Morgunblaðið - 28.11.2001, Síða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALMENNT er nú raunhæfur
möguleiki á því fyrir launamenn
og sjálfstætt starfandi einstak-
linga að byggja lífeyrissparnað
sinn upp með samþættingu sam-
tryggingar og séreignar, þrátt fyr-
ir að það hafi gerst með nokkrum
öðrum hætti en að var stefnt með
setningu laga um skyldutryggingu
lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyr-
issjóða árið 1997, en lögin tóku
gildi um mitt ár 1998. Það er því
mat fjármálaráðherra að ekki sé
ástæða til að gera sérstakar breyt-
ingar á lífeyrislögunum.
Þetta er meginniðurstaða
skýrslu fjármálaráðherra um þró-
un lífeyrismála frá 1998–2001, en
samkvæmt ákvæði til bráðabirgða
í lögunum var mælt fyrir um að
fjármálaráðherra skyldi á árinu
2001 láta gera skýrslu um þró-
unina á þessu sviði í framhaldi af
samþykkt laganna. Átti í skýrsl-
unni sérstaklega að fjalla um það
hvernig lífeyrissjóðir hefðu boðið
sjóðfélögum sínum upp á fleiri val-
möguleika í samsetningu lífeyris-
réttinda, en samkvæmt ákvæðum í
lögunum var skilgreind sú lág-
markstryggingavernd sem lífeyr-
issjóðum bar að tryggja, auk þess
sem þeim var heimilað að ákveða
lágmarkstryggingavernd þannig
að iðgjaldi væri að hluta til varið
til öflunar lífeyrisréttinda í sér-
eign.
Fram kemur í skýrslunni að líf-
eyrissjóðirnir hafi almennt ekki
farið þá leið að bjóða sjóðfélögum
upp á samsetningu lágmarkstrygg-
ingaverndar í sameign og séreign.
Þessu markmiði laganna hafi því
ekki verið náð með þeim hætti sem
að hafi verið stefnt. Hins vegar
sýni tölur að séreignalífeyris-
sparnaður vaxi hraðar en annars
konar lífeyrisréttindi og af því leiði
að sífellt hærra hlutfall lífeyris-
réttinda sjóðfélaga sé í séreign án
þess að það hafi áhrif á framlag til
öflunar lífeyrisréttinda í sam-
tryggingarsjóðum. Meginniður-
staðan sé því sú að almenn þátt-
taka í lífeyrissparnaði, mótframlag
ríkisins og vinnuveitenda samhliða
fjölbreyttu framboði af samning-
um um lífeyrissparnað hafi skapað
raunhæfa möguleika á samþætt-
ingu sameignar og séreignar í
uppbyggingu lífeyrisréttinda. Auk
þess er bent á að stutt reynsla sé
komin á lögin og því viðbúið að líf-
eyrissjóðirnir hafi ekki lagað starf-
semi sína að fullu að breyttu laga-
umhverfi.
45% fjölgun milli ára
Þá kemur fram að samanlagt
sextíu aðilar buðu upp á samninga
um séreignalífeyrissparnað í árs-
lok 2000, 26 lífeyrissjóðir, 3 bank-
ar, 24 sparisjóðir, 5 verðbréfafyr-
irtæki og 2 líftryggingarfélög.
Samanlögð innstæða í árslok 2000
var tæpir 3,9 milljarðar króna og
hafði vaxið úr 1,6 milljörðum kr.
árið áður eða um 144%. Þeim ein-
staklingum sem töldu fram lífeyr-
issparnað fjölgaði um 45% milli
ára úr 32.500 árið 1999 í 46.800 ár-
ið 2000, en á því ári nam þessi teg-
und lífeyrissparnaðar 2,5 milljörð-
um kr.
Ekki er talin ástæða til að gera breytingar á lífeyrislög-
unum, samkvæmt nýrri skýrslu fjármálaráðherra
Raunhæft að samþætta
samtryggingu og séreignEKKI liggur endanlega fyrirhversu miklar skemmdir urðu áannarri vélinni í Vatnsfellsvirkjun
fyrir síðustu helgi. Bilun varð í
stýrikerfi hennar þegar hún var
reynslukeyrð fyrir síðustu helgi
þannig að bremsur voru á þegar
hún var keyrð af stað. Því er óljóst
hve mikið tjónið er.
