðisbrot
TÆPLEGA þrítugur maður
var dæmdur í átta mánaða
fangelsi í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær fyrir innbrot og
þjófnað í íbúð við Laugaveg í
Reykjavík, en þar stal hann
úri, tveimur armböndum, átta
hringum og 10 hálsmenum,
samtals að verðmæti um 35
þúsund krónur.
Maðurinn braust inn í íbúð-
ina með því að sparka upp úti-
dyrahurð.
Ákærði hlaut dóm í desem-
ber 1999, fangelsi í 15 mánuði
fyrir þjófnað og fjársvik auk
dóms í febrúar 2000 þar sem
honum var ekki gerð sérstök
refsing. Hann hlaut reynslu-
lausn í september í fyrra í eitt
ár á eftirstöðvum refsingar,
170 dögum. Með brotinu sem
hann var dæmdur fyrir í gær
rauf hann skilyrði reynslu-
lausnar á eftirstöðvum refsing-
arinnar.
Nær samfelldur brota-
ferill frá árinu 1990
Við ákvörðun refsingar nú
var litið til þess að brotaferill
mannsins hefur verið nær sam-
felldur frá árinu 1990. Þá var
það metið honum til refsiþyng-
ingar að hann braust í auðg-
unarskyni inn í híbýli manna.
Valtýr Sigurðsson héraðs-
dómari kvað upp dóminn.
Dæmdur í
8 mánaða
fangelsi
fyrir
þjófnaði
SAMRÆMD gjaldskrá hafna verð-
ur aflögð og ákvæði samkeppnis-
laga gilda um gjaldtöku þeirra, eða
reglur um gjaldtöku opinberra aðila
eftir því sem við á, auk þess sem
fleiri rekstrarform hafna verða
heimiluð en áður, meðal annars
hlutafélög að ákveðnum skilyrðum
uppfylltum, ef frumvarp samgöngu-
ráðherra til hafnalaga, sem kynnt
var í ríkistjórn í gær, nær fram að
ganga.
Frumvarpið tekur til allra hafna
sem reknar eru í atvinnuskyni. Ein
af forsendum þess er að rekstur
hafna verði virðisaukaskattskyldur,
en það málefni heyrir undir verk-
svið fjármálaráðuneytisins.
Gert er, samkvæmt frumvarpinu,
ráð fyrir minni styrkjum til hafna-
framkvæmda og að ríkisafskipti al-
mennt verði minnkuð. Áfram er þó
gert ráð fyrir að endurbyggingar
og viðhald á skjólgörðum sé greitt
að hluta til úr ríkissjóði og heim-
ildir eru til stofndýpkana þegar
fram í sækir. Þá breytist hlutverk
hafnabótasjóðs og sérstakt vöru-
gjald er fellt niður frá árslokum
2002.
Frumvarp til nýrra hafnalaga kynnt
Samræmd gjald-
skrá verður aflögð
LÖGREGLAN í Reykjavík er með
til skoðunar mál sem varðar eigna-
spjöll og átök milli unglinga í Haga-
skóla og tveggja fullorðinna manna
við Háskólabíó í fyrradag, en menn-
irnir eru meðlimir Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands. Að sögn Guðmundar
Gígju lögreglufulltrúa stendur
gagnaöflun yfir en ekki er fyllilega
ljóst hvaða stefnu málið tekur.
Framhaldið veltur m.a. á því hvaða
upplýsingar koma fram í frum-
skýrslu lögreglumanna á vettvangi
og hvaða kærur og kröfur kunna að
koma fram af hálfu málsaðila.
Móðir eins piltsins, sem hlut átti
að máli, hefur lagt fram kæru á
hendur öðrum manninum fyrir að
nefbrjóta son sinn í atgangi sem varð
í kjölfar orðaskipta og snjóboltaárás-
ar á mennina og fullyrðir að sonur
sinn hafi ekki unnið til höggsins með
því að slá til mannsins. Að sögn
drengsins ýtti hann hins vegar við
manninum þegar hann tók félaga
drengsins kverkataki. Pilturinn sem
er nefbrotinn er á fimmtánda ári.
Þegar atgangurinn stóð sem hæst
unnu unglingarnir skemmdarverk á
bifreið mannsins, s.s. með því að
brjóta rúðu og rífa af henni bretti en
nefbrotni drengurinn mun ekki hafa
tekið þátt í því, samkvæmt frásögn
móður hans, enda slasaður eftir
hnefahöggið.
Fari svo að kæra verði lögð fram
vegna skemmdarverka á bifreiðinni
þarf að taka mið af aldri meintra ger-
enda og meðferð málsins vísað alfar-
ið til barnaverndaryfirvalda ef hinir
kærðu reynast yngri en 15 ára og
þar með ósakhæfir. Að öðrum kosti
verður kærumálið rannsakað hjá
lögreglu sem refsimál.
Skólastjóri ræðir
við nemendur
Að sögn Einars Magnússonar,
skólastjóra Hagaskóla, harma skóla-
yfirvöld að þessir atburðir skyldu
eiga sér stað. Hann sagði að málið
væri í höndum lögreglunnar og
hefðu skólastjórnendur ekki gert
aðrar ráðstafanir en þær að ræða við
nemendur skólans um atburðina
með það fyrir augum að róa þá og
fyrirbyggja múgæsingu á nýjan leik.
Fullorðnum og unglingum lýstur saman við Háskólabíó
Móðir pilts hefur lagt
fram kæru til lögreglu
TÓNLISTARSKÓLAKENNARAR
sem voru í verkfalli í fimm vikur
fengu 80 þúsund krónur í verkfalls-
bætur á meðan á verkfallinu stóð. Þá
er miðað við kennara í fullu starfi, en
þeir sem eru í hlutastarfi fá greiðslur í
samræmi við starfshlutfall. Skattur
er greiddur af bótunum. Um 620 tón-
listarkennarar tóku þátt í verkfallinu.
Sigrún Grendal Jóhannesdóttir,
formaður Félags tónlistarkennara,
sagði að Kennarasamband Íslands,
sem Félag tónlistarkennara er aðili
að, ætti öflugan verkfallssjóð sem
hefði stutt kennara í verkfallinu með
sambærilegum hætti og gert hefði
verið þegar aðrir félagsmenn í KÍ
stóðu í verkfalli.
Björg Óskarsdóttir, þjónustu-
fulltrúi hjá Félagi íslenskra hljómlist-
armanna, sagði að verkfallssjóður
hefði ekki verið starfræktur hjá félag-
inu en verið væri að stofna hann. Hún
sagði að til að koma á móts við fé-
lagsmenn hefði FÍH tekið lán til
greiðslu verkfallsbóta og það lán yrði
greitt þegar verkfalli lyki. Hún sagði
að bæturnar næmu 80 þúsund krón-
um á mánuði fyrir 100% starf. Ekki
væru greiddir skattar af þessum bót-
um en hins vegar þyrftu félagsmenn
FÍH að greiða vexti af láninu.
FÍH hafa borist gjafir í verkfalls-
sjóð og m.a. gaf Vinnudeilusjóður
Kennarasambandsins 3 milljónir til
greiðslu verkfallsbóta.
Fá 80 þúsund
krónur í verkfalli