Þorsteinn Hilmarsson hjá
Landsvirkjun segir að menn hafi
slegið á að það muni taka tvær til
fjórar vikur að koma vélinni í
gang aftur. Nauðsynlegt sé að fá
vissu fyrir því að það hafi ekki
orðið víðtækar skemmdir og þá
sérstaklega á rafbúnaði. Von sé á
aðila frá framleiðanda nú síðar í
vikunni sem muni ganga úr
skugga um þetta.
Aðspurður segir Þorsteinn að
rafalarnir í Vatnsfellsvirkjun séu
framleiddir í Brasilíu en Generel
Electric sé aðalverktakinn og hafi
sett búnaðinn saman. Hann segir
að það sé alveg ljóst að vélin hafi
verið í höndunum á framleiðand-
anum en auk þess sé vélin í
ábyrgð fyrsta árið. Þetta óhapp
hafi átt sér stað við hluta af þeim
prófunum sem gerðar eru við að
koma vélinni í gang.
Tveggja til fjögurra
vikna seinkun
Bilun í aflvél Vatnsfellsvirkjunar
FEÐGARNIR Henrik og Charles
frá Noregi fundu um síðustu
helgi flöskuskeyti þar sem þeir
spókuðu sig við strendur Andenes
á Andey í Norður-Noregi. Skeytið
reyndist vera frá þeim stöllum
Unu Gunnarsdóttur og Guðnýju
Björgu Guðlaugsdóttur í Nes-
kaupstað. Skeytið hafði einungis
verið um fimm mánuði á leiðinni.
Hinn fjögurra ára gamli Hen-
rik, sem fann skeytið, útskýrði
fyrir blaðamanni í Noregi að
flöskuskeytið hefði borist til
lands í Andey með stóru öldunum
og gat hann vel hugsað sér að
senda svar til Unu og Guðnýjar
Bjargar með flöskuskeyti. En fað-
ir hans, Charles, taldi vænlegra
að senda stelpunum bréf með
hefðbundnari leiðum.
Vinkonurnar Una og Guðný
Björg sem eru tíu ára voru mjög
hissa þegar þær fréttu að skeytið
væri fundið. Fréttaritari hitti þær
á blakæfingu, en þær æfa báðar
blak hjá Þrótti í Neskaupstað.
„Við bjuggumst aldrei við að
það fyndist svona fljótt. Vinkona
okkar sendi svona flöskuskeyti
sem fannst ekki fyrr en eftir þrjú
ár í Noregi. Einn dag höfðum við
ekkert að gera og fórum niður í
fjöru og sáum sjóinn og þá datt
okkur í allt í einu í hug að senda
flöskuskeyti. Við skrifuðum bréf-
ið bæði á íslensku og ensku og
þurftum bara pínu hjálp til að
skrifa á ensku.“
Það var faðir Unu, Gunnar
Ólafsson, háseti á Berki NK, sem
tók flöskuskeytið með sér út á sjó
og henti því fyrir borð á milli Ís-
lands og Færeyja í um 100 mílna
fjarlægð frá Íslandi og í um 440
mílna fjarlægð frá nálægasta
punkti í Noregi.
Þetta er fyrsta flöskuskeytið
sem þær stöllur senda og þær
ætla „örugglega að gera þetta
aftur“.
Flösku-
skeyti
var fimm
mánuði á
leiðinni
Morgunblaðið/Kristín
Stöllurnar Una Gunnarsdóttir og Guðný Björg Guðlaugsdóttir voru
ánægðar en hissa yfir því að skeytið hefði verið svona fljótt á leiðinni.
Neskaupstað. Morgunblaðið. MEÐAL hugmynda um frekari nið-
urskurð ríkisútgjalda vegna fjárlaga
næsta árs, sem rætt er um innan
stjórnarliðsins, er hugsanleg frestun
gildistöku ákvæða um fæðingarorlof.
Lög um fæðingarorlof tóku gildi um
síðustu áramót en þau eiga að tryggja
jafnan rétt karla og kvenna til fæðing-
arorlofs í allt að þrjá mánuði. Á sjálf-
stæður réttur feðra til fæðingarorlofs
að taka gildi í áföngum. Skv. upplýs-
ingum Morgunblaðsins hefur m.a.
verið rætt um að fresta gildistöku
ákvæða um aukinn sjálfstæðan rétt
feðra en niðurstaða mun þó ekki
liggja fyrir. Réttur feðra til eins mán-
aðar í fæðingarorlofi tók gildi á þessu
ári, á næsta ári kemur annar mán-
uður til viðbótar rétti feðra og þriðji
mánuðurinn á árinu 2003, en þá á
réttur feðra til greiðslna úr Fæðing-
arorlofssjóði að vera að fullu kominn
fram skv. ákvæðum laganna.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust í fjármálaráðuneytinu er gert
ráð fyrir að einn mánuður í sjálfstæð-
um rétti föður til fæðingarorlofs kosti
700–800 milljónir kr. á ári. Með því að
fresta gildistökunni í eitt ár sparaðist
sú upphæð.
Fæðingarorlofssjóður annast
greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi
sem eru á vinnumarkaði en sjóðurinn
tók til starfa á þessu ári. Er hann fjár-
magnaður með 0,85% af gjaldstofni
tryggingagjalds. Skv. fjárlagafrum-
varpinu eins og það var lagt fram 1.
október eru áætlaðar greiðslur í sjóð-
inn á næsta ári 4.155 milljónir kr.
vegna fæðingarorlofs fólks á vinnu-
markaði og 456 millj. kr. vegna for-
eldra utan vinnumarkaðar og náms-
manna. Framlögin hækka um rúma
2,2 milljarða kr. frá fjárlögum yfir-
standandi árs þar sem útgjöld sjóðs-
ins koma í fyrsta skipti að fullu fram á
næsta ári auk þess sem lögin kveða á
um að einn mánuður bætist við í rétti
feðra til töku fæðingarorlofs.
Hugmyndir um frestun gildistöku
ákvæða um fæðingarorlof
Einn mánuður í
rétti feðra kost-
ar 7–800 millj.
UNGUR maður sem lögreglan í
Reykjavík handtók í gærmorgun
hefur játað að hafa framið tvö
rán um miðjan dag í Reykjavík.
Fyrra ránið framdi hann í
söluturninum Vídeóspólunni við
Holtsgötu þann 16. okóber sl.
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns, var ungi maðurinn
hettuklæddur þegar hann rudd-
ist þar inn og hótaði afgreiðslu-
stúlku með kylfu. Þegar hann
hafði náð af henni peningum
hljóp hann á brott. Fimmtudag-
inn 22. nóvember sl. rændi hann
peningum úr Pétursbúð við
Ránargötu. Hann hafði sama
háttinn á, réðst vopnaður kylfu
inn í búðina og hótaði af-
greiðslustúlku og hljóp síðan í
burtu með ránsfenginn. Engin
meiðsl urðu á fólki í þessum
ránum.
Málin teljast upplýst en þau
voru framin til að fjármagna
fíkniefnaneyslu, að sögn Ómars
Smára.
Viðurkenndi tvö
rán í Reykjavík
SJÓÐSTJÓRI Kaupþings, sem
setið hefur í gæsluvarðhaldi frá
20. nóvember, var í gær úr-
skurðaður í áframhaldandi
gæsluvarðhald til 4. desember
að kröfu efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra.
Sjóðstjórinn var handtekinn
vegna gruns um að hann hefði
brotið gegn lögum um verð-
bréfaviðskipti og hefði hagnast
á ólögmætan hátt. Jafnframt
voru starfsmaður Íslandsbanka
og framkvæmdastjóri lífeyris-
sjóðsins Hlífar handteknir en
þeimsleppt eftir yfirheyrslur.
Gæsluvarðhald
sjóðstjóra
framlengt